Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 17
Reuter
McVeigh sagður hafa játað tilræðið í Oklahoma
Lögmaður efast uni
gikli j átningarinnar
New york. Reuter.
TIMOTHY McVeigh, sem ákærður
hefur verið fyrir sprengjutilræðið í
Oklahomaborg í síðasta mánuði, hef-
ur viðurkennt óopinberlega að standa
að baki því, að því er sagði í frétt
The New York Times í gær. Lögmað-
ur McVeighs^kvaðst hins vegar efast
um að játningar hans myndu stand-
ast lagalega séð, þar sem McVeigh
játaði ekki við yfirheyrslur auk þess
sem hann efaðist um sannleiksgildið.
Að sögn The New York Times
sagði McVeigh tveimur mönnum sem
höfðu „talað við hann í fangelsinu
frá því að hann var handtekinn" að
Alfred Murrah-stjórnsýslubyggingin
hefði orðið fyrir valinu þar sem hún
hýsti ýmsar alríkis-skrifstofur og að
hun væri verkfræðilega veik. Hann
hefði hins vegar ekki vitað að barna-
heimili væri í húsinu.
Ekki var upplýst um hvaða menn
var að ræða en að sögn dagblaðsins
sagði McVeigh þeim frá sprenging-
unni og undirbúningi hennar, lífi sínu
undanfarin ár og hver hvatinn að
hermdarverkinu hefði verið, en það
varð 167 manns að bana.
Uppspuni frá rótum?
Lögfræðingur McVeighs, Stephen
Jones, sagðist i samtali við CAWsjón-
varpsstöðina efast um sannleiksgildi
frásagnar samfanga McVeigh.
Vissulega væri sumt satt sem fangar
segðu en annað væri uppspuni frá
rótum. Þar sem McVeigh hefði ekki
játað fyrir löggæslumönnum, hefði
hann ekki áhyggjur af þessum frétt-
um.
Fleiri borgir komu til greina
Er hann var spurður hvort hann
vissi hveijir tvímenningarnir væru,
sagði hann það illmögulegt, að
minnsta kosti íj'örtíu menn hefðu
haft tækifæri til að ræða við
McVeigh, mögulega allt að sextíu
manns.
Heimildarmenn New -York Times
sögðu McVeigh hafa sagt að hann
tengdist ekki beint vopnuðum vara-
liðssveitum. Hann hefði átt sam-
skipti við fólk sem deildi þessum
skoðunum en flesta hefði hann hitt
á vopnasýningum.
Þá hafi McVeigh sagt að hann
hefði byijað að leggja drög að
sprengingunni fyrir níu mánuðum
og fleiri borgir en Oklahoma hafi
komið til greina, t.d. Denver, Kansas-
borg og borgir frá Texas til Suður-
Dakota. McVeigh hafi valið Alfred
Murrah-bygginguna vegna þess
hversu viðkvæm hún virtist vera fyr-
ir sprengingum.
Ástæða þess að McVeigh hafi
ákveðið að sprengja stjórnsýsluhús,
sögðu samfangar hans vera atlögu
alríkislögreglunnar (FBI) og vopna-
eftirlitsins að reglu sértrúarsafnaðar
Davids Koresh í Waco í Texas 1993
og það að FBI skyldi skjóta eigin-
konu og son hægriöfgamannsins
Randy Weaver í Idaho árið 1992.
Hvar hvílir
bana-
maður
Lincolns?
Washington. Reuter.
ER það líkami John Wilkes
Booths, sem liggur í kirkju-
garði í Baltimore, eða er það
lík annars manns, nokkurs kon-
ar þátttakanda í 130 ára gömlu
samsæri um að fela það, sem
raunverulega gerðist þegar
Booth skaut
Abraham
Lincoln, for-
seta Banda-
ríkjanna, til
bana?
Úr þessu
vilja sumir fá
skorið og
fóru þess
vegna fram á
það við dóm-
ara í Balti-
more í gær, að líkamsleifarnar
yrðu grafnar upp og rannsak-
aðar. Takast á tveir andstæðir
hópar í þessu máli og eru sagn-
fræðingar og ættingjar Booths
í þeim báðum.
í meira en eina öld hefur
sagan verið á þá leið, að Booth,
sem var leikari, hatursmaður
Lincolns og njósnari Suðurríkj-
anna í Þrælastríðinu, hafi skot-
ið Lincoln í Ford-Ieikhúsinu í
Washington og sloppið síðan
út í næturmyrkrið með hjálpa
annarra samsærismanna.
Tólf dögum síðar skutu her-
menn mann, sem þeir sögðu
vera Booth og vildi ekki gefast
upp fyrir þeim. Hafði hann fal-
ið sig í hlöðu, sem brann til
kaldra kola af völdum skothríð-
arinnar, og lék eldurinn líkið
svo illa, að ekki reyndist unnt
að bera örugg kennsl á það.
Síðan var líkið grafið en orð-
rómur um, að það hafi ekki
verið af Booth hefur alla tíð
lifað góðu lífi.
Stóra myndin er af fjöl-
skyldugrafreit Booth-ættarinn-
ar í Baltimore.
Wilkes
Booth
*
Reiði í garð Israela á þingi Jórdaníu
Lagst gegn friðarsamningnum
Amman, Jerúsalem. Reuter.
MEIRIHLUTI þingmanna jórdanska þingsins
hvatti í gær stjórnina til að stöðva framkvæmd
friðarsamningsins við ísraela eða jafnvel rifta hon-
um vegna áforma þeirra um að taka 53 hektara
lands í Austur-Jerúsalem eignarnámi.
Meira en 60 þingmenn af 80, þeirra á meðal
stuðningsmenn stjórnarinnar sem samþykktu
samninginn, komu saman á óformlegum fundi og
hvöttu stjórnina til að kalla nýjan sendimann Jórd-
aníu í ísrael heim og vísa ísraelska sendiherranum
í Amman úr landi. Þeir skoruðu ennfremur á stjórn-
ina að hætta samningaviðræðum um framkvæmd
samningsins og hætta við áform uin að nema úr
gildi lög sem eru íjandsamleg ísrael.
Abdul-Karim al-Kabariti utanríkisráðherra sat
fundinn og sagði að stjórnin myndi taka tillit til
Reuter
JÓRDANSKIR þingmenn á fundi þar sem
samþykkt var áskorun til stjórnarinnar.
sjónarmiða þingmannanna en lagði áherslu á að
samþykkt þeirra væri ekki bindandi fyrir stjómina.
Stærsti flokkurinn á þinginu, Islamska fylking-
in, efndi til annars fundar og ákvað að halda ráð-
stefnu 26. maí til að skipuleggja almenna mót-
spyrnu gegn tengslum við ísrael þrátt fyrir að
stjórnin hefði lagst gegn þeirri hugmynd.
Mikil reiði er meðal almennings í Jórdaníu vegna
áforma ísraela um að taka landsvæðið í Austur-
Jerúsalem eignarnámi tii að reisa þar íbúðir, eink-
um fyrir gyðinga, og lögreglustöð.
Benjamins Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins,
sakaði í gær stjórn Israels um að hafa þegar sam-
ið um að gefa Gólan-hæðirnar eftir í samningavið-
ræðunum við Sýrlendinga. Stjórnin væri ennfremur
að semja um að láta af hendi hluta af Galíleu.
White-
water-mál
veldur út-
gjöldum
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjafor-
seti og eiginkona hans, Hill-
ary Rodham Clinton, skulda
nú lögfræðingum sínum eina
til tvær milljónir dollara,
63-126 milljónir króna, vegna
rannsóknar Whitewater-
málsins. Einnig hefur þurft
að greiða fyrir vörn í máli sem
Paula Jones, fyn-verandi rík-
isstarfsmaður í Arkansas,
höfðaði gegn forsetanum
vegna meintrar kynferðislegr-
ar áreitni.
Talsmenn Hvíta hússins
skýrðu frá eigna- og skulda-
stöðu forsetahjónanna en ekki
er skylda að gefa upp ná-
kvæmar tölur. Megnið af
skuldunum er við tvær lög-
mannastofur í Washington en
einnig skulda hjónin lögfræð-
ingum í Arkansas. Stofnaður
var á sínum tíma sjóður til
að safna fé er nota á til að
veija forsetann og hafa safn-
ast í hann 100.000-250.000
dollarar.
Málstofa BSRB
Atvinnuleysi ungs fólks
Opinn fundur í Félagamiðstöðinni,
Grettisgötu 89, í dag ki. 17.00 - 19.00
Leiksmiðja Hins hússins sýnir
stuttan leikþátt um atvinnuleysi
Frummælendur:
Páll Pétursson,
félagsmálaráðherra
Páll Pétursson, félagsmálaráðherra
Óttar Ólafsson, Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar.
Benóný Ægisson, Hinu húsinu
Pallborðsumræður
Fundarstjóri
Óttar Ólafsson,
Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar.
Dagur Eggertsson,
formaður Stúdentaráðs
Allir velkomnir
Benóný Ægisson;
Hinu húsinu