Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 25 öðrum sjúkrastofnunum, nema hvað flestir sjúklinganna eru íklæddir bað- sloppum þegar okkur ber að garði og verið er að undirbúa hádegisverð- inn, sem samanstendur af heilsufæði og hefur sérstaklega verið saman- settur af Brynhildi Briem, næringar- fræðingi. Og síðar um daginn er meiningin að spila bingó og eru verð- launin að vonum sérstakt Bláalónskr- em. Þessir einstaklingar eru fyrstu psoriasis-sjúklingar sem koma gagn- gert til Islands til að leita sér hjálpar og greiða fyrir þjónustuna. í stuttu spjalli við nokkra þeirra kom fram almenn ánægja með þetta nýja með- ferðarúrræði, sem óhætt er að segja að falli einkar vel að markmiðum rekstraraðilanna um gjaldeyrisskap- andi heilsuþjónustu. Þetta er þó að heita'má fyrsti vísirinn að slíkri þjón- ustu hér á landi enn sem komið er þó ýmsum möguleikum hafi verið velt upp í þessu samhengi á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Rekstraraðilinn er Heilsufélagið við Bláa lónið hf., sem stofnað var um mitt ár 1992. Stærstu hluthafar eru Islenskir aðalverktakar sf. með tæplega 36% hlutafjár, Hvatning hf., systurfélag íslenska heilsufé- lagsins hf., með 25% hlutafjár, Hita- veita Suðurnesja með 20% hlutafjár og Grindavíkurbær með 10% hluta- fjár. Samhliða rannsóknastarfi Bláal- ónsnefndar heilbrigðisráðuneytisins hefur Heilsufélagið komið upp að- stöðu til meðhöndlunar psoriasis- sjúklinga við lónið. Reist hefur verið 250 fermetra hús með sérstakri bún- ings- og baðaðstöðu, ljósabekkjum, skápum og laug yfirbyggðri að hluta, eingöngu til afnota fyrir meðferðar- gesti. Meðferðarstöðin er undir fag- legri yfírstjórn Bárðar Sigurgeirs- sonar, húðsjúkdómalæknis, og auk hjúkrunarframkvæmdastjórans starfar Jón Þrándur Steinsson, _húð- sjúkdómalæknir, við stöðina. Ásdís segist vera í góðum tengslum við læknana, sem koma vikulega sjálfir til að líta til með sjúklingum, en auk þeirra starfa með Ásdísi þrír hjúkr- unarfræðingar og ein aðstoðarstúlka. Einstakt i sinni röd böð, ljós, heilsufæði í hádeginu svo og ýmis afþreying innanhúss. Auk þess hefur hjúkrunarframkvæmda- stjórinn samið sérstaka dagskrá með tilliti til afþreyingar og höfðu sjúkl- ingarnir tekið virkan þátt í skoðunar- ferðum og heimsóknum, sem upp á var boðið enda meiningin að heilsu- dvölin geti í leiðinni verið ákveðin landkynning. Ásdís leggur á það ríka áherslu að það að vera með psoriasis, þ.e. útbrot, kláða, óþægindi, vessa og blæðingar, leggist oft og tíðum á andlega líðan sjúklingana og því sé nauðsynlegt að halda uppi góðum anda innanhúss. „Ég reyni því eftir mætti að hafa heimilislegan blæ héma og svo þarf ég auðvitað að vera bæði hress og skemmileg. Það skiptir líka miklu máli að geta gefið Ljósameðferð og Bláa lónið PAS-kvarði 0 Ein Tvær Þrjár Fjórar vika vikur vikur vikur af sér og hverjum og einum þarf að gefa þann tíma, sem nauðsynlegur er, til samræðna. Það kunna gestir okkar að meta.“ Útflutningsleióin Óhætt er að segja að með meðferð- arstöðinni við Bláa lónið sé að skap- ast fyrsti vísirinn af sölu íslenskrar heilbrigðisþjónustu og er nú unnið markvisst af kynningarstarfi erlend- is. Sérstakur markaðsstjóri fyrir Bláa lónið hefur nýlega verið ráðinn. Að mati Ásdísar ættu íslensk stjórnvöid að huga í mun meira mæli að þeim möguleikum, sem fyrirfinnast í út- flutningsleið. heilbrigðisþjónustunnar þar sem að tækifærin eru mýmörg, „Við eigum fín sjúkrahús, mjög hæft starfsfólk og flottar skurðstofur, sem lokað er klukkan tvö á daginn. Á sama tíma erum við að deyja úr blankheitum og lokum sjúkradeild- um. Við eigum að opna deildirnar upp á gátt og bjóða útlendingum, sem borga fyrir sig, þjónustuna. Þá kannski skapast möguleikar til þess að fjármagna kerfið fyrir íslendinga, sem á þurfa að halda. Hér eru marg- ir læknar um hvern sjúkling, en úti í Danmörku t.d. eru sjúklingar í bið- röðum eftir meðferð. Þar hafa nokk- ur einkarekin sjúkrahús verið opnuð þar sem að fólk borgar háar fjárhæð- > ir fyrir það eitt að komast að,“ segir Ásdís. Þrátt fyrir að enginn viti með vissu hvaða efni orsaki jákvæðan árangur með tilliti til psoriasis-sjúklinga, seg- ist Ásdís að lokum gjaman orða það svo að vinir sínir, álfamir í hraun- inu, séu að vinna verkin. Nœsta mál! Kosning gjaldkera húsfélagsins Niðurstöður þeirra rannsókna, sem fram hafa farið, taka af öll tví- mæli um lækningamátt Bláa lónsins sem vex til muna ef ljósameðferð er notuð samhliða. Lífríki Bláa lónsins er einstakt í veröldinni og einkum samsett af sérstakri gerð blágræn- þörunga, sem ná að lifa við þær ein- stöku aðstæður, sem í lóninu eru. Þeir em taldir hafa jákvæð áhrif á húð sjúklingana. Að sögn Ásdísar Jónsdóttur er besta kynningin fólgin í ánægðum gestum, sem snúa heim alsælir og segja öðrum frá. „Sem dæmi um það má nefna að hingað til lands var boðið átta Færeyingum í fyrrasumar sem skilaði sextán Færeyingum nú. Þar af em tveir, sem voru í fyrri hópnum," segir Ás- dís, en fyrir utan Færeyingana sext- án em í hópnum sex Svíar, þrír Danir, einn Norðmaður og einn Breti. Sjúklingarnir halda til á Hótelinu við Bláa lónið og koma í meðferðar- stöðina að afloknum morgunmat kl. 9.30. Þeir skrá sig inn og út svo hægt sé að fylgjast með hversu lengi þeir eru á staðnum. Þeir byrja á því. að fara í sturtu og síðan í lónið, þar sem að þeir dvelja allt frá einum og upp í þijá tíma. Eftir lónið fara sjúkl- ingamir aftur í sturtu og smyija á sig Biáalónskremi, sem unnið er hjá Heilsufélaginu við Bláa lónið úr efn- um úr lóninu, og þá tekur við svoköll- uð UVB Ijósameðferð, sem þekkt er víða um veröld, en er nokkuð frá- brugðin þeim ljósalömpum sem hinn almenni Islendingur þekkir. „Það fer svo eftir húðtegund hversu lengi hver og einn er í ljósaklefanum, en ég byija á 10-18 sekúndum og smá- lengi svo tímann, en verð að meta það á hveijum degi, hversu lengi ljósameðferðin varir. Þegar komið er upp í 7-8 mínútur að afloknum þremur til fjórum vikum er húðin yfirleitt orðin það góð að frekari meðferð er óþörf. Svo auðvitað legg ég ríka áherslu á að menn fari í lón- ið eins oft og þolinmæði og orka leyf- ir, en það getur vissulega verið mjög lýjandi langtímum saman. Við erum því með sérstaka hvíldarbekki hér fyrir fólk til að slappa af,“ segir Ásdís. Í meðferðinni er innifalin læknis- skoðun, þjónusta hjúkrunarfræðings, Húsfélagaþjónusta íslandsbanka býöur sig fram til ab sjá um fjárreibur húsfélaga Gjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei þótt eftirsóknarvert, enda bœöi tímafrekt og oft vanþakklátt. Auk þess gera ný lög um fjöleignarhús enn meiri kröfur um bókhald og uppgjör en ábur. Húsfélagaþjónusta íslandsbanka tryggir öruggari fjárreiöur húsfélaga meö nákvœmri yfirsýn yfir greibslustöbu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrirkomulag er því öllum íbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta. Helstu þœttir Húsfélagaþjónustu íslandsbanka: Innheimta - öryggi og betri upplýsingar Bankinn annast mánaöarlega útskrift gíróseöils á hvern greiöanda húsgjalds. Á gíróseölinum eru þau gjöld sundurliöuö sem greiöa þarf til húsfélagsins. Hœgt er aö senda ítrekanir til þeirra sem ekki standa í skilum. Húsfélagiö fœr mánaöarlega yfirlit yfir ógreidda gíróseöla. Rekstraryfirlit - nákvœm yfirsýn yfir rekstur í lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa greitt og hvert peningarnir hafa fariö. í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiöslur íbúa og skuldir þeirra \ lok árs. Viö upphaf viöskipta fœr húsfélagiö möppu undir yfirlit og önnur gögn. Lögfrœöiþjónusta - gób ráö og skilvirk innheimta Húsfélög í viöskiptum viö íslandsbanka geta gerst aöilar aö Húseigendafélaginu á sérstökum afsláttar- kjörum. Þar er hægt aö fá ráögjöf varöandi nýju fjöleignarhúsalögin og aöra lögfrœöiþjónustu sem tengist rekstri húsfélaga. Bankinn hefur milligöngu um lögfrœöiinnheimtu húsgjalda sem eru í vanskilum. Framkvœmdalán - betri kjor og lengri lánstími ísiandsbanki býöur nú húsfélögum betri kjör og lengri lánstíma á framkvœmdalánum. Lánsupphœö getur veriö allt aö 300.000 kr. fyrir hverja íbúö og lánstími S ár. Húsfélög njóta hagstœöra vaxtakjara og þau geta einnig fengiö yfirdráttarlán meöan á framkvœmdum stendur. Allar nánari upplýsingar fást í nebangreindum útibúum bankans sem veita Húsfélagaþjónustu. Bankastrœti 5, sími 560 8700 Dalbraut 3, sími 568 5488 Cullinbrú, Stórhöfba 17, sími S67 5800 Háaleitisbraut 58, sími 581 2755 Kringlart 7, sími 560 8010 Laugavegur 172, stmi 562 6962 Lóuhólar 2-6, sími 557 9777 Suburlandsbraut 30, sími 560 8400 Eibistorg 17, Seltjarnarnesi, sími 562 9966 Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfiröi, sími 555 0980 Carbatorg 7, Garbabœ, sími 565 8000 Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 554 2300 Þverholt 6, Mosfellsbœ, sími 566 6080 Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-15555 Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-13255 Hafnarstrœti 1, ísafirbi, sími 94-3744 Abalgata 34, Siglufirbi, sími 96-71305 Hrísalundur la, Akureyri, sími 96-21200 Stórigarbur 1, Húsavík, sími 96-41500 ★ KYNNINGARTILBOÐ TIL 12. APRÍL ★ Þau húsfélög sem hefja vibskipti fyrir 12. apríl fá ókeypis um ný lög fyrir fjöleignarhús. ISLANDSBANKI -í takt vib nýja tíma!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.