Morgunblaðið - 18.05.1995, Side 1

Morgunblaðið - 18.05.1995, Side 1
96 SÍÐUR B/C/D 111. TBL. 83.ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jacques Chirac tekur við embætti Frakklandsforseta Heitir að sameina frönsku þjóðina París. Reuter. JACQUES Chirac tók í gær við embætti Frakklandsforseta af Frangois Mitterrand. Áður en hann sór embættiseið sinn sem forseti átti hann fund með Mitterrand, sem greindi honum frá ríkisleyndarmál- um og afhenti honum dulmálslykla vegna kjarnorkuvopna Frakka. í rúmlega fimm mínútna langri ræðu sem Chirac hélt við embættistökuna hét hann því að gera allt er í hans valdi stæði til að endurreisa hina félagslegu samheldni Frakklands, sameina þjóðina og berjast gegn atvinnuleysi. Alls eru 12,2% Frakka án atvinnu og hefur atvinnuleysi aldrei verið meira. Chirac sagðist stefna að því að koma á auknu valdajafnvægi milli forsetaembættisins, ríkisstjórnar- innar, þingsins og dómsvaldsins. Hlutverk hans yrði að miðla málum og leiðbeina en stefnumörkun yrði í höndum stjórnarinnar. Þá yrði stefnt að því að auka sjálfstæði dómstóla. Alain Juppé skipaður for- sætisráðherra Hann sagði Mitterrand hafa sett mark sitt á Frakkland en bætti við: „Eg vona hins vegar að franska þjóðin muni sjá, þegar ég læt af embætti, að breytingarnar sem hún sóttist eftir hafi orðið að veruieika." Stjórnin kynnt í dag Skrifstofa Chiracs greindi síð- degis í gær frá því að hann hefði skipað Alain Juppé forsætisráð- herra. Áttu þeir Chirac og Juppé saman klukkustundarlangan fund að vígsluathöfninni lokinni. Samkvæmt heimildum úr her- búðum Chiracs verður ráðherralisti ríkisstjórnarinnar kynntur síðdegis í dag. Einnig var greint frá því að Alain Madelin yrði falið að stjórna hinu valdamikla ráðuneyti efna- hagsmála, fjármála og fjárlaga. Talsmaður Chiracs sagði vanga- veltur um að Chirac hygðist breyta skráningu frankans innan Gengis- samstarfs Evrópu með öllu tilhæfu- lausar og fáránlegar. Orðrómur um að Chirac hefði í hyggju að láta gengi frankans lækka til að auð- velda baráttuna gegn atvinnuleysi olli óróleika á peningamörkuðum og gengislækkun frankans í gær. Síðdegis í dag mun Chirac eiga óformlegar viðræður við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, og snæða með honum kvöldverð í Strassborg, við landamæri Þýska- lands og Frakklands. Er þetta fyrsti fundur hans með erlendum leiðtoga og talið táknrænt að hann skyldi fyrst kjósa að hitta kanslara Þýska- lands. ■ Hvetur Chirac til/18 Reuter CHIRAC ók um breiðgötur Parísar á 25 ára gamalli Citroen-blæju- bifreið sinni í gær eftir embættistöku sína sem forseti. Hér veifar hann til vegfarenda er hann kom til forsetahallarinnar Elysée á ný. Viðskíptastríð Bandaríkjaniia og Japans ESB á móti ein- hliða aðgerðum Strassborg. Reuter. Harðir bardagar við Sarajevo Þungavopna- bann þverbrotið Sarajevo, Brussel. Reuter. EVRÖPUSAMBANDÍÐ, ESB, hefur snúist hart gegn Bandaríkja- mönnum í viðskiptastríði þeirra við Japani. Segir Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjórninni, að einhliða að- gerðir á borð við refsitoll á jap- anskar lúxusbifreiðar séu ógnun við hina nýju skipan viðskiptamála í heiminum. Japansstjórn fór í gær fram á tafarlausar viðræður við Bandaríkjastjórn um deilu ríkj- anna. Brittan sagði á blaðamanna- fundi í Strassborg í gær, að ákvörðun Bandaríkjastjórnar bryti i bága við bestukjarasamninga, sem öllum aðildarríkjum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO, væri skylt að bjóða öðrum aðildar- ríkjum. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar ákveðið að setja 100% refsitoll á 13 gerðir japanskra lúx- usbíla verði Japanir ekki búnir að opna heimamarkað sinn fyrir bandarískum bifreiðum fyrir júní- lok. Brittan kvaðst skilja áhuga Bandaríkjamanna á að opna jap- anska markaðinn en lagði áherslu á, að einhliða aðgerðir væru ekki rétta leiðin. Hefur þegar valdið skaða Japanir komu beiðninni um við- ræður á framfæri við bandarísku viðskiptasendinefndina í Genf og hefur Bandaríkjastjórn 10 daga til að verða við henni samkvæmt regl- um WTO. Verði beiðninni hafnað eða ef enginn árangur verður af viðræðum er unnt að vísa deilunni til gerðardóms WTO. Japanskur embættismaður sagði í gær, að ákvörðun Bandaríkjastjórnar hefði þegar skaðað japanskt atvinnulíf. Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði í fyrra- dag, að refsitollurinn bryti ekki í bága við reglur WTO vegna þess, að hann væri svar við japönskum viðskiptavenjum en um slík mál væru engin ákvæði í reglum WTO. Minningar athöfn um fórnarlömb TUGIR þúsunda tóku þátt í minn- ingarathöfn um þá 104 menn er fórust í námuslysi í Orkney í Suð- ur-Afríku í síðustu viku. Desmond Tutu erkibiskup hvatti fólk til að hafa það hugfast að þegar Suður- Afríka yrði velmegandi land væri það vegna þeirra „hugrökku manna“ er störfuðu í námum landsins. Starfsemi lá niðri í fjöl- mörgum námum í gær vegna minningarathafnarinnar. Pik Bot- ha utanríkisráðherra greindi frá því að sljórn landsins hefði ákveð- ið að setja á laggirnar rann- sóknarnefnd til að kanna tildrög slyssins. HARÐIR bardagar geisuðu skammt sunnan við Sarajevo í gær, annan daginn í föð, og þunga- vopnum var beitt þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna við slíkum vopnum á svæðinu. Sprengjuárásir voru einnig gerðar á „griðasvæði" Sameinuðu þjóðanna í Bihac og bosníski stjórnarherinn náði serb- neska bænum Ripac á sitt vald. Bardagarnir í grennd við Sarajevo hófust á þriðjudag og embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu þá hina verstu við borgina frá árinu 1993. í gær var einkum barist í fjallshlíð sunnan við borgina, meðal annars um vígg- irt byrgi, sem stjórnarherinn hefur notað til árása á mikilvægan veg sem tengir höfuðstöðvar Serba við eina af helstu herstöðvum þeirra. Ovissa ríkir um friðargæslu Þeir sem tjúfa bannið við þunga- voprt'um í grennd við Sarajevo eiga á hættu að verða fyrir loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna höfnuðu beiðni bosnískra stjórnvalda um að NATO gerði loftárásir á Bosníu-Serba. Emb- ættismennirnir segja að bosníski stjórnarherinn hafi orðið fyrri til að beita þungavopnum með sprengjuvörpuárás á skála á yfir- ráðasvæði Serba. Þeir viðurkenna þó að árásin kunni að hafa stöðvað áhlailþ Serba á mikilvægan fjalls- hrygg fyrir ofan borgina. Mikil óvissa er um framtíðar- hlutverk SÞ í Bosníu eftir að Bout- ros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóri samtakanna, lýsti því yfir á þriðjudag að hann væri hlynntur því að fækka í friðargæsluliðinu. Vestrænir embættismenn sögðu í gær að áætlun NATO um brott- flutning friðargæsluliða frá Bosníu væri því sem næst fullfrágengin. Þeir ítrekuðu þó að friðargæslulið- ið yrði ekki flutt á brott nema í neyð. Lengsta orðið hverfur LENGSTA orð, sem notað hefur verið í þýsku, mun brátt heyra sögunni til, þar sem austurríska fjármálaráðuneyt- ið ætlar að hætta rekstri Dón- ár-gufuskipafélagsins. Skipstjórar gufuskipanna eru titlaðir „Donaudampf- schiffahrtsgesellschaf- ftkapitán" en það er lengsta orð þýskrar tungu og oft notað til að reyna á stafsetningar- hæfileika ungra austurrískra og þýskra skólabarna. Félagið var hið stærsta sinnar tegundar í heiminum á síðustu öld en verið rekið með miklu tapi í þrjá áratugi. Reuter

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.