Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 6
6 FÍMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mínní nýting á smærri
hótelum vegna HM
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
KÁTIR Svisslendingar á áhorfendapöllunum í Laugardalshöll hafa
vakið athygli annarra áhorfenda. Hér er um að ræða hóp frá liðinu
PSG Lyss en þar þjálfaði einmitt FH-ingurinn Guðmundur „Dadú“
Magnússon fyrir fjórum árum. Þegar átti svo halda HM í landi
Guðmundar ákváðu Svisslendingarnir að bregða sér í heimsókn og
sjá einnig leiki Sviss. Ekki skemmdi fyrir að liðið skyldi vera í
sama riðli og ísland.
AÐSTANDENDUR keppninnar
liöfðu væntingar um að mikill fjöldi
útlendinga kæmi til landsins til að
fylgjast með HM og þótti sumum
biýnt fyrir einu ári að hyggja að
því að fá til landsins skemmtiferða-
skip til að hýsa allan þennan vænt-
anlega fjölda.
Ema Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sambands veitinga-
og gistihúsaeigenda, segir hótelnýt-
ingu stærri hótela í Reykjavík svip-
aða og í maímánuði í fyrra, en á
stæiri hótelunum gista keppnisliðin
á HM ásamt fylgiliði. Minni nýting
sé hins vegar á smærri hótelum en
í fyrra. Erna segir að einhveijum
ráðstefnum sem fyrirhugaðar voru
á þeim tíma sem HM stendur yfir
hafi verið settar á undan eða eftir
keppninni. Einnig hafi verið hætt
við einhveijar þeirra vegna vænt-
inga um að hér yrði allt hótelrými
fullt meðan á keppninni stæði.
„Það var búið að básúna það út
í öllum fjölmiðlum að hér yrði allt
troðfullt af áhorfendum og blaða-
mönnum. Við gerðum okkur strax
grein fyrir því að það yrði ekki svo.
Við vissum að stóru hótelin yrðu
með keppnisliðin og allt sem fylgdi
þeim en ég held að þeir sem starfa
í ferðaþjónustunni hafi ekki átt von
á neinum áhorfendum. Það eru ekki
margir tilbúnir til Islandsfarar ef
aðgöngumiðar fyrir 100 þúsund kr.
eiga að bætast ofan á hinn venju-
lega pakka,“ sagði Erna.
Skrifi um annað en handbolta
Erna sagði að keppnisliðin og
allir aðilar sem eru á vegum HM-
nefndarinnar séu í föstu fæði á
þeim hótelum sem þeir búa. „Það
sem ég get helst séð jákvætt fyrir
þessa grein í kringum HM er að
blaðamennirnir skrifi um annað en
handbolta, en það voru lagðir til
hliðar töluverðir fjármunir til að
bjóða þeim öllum í ferðir," sagði
Erna. Ríkisstjómin lagði Ferða-
málaráði til 20 milljónir kr. til að
standa að landkynningu meðal er-
lendra fréttamanna meðan á HM
stæði.
Minni nýting hefur verið
á smærri hótelum í
Reykjavík það sem af
er maímánuði en á sama
--------------3i-----
tíma í fyrra. Ymsir
þeirra sem Guðjón
Guðmundsson ræddi
við í gær, telja að HM
95 í handbolta hafí haft
þau áhrif að draga úr
viðskiptum á þessu
tímabili.
„Ég veit ekki hvort handboltinn
sjálfur sé nokkur landkynning út
af fyrir sig því það er hvergi minnst
á þessa íþrótt í erlendum fjölmiðl-
um. Að augu heimsins beinist að
íslandi út af handbolta er út í blá-
inn,“ sagði Erna.
Halldór Jóhannsson, sem hefur
einkarétt á sölu á aðgöngumiðum
á HM 95, teiur hugsanlegt að áhugi
þeirra þjóða sem enn eru í keppn-
inni eigi eftir að vakna. „Ég veit
að stemmningin í Þýskalandi hefur
byggst upp og ef Þjóðveijum geng-
ur vel má búast við því að þeir
streymi hingað. Að minnsta kosti
tvö fyrirtæki sem ég hef verið í
sambandi við eru að velta fýrir sér
leiguflugi fyrir einhver hundruð
manns. Tilverunni er ekki lokið
þótt ísland hafi tapað í 16 liða úr-
slitum," sagði Halldór.
Halldór gerði samning við fram-
kvæmdanefnd HM þar sem hann
ábyrgist framkvæmdanefnd HM
150 milljónir kr. með sölu á að-
göngumiðum með vissum ákvæð-
um, t.a.m. hver fjöldi sæta yrði
endanlega í íþróttahúsunum. Hall-
dór sagði að miðasalan hefði geng-
ið ágætlega og selst hefðu miðar
fyrir mun meira en 50 milljónir
kr., eins og sagt var frá i Morgun-
blaðinu í gær. Krónutalan lægi hins
vegar ekki fyrir enn af ýmsum
ástæðum og kvaðst hann undrast
fullyrðingar í fjölmiðlum um að
miðasala á keppnina hefði hrunið.
Akureyrarbær gekkst í ábyrgð
fyrir sölu á aðgöngumiðum.
Abyrgðin er á þann hátt að bærinn
greiðir 20 milljónir kr. verði heildar-
sata aðgöngumiða undir 110 millj-
ónum kr., 10 milljónir verði hún
undir 120 milljónum kr. en fellur
niður seljist miðar fyrir 130 milljón-
ir kr. eða meira, og sjálfur kveðst
Halldór gangast í ábyrgð fyrir 20
milljónum kr.
„Ég hefði að sjálfsögðu ekki far-
ið út í þetta ef ekki væri unnt að
láta þetta ganga upp,“ sagði Hall-
dór. Það hefði sett stórt strik í
reikninginn að færri útlendingar
komu á keppnina en í fyrstu var
talið að kæmi, en það skipti engu
að síður ekki sköpum.
50% minni nýting á Hótel
City og færri ráðstefnur
Hans Hásler, hótelstjóri á Hótel
City, segir að allt að 50% minni
nýting sé á sínu hóteli það sem af
er maí en á sama tíma í fyrra.
Fyrstu fimm daga mánaðarins var
ágæt nýting á hótelinu en nýtingin
féll algjörlega niður 7. maí, eða
sama dag og HM hófst. Hans segir
að nýtingin verði afar léleg allt fram
til 23. maí, en HM lýkur 21. maí
nk. Hann telur ástæðurnar þær að
menn telji hér allt hótelrými yfir-
fullt vegna HM og leiti því ekki til
Reykjavíkur eftir gistingu. Eins
hafi ráðstefnur dottið upp fyrir í
maímánuði. „HM hefur þýtt tap
fyrir okkur,“ segir Hans.
Guðríður Halldórsdóttir, hótel-
stýra á Hótel Lind, segir að þar
hafi verið vísað frá öðrum fyrir-
spumum um gistingu nema vegna
HM. Þeir gestir hafi síðan ekki skil-
að sér. „HM hefur ekki skilað okk-
ur neinum viðskiptum að ráði og
engu í líkingu við það sem allir
áttu von á,“ sagði Guðríður.
„Mér sýnist þetta vera ósköp
venjulegur maímánuður og ég fæ
ekki séð að HM hafi skilað okkur
neinum viðskiptum,“ sagði Guð-
mundur Hansson, veitingamaður á
veitingastaðnum Lækjarbrekku.
Diljá Gunnarsdóttir hjá ferða-
skrifstofunni Ráðstefnu og fundum
kvaðst ekki kannast við það að
hætt hefði verið við ráðstefnur hér
á landi vegna HM. Hins vegar hefði
ráðstefnum verið stýrt inn á tímann
fyrir HM, eftir HM og næsta haust.
Komið hefðu fyrirspurnir um ráð-
stefnuhald hérlendis sem ekkert
hefði síðan komið út úr en slíkt
væri algengt. Þó hefðu verið ívið
færri ráðstefnur það sem af er
þessu ári en í fyrra en þá voru þær
óvenjumargar.
MIKILL TILFINNINGAHITI
í HEITUM DÖNSUM
Morgunblaðið/Kristinn
ÚR BALLETTINUM Carmen, eftir Sveinbjörgu Alexanders.
LISTPANS
Þjóðlcikhúsið
fSLENSKI DANSFLOKKURINN
Heitir dansar. Sólardansar, Til Láru, Adagi-
etto, Carmen. Danshöfundar Lambros
Lambrou, Per Jonsson, Charles Czamy og
Sveinbjörg Alexanders. Búningar: Elín Edda
Árnadóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Listdans-
stjóri: María Gísladóttir. 17. maí 1995.
STARFSÁRI íslenska dansflokksins lýkur
með mjög athyglisverðri sýningu á fjórum
ballettum, sem ber það tvíræða heiti Heitir
dansar. Þar er verið að höfða til hitans í
tjáningunni, í tilfinningunum og sólinni, ef
því er að skipta. Fjögur ólík verk og öllu
gerð hin bestu skil, eins og kom fram á frum-
sýningu í Þjóðleikhúsinu í gærkveldi.
Sólardansar eftir Lambros Lambrou var
fyrsta verk kvöldsins. Þetta er stílhreint og
formfallegt verk, þar sem dansararnir fá
gullið tækifæri til að láta líkamann njóta sín
' í túlkuninni. Einfaldir búningar, ekkert pijál,
lýsingin gullin og heit og grískur andi svífur
yfir vötnum. Sólardansarer blanda af hressi-
legum hópdönsum og krefjandi tvídönsum.
Það er einkennandi fyrir kóreógrafíuna, hve
miklar kröfur eru gerðar til samstillingar
dansaranna, hraðra hringsnúninga og
handastaða er mjög há, sem gefur dansinum
lyftingu uppí heita sólina og himininn. Allir
dansarar skila sínum hlutverkum einstaklega
vel, en uppúr standa þau Lilia Valieva og
Eldar Valiev. Tvídans þeirra var hreint lista-
verk og samstillingin frábær. Gina Patterson
kom inn í sýninguna á síðustu stundu í for-
föllum og tvídansi hennar og David Gre-
enall var frábærlega vel tekið. Sólardansar
voru að mínu viti ánægjulegasti þáttur þessa
góða kvölds.
Til Láru eftir Per Jonsson við tónlist
Hjálmars H. Ragnarssonar var frumsýnt á
Sólstöfum, norrænu listahátíðinni sem var í
Reykjavík í vor. Þessi eindans, sem tileink-
aður er Láru Stefánsdóttur, er fluttur með
á Heitum dönsum, enda tilfinningahiti mikill
í verkinu. Frá því verkið var sýnt í vor, hef-
ur það hlotið þann tæknilega stuðning í lýs-
ingu, sem þá vantaði. Fyrir vikið er allt verk-
ið fyllra, meira kjöt á flutningi tónlistar og
túlkun í dansi. Þagnir fá einnig lengri tíma,
svo keyrslan er alls ekki eins yfirþyrmandi
og var. ÖIl hrynjandi er markvissari. Mér
vitanlega hefur verkið aðeins verið flutt
þrisvar. í hvert skipti hefur kjóll dansarans
verið nýr. Sá sem nú er notaður er sá eini,
sem dansar með Láru, en dregur ekki úr
hreyfingu eða þvælist fyrir. Hvað svo sem
fólki kann að finnast um verk PenTJonsson,
verður ekki framhjá því litið, að túlkun Láru
Stefánsdóttur er frábær.
■Adagietto eftir Charles Czarny við tónlist
Mahlers var þriðja verkið á dagskrá kvölds-
ins. Þetta er tvídans manns og konu. Tnní
hugarheim mannsins kemur kona frá liðinni
tíð, sem hann skynjar - jafnvel sér. Þetta
er dans tilfinninga, en ekki þeirra sem byggj-
ast á gáska og óþreyju æskunnar, heldur
umhyggju og þeim tilfinningum sem endur-
speglast í trygglyndi og þroskaðri ást og
vináttu. Dansblær verksins er tregablandinn,
yfirvegaður og hæglátur, þar sem töluvert
reynir á túlkunarkraft dansarans og sterka
nærveru á sviði. Slíka kosti hefur Birgitte
Heide til að bera og dans hennar í hlutverki
konunnar er í senn sterkur og fallegur.
Hany Hadaya dansar hlutverk mannsins af
ljóðrænum næmleika og yfírvegun. Saman
vinna þau Birgitte og Hany listrænan sigur.
Carmen, ballett eftir Sveinbjörgu Alex-
anders var lokapunktur kvöldsins. Tónlistina
þekkja allir, en Shedrin byggir hana á óperu-
tónlist Bizet. Söguþráðurinn i Carmen hefur
allt til að bera; ástir, svik, afbrýði og morð.
Söguþræðinum kemur Sveinbjörg Alexand-
ers mjög vel til skila og kóreógrafía hennar
er mikil frásögn fyrir augað. Hún er blanda
af klassískum ballett og flamengó (þó ekki
sé víst, að Spánveiji myndi skrifa uppá það).
Af einstökum hlutverkum var fyrst og fremst
hlutverk Carmen, sem gaf rými fyrir túlkun
og það notfærði Julie Janus, gestadansari
frá Joffrey Ballet sér vel. Hún var í senn
tælandi og ógnandi, eins og Carmen á að
vera. Dansar hermannanna voru nokkuð
stirðir og alltaf einkennilegt að sjá hendi og
fæti sömu hliðar beitt samtímis jafn mikið
og gert var. í hlutverki hershöfðingjans var
Tyler Walters of lokaður og náði ekki að
láta dansinn flæða. Samdans þeirra var þó
góður og er hann greinilega traustur mót-
dansari. Lilia Valieva var góð sem Míkaella,
sem svikin er í tryggðum. Eini karldansar-
inn, sem eitthvað kvað að var Hany Hadaya
í hlutverki nautabanans, sem hann dansaði
af spennu og eins og sá, sem valdið hefur.
Það sem uppur stendur í ballett Sveinbjarg-
ar Alexanders er hvernig hún segir söguna.
Áhorfandinn er alltaf með á nótunum, en
það er ekkert sjálfsagt í ballett. Carmen
hlaut frábærar viðtökur áhorfenda. Búningar
Elínar Eddu Árnadóttur fylltu einnig inní
frásögnina og styrktu hana, þó þeir væru
margir hvetjir nokkuð efnismiklir. Heildar-
áhrif voru þó tvímælalaust jákvæð.
íslenski dansflokkurinn er að leggja til
Evrópu með Til Láru, Adagietto og.Sólar-
dansa til að sýna á listahátíðum. Er ekki
úr vegi að óska honum góðrar ferðar um
leið og þakkað er fyrir glæsilegan lokapunkt
á þessu starfsári.
Olafur Olafsson