Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 31 handa mér egg eða fann upp á einhveiju til þess að ég hefði nóg fyrir stafni. Amma vildi hafa fólk í kringum sig. Ég held þó að henni hafi liðið best með fjölskyldu sinni. Hún gerði allt til þess að fjölskyldunni liði vel og hana skorti ekki neitt. Hún hélt mörg boð þar sem fjöl- skyldan hittist, borðaði og skemmti sér saman. Hún var sameiningar- krrftur fjölskyldunnar. Ég mun sakna þín amma mín. Guð geymi þig. Þinn, Stefán. Við Hrefna Sigurðardóttir átt- um góðan og skemmtilegan kafla í lífinu um nokkurt árabil og sem betur fer aftur nú fyrir skömmu. Ég kynntist Hrefnu fyrst í Sól- heimunum en sonur hennar og vin- ur minn Sigurður Valgeirsson reyndist ágæt viðbót í hóp villing- anna í Vogunum þegar þau fluttu í Sólheimana. Meiri vinskapur tókst þó með okkur Hrefnu eftir að þau Valgeir fluttu í Hörðaland- ið en þar var ég heimagangur á menntaskóla- og háskólaárum. Svo mjög var ég velkominn að ég var fastur gestur í stóra jólaboðinu sem annars var nú ætlað börnum henn- ar og bamabörnum. Á þessum árum vorum við ekki haldnir neinni sérstakri minnimátt- arkennd sem leiddi til þess að stundum þurfti að taka töluvert á okkur. Á Sigurði hafði Hrefna móðurlegt lag enda var hann næst síðastur í röð sjö systkina. Á milli mín og Hrefnu myndaðist hins vegar fljótt tæpitungulaust sam- band. Ég hafði gert mér að leik að tala við hana í galsafullum strákastíl en hún setti mig strax út af laginu með því að svara í sömu mynt svo ég mátti hafa mig allan við. Smátt og smátt varð þetta að eins konar íþrótt á milli okkar svo nærstöddum, sem lítt þekktu til, þótti oft nóg um. Allt var þetta til gamans gert en stund- um mátti ég skilja alvarlegan und- irtóninn. Á þessum árum vann Hrefna jafnan fullt starf ásamt heimilis- störfum. Þetta var fremur frjáls- legt heimilishald. Hún gerði sér ekki rellu út af smámunum og lét sem hún tæki ekki eftir því þegar við komum og fórum á öllum tím- um sólarhringsins. Hrefna lét frek- ar til sín taka þegar meira máli skipti. Þegar svo bar undir var vissara að láta af öllum mótþróa. Ég minnist þessara ára og sam- ferðar með Hrefnu Sigurðardóttur með mikilli virðingu og hlýju. Það var ungum manni lán að kynnast henni, lífsgleði hennar, krafti og öllum hennar tökum á lífinu. Megi minning Hrefnu Sigurðar- dóttur lifa. Óskar Magnússon. • Fleirí minningargreinar um Hrefnu Sigurðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. Blömastofa FriÖfinns • Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. MIIMIMIINIGAR t ERLENDUR SIGURÐSSON, Búðargeröi 7, Reykjavík, sem andaðist i Borgarspítala 5. apríl, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni 10. apríl kl. 10.30. Anna Clara Sigurðardóttir. t Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN RÓSMUNDSDÓTTIR, Reyrengi 9, Reykjavík, sem lést í 31. mars sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 13.30. Þorsteinn Þorsteinsson, Þröstur Þorsteinsson, Kristín Gfsladóttir, Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir. Elskuleg móðir mín, amma og langamma, SALOME G. PÁLMADÓTTIR hjúkrunarkona, Melhaga 1, andaðist í Hafnarbúðum 31. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þakkir færum við vinum og vandamönnum, starfs- og hjúkrunar- fólki Hafnarbúða. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Kristín- ar Thoroddsen, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Erla Stefánsdóttir, Salome Ásta, Sigþrúður Erla, Stefán Örn, tengdabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL SVEINBJÖRNSSON kaupmaður, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness og dvalarheimilið Höfða. Jóna Alla Axelsdóttir, Gunnur Axelsdóttir, Steinþór Þorsteinsson, Lovísa Axelsdóttir, Ægir Magnússon, Axel Gústafsson, Kristfn Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA SIGURÐARDÓTTIR, Hörðalandi 24, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. apríl. Halldór Valgeirsson, Erna Helgadóttir, Elfsabet Valgeirsdóttir, Sigfús Þór Magnússon, Böðvar Valgeirsson, Jónína Ebenezersdóttir, Þórey Valgeirsdóttir, Eggert Hannesson, Ásta Dóra Valgeirsdóttir, Ægir Ingvarsson, Sigurður G. Valgeirsson, Valgerður Stefánsdóttir, Þurfður Valgeirsdóttir, Friðbert Friðbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKAFTI GUÐMUNDUR SKAFTASON, Austurströnd 14, verðurjarðsunginnfrá Neskirkju mánudaginn 10. apríl kl. 13.30. Arndfs Björnsdóttir, Súsanna Skaftadóttir, Sveinn Sveinsson, Sigurlfna Skaftadóttir, Kristinn Guðjónsson, Rannveig Skaftadóttir, Magnús Sigurðsson, Kjartan Skaftason, Lfsa Skaftadóttir, Ragnar Stefánsson, Betsý María Skaftadóttir og barnabörn. + Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR PÉTURSSON bóndi, Hraunsholti, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 13.30. Jakob Valdimarsson, Ástráður Valdimarsson, Margrét Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYSTEINN SIGURJÓNSSON fyrrverandi bankamaður, Ásgarðsvegi 11, Húsavfk, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. Þórunn K. Elíasdóttir, Kristján J. Eysteinsson, Sigríöur Guðmundsdóttir, Dagbjört Eysteinsdóttir, Kristján G. Þorsteinsson, Elías Kristjánsson, Lfsbet Bergsveinsdóttir og barnabörn. + Kona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG STEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 12. apríl kl. 15.00. Lýður Pálsson, Steinn Þorgeirsson, Svanhildur Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÞÓR HELGASON fyrrv. verkstjóri, Sæunnargötu 1, Borgarnesi. verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeir, sem vildu minnast hans, er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Margrét Sigurþórsdóttir, Magnús Skúlason, Vignir Helgi Sigurþórsson, Ingibjörg Númadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, sem andaðist aðfaranótt 3. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 11. apríl kl. 15.00. Geir Sigurðsson, Lilja Svavarsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Helga Jóelsdóttir, Hannes Sigurðsson, Inga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.