Morgunblaðið - 12.05.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 2í
LEIKLIST
Lcikfclag Akurcyrar
GUÐ/JÓN
Leikfélag Akureyrar. GUÐ/jón.
Handrit, útlit og leiksljórn: Viðar
Eggertsson. Tónlistarstjórn: Rósa
Kristin Baldursdóttir. Lýsing: Ing-
var Björnsson.
LEIKFÉLAG Akureyrar hefur
gengið til liðs við kirkjuna í höfuð-
stað Norðurlands og frumsýnt at-
hyglisvert leikverk í Safnaðarheim-
ili Akureyrarkirkju. Er það einn af
mörgum þáttum kirkjulistaviku,
sem stendur frá 7. til 14. maí, og
ekki sá ómerkasti. Leikstjórinn,
Viðar Eggertsson, hefur unnið leik-
textann úr ýmsum verkum Samuel
Becketts, sem hann fellir saman í
trausta heild. Öll eru þau þýdd af
Árna Ibsen, en auk þess_ er ljóðið
Engillinn eftir Baldur Óskarsson
fellt inn í sýninguna. Það er ekki
rétt að segja, að tónlist flutt af
Tjarnarkvartettinum fléttist inn í
verkið. Hlutverk hennar er miklu
veigameira, oftar en ekki veita hún
og ljóðin skýlaus svör við átakan-
legu hjálparkalli; eða koma eins og
styrk og hlý hönd, sem grípur um
handlegg þess, sem er að sökkva í
fen einsemdar, tómleika og jafnvel
örvæntingar. Lögin, sem flutt eru,
koma úr ýmsum áttum, en tónlist
og textar valin af mikilli ná-
kvæmni. Þessi einstæði kvartett úr
Svarfaðardal hefur náð langt í list-
rænni túlkun tónlistar, sem ein-
kennist jafnt af sönggleði og aga
og hefur yfir sér tæran, hógværan
menningarsvip. Rósa Kristín Bald-
ursdóttir annast tónlistarstjórn, en
með henni skipa kvartettinn þau
Kristjana Arngrímsdóttir og bræð-
urnir Hjörleifur og Kristján Hjartar-
synir. Þá er leiktjáning þessa fólks
vel af hendi leyst. Það fer ekki á
milli mála, að Viðar Eggertsson
hefur notið þess að skipuleggja og
„Mara
kvíðans
mannkyn
treður“
móta þessa einstæðu sýningu. Hann
hefur áður komið að uppfærslum á
verkum Samuel Becketts með þeim
hætti að ekki gleymist og m.a. hjá
LA fyrir allmörgum árum. En það
er ekki nóg að hafa einlægan
áhuga, heldur verða menn að hafa
innsæi og skarpan skilning. Það á
þá ekki síst við um sýningu sem
þessa þar sem leikstjórinn mótar
heildarsýningu úr mörgum verkum
og ræður niðurstöðunni. Viðari
Eggertssyni bregst ekki bogalistin.
Hann notfærir sér aðstæður út í
hörgul, allt safnaðarheimilið er lagt
undir sýninguna, salur, gangar,
jafnvel lyftan, kapellan, og ein sen-
an er á hjarnskafli úti fyrir hinum
mikla austurglugga aðalsalar. Með
aðstoð ljósahönnuðar, Ingvars
Björnssonar, og hljóðtæknimanns,
Gunnars Sigurbjörnssonar, flytjast
myndir eðlilega til, skerpast eða
mildast af mikilli nákvæmni. T.d.
magnar skuggamynd gömlu kon-
unnar í ruggustólnum þá túlkun
Sigurveigar Jónsdóttur á vonleysi
og þrúgandi bið, sem felst í þessum
sérstæðu endurtekningum - þar
sem orðin eru ekki einungis endur-
tekin, heldur áherslur, tónhæð og
stunur og dýpka þessa annarlegu
og átakanlegu mynd. Það er vísast
fráleitt að ætla sér að rekja gang
sýningarinnar, taka hvert atriði á
fætur öðru og gera því einhver skil.
Þar eru raunar hvergi neinir blá-
EIN skálanna á sýningunni
Sýning á
ELÍSABET Haraldsdóttir opnaði
íjrær sýningu á skálum í Gallerí
Úmbru í Bernhöftstorfu.
Skálarnar eru unnar í vetur sem
leið en með vorkomuna í huga.
Þær eru unnar í postulin og sein-
leir, sem myndaðist í jarðlögum
löngu áður en ísland reis úr hafi.
skálum
Skálarnar eru óður til íslensks
vorgróðurs með ósk um að lið list-
ræna og notagildið haldist í hend-
ur.
Sýningin er opin þriðjudaga til
laugardaga frá kl. 13-18 og
sunnudaga frá kl. 14-18. Henni
lýkur 31. maí.
Flæði og fræhús
M YNDLIST ARSYN -
ING Evu Benjamíns-
dóttur, sem ber heitið
Flæði & fræhús verður
opnuð á laugardag kl.
14 í Listhúsi 39,
Strandgötu 39, Hafn-
arfirði.
Þetta er þriðja einka-
sýning Evu á 12 árum.
Hún sýndi 1983 í Ás-
mundarsal og 1988 í
Gallerí Evu á Miklu-
braut 50 sem var einnig
heimili Evu. Þá eru ekki
meðtaldir tveir gjörn-
ingar, annar á Harvard
Square, Cambridge,
Massaschusetts, 1984,
og sá síðari í júlí 1989 á Lækjar-
torgi, þar sem Eva valtaði yfir nokk-
ur þrívíddarverk að
miklum íjölda viðstödd-
um og var verkið til
sýnis í nokkra mánuði
í ÁTVR, Kringlunni.
Eva lauk námi frá
The School of the Muse-
um of Fine Arts í Bost-
on og BFA-gráðu frá
Tufts University vorið
1984. Hún hefur tekið
þátt í sjö samsýningum
hér heima, í Frakklandi
og Bandaríkjunum.
Eva sýnir 27 lítil
verk, unnin á þessu ári
með blandaðri tækni,
akríl og olíu.
Listhús 39 er oþið
virka daga kl. 10-18, laugardaga
12-18 og sunudaga 14-18.
Eva
Beiyamínsdóttir
LISTIR
þræðir, þótt oft sé djarflega teflt
eins og í atriðinu, sem fram fer í
kapellunni, en þar fer Rósa Guðný
Þórsdóttir á kostum í frábærri ein-
ræðu. Leikararnir, Aðalsteinn
Bergdal, Barði Guðmundsson, Dofri
Hermannsson, Rósa Guðný, Sigur-
veig og Sigurþór Albert Heimisson
leggja sál sína í þetta verk og verð-
ur þar ekki gert upp á milli. Eldmóð-
ur leikstjórans og markvís stjórn
byggð á djúpum skilningi gera
sömu kröfur til leikaranna og hljóð-
færaleikara í stroksextett (ath.:
þeir eru sex talsins) og þar slær
enginn feilnótu eða lætur eftir sér
að ofleika. Engir bregðast:
En hvaða erindi á þetta verk inn
á Kirkjulistaviku. Það ber okkur
þau mikilvægu skilaboð, að kirkjan
og starf hennar eigi sér ekki af-
markaðan bás, þar sem einungis
er leikið á gullna hörpu og brosað
blítt, heldur leggur hún eyru við
ómstríðum tónum mannlegra ósigra
og eymdar. Hér birtist maðurinn
okkur í örbirgð sinni. Þau, sem eiga
sér ekki huggun og jafnvel komin
svo langt út á kaldan klaka vonleys-
is, að ekkert fær hjálpað nema Guð
einn, eða eins og segir í sálmi Páls
V. G. Kolka, sem kvartettinn syng-
ur við lag Þorkels Sigurbjörnssonar:
Mara kvíðans mannkyn treður,
mætt af þungri synd.
Þjökuð verðld velkist milli
vöku og svefns með augu blind.
Lát hinn mikla lúður gjalla,
leiftur sundra þokuhjúp,
geisla þinnar sannleikssólar
sindra um myrkvað hugardjúp.
Þannig stefnir boðun þessa verks
til „Drottins hnatta og heima“.
Ekki eftir hinni venjubundnu préd-
ikunarleið, heldur um farveg fijálsr-
ar, safarikrar listar, sem krefst
þess að fylgst sé með, afstaða tek-
in og miskunnar beðið af heilu
hjarta.
Bolli Gústavsson
AÐSTANDENDUR sýning-
arinnar; Rúrik Haraldsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Ragn-
hildur Rúriksdóttir, Þóra
Friðriksdóttir og Gunnlaugur
Helgason.
Sumarhrollvekja
Kaffileikhússins
NÚ STANDA yfir æfíngar á sum-
arleikriti Kaffíleikhússins, herbergi
Veroniku, eftir Ira Levin. Leikendur
eru Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriks-
dóttir, Ragnhildur Rúriksdóttir og
Gunnlaugur Helgason.
Leikstjóri er Þórunn Sigurðardótt-
ir og þýðandi Ingunn Ásdísardóttir.
Verkið verður frumsýnt 25. maí og
er aðalmenningarviðburður Sögu- og
menningarhátíðar í gamla vestur-
bænum, sem. haldin verður 20.-28.
maí. Sýningar munu halda áfram í
sumar eftir að hátíðinni lýkur.
Verkið er fyrsta heilskvöldssýning
Kaffíleikhússins. Höfundur þess, Ira
Levin, er þekktur leikrita- og hand-
ritahöfundur í Bandaríkjunum. Hann
gerði meðal annars handritið að kvik-
mynd Polanskís, Rosemary’s Baby.
Herbergi Veroniku er hrollvekja
og gerist í herbergi Veroniku í gömlu
húsi í Massachusetts í Bandaríkjun-
um.
Listaklúbbur
Leikhúskjallarans
Dagskrá-
in í maí
LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarans
hefur ákveðið dagskrá sína fyrir
maímánuð.
Mánudaginn 15. maí mun gítar-
leikararnir Hinrik Bjarnason og Rún-
ar Þórisson leika spænska og suður-
ameríska tónlist og Sophie Schoonj-
ans og Guðrún Birgisdóttir saman á
hörpu og flautu.
Mánudaginn 22. maí verður flutt
dagskrá sem ber heitið Ég kem frá
öðum löndum með öll mín ævintýr
aftan á mér. íslensk hjón taka á
móti áhorfendum og bjóða þeim til
borðs með sér. Konan skemmtir gest-
um og minnir þá á íslensk verðmæti
og manngildi. Textarnir eru allir eft-
ir Islendinga, allt frá Látra-Björgu
til Morgunblaðsins í dag. Flytjendur
eru Guðrún Gísladóttir leikari og
Helga Þórarinsdóttir víóluleikari.
Leikstjóri Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir. Þessi dagskrá var flutt á veg-
um íslendingafélaga á Norðurlönd-
um nú fyrir síðustu jól.
Mánudaginn 29. maí verður flutt
dagskrá tileinkuð Hauki Morthens
söngvara fyrr og síðar. Rakin verður
saga hans sem söngvara og mörg
af vinsælustu lögum hans sungin.
Flytjendur eru leikararnir Hinrik Ól-
afsson, Valgeir Skagfjörð og Vígdís
Gunnarsdóttir. Heimildarmaður er
Trausti Jónsson en umsjón hefur
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
Þessi dagskrá verður jafnframt
sú síðasta á vegum Listaklúbbs
Leikhúskjallarans í vetur en hann
hefur starfað að nýju í september.
Þá verður Bókmenntahátíð íReykja-
vík ’95.
ossvogsstffðSn M
plöntusalan í Fossv ji
Opið kl. 8-19, um helgar kl. 9-17, sími 564-1777
Einstakt tilboð þessa helgi:
Aspir í pottum,
100-120 cm.,
kr 120
Nýtt á Islandi:
Vefjaræktað birki frá
Bæjarstað, Ijóst og
íturvaxið.
Sýnishorn/verðdæmi:
Garðplöntur, skógar-
plöntur, fjölærar plönt-
ur, innfluttar plöntur,
rósarunnar, stór tré.
Einnig garðverkfæri, plöntu-
stafir, áburður, trjákurl og kraftmold
30 I kraftmold
kr. 600
Einir Blue Carpet
kr. 1.460
Dvergfura
kr. 1.360
Sitkagrenibakki
kr. 1.560
Ráðgjöf - þjónu
Magnús Magnússon,
garðyrkjufræðingur.
Auður Jónsdóttir,
sölustjóri.
Hólmfríður Geirsdóttir,
garðyrkjufræðingur,
stöðvarstjóri.
1ferðskrá og plöntulisti komin út - Sendum um allt land