Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERK eftir Guðbjörgu Hlíf Skúlptúrar Guðbjargar Hlífar SÝNING á skúlptúrum Guðbjarg- ar Hlífar Pálsdóttur opnar í Gall- erí Fold við Rauðarárstíg næst- komandi laugardag. Guðbjörg er fædd á Siglufirði 1944. Hún stundaði m.a. nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, cg lauk prófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Isiands, skúlptúrdeild. Guðbjörg Hlíf hefur meðal ann- ars stundað myndlistarkennslu. Þetta er hennar fyrsta einkasýn- ing, en hún hefur tekið þátt í sam- sýningu á Kjarvalsstöðum. Verk hennar eru unnin úr kros- sviði og járni. Sýningin stendur til 4. júní. Þann 29. maí sýnir Kjartan Guð- jónsson olíuverk og gvassmyndir í Gallerí Gold. Er það í tengslum við sýningu hans í Hafnarborg í Hafnarfirði. HWBrtf MINNSTISIMBOÐINN & m Léttastí (55g m/rcrfhlöðu), mlnnstí (45X67X13mm) og nœmösti (4míkróV) símboðinn á markaðinum. Vasatœki eða í belti Innbyggður titrari. Keðja og klemma fylgja. Skýr og góður skjór. Rafhlaða endist meira en 60 daga (AAA). Innbyggð klukka. Innbyggður vekjari. Tímastillt skilaboð með vikudegi og tíma. Síste I m ffm ngX m m fwmM' i* Istel h.f. - Síðumúla 37 S. 687570 - Fax. 687447 LISTIR MYNDLIST Listhúsið Grcip RÝMISLIST SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Opið frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Til 21. maí. Aðgangur ókeypis. ÖLL vitum við, að skúffur hafa sitthvað að geyma, eða allt frá hlut- um hvunndagsins eins og undirföt- um og sokkaplöggum til mikil- vægra skjala og leyndarmála, al- mennra bréfa sem ástarjátninga. Vísanirnar geta verið margar, og aldrei að vita hvað skúffur í raun geyma, því að eins og margur rekur sig á sem hefur geymt ýmsa hluti í tilteknum skúffum rekst hann á sitthvað óvænt úr fortíðinni er hann fer óforvarendis að kanna innihald þeirra, eða er að leita að allt öðru. Sigríður Sigurjónsdóttir, sem sýnir kubblaga skúffur í listhúsinu Greip, mun aðallega þekkt fyrir leikmyndagerð í kvikmyndir og er þetta frumraun hennar á sýninga- vettvangi. Hún útskrifaðist frá Iist- hönnunardeild West Surrey College of Art and Design í Englandi 1992 SKÚFFA með krókum. „Aðrir kostir“ og hefur tekið þátt í samsýningum í Bretlandi og Hollandi. Skúffurnar á veggjunum eru mjög fjölbreytilegar og sýningin kom mér um sumt á óvart og undir- strikar fjölbreytnina á listmarkaði um þessar mundir, taldi mig þannig þurfa að gera mér aðra ferð á stað- inn til að melta boðskapinn til fulls. Þetta minnir í senn á innanhús- arkitektúr og naumhyggju, og svo líkist þetta ekki venjulegum skúff- um, auk þess sem þær eru teknar úr venjulegu samhengi, heldur leik með staðlað kubbaform og ytra byrði þess. Leik sem felur í sér ýmsar skírskotanir í fjölþættum og stöðluðum efnum fjölframleiðsl- unnar eins og MDF plötum, kros- svið, ál, trefjagleri og gúmmí, og getur verið ákaflega áhugaverður. Verkkunnáttan virðist vera í lagi og við skulum gera ráð fyrir að Sigríður standi sjálf að baki hand- verksins í flestum tilvikum, en það einkennir verk hönnuða og naum- hyggjúlistamanna, að þeir láta út- færslu hugmynda sinna í hendur fagmanna til að fá sem fullkomn- ustu smíðina. Fjölbreytnin er aðal sýningarinn- ar, því hver skúffa býr yfir sérstök- um persónueinkennum, vekur upp mismunandi kenndir hjá skoðand- anum, vísar helst til nútíðar en einnig fortíðar. Eins og menn vita, er jafnan stutt í borð þar sem skúffur eru annars vegar, og þannig eru tvö skúffulaus og mjög einföld borð á sýningunni á jarðhæð, en í ysta horni kjallara er sófaborð á hjólum sem súperboltar halda uppi. Hug- myndin er snjöll, en hins vegar þrengja borðin annarsvegar hið takmarkaða rými jarðhæðar og sófaborðið virkar hálfvegis utang- arna niðri og raunar á sjálfri sýn- ingunni. Þannig hefði framkvæmd- in þurft meira rými, sem hefði gef- ið möguleika til meiri hnitmiðunar. Frumraun Sigríðar er eftir- tektarverð og er það trúa mín að mörgum muni þykja gripirnir for- vitnilegir og að hér hafi íslenzkri hönnun bæst efnilegur liðsmaður. Bragi Ásgeirsson 24 klukkutímar Lánareglur okkar eru einfaldar og óþarfa bið vegna umsókna þekkisl ekki. Ef öll gögn liggja fyrir af jainni hálfu, er umsóknin því afgreidd innan sólarhrings. Fáðu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Landsbanka Islands, Búnaðarbanka íslands eða hringdu beint í okkur. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aðra kosti á lánamarkaðinum. ír i .• A * SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 9050, FAX 581 2929
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.