Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUA UGL YSINGAR
Stýrimann
vantar til afleysinga á 150 tonna bát sem
er gerður út á dragnót frá Hornafirði.
Upplýsingar í síma 985-20643
Aukatekjur
Viltu vinna sjálfstætt í hlutastarfi?
Óskum eftir snyrtilegum konum á aldrinum
18 ára og upp úr um allt land til heimakynn-
inga á heimsþekktum ofnæmisprófuðum
snyrtivörum sem ekki hafa fengist hér á landi
um árabil. Tekjur geta orðið töluverðar en
fara eftir áhugasemi og vinnuframlagi.
Skriflegar umsóknir berist fyrir 28. maí til:
EVORA ísland, Garðarsbraut 26, 640 Húsa-
vík. Nánari upplýsingar veitir María í síma
96-42353 frá kl. 10 til 17 virka daga.
Frá Menntaskólanum
á Akureyri
Kennara vantar í eftirtaldar kennslugreinar
skólaárið 1995-’96.
Eðlisfræði, ein staða
Enska, ein staða
Félagsfræði, ein staða
íslenska, ^Astaða
Stærðfræði, tværstöður
Þýska, tvær stöður
Umsóknarfrestur er til 26. maí 1995.
Upplýsingar gefur undirritaður í síma (96)
11433 alla virka daga.
Valdimar Gunnarsson,
settur skólameistari MA.
Frá Fræðslu-
skrifstofu Reykja-
víkurumdæmis
Staða skólastjóra við Austurbæjarskóla er
laus til umsóknar frá og með 1. ágúst nk.
Umsóknarfrestur er til 2. júní nk.
Einnig eru lausar eftirtaldar stöður:
Staða heimilisfræðikennara og staða tón-
menntakennara (1 ár) við Austurbæjarskóla.
• Tvær stöður íþróttakennara við Folda-
skóla.
• Staða sérkennara við Selásskóla (1 ár).
• Staða sérkennara við Hólabrekkuskóla.
Þá eru lausar stöður sérkennara við
eftirtaldar sérdeildir:
• Sérdeild yngri barna í Fellaskóla.
• Sérdeild yngri barna í Árbæjarskóla.
• Sérdeild fyrir einhverf börn í Langholts-
skóla.
Umsóknarfrestur er til 8. júní nk.
Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis,
Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Kjötiðnaðarmaður
óskast
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða
kjötiðnaðarmann til starfa sem fyrst í kjöt-
vinnslu félagsins á Hvolsvelli.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Fosshálsi 1, Reykjavík, og í
starfsstöðvum félagsins á Hvolsvelli og Sel-
fossi. Umsóknarfrestur er til 24. maí nk.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
í síma 91-677800 og verksmiðjustjóri í síma
98-78392.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingur óskast til afleysinga í
eitt ár frá 1. sept. ’95 við Heilsugæslustöð-
ina í Mývatnssveit.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í símum
96-40500 og 96-41855.
Heilsugæslustöðin Húsavík.
„Au-pair“- Svíþjóð
Þar sem við erum að missa „au-pair“
stúlkuna okkar til íslands í nám eftir árs-
dvöl, vantar okkur nýja stúlku til okkar á
íslenskt/sænskt heimili í mið Svíþjóð frá 20.
júlí. Á heimilinu eru 4 strákar frá 7 mánaða
tii 13 ára. Sú sem við leitum að, þarf að
vera barngóð, traust og vera á aldrinum 18
til 21 árs.
Umsóknir sendist á afgreiðslu Mbl. fyrir 22.
maí, merkt: „Svíþjóð”.
Skólaritari/
gangaverðir/ræsting
Við Álftanesskóla í Bessastaðahreppi eru
lausar stöður gangavarða, sem jafnframt
annast ræstingar á skólatíma. Daglegur
vinnutími er 5 klst.
Einnig er óskað eftir ritara í hálft starf.
Gerðar eru kröfur um sjálfstæð vinnubrögð,
lipra framkomu og snyrtimennsku, auk þess
sem ritarinn þarf að hafa mjög gott vald á
íslensku máli og vera vanur ritvinnslu og
annarri vinnu við tölvur.
í Álftanesskóla starfar metnaðarfullt fólk, 14
kennarar og tæplega 200 nemendur á aldrin-
um 6-12 ára. Ráðið verður í stöðurnar frá
og með 24. ágúst nk. en umsóknarfrestur
rennur út 10. júní. Umsóknareyðublöð fást
í skólanum. Skólastjóri veitir nánari upplýs-
ingar í síma 653662.
WtAWÞAUGL YSINGAR
Skeifan - til leigu
846 fm jarðhæð/kjallari.
Hentar fyrir t.d. verslun eða lager o.fl.
Upplýsingar í síma 872220 og á kvöldin og
um helgar í síma 681680.
B 0 Ð »>
Forval
Endurnýjun og viðbætur við
miðlægan tölvubúnað
Ríkiskaup f.h. Vegagerðarinnar óska eftir
tilboðum í endurnýjun og viðbætur við
miðlægan tölvubúnað Vegagerðarinnar í
Reykjavík.
Gögn eru til sýnis og sölu hjá Ríkiskaup-
um, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, á kr.
1000,- m/vsk. Tilboð eru opnuð á sama
stað 2. júní kl. 11.00 í viðurvist þeirra
bjóðenda er þess óska.
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844,
BRÉFASÍMI 562-6739
Útboð - skólabygging
Byggingarnefnd Fjölbrautaskólans í
Garðabæ óskar eftir tilboðum í uppsteypu
og utanhússfrágang nýs skólahúss og inn-
réttingu þess að hluta.
Helstu magntölur verksins eru:
Gólfflötur uppsteyptrar byggingar 5.100 fm.
Gólfflötur fullfrágengins hluta 2.980 fm.
Verklok eru 15. nóvember 1997.
Útboðsgögn fást afhent á Bæjarskrifstofum
Garðabæjar, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg
í Garðabæ, gegn 10.000 kr. óafturkræfri
greiðslu.
Tilboð verða opnuð á sama stað
miðvikudaginn 21. júní nk. kl. 10.00.
Líknarfélagið K.O.N.A.N.
(Rekstrarfélag Dyngjunnar)
heldur aðalfund sinn þriðjudagskvöldið 23.
maí 1995 kl. 18.00 í Lækjarbrekku (við Banka-
stræti).
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
RÍKISKAUP
U t b o b s k i I a árangril
Aðalfundur *
Faxamarkaðarins hf.
Aðalfundur Faxamarkaðarins hf. verður hald-
inn föstudaginn 25. maí kl. 17.00 á veitinga-
staðnum Gauk á Stöng.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningar lagðirfram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar/taps.
4. Ákvörðun um þóknun stjórnar og endur-
skoðenda.
5. Tillaga stjórnar um breytingar á sam-
þykktum félagsins.
6. Kosning stjórnar.
7. Kosning endurskoðenda.
8. Önnur mál.
Stjórnin.
Fiskiskip óskast
Óskum eftir að taka á leigu hentugan bát til
humarveiða. Kvóti er fyrir hendi. Einnig koma
til greina kaup á góðum bát. Upplýsingar
gefur Báta- og kvótasalan, Borgartúni, í síma
91-14499.