Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 10
J
10 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kyrniingarefni um
jarðhita á marg-
miðlunardiski
ÚTISAMKOMA á vegrim Hjálpræðishersins á Lækjartorgi um aldamótin.
Hundrað ár liðin
frá fyrstu samkomu
Hersins á Torginu
Hjálpræðisherínn á íslandi fagnar í
dag 100 ára afmæli, en 12. maí 1895
var fyrsta samkoma hersins haldinn á
Lækjartorgi í Reykjavík. Aðalhátíðahöldin
í tilefni afmælisins verða hins vegar
um næstu helgi.
FORSVARSMENN Verkfræði-
stofunnar Rafhönnunar binda
miklar vonir við útflutning á ís-
lenskri verkfræðivinnu og hugviti
og vísa til Danmerkur í því sam-
bandi, þar sem þriðjungur allrar
verkfræðivinnu er fluttur út. Hefur
fyrirtækið í kynningarskyni látið
útbúa margmiðlunardisk í sam-
vinnu við ýmsa aðila, þar sem m.a.
er sett fram hvað íslendingar geta
boðið upp á jarðhitaþekkingu og
fyrirtækið sjálft kynnt. Verður
diskurinn kynntur í lok maí á einni
stærstu jarðhitasýningu og ráð-
stefnu í heimi, sem haldin verður
í Flórens.
Diskurinn inniheldur tugi fræði-
og tæknilegra greina um jarðhita-
nýtingu, fróðleik um háhitasvæði,
auglýsingar auk annars efnis frá
íslandi svo sem vinnu nemenda í
Grandaskóla í tengslum við jarð-
hita, tónlist og myndbönd frá ís-
lenskum listamönnum auk hita-
veituherma Rafhönnunar.
„Eftir því sem við vitum best
er þetta fyrsti íslenski diskurinn
með kvikmynd, tónlist og öðru
margmiðlunarefni, sem gerður er
í þessum tilgangi," sagði Daði
Ágústsson framkvæmdastjóri Raf-
hönnunar á kynningarfundi í gær.
Taldi hann slíkan disk hafa marga
kosti fram yfir bæklinga, sem ráð-
stefnugestir skildu jafnvel eftir.
„Við bindum miklar vonir við
að þátttakendur taki diska með sér
heim og sýni vinnufélögum sínum
að lokinni ráðstefnu," sagði hann
og benti jafnframt á að þarna yrðu
allir fremstu sérfræðingar í heimi
á sviði jarðhita.
Möguleikar í margmiðlun
Birni Bjarnasyni menntamála-
ráðherra var afhentur fyrsti disk-
urinn og nefndi hann m.a. í ræðu
sinni mikilvægi og þá möguleika
sem þessi tegund miðlunar býður
upp á. Hann nefndi einnig sam-
vinnu Rafhönnunar og Náms-
gagnastofnunar. „Ég held að þeg-
ar sá diskur kemur út muni menn
átta sig á því hve margmiðlun
hefur mikið gildi fyrir menntun í
landinu, almenna fræðslu og
hvemig hægt er að kynna landið,“
sagði hann.
Ingvar Birgir Friðleifsson skóla-
stjóri Jarðhitaskólans lýsti ánægju
með samstarfið um jarðhitaherm-
inn. „Fyrir skóla eins og Jarðhita-
skólann er ómetanlegt að hafa
tæki eins og verið er að útbúa fyr-
ir okkur, því að við erum með nem-
endur frá 30 löndum í öllum heims-
álfum,“ sagði hann. Hallgrímur
Sigurðsson sérfræðingur hjá Raf-
hönnun benti á að með jarðhita-
herminum væri hægt að þróa
stjómbúnað og þjálfa starfsfólk
áður en það hæfi störf og líkti
herminum við flughermi, sem
margir kannast við.
Tveir Rúmenar, sem eru nem-
endur við Jarðhitaskólann, munu
fá jarðhitaherminn með sér utan
og fer hann til háskóla í Rúmeníu
en sá næsti fer til Kína.
UPPHAF Hjálpræðishers-
ins má rekja til trúboðs
Englendinga í Austur-
löndum 1865, en nafnið
Salvation Army fékk hann 1878,
og þá fyrst fór hann að breiðast
út til annarra landa.
Að sögn Daníels Óskarssonar,
yfírforingja Hjálpræðishersins á
Islandi og Færeyjum, var frum-
kvöðullinn að stofnun Hjálpræðis-
hersins hér á landi Þorsteinn J.
Davíðsson, ættaður úr Vatnsda.1 í
Húnavatnssýslu, en hann hafði
frelsast í Kanada.
„Leiðtoginn sem kom hingað
var Kristian Eriksen og var Þor-
steinn hans hægri hönd og rit-
stjóri Herópsins. Þeir komu hingað
til lands með Lyru og voru með
fyrstu samkomuna á Lækjartorgi
og svo í Góðtemplarahúsinu þá um
kvöldið, en þar var Hjálpræðisher-
inn til húsa til haustsins 1895
þegar hann keypti gamla Herkast-
alann, sem hafði áður verið bæði
sjúkrahús og hótel. Hann stóð á
sama stað og Herkastalinn stend-
ur núna, en núverandi bygging var
reist 1916,“ sagði Daníel.
Starfsemin alla tíð öflug
Starfsemi Hjálpræðishersins
hér á landi héfur alla tíð verið
öflug þótt Herinn hafi aldrei verið
mjög fjölmennur. Strax árið 1896
byrjaði starfið á Isafirði og svo
1904 á Akureyri, en einnig voru
samkomusalir á Siglufirði, í Hafn-
arfirði og á Seyðisfirði en í stuttan
tíma.
„Þótt Herinn hafi verið fámenn-
ur þá hefur þetta alltaf verið þó
nokkuð mikið starf sem hann hef-
ur innt af hendi. I Reykjavík var
strax byijað með Samveijann,
hjálparstarf og mat fyrir fátæka.
Fastir liðir í starfseminni hafa
verið samkomurnar og rekstur
gistihússins, sem í byijun var reist
til að vera skjól fyrir sjómenn.
Gistihúsið hefur í seinni.tíð líka
verið skjól fyrir marga á vegum
Félagsmálastofnunar, en áður en
Félagsmálastofnun kom til var
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
DAÐI Ágústsson framkvæmdastjóri Rafhönnunar hf. afhenti
Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra fyrsta margmiðlunar-
diskinn, sem inniheldur ýmsar upplýsingar um jarðhita og
ýmislegt honum tengt.
Ný frönsk- íslensk ratsjárstöð á Stokkseyri tekin formlega í notkun í dag
Rannsakar eðli segul-
storma í jónahvolfinu
FRANSKAR rannsóknarstofnanir og
Raunvísindastofnun Háskólans vígja
í dag með formlegum hætti nýja
ratsjá við Stokkseyri, sem hefur það
hlutverk að rannsaka eðli jónahvolfs-
ins. Rannsóknimar miða m.a. að því
að skiija eðli segulstorma, en þeir
valda oft á tíðum truflunum á fjar-
skiptum.
Ratsjáin við Stokkseyri er hluti
af alþjóðlegu neti ratsjáa sem fylgj-
ast með jónahvolfinu. Við Stokkseyri
hefur verið komið upp sextán 15
metra möstrum sem hefur verið rað-
að upp með 15 metra millibili.
„Þessi möstur senda frá sér út-
varpsbylgjur sem endurkastast frá
jónahvolfinu. Með því að skoða
merkin er hægt að sjá hvernig jóna-
hvolfið er að breytast. Meðal þess
sem við viljum rannsaka með þessu
eru fyrirbæri eins og segulstormar,
sem er lítið vitað um, en þeir hafa
veruleg áhrif á öll fjarskipti á jörð-
inni.
Að grunni til er verið að rannsaka
eðli jónahvolfsins. Með þeim er ætl-
unin að auka við þekkingu okkar á
samspili jarðar og sólar. Það hagnýta
við þessar rannsóknir er m.a. það
að með þeim vonumst við eftir að
komast að því hvað veldur eð'ii trufl-
ana á fjarskiptum," sagði Þorsteinn
I. Sigfússon, prófessor og stjórnar-
formaður Raunvísindastofnunar Há-
skólans.
Franskar rannsóknarstofnanir
standa að þessum rannsóknum í sam-
vinnu við Raunvísindastofnun Há-
skólans. Frakkamir fjármagna fram-
kvæmdirnar á Stokkseyri, en kostn-
aður hleypur á tugum milljóna.
Hluti af stærri rannsóknum
Ratsjáin á Stokkseyri er hluti af
stærra verkefni sem samanstendur
af átta ratsjám umhverfís norður-
segulskaut jarðarinnar, en áhrifa-
svæði þeirra teygir sig frá Alaska
til Finnlands. Löndin sem taka þátt
í verkefninu eru Kanada, Bandaríkin,
Bretland, Finnland og Frakkland og
er hvert land ábyrgt fyrir uppsetn-
ingu og starfsemi a.m.k. einnar rat-
sjár í keðjunni. Svipuð keðja er einn-
ig í uppsetningu á suðurhveli jarðar.
Ratsjárnar vinna tvær og tvær
saman. Ratsjáin á Stokkseyri vinnur
með ratsjá sem stendur við Goose
Bay á Labrador. Ratsjánum er báð-
um beint á sama svæði, þ.e.a.s. jóna-
hvolfið yfir Grænlandi. Þær eru full-
komlega sjálfvirkar og starfa allan
sólarhringinn, alla daga ársins.
Gunniaugur Bjömsson mun hafa
umsjón með rannsóknunum af hálfu
Rannsóknastofnunar Háskólans.
Rannsóknir á segulsviði jarðar
hafa staðið hér í 30 ár
Raunvísindastofnun Háskólans
hefur staðið að rannsóknum á segul-
sviði jarðar allt frá 1957, en þá var
sett á stofn rannsóknarstöð í Mos-
fellssveit. Þorbjöm heitinn Sigur-
geirsson prófessor beitti sér fyrir
stofnun stöðvarinnar og Þorsteinn
Sæmundsson stjamfræðingur hefur
unnið að þessum málum síðan 1963.
Við stofnunina er háloftadeild,
sem á m.a. í samstarfi við japanska
vísindamenn. Þeir eiga á þremur
stöðum á landinu rannsóknarmið-
stöðvar sem rannsaka norðurljósin.
Stöðvarnar eru staðsettar í Æðey,
Augastöðum í Borgarfirði og á Tjör-
nesi. Bændur á þessum stöðum sjá
um rekstur stöðvanna fyrir japönsku
vísindamennina.
Breskur rannsóknarhópur er að
skoða möguleika á að setja upp svip-
að kerfi í Þykkvabæ til að rannsaka
aðra staði í jónahvolfinu.
Þorsteinn sagði erlendra vísinda-
manna áhugasama um rannsóknir á
jónahvolfinu hér á landi þar sem ís-
land væri vel staðsett í jaðri þessa
norðurljósasvæðis.
Ratsjáin við Stokkseyri verður til
sýnis á morgun, frá kl. 10-16:30.