Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 32
* 32 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Bróðir minn, RAGNAR ÓLAFSSON kaupmaður, Vesturbrún 2, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Sigrún Ólafsdóttir. t Maðurinn minn og afi, STEFÁN HERMANNSSON, Otrateigi 18, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. apríl kl. 15.00. Katrín Jóhannesdóttir, Stefán Jóhannesson. t Við þökkum innilega alla þá samúð og vináttu, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur og afa, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Sunnuvegi 27. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnsson- ar, læknis og starfsfólks deildar 3-B Landakotsspítala og Heimahlynningar Karitasar fyrir umhyggju þeirra. Sigrún Guðmundsdóttir, Kristinn Bjarnason, Björg Elín Guðmundsdóttir, Bjarni Vilhjálmsson Guðmundur Rúnar Kristinsson, Fanný Svava Bjarnadóttir, Henný Sif Bjarnadóttir. AÐALHEIÐUR FRIÐÞJÓFSDÓTTIR + Aðalheiður Sig- ríður Friðþjófs- dóttir bókasafns- fræðingur fæddist á Húsavík 17. maí 1930. Hún lést á Landakotsspítala 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðþjófur Pálsson, símstöðv- arstjóri, f. 13.4. 1902 á Húsavík og Auður Aðalsteins- dóttir f. 15.1. 1901. Aðalheiður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950, stundaði nám við háskól- ann í Reading í Englandi 1952-53 og lauk BA-prófi frá Háskóla Islands í ensku og bókasafnsfræði 1970. Hún starfaði hjá Pósti og síma á Húsavík 1950-52 og 1953-55, vann skrifstofustörf hjá Ræsi hf. 1955-57 og var starfsmaður Þjóðleikhússins 1957-70. Hún var bókavörður við Há- skólabókasafn 1970-71 og við Landsbókasafn ís- lands 1971-84. Aðalheiður var for- stöðumaður bóka- safns Pósts og síma frá 1984 til dauða- dags. Hún var rit- ari Félags bókasafnsfræðinga 1981-83, ritari Sálarrann- sóknafélags íslands 1977-79 og gjaldkeri félagsins frá 1981. Utför Aðalheiðar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 10.30. HUGPRÚÐ og hljóðlát kvaddi Aðal- heiður Friðþjófsdóttir þennan heim. Þannig hafði hún lifað lífinu og þannig skildi hún við það. Við Allý kynntumst þegar ég var ráðin á skrifstofu Sálarransóknar- félags íslands, en hún var þá í stjórn félagsins. Það reyndist upphaf að mikilli og góðri samvinnu og vin- áttu. Síðan eru liðin mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. Vinnu- staðir breyttust en vináttan hélst. Aðalheiður Friðþjófsdóttir var fædd á Húsavík, einkabarn foreldra sinna, hjónanna Auðar og Friðþjófs, og ólst hún upp við mikið ástríki. Þessi kærleikur styrkti hana í gegn- um lífið, kannski ekki síst nú, í þunga veikindanna. Báðir foreldrar hennar eru Iátnir. Allý var bókasafnsfræðingur að mennt, víðlesin og áhugasöm um allt milli himins og jarðar. Hún var mjög skemmtilegur ferðafélagi, sá gjarnan spaugilegu hliðamar á mál- unum, jafnvel þó eitthvað væri að. Allý hafði yndi af listum, ekki síst tónlist, hún hafði næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar, þannig að aðeins nokkrum klukkustundum áður en hún lagði aftur augun í síð- asta sinn, veitti það henni frið að sjá snæviþakta Reykjavík i ljósa- skiptunum út um spítalagluggann. Það er komið að kaflaskiptum, Allý heldur áfram sínu ferðalagi á nýjum lendum, ásamt ástvinum sín- um. Ég óska henni velfarnaðar og vil kveðja hana að sinni með sálma- versi sem hún hélt upp á. r { Gefur þú gagnlegar * * Æ iog vanaaoar § ^ § a fermmgargjafir? Landsins mesta úrval af iLWjÆb k kúlutiöldum nanna 3,5 kg. t90Q, J og svefnpokum u ••• Póstsendum samdægurs ... þar sem ferðalagið byrjar SEGLAGERÐIN ^ ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 562-1780 I Þú vígir oss sem votta þína að veruleika þeim: að vinir aldrei vinum týna, þótt víki til þín heim. Þú lætur efnisþokur þynnast, svo það sé hægra elskendum að fínnast, og jafnvel heljarhúmið svart þín heilög ástúð gjörir bjart. (Vald. V. Snævarr.) Hafðu hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina, vinkona. Auður Helga Hafsteinsdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðm.) Aðalheiður Friðþjófsdóttir, vinnu- félagi minn og vinkóna, er látin. Við andlát hennar koma margar og góðar minningar upp í huga minn. Við unnum báðar hjá Pósti og síma, hún var bókasafnsfræðingur og leit- aði til mín þegar hana vantaði skrif- stofuþjónustu. Vorum við orðnar málkunnugar þegar okkur datt í hug fyrir nokkrum árum að fara saman í sumarleyfi. Ef til vill voram við báðar dálítið kvíðnar fyrir hvernig okkur félli samveran í mánaðar- löngu sumarleyfí, en sá kvíði reynd- ist með öllu ástæðulaus. Aðalheiður kom mér svo sannarlega á óvart. Þessi hæga og prúða kona, sem aldr- ei tranaði sér fram, reyndist svo góður ferðafélagi sem mest mátti vera. Hún hafði víða farið og var fróð með ólíkindum um allt milli himins og jarðar. Hún var líka góð í tungumálum og gat talað við hvern sem var. Svo runnu upp úr henni gamansögur, fyndin tilsvör og orða- tiltæki þegar sá gállinn var á henni. Og ekki varð henni mikið fyrir að aka bíl í útlöndum, það var eins og hún hefði aldrei gert annað. Ég óskaði þess oft að vinnufélagarnir væra komnir að sjá til hennar. Samt var látleysið, prýðmennskan og heiðarleikinn alltaf í öndvegi. Ég held að hún hafí verið ein vandað- asta manneskja sem ég hef þekkt. Seinna fóram við aðra ferð saman og sú þriðja var fyrirhuguð, en nú er hún farin í sína síðustu ferð, þessa sem við förum öll að lokum. Tómas Guðmundsson segir í kvæði sínu um Hótel Jörð að alltaf bætist nýir hópar í skörðin. Það er mikið rétt, en ég er hrædd um að skarðið hennar Aðalheiðar verði vandfyllt. En allir dagar eiga kvöld, - ég hræðist ekki húmsins völd. Fyrir handan höfin blá heiðan veit ég dag. Þar sumarþrá mín athvarf á eftir sólarlag. (Sefán frá Hvítadal.) Vertu sæl, kæra vinkona. Hitt- umst á „lífsins landi“. Guðbjörg Arndal. Það er erfitt að hugsa sér sam- verustundir með Allý án gleði og hláturs. Þegar við fyrst kynntumst henni tókum við strax eftir þessari smávöxnu konu sem var aðeins var smáxaxin í útliti, hún var stórkostleg að innræti og betri vinkonu er vart hægt að hugsa sér. Við kynntumst henni ekki fyrir svo mörgum árum síðan þegar sameiginlegur áhugi okkar á dulrænum málum dró okkur að starfsemi Sálarrannsóknarfélags íslands þar sem Allý hafði verið starfandi í mörg ár bæði í stjórn félagsins og einnig sem einlægur áhugamaður um málefnið. Hún var hafsjór fróðféiks um dulræn málefni og gátum við setið tímunum saman og spjallað og hún frætt okkur um svo ótal margt sem okkur þótti merkilegt. Á þeim árum var alltaf gott að koma saman og ef Allý var í hópnum var öraggt að það var gaman. Hún hafði skemmtilega kímnigáfu og hafði hæfileika að sjá skemmtilega hlið á flestum málum. Jafnvel eftir að hún veiktist var kímnin á sínum stað alveg fram á síðustu stund. Hún var aðdáunar- verð í erfíðum veikindum sínum, hún kvartaði ekki og bað ekki um hjálp, þótt hún ætti oft erfitt með að sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.