Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 23
GUÐMUNDUR Jónasson, stofnandi fyrirtækisins. Fyrir aftan
hann er einn af þeim framdrifsbílum sem hann keypti iý'á varnar-
Iiðinu og breytti í farþegabíl. Myndin er tekin 1961.
„Þad varð geysimikil aukning hjá okk-
ur milli áranna 1992 og193 og aftur
milli ’93 og f94. Enn sjáum við fram
á metár. Talið er að aukning ferða-
manna til landsins hafi á undanförnum
árum verið 10-15% og er hlutur okkar
að minnsta kosti svo mikill ef ekki
meiri.“
ferðir fyrir Breta hingað og þeim
var sagt að ekki þýddi að koma í
janúar og febrúar, sem þeir gerðu
samt. Sumir fengu ágætt veður,
en eitt sinn var veðrið svo slæmt
að vélin varð að lenda á Reykjavík-
urflugvelli. Ekki sást á milli húsa
og var bíll sendur út að vél til að
sækja fólkið. Þegar leið á daginn
lagaðist veðrið, en við kviðum því
að fá yfir okkur óánægjuraddir.
Nei, ekki aldeilis, fólkið var óskap-
lega ánægt, því veðrið var þeim
svo eftirminnilegt.“
— En nú er vonda veðrið aldrei
auglýst?
„Nei, við Islendingar höfum
verið alltof hrædd við það,“ svarar
Signý. „Okkur fannst við alltaf
þurfa að afsaka veðrið og vorum
rög við að auglýsa vetrarferðir.
Þegar við byijuðum með áramóta-
ferðirnar vorum við spurð hvort
það væri ekki örugglega snjór
hérna! Má ekki búast við góðum
byl? spurði fólkið."
Að fínna upp nýjungar
— Hvemig sjáið þið ferðaþjón-
ustu á næstu árum?
„Heimurinn er alltaf að minnka
og við erum að fá ferðamenn
lengra að en áður og kröfuharð-
ari,“ segir Kristín.
„Við verðum í fysta lagi að
fylgjast með og bæta stöðugt þjón-
ustuna, vera opin fyrir nýjungum,
því fólk er orðið svo ferðavant og
vill eitthvað frábmgðið því sem
það þekkir," segir Signý.
— Er eitthvað f ferðaþjónustu
sem þið hafið rekið ykkur á að
megi gera betur?
„Það má auðvitað alltaf gera
betur,“ svarar Gunnar. „Til dæmis
em langferðabílar í heild orðnir
of gamlir. í vetur var stigið skref
á Alþingi til úrbóta með því að
minnka aðflutningsgjöld. Þetta
eru dýr tæki og nýtingartíminn
er svo stuttur að fjárfestingin er
mönnum ofviða. En um leið og
þetta var samþykkt breyttu þeir
reglum um þungaskatt sem á að
taka gildi 1. janúar 1996 og tóku
þar með til baka að minnsta kosti
það sem þeir létu okkur hafa. —
Það verður þó kannski lagað með
reglugerð," segir hann svo bjart-
sýnn.
„Eg get nefnt skort á aðstöðu
úti á landi, til dæmis í tengslum
við tjaldstæði, þó að sums staðar
sé aðstaðan glæsileg," segir Krist-
ín. „Þjónustan er víða í algjöru
lágmarki. Það skortir víða þvotta-
vélar, betri hreinlætisaðstöðu og
aðstöðu fyrir hópa til að borða
inni þegar illa viðrar.“
„Gmnnurinn í þessu er sá,“
grípur Gunnar fram í, „að það er
dýrt að koma til íslands og þess
vegna gerir fólk kröfur um að fá
eitthvað sanngjarnt fyrir pening-
ana.“
Þær vekja þó athygli á því að
fólk útl.á landi sé að vakna til lífs-
ins varðandi ferðaþjónustu og sé
duglegt að fínna upp alls kyns
afþreyingu, sem sé mikil breyting
frá því sem áður var. Þetta hjálpi
ferðaskrifstofunum til þess að
gera ferðirnar fjölbreyttari.
— Hvernig lítur sumarið út með
bókanir?
„Mjög vel,“ segir Signý. „Það
varð geysimikil aukning hjá okkur
milli áranna 1992 og ’93 og aftur
milli ’93 og ’94. Enn sjáum við
fram á metár. Talið er að aukning
ferðamanna til landsins hafí á
undanförnum ámm verið 10-15%
og er hlutur okkar að minnsta
kosti svo mikill ef ekki meiri.“
Þær segja að fyrirtækið hafi
alltaf gengið vel og það sé ekki
síst að þakka góðu starfsfólki.
„Auðvitað höfum við unnið mikið
og þau 30 ár sem ég hef verið hér
hefur verið eins og einn langur
vinnudagur og rennur út í eitt,“
segir Signý.
„Þó að við, ásamt skrifstofu-
fólkinu, vinnum forvinnuna er það
í höndum bílstjóra, leiðsögu-
manna, kokka og annarra að leysa
úr málunum þegar fólkið er farið
frá okkur. Við höfum verið mjög
heppin með starfsfólk," bætir
Kristín við.
Tekur þriðja kynslóðin við
— Ein spuming að lokum. Tek-
ur þriðja kynslóðin við fyrirtæk-
inu?
„Ég er búin að bíða eftir þessu
allan tímann,“ segir Signý og
hlær. Þau segja að börn þeirra
hafi unnið meira og minna við
fyrirtækið en þau leggi áherslu á
að þau kynnist einnig störfum í
öðrum fyrirtækjum. „Það er ekki
þar með sagt að þau hafi endilega
áhuga á að vinna við þetta fyrir-
tæki og þau verða líka að hafa
eitthvað til bmnns að bera. Það
er ekki nóg að vera börnin okk-
ar,“ segja þau.
tSa
Aðalfundur
Reykjavíkurdeildar
Rauða kross íslands
verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl 1995 kl 20.30 á
Hótel Lind, Rauðarárstíg 18.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum
félagsins.
2 Önnur mál.
Félagsmenn sýni félagsskírteini 1994 við innganginn.
Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ.
Eitt blab fyrir alla!
- kjarni málsins!
í dag opnum við nýja og glæsilega bifreiðaskoðun
við Sundahöfn. Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn.
Pantaðu tíma sem hentar þér í síma 588*6660
ATHUGUN hf
SKOÐUNARST O FA
Klettagöröum 11 • 104 Reykjavík
Sími 588 6660 • Fax 588 6663