Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSEMS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Nauðsyn ber til að uppræta spillinguna Frá Sigutjón Sigurðsson: EG las nýlega í Morgunblaðinu mjög vel skrifaða grein um póli- tíska spillingu, eftir Einar Vil- hjálmsson, Garðabæ. Þar kemur fram í viðtali við Sverri Hermanns- son bankastjóra í Morgunblaðinu 10.5. 1994, að offjárfesting, ór- áðsía og gegndarlaus eyðsla væri orsök kreppunnar á íslandi. Hann sagði einnig, að kunningsskapur, fyrirgreiðsla og atkvæðakaup stjórnmálamanna hefðu miklu um fjárfestingar ráðið. Það dylst engum sem til þekkir, að þarna talar maður af hrein- skilni, maður sem þekkir vel til hlutanna. Maður, sem er heima- gangur í húsi spillingarinnar. Það dylst heldur engum, að tími er kominn á að afnema allskonar hlunnindi, sem falin eru í stjórn- kerfi okkar spilltu stjórnenda. Tillögur til siðbótar Hinn svokallaði starfskostnaður alþingismanna og annarra opin- berra starfsmanna. s.s. ferða-, síma-, húsaleigu-, bílahlunnindi og fl. skulu niðurlögð, öll bílahlunn- indi skulu innkölluð og þeim hætt fyrir fullt og allt. Tekin skulu af ráðherrum og bankastjórum bíla- hlunnindi þeirra og fl. Bílarnir seldir, þó skal undanskilja tvær bifreiðar og tvo bílstjóra, sem skulu eftirleiðis hafa bækistöð í forsætisráðuneytinu í Lækjargötu, þessar tvær bifreiðar skulu vera til afnota fyrir öll ráðuneytin og erlenda gesti, þegar svo ber undir. Afnema skal allar dagpeninga- greiðslur til ráðherra og banka- stjóra og annarra opinberra starfs- manna. Nauðsynlegur ferðakostn- aður skal aðeins greiddur samkv. framvísun reikninga. Segja skal strax upp sérstökum aðstoðarmönnum ráðherra, því þeirra er ekki þörf, ef ráðheirar vinna samviskulega sín störf. Úti- loka skal strax af þingi hina svo- kölluðu varaþingmenn, þeirra er ekki þörf. Síðan þegar endurskoð- un lýkur á stjórnarskránni, þarf að fækka þingmönnum í 36, það tel ég vera hæfilega tölu fyrir næstu aldir. Rannsaka þarf gaumgæfílega, hvaða rétt ráðuneytin og opinberar stofnanir hafa til að greiða ýmsum starfsmönnum sínum tímakaup fyrir vinnutíma, sem þeir vinna ekki. Rannsaka þarf hvaða menn bera ábyrgð á þessum ósóma. Fækka skal skrifstofum og starfsmönnum Alþingis, sem þjóna sérstaklega undir einstaka alþing- ismenn. Fylgja þarf betur eftir notkun alþingismanna á stimpil- klukku Alþingis, sem skráir mæt- ingu þingmanna til vinnu og koma þannig í veg fyrir vinnusvik þeirra, sem tíðkast hafa á undanförnum árum eftirlitslítið. Nauðsyn ber til að opna að nokkru bankaleyndina, hvað útlán bankanna áhrærir þannig að bank- ar og allir lánasjóðir verði skyldað- ir til að gefa út skuldalista um hver áramót yfir alla skuldunauta sína, sem skulda yfir 20 milljónir. Þannig fengi almenningur tæki- færi til að fylgjast með útlánum í stórum stíl til fyrirtækja á hveij- um stað, þannig fengist ókeypis eftirlit á bankastjóra og fyrirtækin um meðferð þeirra á lánsfénu. Þannig yrði komið í veg fyrir að einstaklingar, sem telja sig eiga fyrirtækin, hirði tekjur fyrirtækj- anna og eignir, og skili svo gjald- þrota fyrirtæki þegar þeim hentar. Fela þarf félagsmálaráðuneyti framkvæmdina, útgáfu heildar skuldabæklings yfir alla áður- nefnda skuldunauta, um hver ára- mót. Félagsmálaráðuneytið þarf að sjá um að dreifa þessum skuldabæklingum um allt landið, á alla staði sem við á. Upplag skuldabæklingsins verði 160 þús- und stykki, og verði ókeypis. Nota mætti þá milljarða, sem sparast við þessar breytingar, til hagsbóta fyrir heilbrigðiskerfið og menntamálin, sem nú eru í fjár- svelti. Tilgangur gagnrýninnar Tilgangur þessarar gagnrýni minnar er að reyna að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Að koma í veg fyrir að menn komist upp með að draga sér peninga úr ríkisbönkum og ríkissjóði eftirlit- slítið eða með aðstoð óábyrgra bankastjóra og stjórnmálamanna án þess að leggja fram fullnægj- andi veð fyrir lánum, þó þau séu fyrir hendi hjá lántakendum. Sorgin er að yfir þetta er hylm- að af óábyrgum bankastjórum og stjórnmálamönnum. Mér kemur meira en lítið undar- lega fyrir sjónir, að sami maður geti leikið þennan gjaldþrotaleik 345 sinnum á örfáum árum og ennþá dularfyllra er að ekki skuli birt nafn mannsins í dagblöðum með mynd af ásjónu hans og helstu félaga hans. Þetta sýnir því miður að litlar sem engar siðferðiskröfur eru gerðar af hálfu hins opinbera, hylmað yfir með sökudólgum, af einhveijum orsökum Virðingarfyllst, SIGURJÓN SIGURÐSSON, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík. Þú heldur við boltann, Magga, og ég kem hlaupandi og sparka hon- um... Mér datt í hug að æfa mig í nokkr- um spörkum á meðan ég beið, herra... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.