Morgunblaðið - 03.05.1995, Page 38

Morgunblaðið - 03.05.1995, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fjölskyldan og reyk- ingar unglinga í TILEFNI reyklausa dagsins 4. maí ætla ég í nokkrum orðum að fjalla um reykingar unglinga á ís- landi, þá einkum hvað einkennir þann hóp unglinga sem byrjar að reykja. Jafnframt að íhuga hvernig foreldrar gætu haft áhrif á reyking- ar bama sinna og neyslU annarra vímuefna. Heilsufar flestra aldurshópa hef- ‘ur farið batnandi í hinum vestræna heimi ef undan er skilið heilsufar unglinga sem að minnsta kosti er- lendis hefur farið hnignandi og er aukin vímuefnaneysla talin ein helsta orsök þessa. Vímuefnaneysla tengist oft aðaldánarorsök þessa ald- urshóps sem er slys. í raun má segja að neysla tóbaks, áfengis og vímu- efna meðal unglinga sé meiri háttar heilbrigðisvandamál sem líkja má við farsóttir fyrri tíma. Stór hluti af starfi lækna nú á tímum felst í vonlítilli baráttu við afleiðingar þess lífstíls sem sjúklingar hafa tileinkað sér á unglingsárum. Fjöldi innlendra kannana hefur sýnt að neysla vímuefna, bæði lög- legra (áfengis, tóbaks) og ólöglegra, hefst oftast fyrir tvítugs aldur og færist neðar í aldurshópunum ár frá ári. Kannanir sem Landlæknisemb- ættið lét gera árin 1984, 1986 og 1989 á notkun vímuefna meðal 16-20 ára ungmenna sýndu að á árunum 1984 til 1989 dró jafnt og þétt úr reykingum 16 ára unglinga og nokkuð dró úr áfengisneyslu á þessum árum. Nýjustu innlendar kannanir staðfesta að reykingar hafa aukist talsvert og áfengisneysla verulega bæði í þessum aldurshóp RIB RANGE bómullarbolir, buxur og samfellur 95% bómull, 5% LYCRA þráöur. Hvítt, vínrautt og svart. Heildsölubirgðir: Davíd S. Jónsson 8 Co. hf. sími 91-5524333 Bryndís Benediktsdóttir og einnig meðal yngri barna. Áfengisneysla og reykingar hafa auk- ist mest hjá stúlkum. Þessi uggvænlega þróun hefúr orðið til- efni rannsókna á þeim þáttum sem tengjast reykingum, áfeng- isnotkun og neyslu annarra vímuefna unglinga. I þessu sam- bandi vil ég vitna í rannsókn sem gerð var af höfundi þessarar greinar ásamt Aldísi Yngvadóttur, mennta- málaráðuneyti, og Þór- arni Gíslasyni lungna- lækni og birtist í Læknablaðinu í desember 1994. Rannsóknin var gerð á árunum 1989 og 1992. Tilgangur hennar var með- al annars að reyna að varpa ljósi á þá áhættuþætti sem fmna mætti í fari og umhverfi unglinga sem byija að reykja, drekka og jafnvel neyta ólöglegra vímuefna. Könnunin náði til 500 unglinga bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Við upphaf rann- sóknarinnar voru unglingarnir 12- 13 ára en við lok hennar 15-16 ára. Með spurningalistum voru kannaðar félagslegar aðstæður, lífsviðhorf og einkunnir. Einnig var spurt um reyk- ingar, áfengisneyslu, vímuefna- neyslu hjá unglingunum og hjá fjöl- skyldum þeirra. Ef litið er sérstaklega á reyking- ar, sést að við upphaf rannsóknar- innar voru reykingar nær óþekktar í þessum hóp (12-13 ára) en þremur árum seinna reyktu 21,4% stúlkn- anna og 16,2% strákanna. Meðal þeirra sem reyktu, reyktu strákarnir meira en stúlkurnar. (Tafla 1). Þeg- ar þeir unglingar sem reykja eru bornir saman við hina sem ekki reyktu komu í ljós tölfræðilega sterk tengsl við reykingar á heimili. Ef báðir foreldrarnir reyktu þá reyktu 29,4% unglinganna en 19,6% ef ann- að foreldri reykti en einungis 14% ef hvorugt foreldri reykti. En ef systkini reyktu þá reyktu 36,6% unglinganna. (Tafla 2). Þannig má draga þá ályktun að sú fyrirmynd Samband reykinga í fjölskyldu við reykingar 15-16 ára unglinga. Reykingar í fjölskyldu Systkini reykir Báðir foreldrar reykja Annað foreldri reykir Hvorugt reykir Hlutf. ungl. sem reykja 36,6% 29,4% 19,6% 14,0% Meðaltíðni reykinga í þessum ald- urshópi er 18,6% sem unglingurinn hefur í íjölskyldu sinni er sterkur áhrifavaldur þess hvort hann byijar að reykja eða ekki. Einnig var greinilegur munur á reykingum milli skóla. Það sem einkum einkennir lífsvið- horf þeirra unglinga sem reykja er að þeir virðast vera ósjálfstæðari, áhrifagjarnari og háðari vinum sín- um. Þeir hafa minna sjálfstraust og finna sig síður í hópi. Þetta sést einkum á því að þeir kunna ver við sig í skóla og taka síður þátt í fé- lagsstarfsemi eins og til dæmis íþróttum. Þetta er nokkuð sem sýnt hef- ur verið fram á áður í rannsóknum. Greinilega kemur fram í þessari rannsókn að námsárangur þeirra sem reykja er mun lak- ari og voru þeir nær ein- um heilum lægri í með- aleinkunn í þeim náms- greinum sem teknar eru til samræmds prófs. Erfitt er að túlka þessar niðurstöður á einn veg og er ekki ljóst hvað er hænan og hvað er egg- ið í þessu sambandi. Mikilvægt er að nefna að greini- leg fylgni er á milli neyslu á hinum ýmsu vímuefnum og styður þetta Reykingar sýna að unglingar sem reykja standa sig verr í námi, segir Bryndís Bene- diktsdóttir, þeir eru áhrifagjarnari og ósjálf- stæðari. hugmyndir um að lífsviðhorf og að- stæður sem leiða til neyslu einnar tegundar vímuefnis stuðli einnig að neyslu annarra efna. Flestir foreldrar yrðu afar þakk- látir ef þeir gætu fengið afdráttar- laust svar við þeirri einföldu spurn- ingu: „Hvað get ég gert til að koma í veg fyrir að barnið mitt fari að reykja og drekka? Ýmislegt er hægt að gera til að hjálpa barninu að forð- ast vímuefni. Hins vegar verður að hafa í huga að ástæður fyrir neyslu vímuefna eru margþættar og enn hefur ekki fundist nein töfralausn. Með niður- stöður rannsókna að leiðarljósi má þó reyna að fækka áhættuþáttum í umhverfi og samskiptum við barn- ið.Ýmsar aðferðir eru þess virði að reyna þær þó engin geti tryggt hundrað prósent árangur. Af ofanskráðu má vera ljóst að gagnvart reykingum og vímuefna- neyslu unglinga er ábyrgðin ekki síst á heimilum unglinganna þar sem enginn vafi leikur á að fyrirmynd foreldra og systkina hefur hvað mest forspárgildi um reykingar unglinga. Forvarnirnar hefjast Breytingar á reykingum unglinga frá 12-16 ára aldurs 1989 (12-13 ára) 1992 (15 -16 ára) Reyktu síðustu mánuði Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur (n=266) co II (n=266) (n=234) 1-5 sígarettur/dag 2 1 10 25 6-10 sígarettur/dag 11 15 11 sígarettur/dag 22 10 heima fyrir og sem foreldri eða systkin ættum við að byija á að líta í eigin barm og athuga hvernig fyrir- mynd við erum. Gott samband milli unglings og fjölskyldu hans er ómetanlegt. I önn dagsins vill oft gleymast að gefa sér tíma til að tala við barnið eða ungl- inginn, vinna traust hans og trúnað. Flestir hafa mikið að gera og sá litli tími sem varið er með börnunum vill fara í nöldur eða tala um hvern- ig eigi að gera þetta eða hitt (fara á fætur, fara í skólann, læra, leggja á borðið o.s.frv.). Bíddu ekki með að koma á góðu sambandi við milli þín og barnsins þíns þangað til að langt er liðið á unglingsárin. Ef við leggjum okkur eftir að auka tengsl- in við unglinginn erum við líklegri til að kynnast hugarheimi hans, deila með honum áhyggjum og gleði. Jafnframt líklegri til að geta leið- beint honum í lífinu og miðlað af reynslu okkar. Reyndu að eiga stund á hveijum degi með barninu þínu þar sem þið getið rabbað saman í einlægni. Sjáðu til þess að báðum gefist færi á að tala þegar þið ræð- ið einslega. Reyndu að efla sjálfs- traust þess með því að hrósa því fyrir það sem vel er gert og hvettu það til að taka þátt í jákvæðum við- fangsefnum sem gefa því tækifæri á að læra ýmislegt skemmtilegt og nytsamlegt (t.d. gerast skáti, taka þátt í íþróttum, fara á taflnámskeið o.s.frv.). Leitaðu allra slíkra já- kvæðra leiða en gættu þess vel að þú sért ekki aðeins að þröngva barn- inu til að gera það sem þú vilt að það geri. Taktu gjarnan þátt í áhugamálum þess. Rétt er að ræða hreinskilningslega um reykingar, áfengisneyslu og neyslu annarra vímuefna. Láttu afstöðu þina gagn- vart neyslu þessara efna koma skýrt i ljós og segðu beint út til hvers þú ætlast af barninu eða unglingnum í þessum efnum. Ef þig langar að fræðast nánar hvernig taka megi á þessum málum langar mig að benda á bók ætlaða foreldrum sem gefin er út af Vímulausri æsku og heitir Árin sem koma á óvart. Árið 1990 var byijað að nota námsefnið Að ná tökum á tilver- unni, Lions-Quest í nokkrum grunn- skólum. Námsefnið er ætlað 12-14 ára unglingum og með því er kennd lífsleikni. I námsefninu er leitast við að hjálpa ungu fólki til þess að þroska með sér sjálfsaga, ábyrgðar- tilfinningu, góða dómgreind, öðlast aukið sjálfstraust og góða sjálfs- mynd og efla tengsl við fjölskyldu og samfélagið. Með þeim hætti er reynt að hjálpa unglingunum að lifa heilbrigðu lífi án tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna. Rannsóknir er- lendis hafa sýnt að með námsefni af þessari gerð má hafa veruleg áhrif á t.d. reykingar. I þessu náms- efni er ætlast til þátttöku foreldra. Sem foreldri gætir þú kynnt þér hvort þitt barn fær þessa kennslu og tekið sjálf þátt í henni. Með þessum orðum vil ég leggja áherslu á að aðstæður og lífsviðhorf eru mikilvægir áhrifaþættir gagn- vart reykingum og annarri vímu- efnaneyslu unglinga. Fjölskyldan er í lykilhlutverki til að móta eins hag- stæðar aðstæður fyrir unglinginn og kostur er svo hann geti í framtíðinni lifað heilbrigðu lifi án vímuefna. Höfundur er heilsugæslulæknir í Garðabæ og lektor í heimilislækningum við Háskóla íslands. I ■íla£2 Þvottavél Lavamat 6251 Vinduhraði 1000 og 700 snúningar á mín.Ullarvagga UKS kerfi. Bíó kerfi. Takki fyrir aukaskolun. Orkunotkun 1.8 kwst.Oko kerfi. Variomatik vinding. Verð nú 89.140,- Stadgr. kr. 82.900,- Venjulegt verd ó sambærilegri vél er a.m.k. 12.000,- kr. hærra. Alveg Einstök Gædi sem ekki verður endurtekið! Aðeins þessi eina sending. OSMSSON HF Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.