Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Yfírgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna
er hlynntur dauðarefsingum. Asgeir
Sverrisson fjailar um hugmyndafræðina
sem að baki þeim býr, vandann við að
framfylgja þeim og þann lygilega kostnað
sem dauðadeildin hefur í för með sér fyrir
bandaríska skattborgara.
Afimmtudagskvöld klukkan
10.35 að íslenskum tíma
barst sú tilkynning að
aftöku Nicholas nokkurs
Ingram hefði verið frestað um einn
sólarhring. Nokkrir útvaldir höfðu
þá þegar komið sér fyrir á bakvið
glervegg í fangelsinu í Jackson í
Georgíu-ríki og allt hár hafði verið
rakað af höfði og leggjum ógæfu-
mannsins. Ekkert virtist því til fyr-
irstöðu að bundinn yrði endi á líf
morðingjans með rafmagni 25 mín-
útum síðar. Enn einu sinni hafði
Nicholas Ingram verið dæmdur til
óvissu um örlög sín. Óvissunni var
hins vegar eytt aðfaramótt laugar-
dags er Ingram var leiddur inn í
dauðaklefann og tekinn af lífi.
Mál Ingram hefur vakið verulega
athygli utan Bandaríkjanna og orð-
ið til þess að upp hafa blossað á
ný umræður um réttmæti dauða-
refsinga. í Evrópu eru rhenn al-
mennt sammála um að dauðarefs-
ingar séu ótækar og heimspekileg
og lögfræðileg rök af ýmsum toga
hafa verið færð gegn þeim. í Banda-
ríkjunum er þessu öfugt farið; þar
snúast umræður einkum
um kostnað þann sem
samfélagið þarf að bera
vegna dauðarefsinga og
hvemig gera megi þenn-
an afgreiðslumáta dóm-
skerfisins „skilvirkari".
Bandaríkjamönnum þykir nefnilega
almennt og yfirleitt sjálfsagt að
beita dauðarefsingum; það er eðli-
legt að sá sem eyðileggur eða upp-
rætir líf annarra, gjaldi fyrir afbrot-
ið með lífi sínu.
Þrýst á Major
Nicholas Ingram var á engan
hátt óvenjulegur morðingi og
ógæfumaður. Það óvenjulega við
mál hans var í raun að þess skuli
hafa verið freistað svo ákaflega að
fá lífi hans þyrmt. Fyrir 12 árum
þegar Nicholas Ingram var 19 ára
var hann dæmdur til dauða fyrir
sérlega kaldrifjað morð, sem hann
framdi eftir misheppnað innbrot í
ölæði. Ingram var hins vegar með
breskan ríkisborgararétt auk þess
bandaríska og því vakti málið mikla
athygli í Bretlandi og víðar í Evr-
ópu. Þrýst var á John Major forsæt-
isráðherra Bretlands að tala máli
Ingrams er hann var í opinberri
heimsókn í Washington, höfuðborg
Bandaríkjanna. Fram komu kröfur
um að breski forsætisráðherrann
sneri sér beint til Bills Clintons
Bandaríkj aforseta.
Þessi krafa og aðrar ámóta voru
byggðar á misskilningi. í Banda-
ríkjunum geta ríkisstjórar ákveðið
að þyrma beri lífi dauðafanga en
forseti Bandaríkjanna kemur þar
hvergi nærri. Raunar hefði það ver-
ið sérlega óheppilegt hefði John
Major tekið mál þetta upp við Clint-
on. Þegar Clinton var ríkisstjóri í
Arkansas þurfti hann að taka af-
stöðu til slíkra beiðna og á herðum
hans hvílir sú ábyrgð að hafa látið
taka menn af h'fi. Á þennan veg
lýkur einfaldlega sumum vinnudög-
um hjá ríkisstjónim í Bandaríkjun-
um.
I baráttunni fyrir forsetakosning-
amar 1992 neitaði Clinton beiðni
um að dauðadómi yrði aflétt og
maður einn sem myrt hafði lög-
reglumann var tekinn af lífi með
lyfjagjöf. Morðinginn var geðveikur
og hafði skotið sig í höfuðið eftir
að hafa framið ódæðið með þeim
afleiðingum að hann hlaut mikinn
heilaskaða af. Morðinginn var
blökkumaður en lögreglumaðurinn
hvítur. Með tilliti til þess hve
skammt var til kosninga hefði það
jafngilt pólitisku sjálfsmorði hefði
Clinton þyrmt lífi ógæfumannsins.
í Bandaríkjunum bíða
nú tæplega 3.000 saka-
menn eftir því að hljóta
sömu örlög og Nicholas
Ingram. Margir þeirra
hafa hvergi nærri gerst
sekir um jafn viður-
styggilegan glæp og hann. í ein-
hveijum tilfellum má heita víst að
saklaus maður hafi verið dæmdur,
í öðrum að andlega vanheilir hafi
verið dæmdir án tillits til sjúkleika
þeirra. Ævisögur margra eru mun
átakanlegri en saga Nicholas Ingr-
am.
Mannréttindahópar ýmsir tala
máli þessara manna í Bandaríkjun-
um og margir áhrifamiklir stjórn-
málamenn hafa lagst gegn dauða-
refsingum. Á síðustu árum hafa
þessir menn oftar en ekki talað
fyrir daufum eyrum. Oftlega koma
stuðningsmenn og andstæðingar
dauðarefsinga saman við fangelsi
þegar líða tekur að því að einhver
sakamaðurinn verði sendur á fund
feðra sinna. Áköll um mannúð
drukkna í hrópum þar sem þess er
krafist að viðkomandi verði „látinn
stikna“.
í Bandaríkjunum sem annars
staðar haga stjórnmálamenn flestir
hveijir seglum eftir vindi. 0g nú
um stundir þykir sjálfsagt að boða
aukna hörku til að bijóta á bak
aftur „glæpabylgjuna". Kannanir
sýna að 75-90% Bandaríkjamanna
eru hlynnt dauðarefsingum. Þeir
stjórnmálamenn sem staðnir eru að
„Hagkvæmari
framkvæmd
dauðarefsing-
arinnar"
Reuter
ENDASTÖÐIN á glæpabrautinni í Jackson,
ur stjarnfræðilegur. Þetta vekur ef
til vill furðu þegar höfð eru í huga
þau rök fylgismanna dauðarefsinga
að samfélaginu beri engin skylda
til að greiða þann kostnað sem hlýst
af því að halda tilteknum illvirkja
í fangelsi ævilangt. í Bandaríkjun-
um er niðurstaðan alltjent þveröfug.
Þar hefur reynst mun dýrara að
kveða upp líflátsdóma en að dæma
menn í ævilangt fangelsi. Glöggir
háskólakennarar við Duke-háskóla
hafa þannig reiknað út að kostnað-
ur við gæslu og uppihald hvers
dauðafanga, hafi að meðaltali num-
ið 2,2 milljónum dollara (um 143
milljónum króna) á hveija aftöku.
Tölur frá Kaliforníu gefa til kynna
að þar kosti dauðadeildin um 90
milljónir dollara á ári hveiju en þar
hafa tveir menn verið teknir af lífi
á undanförnum 18 árum.
Kostnaðurinn við þennan fram-
gangsmáta bandaríska dómskerfis-
ins hefur á sér fleiri forvitnilegar
hliðar. Kannanir í Bandaríkjunum
hafa leitt í ljós að það eru einkum
svertingjar og fátæklingar sem
teknir eru af lífi. Því hefur verið
haldið fram að þetta megi skýra
með því að viðkomandi verði af fjár-
hagsástæðum að ráða lélegri lög-
fræðinga. Þessi skýring getur þó
tæpast talist altæk.
Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram
á óheyrilegan kostnað vegna dauða-
refsinga í Bandaríkjunum hvarflar
ekki að þarlendum að ef til vill
þurfi að endurskoða þetta ákvæði.
Óðru nær. Auk krafna sem fram
hafa komið um að reist verði enn
andstyggilegri fangelsi og vinnu-
búðir eru margir þeirra skoðunar
að dauðarefsingarákvæðið þarfnist
endurbóta, einkum í þá veru að
áfrýjunum verði fækkað. Þetta hef-
ur verið nefnt „hagkvæmari fram-
kvæmd dauðarefsingarinnar".
„Glæpabylgjan“
Þessi refsigleði Bandaríkja-
manna kemur vitanlega ekki til af
TALSMAÐUR Jackson-fangelsis greinir fréttamönnum frá því að aftöku Nicholas Ingrams hafi
verið frestað. Minni myndin sýnir Ingram er áfrýjunarnefnd Georgíu hafnaði því á fimmtudag að
breyta dauðadóminum, sem kveðinn hafði verið upp yfir honum.
„linkind“ á þessu sviði gefa oftar
en ekki á sér höggstað, vanhugsuð-
um yfirlýsingum í þá veru má líkja
við pólitískt blásýruhylki.
300 aftökur
Hæstiréttur Bandaríkjanna
heimilaði dauðarefsingar á ný árið
1976. Nú hafa 38 af 50 ríkjum
Bandaríkjanna tekið dauðarefsing-
ar upp, New York bættist nýlega í
hópinn. Á þessum tíma hafa um
5.000 manns verið dæmdir til
dauða. Á hinn bóginn hafa aðeins
tæplega 300 aftökur farið fram. í
fyrra var 31 sakamaður tekin af
lífi. Málum 2.000 manna hefur ver-
ið ýtt til hliðar og um 3.000 bíða
refsingar sinnar sem fyrr sagði. Það
verður því tæpast sagt að „aftöku-
bylgja." hafi riðið yfir Bandaríkin.
I máli Nicholas Ingram vakti það
sérstaka athygli að maðurinn hafði
í heil 12 ár beðið þess að dómnum
yrði fullnægt. Margir þeirra sem
iétu sig málið varða héldu því fram
að þessi bið hefði í senn verið ákveð-
ið form refsingar og að ómannúð-
legt væri að leggja slíkt á nokkurn
mann jafnvel þótt viðkomandi væri
siðlaus illvirki og morðingi. í þessu
birtist einn helsti galli þess kerfis
sem innleitt hefur verið í Bandaríkj-
unum; það er bæði dýrt og „óskil-
virkt“.
í raun eru engin takmörk á því
hversu oft unnt er að áfrýja dauða-
dómi í Bandaríkjunum. Það er öld-
ungis háð því hversu slyngir lög-
menn illvirkjanna eru. í tilfelli Nic-
holas Ingram hefur fjórum sinnum
verið borin fram beiðni um að horf-
ið verði frá aftöku. Skipulag banda-
ríska dómskerfisins býður upp á að
málum sé vísað á milli dómstóla sem
ýmist heyra undir tiltekið ríki eða
alríkisstjórnina í Washington.
Snjallir lögfræðingar ná þannig að
fá aftöku frestað árum saman.
Þetta, ásamt því hversu flókin
mál fanga í dauðadeildinni eru,
gerir aftur að verkum að lögmenn
skortir til að gæta hagsmuna þeirra.
Sökum lögmannaskortsins er mál-
um fanga frestað. Dómarar í hæsta-
rétti Kaliforníuríkis veija um helm-
ingi af tíma sínum til að fara yfir
mál dauðafanga, að því er fram
kemur í breska tímaritinu The Ec-
onomist.
Stjarnfræðilegur kostnaður
Afleiðingin verður sú að kostnað-
ur sam'félagsins sökum þessa verð-
góðu. Samfélagið er að sönnu of-
beldisfullt en þó í litlu samræmi við
þá ofuráherslu sem bandarískir fjöl-
miðlar, einkum sjónvarpsstöðvar,
leggja á ítarlega umfjöllun um
morð og aðra alvarlega glæpi. Stað-
reyndin er sú að í flestum tilfellum
er ofbeldið bundið við ákveðin hverfi
sem góðborgarar kunna að varast.
„Glæpabylgjan“ sem bandarískir
fjölmiðlar hamra á hefur einnig
komið stjórnmálamönnum vel. Eitt
af lykilatriðunum í stefnuskrá þeirri
sem bandarískir repúblíkanar á
þingi hafa samþykkt er sú herferð
sem boðuð er til að landsmönnum
auðnist að „vinna aftur göturnar"
úr höndum glæpagengjanna. Bill
Clinton forseti svaraði þessu póli-
tíska útspili andstæðinga sinna með
því að heita því að fleiri og ramm-
gerðari fangelsi yrðu byggð og fleiri
lögreglumenn ráðnir. Alls hljóðaði
frumvarp forsetans um umbætur í
þessum efnum upp á rúma 2.000
milljarða króna.
Meðtaki menn fróðleik sinn úr
bandarískum fjölmiðlum má auð-
veldlega ætla að raunveruleg
glæpabylgja hafi riðið yfir banda-
rískt samfélag á undanförnum
árum. Fyrirliggjandi tölur segja