Morgunblaðið - 03.05.1995, Side 61

Morgunblaðið - 03.05.1995, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1995 61 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Léku golf á sögu- frægum stöðum k Skotlandi ÍSLENSKA piltalandsliðið í golfi fór í vel heppnaða æfingaferð til Englands og Skotlands. Tíu manna hópur hélt til Skotlands þann 8. apríl og komið var heim tíu dögum síðar. Höfðu piltarn- ir þá leikið á mörgum frábær- um golfvöllum í Skotlandi og Englandi. Eftir strangar inniæfingar í allan vetur var það kærkomið fyrir hina ungu kylfinga að reyna sveifl- una utandyra. Ferðin hófst í St. Andrews í Skotlandi, þeim fræga golfbæ og hópurinn dvaldi þar fyrri hluta ferðarinnar. Fjórir golfvellir eru í St. Andrews, hlið við hlið og léku unglingarnir í þremur þeirra, gamla og nýja vellinum eins og þeir eru gjarnan nefndir og á velli sem ber heitið Eden. íslenski hópur- inn spilaði einn til tvö hringi dag- lega í góðu verðri. Siðasta daginn í þessari sögufrægu borg var gamli völlurinn leikinn en á honum hefur golf verið leikið frá því á sautjándu öld. Haldiðtll Englands Eftir dvölina í St. Andrews lá leiðin með lest til Suður - Englands þar sem leikið var á Woodhall Spa, sem oft hefur verið talinn einn af 100 bestu golfvöllum veraldar. Evr- ópumót unglinga fer fram á þessum velli næstasumariog því fannst liðs- stjóra hópsins, Herði Arnarsyni til- valið að leyfa liðsmönnum sínum að kynnast vellinum. Alls léku pilt- arnir þrjár hringi á vellinum og útkoman batnaði með hveijum hringnum. Birgir Haraldsson úr Golfklúbbi Akureyrar stóð sig best. Hann lék hringina á 79, 78 og 75 höggum. Síðustu daga ferðarinnar var ís- lenski hópurinn í Newcastle en ákveðið hafði verið að leika gegn úrvalsliði Durhamsýslu en í þeirri sýslu búa um þijár milljónir. Ákveð- ið var að íslenski hópurinn mundi leika gegn A- og B-liði Durham á South shields golfvellinum og sagði Hörður liðsstjóri að margar holur vallarins hefði minnt á Hvaleyrar- holtsvöll og Leiruna. Leikið var gegn B-liði Durham á laugardeginum en það lið var skipað kylfingum sem allir voru með fimm í forgjöf. íslenska liðið sigraði 6:4 en leikið var með svipuðu fyrir- komulagi og tíðkast í Dunhill bik- arnum. Birgir Haraldsson kom inn á besta skorinu 76 höggum en auk hans unnu þeir Þorkell Snorri, Frið- björn, Ómar, Guðjón og Eiríkur leiki sína. Sigraði Englandsmeistarann Daginn eftir var leikið gegn A- liði Durham sem skipað er leik- mönnum allt frá einum og upp í fimm í forgjöf. Meðal annars lék Bretlandsmeistarinn frá því í fyrra í flokki 16 ára og yngri gegn jafn- aldra sínum, Þorkeli Snorra Sig- urðssyni og mátti játa sig sigraðan. Óhætt er að segja að íslenska liðið hafi byrjað vel, það hlaut fjögur og hálft stig úr úr keppni fimm sterk- ustu spilarana. Birgir sigraði sinn leik á 73 höggum sem var besta skor keppninnar en geta má þess að hann vann sinn leik með góðu pútti á síðustu holunni. Friðbjöm og Ómar unnu einnig leiki sína og Örn Ævar Hjartarson gerði jafn- tefli. Staðan var því óneitanlega góð er hér var komið við sögu en enska liðið reyndist hins vegar mun sterk- ara í fimm síðustu leikjunum, unnu þá alla. A-lið Durham hafði því betur í viðureigninni 5,5 - 4,5 en útkoman úr samanlögðum leikjun- um var tíu og hálfur vinningur gegn níu og hálfum, íslensku piltunum í vil. Hörður Arnarson, liðsstjóri ís- lensku strákana kvaðst ánægður með ferðina. „Það kom mér á óvart hvað þeir slógu vel og greinilegt er að þeir koma flestir mun betur undirbúnir fyrir sumarið en í fyrra. Stuttu höggin mættu vera betri en það er skiljanlegt svo snemma sum- ars og þau eiga örugglega eftir að komast í gott horf þegar líða tekur á. Fjölmörg verkefni Fjölmörg verkefni bíða íslenskra unglingalandsliða í sumar. Evrópu- mótið hefst 12. júní og fer það fram ÍSLENSKA piltaiandsllðiA í golfi var á söguslóðum í æfingaferð slnni til Bret- lands fyrir skömmu. Hér eru plltarnir fyrir framan klúbb- húsið í St. Andrews. Frá vinstri í fremstu röð: Frið- björn Oddsson GK, Guðn. mundur Óskarsson GR, Óm- ar Halldórsson GA og Torfi Steinn Stefánsson GR. Mið- röð f.v.: Örn Ævar Hjartar- son GS, Eiríkur Jóhannes- son GL, Birgir Haraldsson GA, Örvar Jónsson GSS og Guðjón Rúnar Emilsson GR. Aftast frá vlnstri: Hörður Arnarson liðsstjórl, Phll Hunter golfkennari og Þor- kell Snorri Sigurðsson GR. í Englandi eins og áður sagði. Það- an liggur leið pilta- og stúlknaliðs- ins á Norðurlandamótið sem fram fer í Danmörku. Ýmis_ önnur verk- efni eru á döfinni og ísland verður með fulltrúa á European young masters fýrir sextán ára og yngri sem fram fer á hinum glæsilega Wenthwort velli í Bretlandi. Þar verða bestu spilarar Evrópu í þess- um aldursflokki og ísland mun senda tvo drengi og tvær stúlkur til mótsins. ÓMAR Halldórsson vippar inn á sautjándu flötina á frægasta golfvelli heims, gamla vellinum á St. Andrews. Birgir Haralds- son stendur vlð flaggstöngina, greinilega vlö öllu búln. KA-strákarnir unnu þrefalt á ís- landsmóti sjötta flokks í handbolta KA-strákarnir sem leika með sjötta flokki félagsins í handknattlelk gerðu það gott í úr- slitakeppnl þessa aldursflokk sem haldlð var fyrir skömmu á Akureyrl. Norðanmenn nældu sér i guliverðlaun hjá A-, B- og C-liðum. A myndinnl má sjá strákana sem sklpa A-lið félagsins. Aftari röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson aðstoðarþjálfari, Ingólfur Axels- son, Árni Harðarson, Einar Friðjónsson, Atli Ingvason, Haukur Steindórsson, Lárus Ás- geirsson og Jóhannes Bjarnason þjálfari liðsins. Fremrl röð frá vinstri: Jóhann Helgason, Gísli Grétarsson, Baldvin Þorsteinsson fyrirliði, Bjarni Steindórsson og Einar Egilsson. íslenskir sundmenn komust sjö sinnum á verðlaunapall ISLENSKIR sundmenn stóðú sig vel á sterku alþjóðlegu móti sem fram fór í Luxemborg 21. - 23. apríl. Engin íslandsmet féllu að þessu sinni en sundmennirnir kom- ust sjö sirmum á verðlaunapall. Lára Hrund Bjargardóttir hlaut gullverðlaun í 200 m fjórsundi á tímanum 2:29,71 sek, silfurverð- laun í 400 m skriðsundi á 4:36,58 sek og silfurverðlaun í 100 m flug- sundi á tímanum 1:09,01. Halldóra Þorgeirsdóttir sigraði í 200 m bringusundi á tímanum 2:50,89 sek og varð þriðja í 100 m bringusundi á 1:19,83 sek. Hjalti Guðmundsson synti 200 m bringusund á 2:29,21 og varð þriðji, Davíð Freyr Þórunnarson varð í sama sæti í 100 m flugsundi á tím- anum 1:01,49 sek og þá komst Róbert Birgisson í úrslit í 200 m baksundi. Omar Snævar Friðriks- son og Amar Már Jónsson synti á ágætum tímum þó það dygði þeim ekki til verðlauna að þessu sinni. ISLENSKA sundfólkið sem keppti á alþjóðlegu móti í Luxemborg og stóð sig með mikilli prýði. Frá vinstri: Davíð Freyr Þórunnarson, Róbert Birgisson, Ómar Snævar Friðriksson, Halldóra Þorgeirsdóttir, Hjalti Guð- mundsson, Lára Hrund Bjargardóttir og Amar Már Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.