Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðemisátök ógna stöðugleika í Evrópu. Olafur Þ. Stephensen veltir fyrir sér ýmsum hliðum á þjóðemismálum í álf- unni, meðal annars hvort aðrar leiðir kunni að vera líklegri til lausnar á vandanum en sú sem farin er í stöðugleikasáttmálan- um, sem undirritaður var í síðasta mánuði. h /7? L ■ J/r *= y ) % j FINN- LAND BRETLAND. DANMÖRK {« rC JJj I HOL- LÁND RUSSLAND BHLÓÍA FRAKKLAND Lúx- SVISS AUSTURRIKI- UNGVERJALAND é-,: SPÁNN <3 :> • V SMi > ( . RUMENÍA hN SVART ^ h FJALLA-^; BÚLGARÍA I -r I.AND A1.BANÍA ^ 1914 r i TYRKJAVELDI RIKKLAND ÍSLAND ! 'VH- > ; /V <v( h Q í 'Cj 'O ' FINN- "S 4 LAND > y 05 > )C ^ HOL.— DAiIÉte M IKftcr LAND A. SOVET- RÍKIN ■-? fýska pólland >:BELGÍA ^ LAND ruLLAr,L; Aí FRAKKLAND [RRIKI UNGVERJAL. RUMENIA . ______________ X,-V h BÚLGARÍA'Í -/ ^ TYRKLAND 1989 v i V: ÞJOÐERNI 1. Abkkasar 2. Adygar 3. Albanir 4. Akvitanar 5. Armenar 6. Astar 7. A-Fríslendingar 8. Balkarar 9. Bashkirar 10. Baskar EVRÓPUKORTIÐ - ekki sízt austurhluti þess — hefur tekið gífurlegum breytingum á tuttugustu öldinni. í stað þriggja stórvelda, Rússlands, Austurríkis-Ungverja- lands og Tyrkjaveldis, sem réðu lög- um og lofum í Austur-Evrópu um aldamótin, eru nú komin yfír tutt- ugu „þjóðríki." Eftir fyrri heimsstyrjöldina sett- ust sigurvegarar stríðsins að samn- ingaborði í París og stofnuðu ijölda nýrra ríkja í Evrópu. Veldi Tyrkja á Balkanskaga hafði liðið undir lok á fyrstu árum aldarinnar, en nú var veldi Habsborgara og Romanova skipt upp, samkvæmt reglunni um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, sem hafði náð fótfestu á Vesturlöndum á nítjándu öldinni. Wilson Banda- ríkjaforseti var einn helzti talsmaður þessarar stefnu. Skipting gömlu keisaraveldanna upp í þjóðríki átti að leysa þjóðemisspennuna, sem ríkt hafði innan þeirra. Þjóðir blandast saman Nýju landamærin í Evrópu reynd- ust hins vegar engin töfralausn. Vandamál Evrópu — rétt eins og flestra annarra heimsálfa nema kannski Suðurskautslandsins — er að þjóðir vilja ekki búa í nett af- mörkuðum hólfum. Þær blandast saman, búa hver innan um aðra I sömu þorpunum — eða þá að það er önnur þjóð á landsbyggðinni en í bæjunum og þar fram eftir götun- um. Þannig háttaði víða svo til í Austur-Evrópu að bændur, sem töluðu slavneskar mállýzkur, fóm í bæinn að verzla við þýzka eða gríska kaupmenn og Gyðinga. Hinir og þessir minnihlutahópar vora því lokaðir inni í nýjum ríkjum, sem tilheyrðu annarri þjóð, og var þar af leiðandi farið með þá sem annars flokks borgara. Hugmyndin um þjóðríkið gerir ráð fyrir að það sé aðeins ein þjóð í hverju landi, og reiknar ekki með minnihlutahópum. Þannig segir formaður Rúmenska þjóðareiningarflokksins, Gheorge Funar, í nýlegu blaðaviðtali: „Það era engir Ungveijar í Rúqieníu, aðeins rúmenskir borgarar.“ Þeir, sem hafa skoðað málið betur, vita að a.m.k. 10% af íbúum Rúmeníu era Ungveijar — og það er ekki farið sérlega vel með þá, sem „rúm- enska borgara." íslendingar era heppnir að þessu leytinu. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var árið 1985, er ísland „hrein- asta“ þjóðríki heims, þ.e. hér eru nánast engir minnihlutahópar og þjóðin er afar einsleit í menningar- legu tilliti. En þannig háttar nánast hvergi annars staðar til í Evrópu, nema ef vera kynni í Portúgal. Segja má að þessi tvö Evrópuríki séu þau einu, sem standa undir nafni sem „þjóðríki" — annars staðar er það skáldskapur. í öllum öðram Evrópu- ríkjum era stærri eða minni þjóðem- isminnihlutahópar, sem flestir hafa búið á staðnum sínum frá aldaöðli — löngu áður en hugmyndin um þjóðríkið varð til einhvem tímann síðla á átjándu öldinni og þjóðemis- hugmyndir hófu sókn sína í Evrópu. Þjóöernishyggja og stöóugleiki Inntak þjóðemishyggjunnar er sú trú, að einhver hópur fólks, sem yfírleitt á sameiginlega tungu, sögu og menningu, (þjóðin) 'sé náttúra- legt samfélag, sem eigi að búa við sameiginlegt pólitískt samfélag (ríki), eigi að vera fijáls og óháður öðrum (fullvalda) og eigi rétt á að krefjast jafnréttis á við aðrar þjóðir í heiminum. Þjóðemissinnar gera yfírleitt ráð fyrir því að þegar allar þjóðir verði fijálsar — m.ö.o. að sérhver þjóð eigi sitt ríki, verði betra að lifa í heiminum. Þetta könnumst við íslendingar við, sem gjaman samgleðjumst smáþjóðum, sem losna undan erlendu valdi eins og við gerðum, og stofna sjálfstætt og fullvalda ríki. Þjóðernishyggjan er hins vegar ekki uppskrift að friði og hamingju í heiminum, vegna ofangreinds ann- marka; að fæstar þjóðir búa á eyjum langt úti í hafi. Hún er þvert á rnóti uppskrift að átökum og glund- roða. Þjóðemishyggjan., er einhver áhrifaríkasta hugmyndafræði, sem hefur verið fundin upp, að því leyt- inu að ótrúlega margir hafa verið þess fýsandi að deyja — og drepa — fyrir þjóð sína í stríði. Þessi trúar- hiti þjóðemishyggjunnar, ásamt þeirri staðreynd að þjóðríkishug- myndin er oftast í raun óframkvæm- anleg nema með þjóðemishreinsun- um á borð við þær sem hafa átt sér stað í fyrrverandi Júgóslavíu, er ástæða þess að þjóðernisdeilur era helzta ógnunin við frið og stöðug- leika í Evrópu nú á dögum. Breytingar ó kortinu og mannlegar þjáningar Það er sjaldgæft að breyting hafí orðið á Evrópukortinu á þessari öld án þess að það hafí kostað einhveij- ar mannlegar þjáningar, sem oftar en ekki hafa verið liðnar I nafni þjóðernishyggju. í sáttmála gamla íjóðabandalagsins vora ákvæði, sem áttu að tryggja sjálfsákvörðun- arrétt minnihlutahópa. Misnotkun Hitlers á sáttmálanum í þágu þýzkr- ar útþenslustefnu kom hins vegar óorði á ákvæði af þessu tagi, og í lok seinni heimsstyijaldar voru millj- ónir Þjóðveija hraktar frá austur- héruðum Þýzkalands, sem innlimuð voru í Pólland og Sovétríkin, og Súdetahéruðunum í Tékkóslóvakíu, svo dæmi séu nefnd, í einhverri stór- tækustu þjóðemishreingemingu sem farið hefur fram. Svipaðir at- burðir áttu sér stað varðandi Pól- veija í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu, ítali í Slóveníu og þar fram eftir götunum. Milljónir Evrópubúa misstu heimili sín. Sumir urðu eftir í ríki, sem viður- kenndi ekki tilvist þeirra, og létu lítið fara fyrir sér, þótt þeir legðu ef til vill rækt við menningu sína heima við. Þannig er það fyrst á seinni áram að opinber hreyfing er að verða til á meðal t.d. Þjóðveija í Póllandi og Tékklandi. Öll þau nýju ríki, sem urðu til við upplausn Sovétríkjanna árið 1991, urðu til með sæmilega friðsamlegum hætti. Hins vegar er athyglisvert að þótt tugir, ef ekki hundrað, þjóða hafi búið í Sovétríkjunum, hefur umheimurinn aðeins viðurkennt sjálfstæði þeirra, sem áttu sitt eigið Sovétlýðveldi; til dæmis Eystrasalts- þjóðanna, Úkraínumanna og Moldova. Gleymdar þjóðir úr fylgsnunum Nú eru hins vegar að koma upp um alla Austur-Evrópu svipuð vandamál og urðu til upp úr 1918; nýju „þjóðríkin“ falla lítið betur að þeirri flóknu mósaíkmynd, sem evr- ópska þjóðasúpan er, en þau sem urðu til eftir fyrra stríð. Innilokaðir minnihlutahópar og ríkislausar smá- þjóðir krefjast sjálfsákvörðunarrétt- ar og era jafnvel reiðubúin að beij- ast fyrir honum. Margar þessar þjóðir koma nú fram á sjónarsvið sögunnar eftir að hafa verið flestum gleymdar í ára- tugi eða jafnvel aldir. Hver hafði — í alvöru — heyrt minnzt á Tsjetsj- ena, sem eru fjóram sinnum fjöl- mennari en íslendingar og með skýrt skilgreinda þjóðarvitund, fyrr en þeir hófu uppreisn gegn rúss- neskri stjórn og heimtuðu eigið ríki? Og hver vissi af nágrönnum þeirra I Norður-Kákasus, til dæmis Osset- um (sem hafa líka gert uppreisn), Kabördum og Ingúsetum, sem allir era sömuleiðis fjölmennari en ís- lenzka þjóðin? Hundruð þúsunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.