Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 39 Doktor í eðlis- fræði hálfleiðara í S L E N S KI LÍFEYRISSJÓÐURINN Ha’Sta ranuávöxtun EINAR Örn Svein- bjömsson varði 16. desember sl. doktors- ritgerð í eðlisfræði hál- fleiðara við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Einar er fæddur 19. maí 1964. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamra- hh'ð 1983, lauk BSc- prófi í eðlisfræði frá Háskóla íslands 1986 og MSEE-prófi í raf- magnsverkfræði 1987 frá Suður-Kaliforníu Háskólanum í Los Angeles í Bandaríkjun- um. Einar starfaði á árunum 1988-89 við Raunvj'sindastofnun Háskóla íslands. Frá september 1989 hefur hann starfað við raf- magns- og tölvuverkfræðideild Chalmers tækniháskólans í Gauta- borg í Svíþjóð. Hann lauk Lic. tekn.- prófi þaðan 1992 og doktorsprófi 1994. Doktorsritgerðin heitir „Electric- al properties of gold-related defect complexes in silicon“. Þar er lýst rannsóknum á rafieignleikum málmjónum í kísil. Kís- illinn er notaður við framleiðslu örrása. Eitt af meginvanda- málum við framleiðslu örrása er að rafeigin- leikar kísilsins raskast vegna - málmóhrein- inda, svo sem járns, kopars og gulls. í rit- gerðinni er íjallað um áhrif gulls á rafeigin- leikum kísils og víxl- verkun gulls við önnur mikilvæg aðskotaatóm í kísil svo sem vetni og járn. Leitað er að- ferða við að minnka áhrif gullsins á rafeig- inleika kristallsins. Doktorsverkefnið var að hluta til unnið í samstarfi við Asea Brown Boveri (ABB) Drives í Vásterás í Svíþjóð. Einar er sonur hjónanna Guð- laugar Einarsdóttur bókara og Sveinbjörns Björnssonar háskóla- rektors. Kona hans er Soffía Ósk Magnúsdóttir efnafræðingur. Einar starfar nú við Chalmers tæknihá- skólann í Gautaborg. Dr. Einar Örn Sveinbjörnsson ®Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 9.-16. apríl: Mánudagur 10. apríl. Á vegum málstofu í viðskipta- fræði flytur Arnar Bjarnason, er- indið „Utflutningur eða dauði — þróun og staða útflutnings sjávar- afurða Islendinga." Kennarastofa í Odda (3. hæð) kl. 17:00. Allir vel- komnir. Angel Montes del Castillo, pró- fessor í mannfræði við háskólann í Murcia á Spáni, flytur tvo fyrir- lestra í stofu 101 í Odda, þann fyrri í dag og þann seinni á morgun. Fyrirlestrarnir hefjast báðir kl. 17:15 og eru öllum opnir. í dag verður fluttur fyrirlesturinn „La presencia de la cultura hispánica en Iberoamérica. La cuestión del mestizaje". Þriðjudagur 11. apríl. Seinni fyrirlestur Angel Montes del Castillo í stofu 101 í Odda, kl. 17:15. Fyrirlesturinn nefnist „Problemas actuales de las culturas indígenas de América Latina.“ Hermann Þórisson, Raunvísinda- stofnun, talar um slembistök undir færslugrúppum á vegum málstofu í stærðfræði. Gamla Loftskeyta- stöðin, kl. 10:30. Miðvikudagur 12. apríl. Robert Skraban heldur fyrirlest- ur á Líffræðistofnun, Grensásvegi 12, um vaxtarhindrandi mótefna- vaka í visnu- og mæðiveiru. Fyrir- lesturinn hefst kl. 12:15 í stofu G6. Námskeið Endurmenntunar- stofnunar 3.-8. apríl: í Tæknigarði, 3. apríl kl. 13:00: „Flutningur máls og framkoma í ræðustóli og sjónvarpi." Leiðbein- endur: Margrét Pálsdóttir, mál- fræðingur og dr. Sigrún Stefáns- dóttir, fréttamaður. í Tæknigarði, 3.-5. apríl kl. 9:00- 16:00: „Líkamsmat fyrir hjúkrunar- fræðinga." Umsjón: Ásta Thorodd- sen, hjúkrunarfræðingur. í húsnæði Tölvuþjónustunnar við Grensásveg, 4., 6. og 11. apríl kl. 20:00-23:00: „Minicad-tölvuteikni- kerfíð.“ Leiðbeinendur: Haraldur Ingvarsson arkitekt FAÍ. I Borgartúni 6, 5. apríl kl. 9:00- 17:00: „Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og meðferð nauðgunar- mála i dómskerfinu.“ Umsjón: Guð- rún Agnarsdóttir, læknir. í ráðstefnusal A, Hótel Sögu, 6. apríl kl. 9:00-16:00: „Húðvandamál hjá öldruðum." Umsjón: Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri. í Norræna húsinu 6. og 7. apríl kl. 9:00-16:00: „Áfallahjálp N kreppuvina." Umsjón: Fræðslu- nefnd Stéttarfélags íslenskra fé- lagsráðgjafa. í Tæknigarði, 6. apríl kl 13:00- 17:00 og 7. apríl kl. 8:30-16:00: „Fráveitufræði og umhverfismál.“ Leiðbeinandi: Sveinn Torfi Þórólfs- son, prófessor. í Tæknigarði, 8. apríl kl. 10:00- 15:00: „Internet og afþreying." Leiðbeinandi: Anne Clyde lektor. séreignnsfáða vcrðbrefnfyrirtækjn 1991, 1992, 1993 og 1994 LANDSBREF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. S U 0 U R t. A N [1 s S R A U T 1» 4 . 108 REYKJAVIH.StMl 5 S S 9 2 0 0 B R E F A S I M 1 5 8 8 S 5 9 S N áttúr u ver ndar ár Evrópu 1995 Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. aprfl nk., fylgir Morgunblaðinu blaðauki sem heitir Náttúruverndarár Evrópu 1995. í þessum blaðauka verður fjallað um alhliða umhverfis- og náttúruvernd og hvað er á döfinni í tilefni Náttúruverndarárs Evrópu 1995. Einnig verður fjallað um landgræðslu og skógrækt og ný viðhorfá þeim vettvangi, samhent átak til hreinsunar í umhverfinu, samstarf ríkis og sveitarfélaga við frjáls félagasamtök í heimahéraði o.fl. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við augiýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 10. aprfl. Nánari upplýsingar veita Dóra Guðný Sigurðardóttir og Rakel Sveinsdóttir, sölufuiltrúar í augiýsingadeiid, í síma 569 11 71 eða með símbréfi 569 11 10. -kjarni málsins! Páskatilboð Qítzsiíegir 3ja rétta matseðíar aðeins fo. 2.200 ^anupplýszn ftrTMÁVURj/) <5 _____o- ^rífanir í sír^0 Sjábu hlutina í víbara V* samhcngi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.