Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Blessuð leikgleðin áræði og metnaður FRÁ sýningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri, Silfurtunglinu. LEIKUST Lcikfclag Mennta- skólans á Akurcyri SILFURTUNGLIÐ Leikfélag Menntaskólans á Akur- eyri. Silfurtunglið eftir Halldór Laxness. Leikstjóri: Rósa Guðný Þórsdóttir. Lýsing: Ingvar Björns- son. Leikhljóð: Gunnar Sigur- björnsson. Upptaka á tónlist: Krist- ján Edilstein. Tónlistarflutningur: Heimir Freyr Hlöðversson. Söng- þjálfun: Már Magnússon. Sýningar- stjóri: Unnur Erla Ármannsdóttir. Þriðjudag^urinn 4. apríl. SKÓLASÝNINGAR í leikhúsi eru fagnaðarefni. Ekki síst ef þær bera vott um áræði og listrænan metnað. Þegar notað er lýsingar- orðið listrænn, vekur það ósjaldan nokkurn misskilning. Menn stað- hæfa þá gjaman, að það sé mark- laust orð og helst notað til þess að hefja gjörðir og viðfangsefni til virðingar, en sé þó oftar en ekki blekking. Orð eru vandmeðf- arin og það á sannarlega við um þetta lýsingarorð. Á leikárinu 1994-’95 velja forystumenn Leik- félags Menntaskólans á Akureyri ekki auðvelt viðfangsefni, þegar félagið ræðst í að sýna Silfurtungl- ið eftir Halldór Laxness. Það er sannarlega listrænt og margrætt viðfangsefni, sem reynir á skilning og áræði þeirra ungmenna, sem mörg og sennilega flest stíga á fjalirnar í fyrsta sinn. En þó veltur það helst á leikstjóranum, sem verður við þessar aðstæður að kenna viðvaningum á skömmum tíma, skipuleggja og móta túlkun verks, sem gerir óneitanlega mikl- ar kröfur um vandvirkni. Það er ljóst af þessari sýningu, að leik- stjórinn, Rósa Guðný Þórsdóttir, hefur ekki skort lag til þess að ná umtalsverðum árangri. Hún laðar fram hæfíleika og lætur þá njóta sín, án þess að of mikils misræmis gæti í heildarsvip. Og það, sem oftar en ekki einkennir skólasýningar hvað mest, blessuð leikgleðin, sem svo sannarlega mótar þessa sýningu LMA. Hildur Friðriksdóttir leikur Lóu af eðlilegri einlægni, unga, hrekk- lausa móður, sem hefur laglega rödd. Skilar hún hlutverkinu með prýði. Guðmundur Ingi Guð- brandsson er fyrirferðarmikill í hlutverki Feilans 0. Feilans for- stjóra í Silfurtunglinu og bera framsögn og látæði ágætum hæfí- leikum vitni. Óla (Ólaf Jónsson) bónda Lóu og hrekklausan banka- mann leikur Jakob Pétur Jóhann- esson og sækir sig verulega þegar líður á sýninguna. Laugi (Guð- laugur) faðir Lóu er leikinn af Gunnari Þór Jóhannessyni, sem að líkindum lætur sviðsskrekkinn reka of mikið á eftir sér svo mikils- verður og kómískur texti fer stundum forgörðum. Erla Sig- urðardóttir er heimskonuleg og örugg í hlutverki Isu (Isafoldar Thorlacius) heimsfrægrar söngr meyjar. Þá er Róri afbrotamaður og drykkjusjúklingur næsta sann- færandi í túlkun Vilhelms A. Jóns- sonar. Það sama má segja um bamalegan og veikgeðja aflrauna- mann, sem Jón Jósep Snæbjöms- son leikur, og forstjórinn í Univer- sal Consert Inc., mr. Peacock, er í fumlausri túlkun Þorvaldar. J. Joc- humssonar. Ýmsir fleíri koma til skjalanna á skemmtistaðnum Silf- urtunglinu og standa sigmeð sóma. Það er gott til þes að vita, hversu ágætt samstarf hefur löng- um verið með Leikfélagi Akur- eyrar og Menntaskólanum, og að Leikfélagið skuli á hveiju ári opna svið sitt fyrir skólasýningum og oftar en ekki leggja unga fólkinu lið með leikstjórn og tæknilegri aðstoð. Hygg ég að það hafi ekki síst áhrif á verkefnavalið, sem í áranna rás eða allt frá árinu 1936 hefur verið Ijölbreytt. Það má og minnast þess, að þetta er í annað sinn, sem Leikfélag MA sýnir leik- rit eftir Halldór Laxness, en árið 1975 setti það Atómstöðina á svið. Mér telst svo til, að þetta sé fertug- asta og sjöunda verkið, sem Leik- félag MA setur á svið, og á næsta ári mun félagið eiga 60 ára af- mæli. Þessi sýning gefur fyrirheit um vandaða afmælissýningu á afmælisári. Bolli Gústavsson Jafnvægi náttúrunnar í fótspor Krists í DYMBILVIKU verða þijú kirkju- kvöld í Háteigskirkju þar sem fjallað verður um einstaklinga, sem mikil áhrif hafa haft í umhverfi sínu vegna trúar sinnar. Sígild tónlist verður flutt öll kvöld. Mánudaginn 10. apríl kl. 20.30 mun sr. Guðmundur ÓIi Ólafsson, sóknarprestur í Skálholti, flytja er- indi um trúartónskáldið J.S. Back. Tónlist verður öll eftir Bach: m.a. Esurientes og Suscepit Israel úr Magnificat. Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.30 mun Hólmfríður Pétursdóttir, kenn- ari, segja frá kærleiksþjónustu Ól- afíu Jóhannsdóttur, erindið nefnir hún „Aumastar allra“. Vivaldikonsert fyrir trompeta Fluttur verður Konsert fyrir tvo trompeta eftir A. Vivaldi, Áríur úr óratoríunni Elía eftir F. Mend- elssohn, Ave Verum Corpus eftir G. Fauré, og fleiri verk. 12. apríl kl. 20.30 fjallar svo Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir, um umburð- arlyndi og trúarbrögð. Flutt verður Preludium festivo I. eftir P. Eben, og fleiri verk. Stjómandi tónlistar og organleik- ari er Pavel Manásek. Aðrir flytjend- ur tónlistar eru Ragnheiður D. Fjeldsted, sópran, Viera Guláziová, sópran, Þuríður G. Siguijónsdóttir, sópran, Jóna K. Bjarnadóttir, mezzo- sópran, Jóhanna Thorsteinsson, alt, Guðmundur Þ. Gíslason, tenór, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Sigurður Siguijónsson, bariton, Ól- afur Friðrik Magnússon, og kór Háteigskirkju, Kristín Lárúsdóttir, sellóleikari, Guðjón Leifur Gunnars- son, trompet og Guðmundur Haf- steinsson, trompet. MYNDLIST Gallcrí Úmbra MÁLVERK/GRAFÍK ÞÓRDÍS ELÍN JÓELS- DÓTTIR Opið þriðjud. til laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 19. apríl (lok- að föstudaginn langa og páskadag). Aðgangur ókeypis SAMSPIL manns og náttúru er og hefur ætíð verið eitt helsta viðfangsefni listamanna, og að- greining stíla og tímabila fer oft- ar en ekki eftir breytingum í því hvernig menn nálgast það. Þar koma til ný viðhorf á grundvelli heimspeki, trúar, nátt- úruvísinda og hagspeki ekki síður en auknir tæknilegir möguleikar listanna sjálfra, sem aftur bjóða upp á nýja möguleika í úrvinnslu, túlkun og framsetn- ingu nýrra viðhorfa. Maðurinn hefur á þessari öld gert meira af því en nokkru sinni fyrr að ijúfa það jafn- vægi sem þarf að ríkja með mann- inum og umhverfi hans. Því er eðlilegt að listamenn, sem oft eru næmustu loftvogir hvers tíma, hafi verið óþreytandi við að benda — nánast í varnaðarskyni — á viðkvæmi náttúrunnar með verk- um sínum. Verk Þórdísar Elínar Jóelsdótt- ur eru vissulega ábendingar af þessu tagi. Þórdís á ekki langan feril að baki; hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1988, og hefur síðan tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, en hélt sína fyrstu einkasýningu á síðasta ári. Segja má að inntak sýningar- innar felist í þeirri tilvitnun sem listakonan hefur valið í sýningar- skrá: „Fyrsta boðorð náttúrunnar er lögmálið um að við verðum að lifa saman og skylda okkar er að sjá til þess.“ (C.G. Leopold). Þær átta myndir sem hér getur að líta byggja á þessu jafnvægi samlífs manns og náttúru, bæði að formi og inntaki. Helmingur þeirra er í láréttu formi, hinn hlut- inn í lóðréttu; náttúran er í aðal- hlutverki, en mannleg nánd leitar einnig jafnvægis. Hið fyrsta sem vekur athygli við þessi verk er þó vinnuaðferðin sem listakonan hefur þróað, og gefur myndunum afar sérstæðan svip. Þessu ferli Iýsir hún á skemmtilegan hátt í lítilli bók sem liggur frammi á sýningunni, en verkin eru unnin með gouache- og vatnslitum á glerplötu, og síð- an þrykkt á þunnan pappír; papp- írinn er síðan festur á milli tveggja glerplatna til sýningar, og eiga myndirnar að njóta sín jafnvel séðar beggja megin frá. Afraksturinn má skilgreina bæði sem málverk og grafík, en hér er fyrst og fremst um að ræða afar milda myndgerð, þar sem lit- ir eru samt sem áður vel aðgreind- ir. Um sumt minna þessi verk jafnvel á hefðbundnar kínverskar vatnslitamyndir, en hér er yfir- bragð verkanna enn mýkra, ef eitthvað er. Þessi mýkt hentar viðfangsefn- inu afar vel, þar sem jafnvægi náttúrunnar og hlutskipti manns- ins þar ber hæst. Verk- in bera lýsandi titla, sem koma til skila því viðhorfi sem hér er borið fram. „Mitt fólk, mitt land, minn himinn og mitt haf“ (nr. 1) er nánast helgimynd, þar sem Snæfellsjökull gnæfir yfir fletinum; „Hvíslandi þýtur blær um bleika jörð“ (nr. 5) er einkar fögur landsýn í óbyggðum íslands, sem þrátt fyrir allt bera með sér þá tign, sem við njótum öll. Myndirnar hér er mjög jafnar að gæðum, og njóta sín vel í þess- um litla sal. Hér hafa tilraunir og þróun nýrra vinnuaðferða skil- að listakonunni athyglisverðum árangri, og er rétt að benda list- unnendum á að líta inn á þessa sýningu áður en yfir lýkur til að fá einnig notið þess jafnvægis náttúrunnar, sem birtist í verkum hennar. Eiríkur Þorláksson Dusika á íslandi DANSKA hljómsveitin Du- sika, De Unges Symfonior- kester í Kobenhavns Amt, heldur tónleika hér á landi í dymbilviku. Dusika hefur starfað í sex ár og saman- stendur af um það bil 60 ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Nielsen og Sain Saéns. Einleikari á selló í konsert eftir Saint-Saéns er Steve Kramer. Hann er að- eins 16 ára en hefur engu að síður öðlast mikla reynslu og unnið til verðlauna fyrir hljóðfæraleik sinn. Svend Kragelund er aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar, en að þessu sinni hefur hann sér til aðstoðar Ivar Bremer Hauge sem stjórnar svítu eft- ir Carl Nielsen. Tónleikar Dusika verða sem hér segir: Á mánudag kl. 20 í Ráðhúsinu, miðviku- dag kl. 20 í Norræna húsinu og laugardag í Glerárkirkju Akureyri kl. 12. Emil og Anna Sigga á ísafirði TÓNLISTARFÉLAGIÐ á Isafirði heldur tónleika í sal Frímúrara miðvikudags- kvöldið 12. apríl kl. 20.30 þar sem sönghópurinn Emil og Anna Sigga kemur fram. Sönghópurinn er tíu ára á þessu ári og hefur haldið tón- leika víða og sérhæfa þau sig í að syngja tónlist án undir- leiks Sönghópinn skipa; Anna Sigríður Helgadóttir mezzo- sópran, Bergsteinn Björgúlfs- son tenór, Ingólfur Helgason bassi, Sigurður Halldórsson kontratenór, Skarphéðinn Þór Hjartarson tenór og Sverrir Guðmundsson tenór. Á tónleikunum verða bresk þjóðlög uppistaðan, en einnig lög eftir Inga T. Lárusson, ísólf Pálsson, Jóhann Ó. Har- aldsson, Bruce Springsteen og fleiri. JULIAN Hewlett og Árni Isleifsson. Brot úr mörgum tónverkum Morgunblaðið EgilsstBðum Sameiginlegir tónleikar nem- enda og kennara Tónlistar- skólans á Egilsstöðum voru haldnir í Egilsstaðakirkju ný- verið. Þetta er í fyrsta sinn sem tónleikar sem þessir eru haldnir, því áður hafa ein- göngu verið nemendatónleik- ar. Alls komu 12 hljóðfæra- leikarar fram og fluttu brot úr mörgum tónverkum. Skóla- stjóri Tónlistarskólans er Magnús Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.