Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Spurningin er ekki lengur hvort, heldur hvenær mesti óskapnaður íslandssögunnar, kvóta- kerfið, verður lagt að velli. Tólf mánaða fangelsi fyr- ir líkamsárás með hamri HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt 67 ára gamlan mann í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skiiorðsbundna, fyrir að hafa í september sl. ruðst að nætur- iagi inn á heimili konu og barið hana í höfuðið með hamri og veitt henni marga aðra áverka með höggum og spörkum. Maðurinn hafði staðið í sam- bandi við konuna sem er á sextugs- aldri en hún vildi slíta sambandinu. Kvöldið fyrir árásina hafði mað- urinn verið á heimili hennar og fundist hún sýna sér fálæti og dónaskap. Þegar hann fór brott hafði hann með sér lykla að íbúð- inni, sem hann fann í treyju kon- unnar, að eigin sögn í þeim til- gangi að lumbra síðar á konunni. Hann kvaðst hafa verið reiður við hana fyrir framkomuna í sinn garð og afbrýðisamur. Maðurinn taldi sig skömmu áður hafa séð með kíki af svölum eigin íbúðar að karl- maður íklæddur slopp væri gest- komandi hjá konunni. Nóttina eftir að maðurinn tók lyklana á brott með sér kom hann að íbúð konunnar og hafði meðferð- is vasaljós og hamar með plast- haus. Hann opnaði dyrnar og ýtti frá dyrunum reiðhjóli sem konan hafði sett fyrir dyrnar éftir að hún varð þess vör að lyklamir voru horfnir. Konan vaknaði og kom á móti manninum sem réðst strax á hana, barði hann hana með hamrin- um og beindi höggunum að höfði hennar fyrst og fremst, að sögn konunnar. Þégar konan náði taki á hamrinum hafi maðurinn sparkað ítrekað í hana þar til hann allt í einu hætti árásinni og fór eftir að hafa beðist fyrirgefningar. Síðar um nóttina gaf maðurinn sig fram við lögreglu og játaði árás- ina. Hann sat í gæsluvarðhaldi í 15 daga og sætti geðrannsókn. Niðurstaða hennar var m.a. sú að árásin hefði mótast af þörf manns- ins fyrir að hafa einhvern til að hugsa um sig, þörf fyrir að stjóma konunni og vonbrigðum, afbrýði- semi og heift í kjölfar þess að hún kaus að siíta sambandi við hann. Eftir árásina var sjö sm djúpur skurður á höfði konunnar auk smærri áverka. Þá var talið að hún hefði brákast á hrygg. Finnbogi Alexandersson, héraðs- dómari, sem kvað upp dóm í málinu taldi sannað að maðurinn hefði gerst sekur um húsbrot og meiri- háttar líkamsárás. Missti stjórn á skapi sínu Dómarinn taldi ekki sannað að vakað hafi fyrir manninum að ganga svo í skrokk á konunni sem raun varð á. Miða verði við að ásetningur um að beita svo harka- legum aðferðum hafi myndast er hann missti stjórn á reiði sinni á staðnum. Árásin hafi getað haft mikla hættu í för með sér með til- liti til hamarsins sem maðurinn beitti og aðferðarinnar þótt afleið- ingarnar hafi ekki reynst alvarlegri en raun varð á. Refsing mannsins þótti hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði en með hliðsjón af aldri hans og að- stæðum og því að hann hafði ekki áður gerst sekur um ofbeldisverkn- að og að hann gaf sig fram við lögreglu og játaði brot sitt hrein- skilnislega þótti mega skilorðs- binda níu mánuði af refsingunni þannig að sá hluti falli niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Söluaðili Akureyri R.SIGMUNDSSON HF. Haftækni h/f SIGLINGA - OG FISKILEITARTÆKI TRYGGVAGÖTU 16101 RVK. SÍMI: 562 2666, FAX: 562 2140 Læknar funda um kynsjúkdóma Baráttan gegn lek- anda gengur vel Ólafur Steingrímsson ~W7~ YNSJÚKDÓMUR- INN klamydía verð- ur í brennidepli á opnum fundi Fræðslu- nefndar læknafélaganna, Kvennadeildar Landspítal- ans, Húð- og kynsjúkdóma- deildar Landspítalans, Sýkladeildar Landspítaians og landlæknis fyrir lækna laugardaginn 29. apríl. Fjórum erlendum sérfræð- ingum hefur verið boðið til fundarins. Dr. Anders Hal- lén, dósent við háskólann í Uppsölum, dr. Raymond W. Ryan, prófessor við há- skólann í Connecticut, og dr. Julius Schachter, pró- fessor við háskólann í Kali- fomíu, tala um greiningar- aðferðir og faraldsfræði sjúkdómsins og dr. Jorma Paavonen, prófessor við háskól- ann í Helsinki, fjallar um fjár- hagslegu hlið sjúkdómsins. Olafur Steingrímsson, yfir- læknir sýklarannsóknadeildar Landspítalans, segir að innlendir •sérfræðingar kynni góðan árang- ur í baráttunni gegn iekanda hér á landi. Hann segir að tíðnin hafi farið lækkandi á Norðurlönd- unum og í ýmsum öðrum Evrópu- löndum. „En hvergi, mér vitan- lega, eins og hér. Að lekandi telj- ist ekki lengur innlendur eða staðbundinn sjúkdómur," segir hann. „Eflaust spila hér margir þættir inn i og ekki má gleyma því að alltaf eru sveiflur í tíðni sýkinga. Ef til vill hefur aukin leit að klamydíu sýkingum haft sín áhrif á tíðni lekanda hér á landi og í nágrannalöndunum. Sýkingarnar lýsa sér eins og því hefur verið venja, þegar leitað er að öðrum sjúkdómnum, að taka sýni vegna beggja sjúkdóm- anna. Allar sýkingar sem greindust á síðasta ári, alls sex tilfelli, áttu sér stað erlendis miðað við yfir 30 af alls rúmlega 300 tilfellum árið 1982.“ — Hefur alnæmisumræðan og minna frjálsræði í kynferðismál- um haft áhrif? „Hugsanlega. En hafa ber í huga að hegðun unga og ólofaða fólksins sem oftast greinist með lekanda virðist lítið hafa breyst. Breytingar í kjölfar alnæmis hafa aðallega orðið hjá eldra fólki og hópi karlmanna." — Ekki hefur gengið alveg eins vel í baráttunni gegn klamydíu sýkingum. Hvernig stendur á því? „Ætlunin er einmitt leita svara við því á ráðstefnunni síðast í mánuðinum. Skoða upplýsingar um klamydíu sýkingar á íslandi og meta hvernig hægt sé að fækka þeim. Ef til vill má læra af Svíum. Þeir hafi verið mjög duglegir að leit að sýkingum og hefur þeim fækkað um 40% á einstökum svæðum. Við höldum að þeir skimi meira. Þeir taki fleiri sýni frá einkennalausu fólki í áhættuhóp- um, t.d. þegar ungt fólk leitar ráðlegginga varðandi kynlíf. Minna er gert af því hér. Eini hópurinn sem alltaf er skimaður eru konur áður en þær fara í fóstureyðingu enda gæti sýkingin færst upp í legið við aðgerðina." — Hverjar eru alvarlegustu af- leiðingar klamydíu? „Stærstur hluti kvennanna, allt upp í 80%, er einkennalaus. En sýkingin getur farið upp í eggjaleiðara og ófijósemi er al- ►Ólafur Steingrímsson, yfir- læknir sýklarannsóknadeildar Landspítalans, er fæddur 5. jan- úar árið 1942 í Reykjavík. Ólaf- ur varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1963 og hlaut embættispróf frá Háskóla íslands árið 1970, almennt læknaleyfi árið 1974 og sér- fræðileyfi í sýklafræði árið 1976. Hann hefur verið ráðgjafi landlæknisembættisins frá 1979, meðlimur í farsóttanefnd ríkisins frá 1986 og var skipað- ur forstöðumaður fræðasviðs sýklafræði við læknadeild Há- skóla íslands í maí árið 1992. Eiginkona Ólafs er Björk Finn- bogadóttir hjúkrunarfræðingur og deildarsljóri í blóðskilunar- deild Landspítalans. gengasta alvarlega afleiðingin. Síðan getur klamydía aukið líkur á utanlegsfóstri og slíkt getur auðvitað verið hættulegt. Að öðru leyti er klamydía ekki hættulegur sjúkdómur. Karlmenn fá sviða við þvaglát og svo fær lítill hluti sjúklinganna liðabólgur og aðra fylgikvilla.“ — Hverjir koma í rannsókn vegna grunns um klamydíusýk- ingu? „Sumir koma af því þeir telja sig hafa tekið áhættu með því að sofa hjá einhveijum. Fleiri koma vegna einkenna eða vegna þess að þeir eru hluti af keðj- unni. Okkar löggjöf gerir nefni- lega ráð fyrir því að lekanda eða klamydíusmit sé rakið. Við höfum hins vegar greint mikla viðhorfsbreytingu á síðustu árum. Fólk er fúsara að koma til skoðunar en áður. Ég nefni að á Húð- og kynsjúkdómadeildinni hefur komum stúlkna fjölgað til muna. Hér áður var hlutfallið svona tveir þriðju hlutar strákar og einn þriðji hluti stelpur. Nú er hlutfallið hins vegar orðið alveg jafnt. Skilning- ur ungs fólks er orðinn mun meiri en fyrir aðeins nokkrum árum.“ — Hefur breyting orðið á sjálfri greiningunni? „Ef grunur lék á lekanda- eða klamydíusýkingu hjá strákum þurfti að koma bómullarpinna upp í þvagrásina. Þegar hún er bólgin er sú leið afskaplega óþægileg og alltaf leið yfir einn og einn. En fyrir rúmu ári tókum við upp nýja aðferð og fórum að greina klamydíu með þvagsýni. Sú aðferð er miklu auðveldan fyrir strákana og okkur fínnst eins og þeir komi frekar. Sama aðferð verður tekin með konurnar á árinu.“ Með þvagsýni má greina klamydíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.