Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 111.TBL.83.ARG. FIMMTUDAGUR 18. MAI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jacques Chirac tekur við embætti Frakklandsf orseta Heitir að sameina frönsku þjóðina París. Reuter. JACQUES Chirac tók í gær við embætti Frakklandsforseta af Francois Mitterrand. Áður en hann sór embættiseið sinn sem forseti átti hann fund með Mitterrand, sem greindi honum frá ríkisleyndarmál- um og afhenti honum dulmálslykla vegna kjarnorkuvopna Frakka. í rúmlega fimm mínútna langri ræðu sem Chirac hélt við embættistökuna hét hann því að gera allt er í hans valdi stæði til að endurreisa hina félagslegu samheldni Frakklands, sameina þjóðina og berjast gegn atvinnuleysi. Alls eru 12,2% Frakka án atvinnu og hefur atvinnuleysi aldrei verið meira. Chirac sagðist stefna að því að koma á auknu valdajafnvægi milli forsetaembættisins, ríkisstjórnar- innar, þingsins og dómsvaldsins. Hlutverk hans yrði að miðla málum og leiðbeina en stefnumörkun yrði í höndum stjórnarinnar. Þá yrði stefnt að því að auka sjálfstæði dómstóla. Alain Juppé skipaður for- sætisráðherra Hann sagði Mitterrand hafa sett mark sitt á Frakkland en bætti við: „Ég vona hins vegar að franska þjóðin muni sjá, þegar ég læt af embætti, að breytingarnar sem hún sóttist eftir hafi orðið að veruleika." Sljórnin kynnt í dag Skrifstofa Chiracs greindi síð- degis í gær frá því að hann hefði skipað Alain Juppé forsætisráð- herra. Áttu þeir Chirac og Juppé saman klukkustundarlangan fund að vígsluathöfninni lokinni. Samkvæmt heimildum úr her- búðum Chiracs verður ráðherralisti ríkisstjórnarinnar kynntur síðdegis í dag. Einnig var greint frá því að Alain Madelin yrði falið að stjórna hinu valdamikla ráðuneyti efna- hagsmála, fjármála og fjárlaga. Talsmaður Chiracs sagði vanga- veltur um að Chirac hygðist breyta skráningu frankans innan Gengis- samstarfs Evrópu með öllu tilhæfu- lausar og fáránlegar. Orðrómur um að Chirac hefði i hyggju að láta gengi frankans lækka til að auð- velda baráttuna gegn atvinnuleysi olli óróleika á peningamörkuðum og gengislækkun frankans í gær. Síðdegis í dag mun Chirac eiga óformlegar viðræður við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, og snæða með honum kvöldverð í Strassborg, við landamæri Þýska- lands og Frakklands. Er þetta fyrsti fundur hans með erlendum leiðtoga og talið táknrænt að hann skyldi fyrst kjósa að hitta kanslara Þýska- lands. ¦ Hvetur Chirac til/18 Reuter CHIRAC ók um breiðgötur Parísar á 25 ára gamalli Citroén-blæju- bifreið sinni í gær eftir embættistöku sína sem forseti. Hér veifar hann til vegfarenda er hann kom til forsetahallarinnar Elysée á ný. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Japans ESB á móti ein- hliða aðgerðum Strassborg. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ, ESB, hefur snúist hart gegn Bandaríkja- mönnum í viðskiptastríði þeirra við Japani. Segir Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjórninni, að einhliða að- gerðir á borð við refsitoll á jap- anskar lúxusbifreiðar séu ógnun við hina nýju skipan viðskiptamála í heiminum. Japansstjórn fór í gær fram á tafarlausar viðræður við Bandaríkjastjórn um deilu ríkj- anna. Brittan sagði á blaðamanna- fundi í Strassborg í gær, að ákvörðun Bandaríkjastjórnar bryti í bága við bestukjarasamninga, sem öllum aðildarríkjum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO, væri skylt að bjóða öðrum aðildar- ríkjum. Bandaríkjastjóm hefur hins vegar ákveðið að setja 100% refsitoll á 13 gerðir japanskra lúx- usbíla verði Japanir ekki búnir að opna heimamarkað sinn fyrir bandarískum bifreiðum fyrir júní- lok. Brittan kvaðst skilja áhuga Bandaríkjamanna á að opna jap- anska markaðinn en lagði áherslu á, að einhliða aðgerðir væru ekki rétta leiðin. Hefur þegar valdið skaða Japanir komu beiðninni um við- ræður á framfæri við bandarísku viðskiptasendinefndina í Genf og hefur Bandaríkjastjórn 10 daga til að verða við henni samkvæmt regl- um WTO. Verði beiðninni hafnað eða ef enginn árangur verður af viðræðum er unnt að vísa deilunni til gerðardóms WTO. Japanskur embættismaður sagði í gær, að ákvörðun Bandaríkjastjórnar hefði þegar skaðað japanskt atvinnulíf. Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði í fyrra- dag, að refsitollurinn bryti ekki í bága við reglur WTO vegna þess, að hann væri svar við japönskum viðskiptavenjum en um slík mál væru engin ákvæði í reglum WTO. Minningar athöfn um fórnarlömb TUGIR þúsunda tóku þátt i minn- ingarathöfn um þá 104 menn er fórust í námuslysi í Orkney í Suð- ur-Afríku í síðustu viku. Desmond Tutu erkibiskup hvatti fólktil að hafa það hugfast að þegar Suður- Afríka yrði velmegandi Iand væri það vegna þeirra „hugrökku manna" er störfuðu í námum landsins. Starfsemi lá niðri í fjöl- mörgum námum í gær vegna minningarathafnarinnar. Pik Bot- ha utanríkisráðherra greindi frá því að stjórn landsins hefði ákveð- ið að setja á laggirnar rann- sóknarnefnd til að kanna tildrög slyssins. Harðir bardagar við Sarajevo Þungavopna- bann þverbrotið Reuter Sar^jevo, Brussel. Reuter. HARÐIR bardagar geisuðu skammt sunnan við Sarajevo í gær, annan daginn í föð, og þunga- vopnum var beitt þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna við slíkum vopnum á svæðinu. Sprengjuárásir voru einnig gerðar á „griðasvæði" Sameinuðu þjóðanna í Bihac og bosníski stjórnarherinn náði serb- neska bænum Ripac á sitt vald. Bardagarnir í grennd við Sarajevo hófust á þriðjudag og embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu þá hina verstu við borgina frá árinu 1993. í gær var einkum barist í fjallshlíð sunnan við borgina, meðal annars um vígg- irt byrgi, sem stjórnarherinn hefur notað til árása á mikilvægan veg sem tengir höfuðstöðvar Serba við eina af helstu herstöðvum þeirra. Ovissa ríkir um friðargæslu Þeir sem rjúfa bannið við þunga- vopríum í grennd við Sarajevo eiga á hættu að verða fyrir loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna höfnuðu beiðni bosnískra stjórnvalda um að NATO gerði loftárásir á Bosníu-Serba. Emb- ættismenmrnir segja að bosníski stjórnarherinn hafi orðið fyrri til að beita þungavopnum með sprengjuvörpuárás á skála á yfir- ráðasvæði Serba. Þeir viðurkenna þó að árásin kunni að hafa stöðvað áhlailþ Serba á mikilvægan fjalls- hrygg fyrir ofan borgina. Mikil óvissa er um framtíðar- hlutverk SÞ í Bosníu eftir að Bout- ros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóri samtakanna, lýsti því yfir á þriðjudag að hann væri hlynntur því að fækka í friðargæsluliðinu. Vestrænir embættismenn sögðu í gær að áætlun NATO um brott- flutning friðargæsluliða frá Bosníu væri því sem næst fullfrágengin. Þeir ítrekuðu þó að friðargæslulið- ið yrði ekki flutt á brott nema í neyð. Lengsta orðið hverfur LENGSTA orð, sem notað hefur verið í þýsku, mun brátt heyra sögunni til, þar sem austurríska fjármáíaráðuneyt- ið ætlar að hætta rekstri Dón- ár-gufuskipafélagsins. Skipstjórar gufuskipanna eru titlaðir „Donaudampf- schiffahrtsgesellschaf- ftkapitán" en það er lengsta orð þýskrar tungu og oft notað til að reyna á stafsetningar- hæfileika ungra austurrískra og þýskra skólabarna. Félagið var hið stærsta sinnar tegundar í heiminum á síðustu öld en verið rekið með miklu tapi í þrjá áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.