Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995
MORGUN BLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/LAU G ARÁSBÍ Ó og BORGARBÍÓ Akureyri hafa tekið til sýninga
gamanmyndina Dumb and Dumber eða Heimskur, heimskari, með Jim Cairey og
JefP Daniels í aðalhlutverkum. Þetta er ein vinsælasta mynd ársins vestanhafs.
Mestu fífl
mannkyns-
sögunnar
HEIMSKUR, heimskari flallar
um ævintýri tveggja
heimskustu manna sem sést hafa
á hvíta tjaldinu. í samanburði við
þá var Forrest Gump Nóbelsverð-
launahafi. Myndin um Gump og
flestar aðrar þeirra íjölmörgu
mynda sem gerðar hafa verið í
Hollywood undanfarin ár um ein-
falt fólk hafa yfirleitt haft fagran
boðskap fram að færa. Heimskur,
heimskari hefur engan slíkan boð-
skap; þetta er taumlaus farsi þar
sem brandaramir höfða oft til
lægstu hvata og í Bandaríkjunum
hefur fólk streymt í bíó til að
horfa á ósköpin. Sagt er að til
þess að njóta myndarinnar til hins
ýtrasta þurfí fullorðinn áhorfandi
að hverfa á vit þess þroskaskeiðs
þegar afbrigðileg líkamsstarfsemi
tók allri annarri fyndni fram.
Þrátt fyrir það sé myndin ekki
nærri því eins smekklaus og sú
lýsing gefur til kynna.
Eins og jafnan í ærslaleikjum
af þessari tegund er söguþráður-
inn ekki upp á marga físka. Ann-
ar aðalleikaranna, Jeff Daniels,
súmmerar söguna upp á þennan
hátt. „Þetta er mynd um tvo vit-
lausustu náunga í mannkynssög-
unni. Þeir fremja einhver mestu
heimskupör sem sögur fara af og
lifa það af.“
Sagan íjallar um Lloyd Christ-
mas (Jim Carrey) og besta vin
hans, Harry Dunne (Jeff Daniels).
Þeir búa saman í Los Angeles. Llo-
yd vinnur fyrir sér með því að keyra
limósínu og þegar sagan hefst er
hann að keyra unga og fagra konu
(Lauren Holly) út á flugvöll. Lloyd
hefur alltaf vitað að ef hann bara
hitti réttu konuna færi lífið að
ganga honum í hag og loks virðist
sú rétta sest í aftursætið.
Lloyd segir henni allt af létta
um innstu drauma og þrár og
ótrúlegt en satt; loks hittir hann
manneskju sem hlustar þegar
hann talar. Þetta er of gott til að
geta verið satt og þegar á flugvöll-
inn er komið horfír Lloyd með
tárin í augunum á eftir konunni
sem hann elskar þar sem hún
gengur um borð í vélina sem ætl-
ar að flytja hana til Colorado.
En kannski er ekki öll von úti
því hún skilur skjalatöskuna sína
eftir við afgreiðsluborðið. Lloyd
lítur á þetta sem tákn um að enn
sé von um að ástin sigri og tekur
töskuna til handargagns staðráð-
inn í að elta ástina til Colorado.
Hann veit ekki sem er að í tösk-
unni er stórfé, lausnargjald, sem
konan skildi viljandi eftir til að
leysa eiginmann sinn úr haldi
mannræningja.
Auðvitað sjá mannræningjarnir
þegar fíflið tekur töskuna með
peningunum þeirra. Lloyd og
Harry halda hins vegar að grun-
samlegu náungamir sem skyndi-
lega birtast heima hjá þeim séu
rukkarar og leggja á flótta. Það
er ekki mikið sem bindur þá í
borginni þar sem allt gengur þeim
á afturfótunum og þess vegna
fellst Harry á að keyra vin sinn
til Aspen í Colorado að skila skjal-
atöskunni til konunnar í von um
að hún falli í stafi þegar Lloyd
birtist með töskuna týndu. Þar
sem gáfnaljósin tvö þekkja varla
í sundur vinstri og hægri gengur
ferðin skrykkjótt og einkennist
af ótúlegum og heimskulegum
uppátækjum þeirra en fyrir ein-
hvert kraftaverk rata þeir loks á
leiðarenda með skjalatöskuna og
hitta þar fyrir elskuna — og
mannræningj ana.
VINIRNIR ferðast um Bandaríkin þver og endilöng á leið sinni
milli Los Angeles og Aspen í Colorado.
TERI Garr leikur móður draumadisarinnar (Lauren Holly).
Sagan um Lloyd og Harry er
hugarsmíð bræðranna Peter og
Bob Farelly og manns að nafni
Bennett Yellin. í upphaflegu út-
gáfunni var sagan æði villt og
farsakennd en eftir. að New Line
Cinema-kvikmyndaverið hafði
ákveðið að gera myndina og fékk
Jim Carrey (Ace Ventura, The
Mask) til leiks tók handritið
stakkaskiptum. Carrey settist nið-
ur með bræðrunum — en ákveðið
var að við gerð myndarinnar
skyldi Peter Farelly þreyta frum-
raun sína sem leikstjóri — og sam-
an fóru þeir yfír handritið og lög-
uðu að hinum sérstöku hæfileik-
um Carreys sem síðastliðið ár
hefur slegið flest fyrri met í ýkju-
kenndum gamanleik. Síðan var
Jeff Daniels fenginn til að slást í
hópinn og leika Harry og kærasta
Jim Carreys, Lauren Holly,
GÁFURNAR eru ekki að
sliga Harry Dunne (Jeff
Daniels), frekar en vin hans,
Lloyd Christmas.
hreppti svo hlutverk konunnar
sem Lloyd feliur flatur fyrir. Að
því leikaravali loknu hófust kvik-
myndatökur eins og lög gera ráð
fyrir en enn hélt handritið áfram
að taka breytingum.
Sagan segir að fyrir hveija ein-
ustu töku hafí Carrey og Daniels
komið að máli við leikstjórann og
verið búnir að úthugsa nýja
brandara og brellur sem gengu
enn lengra en upphaflega hafði
verið gert ráð fyrir. Og auðvitað
höfðu þeir sitt fram.
Frá því að myndin um Lloyd
og Harry var frumsýnd vestan-
hafs fyrir fáum mánuðum hefur
hún farið sannkallaða sigurför um
kvikmyndahúsin vestanhafs, þar
sem hún hefur tekið inn í að-
gangseyri um það bil 120 milljón-
ir bandaríkjadala, sem tryggir
henni væntanlega öruggt sæti
meðal þeirra mynda sem fjölsótt-
astar verða í ár.
Skýringin er að sjálfsögðu
fyrst og fremst aðdráttarafl aðal-
stjömunnar, Jim Carreys, sem á
síðasta ári hefur skotist upp á
stjömuhimininn á áður óþekktum
hraða. í fyrra átti hann þátt í
tveimur af vinsælustu kvikmynd-
um ársins, Ace Ventura: Pet
Detective og The Mask og nú er
allt útlit fyrir að enn fari vegur
hans vaxandi.
Félagi hans, Jeff Daniels, sem
leikur Harry Dunne, er enginn
aukvisi heldur og á að baki leik í
27 kvikmyndum. Fýrst vakti hann
athygli árið 1981 í myndinni sem
Milos Forman gerði eftir sögu E.L.
Doctorow, Ragtime. 1983 lék hann
í óskarsverðlaunamyndinni Terms
of Endearment. Síðan tók við
Woody Allen-kaflinn á ferli Dani-
els, sem lék annað aðalhlutverkið
í Purple Rose of Cairo 1985 og
fór einnig með hlutverk í Radio
Days árið 1987. Síðustu tvö ár
hafa hins vegar verið Daniels sér-
staklega hagstæð. í fyrra lék hann
í einni vinsælustu mynd ársins,
Speed, og þetta árið ætlar það
sama að verða upp á teningnum
því að velgengni sú sem Heimsk-
ur, heimskari hefur notið hefur
vakið mikla athygli á hæfíleikum
Daniels sem gamanleikara, en þá
hæfíleika hefur hann verið spar á
fram að þessu en ljóst þykir að
hans bíði nú björt framtíð á því
sviði.
Stórstjarna á einu ári
JIM Carrey í baði með vini sínum Jeff Daniels í Heimskur heimskari.
Á einu ári hafa laun Jim Carreys tvítug-
faldast. Fyrir fyrstu myndina sína, Ace
Ventura: Pet Detective, fékk hann um
300 þúsund dali, um 25 milljónir króna.
Sú næsta, The Mask, gaf Carrey 50
milljónir í aðra hönd. Fyrir Heimskur
heimskari sem Laugarásbíó sýnir nú,
fékk Carrey hins vegar 7 milljónir dala,
um 500 milljónir króna í sinn hlut. Vel-
gengni myndarinnar, sem þegar er Ijóst
að verður meðal hinna mest sóttu I heim-
inum á árinum, sýnir svo ekki verður
umvillst að hann er hverrar krónu virði.
Á síðasta ári hefur Jim Carrey sem
sagt orðið að einni stærstu stjörnu Holly-
wood fyrir ýkjukenndan gamanleik í
ofangreindum þremur gamanmyndum.
Carrey hefur endurvakið leikstíl sem
ekki hefur sést á hvíta tjaldinu síðan
Jerry Lewis var upp á sitt besta fyrir
30-40 árum.
Jim Carrey er 33 ára gamall Kanada-
maður, fæddur í Toronto. Hann skar sig
snemma úr hópi jafnaldra fyrir ærsla-
gang og svo erfiður var hann í skóla
að kennari hans fann ekki aðra leið til
að fá hann 10 ára gamlan til að sitja
kyrran í skólastofunni en að gefa honum
leyfi til að skemmta bekknum með uppá-
tækjum sínum í 15 mínútur í lok hvers
dags.
Carrey átti erfitt í æsku. Faðir hans
hafði verið efnilegur saxófónleikari en
gaf hljóðfærið upp á bátinn fyrir aukið
atvinnuöryggi. Sá draumur reyndist
hins vegar tálsýn því þegar Jim var 12
ára missti pabbi hans bókhaldsvinnuna
öruggu. Eftir stóð fjölskyldan eignalaus
og bjó eftir það lengstum í hjólhýsi og
faðirinn vann fyrir sér við láglauna
verksmiðjustörf. 13 ára gamall var Jim
farinn að taka þátt í að vinna fyrir fjöl-
skyldunni með þeim hætti. „Strax í æsku
varð mér ljóst að það er ekkert öryggt
í lífinu og þess vegna er eins gott að
gera það sem hugurinn stendur til,“
segir Jim.
Og það sem Jim Carrey vildi var að
troða upp sem gamanleikari. Það gerði
hann frá 15 ára aldri í klúbbum í Tor-
onto en 19 ára gamall flutti hann til Los
Angeles og hélt áfram að skemmta. I
Los Angeles fór hann jafnframt að
skrifa eigin gamanþætti og móta þau
sérkenni sem enn einkenna leik hans
og framkomu. Hann fékk fljótlega vinnu
hjá gamanleikaranum Rodney Dangerfi-
eld (Back to School o.fl.), sem hafði álit
á stráknum og tók hann með sér í leik-
ferð um Bandaríkin.
í Los Angeles fékk hann einnig smá-
hlutverk í ýmsum þáttum og kvikmynd-
um, á borð við Peggy Sue Got Married,
Pink Cadillac og Earth Girls Are Easy,
að ógleymdri Death Pool með Clint
Eastwood, en tækifærið stóra kom árið
1990 þegar honum bauðst hlutverk í
sjónvarpsþáttunum In Living Color. Þeir
þættir náðu miklum vinsældum, ekki
síst vegna Carreys.
Myndin um Ace Ventura gæludýra-
spæjara breytir hins vegar öllu fyrir Jim
Carrey og nú er hann á örskömmum
tíma orðinn einn hinna stóru og býr í
villu í auðmannahverfinu Brentwood,
örskammt frá húsi hins illræmda O.J.
Simpsons.
Fljótlega eftir að Carrey kom til Los
Angeles giftist hann stúlku sem var
þjónustustúlka í klúbbi þar sem hann
vann en hún fékk ekki að njóta ávaxt-
anna af velgengninni með kappanum.
Skilnaðurinn er nú genginn í gegn og
um þessar mundir er það Lauren Holly,
sú sem leikur draumastúlkuna í Heimsk-
ur heimskari, sem á hug og hjarta Jim
Carreys í einkalífinu jafnt og á hvíta
tjaldinu.