Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Gunnar Jónsson, formaður HM-nefndarinnar á Akureyri Keppnin mikil upplyft- ing fyrir bæjarfélagið MIKIL vinna er fólgin í því að sjá um sex keppnislið í rúma viku sem og dómara. Auk þess þurftu norð- anmenn að taka á móti nýjum lið- um vegna 16- og 8-liða úrslita og fara yfir sömu atriði með nýjum mönnum. Það þurfti að sjá þeim fyrir gistingu og fæði, skipuleggja æfingar og sinna ýmsum sérkröf- um, útbúa fréttamannamiðstöð og dreifa upplýsingum úr öllum leikj- um um leið og þær bárust. Þá þurfti að hafa veitingar á boðstól- um á keppnisstað og urðu allir hlutir að ganga vel og hratt fyrir sig. Þetta tókst svo vel að eftirlits- menn frá framkvæmdanefnd HM 95 hrósuðu starfsbræðrum sínum fyrir norðan. Sömu sögu er að segja af viðbrögðum fulltrúa Al- þjóða handknattleikssambandsins, innlendir sem erlendir fréttamenn voru ánægðir, sem og liðin og dómarar. 20 milljóna kostnaður Gunnar Jónsson, formaður HM-nefndarinnar á Akureyri sagði að til að byrja með hefði starf nefndarinnar einkum verið fólgið í að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar á íþróttahöllinni. „Höllin var tekin í notkun 1982, en nú má segja að hún sé fullbúin.“ Hann sagði að bæjarstjórnin á síðasta kjörtíma- bili hefði þegar hafist handa og hefði m.a. verið hellulagt fyrir framan mannvirkið fyrir um 2,8 milljónir króna. Lagfæra þurfti klukkurnar í húsinu, gólfefni og lýsingu. „Það hefði aldrei verið ráðist í þessa þætti alla í einu nema vegna keppninnar," sagði Gunnar en kostnaður nam 10 til 12 milljónum. Auk þess var,húsið málað og útbúin stúka fyrir sjón- varpsupptökufólk. Þá greiddi Ak- ureyrarbær 3 milljónir fyrir samn- inginn við HM-nefndina. Gunnar sagði að samtals væri beinn kostn- aður um 20 milljónir, en áréttaði að 16 milljónir væru vegna fram- — GUNNAR Jónsson er ánægður með hvernig til tókst við fram- kvæmd HM á Akureyri. kvæmda sem ættu eftir að koma í góðar þarfir. Milli 70 og 80 sjálfboðaliðar Fimm manna framkvæmda- nefnd er skipuð einum fulltrúa frá Þór, einum frá KA og þremur skipuðum af sveitarfélaginu. Kristján Einarsson var ráðinn framkvæmdastjóri nefndarinnar í mars. „Það eru fimm fastir starfs- menn í Höllinni og hafa þeir unn- ið sitt starf en síðan höfum við verið með milli 70 og 80 sjálfboðal- iða,“ sagði Gunnar. Reyndar sagðist Gunnar hafa fengið hálfgert áfall um morgun- inn 8. maí, daginn sem keppnin hófst á Akureyri. „Því er ekki að neita að ég fékk hálfgert áfall þegar við hittum tækninefndar- fólkið, fararstjórana og alla aðra í einu. Kvartanirnar hlóðust upp og ég var í símanum í fjóra tíma að leysa úr vandamálunum. En þetta voru smáatriði. Egyptamir fengu núðlur með skinku en vildu fá lambakjöt og mikið af því. Spánveijarnir voru fúlir yfir því að vera í Kjarnalundi en þegar við buðum þeim að fara inn á KEA þá vildu þeir það ekki. Eftir allt saman leið þeim vel þar sem þeir voru. Eftir því sem ég hef heyrt frá fréttamönnum og íþróttaliðum hefur þeim líkað aðstaðan mjög vel. IHF-mennirnir voru virkilega ánægðir og Hermann eftirlitsdóm- ari hældi okkur á hvert reipi þeg- ar hann kvaddi okkur.“ Mikill uppgangur Gunnar sagði að þrátt fyrir tölu- verðan kostnað hefði sveitarfélag- ið fengið mikið á móti. „Við feng- um hátt í 500 gesti þessa daga. Hótelin voru full og mikið hefur verið að gera á matsölustöðum. Sveitarfélagið fær óhemju kynn- ingu, til dæmis fór sænska liðið á hestbak, út á Poll að veiða, út í Foldu, í vélsleðaferð, í skoðunar- ferð um bæinn og austur að Goða- fossi og 20 til 40 fréttamenn fylgdu þeim. Allt var þetta mynd- að af sænska sjónvarpinu. Skrifað hefur verið um ferðirnar og tekin viðtöl við aðstandendur viðkom- andi fyrirtækja. Við höfum reynt að koma bæjarfélaginu á framfæri við erlendu blaðamennina, bæði með bæklingum og viðtölum og boðið þeim í skoðunarferðir. Við vonum að öll þessi umfjöllun um bæinn og nágrenni skili sér í er- lendum blöðum en okkur var til dæmis sagt að myndir sem voru teknar af krökkum frá Hvamms- tanga með leikmönnum eftir leik Brasilíu og Spánar verði birtar í þýskum handboltablöðum ásamt myndum af snjóalögum hér í vet- ur. IHF-mennirnir tóku myndirnar með sér en þeir voru afskaplega hrifnir af því hvernig krakkarnir hvöttu og tóku þátt í leiknum." Gunnar sagði að starfið hefði sýnt að ákvörðun um keppnishald- ið hefði verið rétt. „Þegar nær dró fannst mér verkefnið orðið mjög stórt en svo small þetta mjög vel saman. Allir sem að þessu komu skiluðu frábæru starfi. Bæjar- starfsmennirnir, þeir sem vinna í Höllinni og bæjarstjórn hafa stað- ið einhuga að baki verkefninu og bæjarbúar hafa líka tekið fram- kvæmdinni vel. Við stöndum uppi með frábært mannvirki, tilbúið til sjónvarpssendinga hvenær sem er.“ Bætt mannlíf Leikmenn liðanna á Akureyri gáfu sér nægan tíma til að sinna áhugasömum krökkum, veittu þeim eiginhandaráritanir og gáfu þeim gjafír. Gunnar sagði að þetta hefði vakið mikla athygli. „Krakk- arnir hafa fylgst vel með leik- mönnunum og séð agann sem rík- ir hjá liðunum. Svíar og Spánveij- ar voru mest áberandi en þetta eru ekki aðeins frábærir íþrótta- menn heldur jákvæðar fyrirmynd- ir. Ég get ekki annað en dáðst að þessum mönnum og krakkarnir hafa tekið eftir framkomu þeirra. Það er engin spurning að þetta bætir mannlífið." Námskeið um lýni á gæðakerfum Efni: Rýni á gæðakerfum. Farið verður í hvernig starfsmenn fyrirtækja eiga að standa að rýni og innri úttektum gæðakerfa íyrirtækja. Tilgangurinn er að gera þátttakendur færa um að taka út eigið gæðakerfi samkvæmt ISO 9000 - staðlaröðinni og HACCP - gæðatryggingakerfi. Leiðbeinandi: Dr. James Stewart, gistiprófessor við rekstrardeild Háskólans á Akureyri. Tími: Þriðjudaginn 23. maí og miðvikudaginn 24. maí nk. kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00 báða dagana. Staður: Háskólinn á Akureyri, Glerárgötu 36, 3. hæð, stofa 302. Þátttökugjald: Kr. 7.500. Skráning fer fram hjá fulltrúa rekstrardeildar í síma 96-30961 kl. 13.00-16.00 eða sendist skrif- lega til deildarskrifstofu, myndsendir 96-30998. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fleiri á ferðinni en handboltamenn ÞAÐ eru fleiri á ferðinni á Akur- eyri en handboltamenn, þótt þeir hafi óneitanlega sett svip sinn á bæinn undanfarna daga. Eldri borgarar á Akureyri hafa í vetur hist reglulega, farið í leikfimi eða gönguferðir. Nú í vikunni var síðasti tíminn að sinni og hélt hópurinn þá út í ianga og hressandi gönguferð, Kveðjutón- leikar Ingvars Jónssonar INGVAR Jónsson víóluleik- ari, Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari og Sigurð- ur I. Snorrason klarinettu- leikari halda tónleika á veg- um Tónlistarfélags Akur- eyrar í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju sunnudaginn 21. maí kl. 17.00. A efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms, Wolfgang Amadeus Mozart og Jón Nordal sem samdi sérstaklega verk fyrir Ingvar af þessu tilefni. Ingvar hefur markað ýmis spor í íslenskt tónlistarlíf frá því hann hélt sína fyrstu opinberu tónleika árið 1940. Hann var fyrstur til að halda víólutónleika á íslandi, hann hefur frumflutt fjölda þekktra íslenskra og er- lendra tónverka og margir nemenda hans eru í hópi þekktustu hljóðfæraleikara þjóðarinnar. Tengsl hans við tónlistarlíf á Akureyri hafa verið mikil og góð, hann hef- ur oft komið fram með Kam- merhljómsveit Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, auk þess starfs sem hann hefur unnið við Tónlist- arskóla Akureyrar. Anna Guðný og Sigurður Ingvi hafa einnig tekið virk- an þátt í íslensku tónlistarlífi á síðustu árum. Islendingar á Norður- pólnum ÞEIR Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur komust á Norðurpólinn 2. apríl síðastliðinn. Þeir segja frá ævintýralegri ferð sinni um Kanada og Græn- land í máli og myndum á Fiðlaranum, 4. hæð, á Akur- eyri annað kvöld, föstudags- kvöldið 19. maí kl. 20.30. Ennfremur fjalla þeir um íslenska jökla og sýna af þeim ljósmyndir, einkum loftmyndir, úr verkefni sem þeir vinna nú að. Aðgangseyrir er 500 krón- ur með molakaffi, en frítt er fyrir börn. Síðustu sýningar á Djöflaeyjunni SÝNINGUM á leikritinu Þar sem Djöflaeyjan rís fer nú að ljúka, en verkið hefur verið sýnt við miklar vin- sældir hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Næstu sýningar verða um helgina, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld, en frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, verður gestur leikfélagsins á sýningunni á föstudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.