Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Santer á fundi samtaka breska iðnaðarins Framkvæmda- stjórnin ekki óvinur London. Reuter. JACQUES Santer, for- seti framkvæmda- stjórnar ESB, sagði í ræðu á kvöldverðar- fundi hjá samtökum breska iðnaðarins á þriðjudag að fram- kvæmdastjórnin hefði engin „leynileg mark- mið“, sem Bretar þyrftu að óttast. Hann vísaði einnig á bug gagnrýni um of mikið skrifræði í Brussel. Santer sagði að það væri ráðherraráðið og í auknum mæli Evr- ópuþingið sem tæki lokaákvarðanir varð- andi mál, en ekki fram- kvæmdastjórnin. Hann sagði ekki vaka fyrir framkvæmda- stjórninni að falast eftir auknum völdum en nauðsynlegt væri að gera skynsamlegar breytingar á stofn- anakerfi sambandsins, ella yrði mjög erfitt að fjölga aðildarríkjum. „An breytinga verður Evrópusam- bandið útvatnað og stefnumörkun ómarkviss ... Það er engum í hag,“ sagði Santer. Hann vildi ekki útlista breyting- ar, sem hann hefði í huga, en sagð- ist vilja draga úr skriffinnsku og auðvelda rekstur lítilla fyrirtækja. Það væri stefna framkvæmdastjórn- arinnar að hagvöxtur yrði um þrjú prósent á þessu ári og því næsta. Aukin atvinna og betri samkeppnis- hæfni væru meginmarkmiðin. Hann gagnrýndi harðlega stöð- uga gagnrýni á framkvæmdastjórn- ina sem hann sagði á köflum einkennast af „hreinum lygum“. Það væri tímabært að hætta að líta á fram- kvæmdastjómina sem óvin og í stað þess sem bandamann. Minni hætta á sambandsríki David Davis, Evr- ópuráðherra Bretlands, greindi utanríkismála- nefnd breska þingsins frá því í gær að hann teldi að mjög hefði dregið úr þrýstingi á að mynda evrópskt sambandsríki á síðustu árum. Davis skýrði nefndinni frá markmiðum Breta fyr- ir ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári, en markmið hennar er að meta hvaða breytingar er nauð- synlegt að gera á stofnanakerfi sambandsins. Davis sagði að Bretar myndu ekki samþykkja auknar meirihluta- atkvæðagreiðslur í ráðherraráðinu og að þeir myndu krefjast þess að einstök ríki hefðu áfram neitunar- vald í utanríkis- og varnarmálum. „Þó að ákveðnar stofnanir muni betjast fyrir aukinni miðstýringi, þá njóta slíkar röksemdir ekki sömu hylli og áður,“ sagði ráðherrann. Hann sagðist einnig telja að ríkj- aráðstefnan, sem jafnvel hefst í jan- úar á næsta ári, væri haldin of snemma. Ekki væri komin nægileg reynsla á Maastricht-sáttmálann. Reuter Santer flytur ræðu sína á fundinum. Robinson vill efla þróunar- hjálp ESB • MARY Robinson, forseti ír- lands, sagði í ræðu á Evrópuþing- inu í gær að Evrópusambandið yrði að leggja meira af mörkum til þess að hjálpa fátækum Afr- íkuríkjum að hrinda í fram- kvæmd efnahagslegum umbót- um. Hún sagðist andvíg boðuðum niðurskurði á útgjöldum ESB til þróunarhjálpar. • NEIL Kinnock, sem fer með samgöngumál í framkvæmda- sljórn ESB, var beðinn um að stytta mál sitt á Evrópuþinginu í gær til þess að Robinson for- seti fengi meiri tíma. Kinnock móðgaðist og svaraði því til að hann myndi þá heldur þegja, sem hann og gerði, en texta ræðu hans var dreift meðal þing- manna. • í UMRÆÐUM á Evrópuþing- inu í gær lögðu margir þingmenn áherzlu á að kosningar yrðu haldnar á sjálfsljórnarsvæðum Palestínumanna í ísrael í sumar, áður en ísraelar ganga að kjör- borðinu í haust. * EÞ vill takmarka neitunarvald Strassborg. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær skýrslu, þar sem áherzlum þingsins fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins á næsta ári er lýst. EÞ leggur meðal annars til að neit- unarvald aðildarríkjanna í ráðherr- aráðinu verði takmarkað við mjög fáa málaflokka. Þingið fer jafnframt fram á meiri völd sjálfu sér til handa, er innra skipulag ESB verður endur- skoðað á ríkjaráðstefnunni. Þá vill þingið að ESB-ríki taki upp sam- eiginlega varnarstefnu. Skýrslan var samþykkt sem stefna þingsins með 289 atkvæðum gegn 103. Áherzlur í henni eru að mörgu ieyti svipaðar og í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB, sem gerð var opinber í síðustu viku. Oskir þingsins um meiri völd eru þó áberandi. Þannig vill þingið fá að kjósa forseta framkvæmda- stjórnarinnar, en hann er nú valinn af leiðtogum aðildarríkjanna. Þingið vill að einvörðungu ákvarðanir um breytingar á stofn- sáttmála sambandsins og um stjórnskipuleg málefni, til dæmis inntöku nýrra aðildarríkja, verði háðar einróma samþykki í ráðherr- aráði Evrópusambandsins. Einfald- ur meirihluti nægi til alira annarra ákvarðana. Með þessu væri neitunarvald ein- stakra ríkja takmarkað mjög, og hafa Bretar eindregið andmælt slíku. Hins vegar telja Evrópuþing- menn margir að eftir stækkun ESB til Austur-Evrópu og Miðjarðar- hafsríkja verði ómögulegt að hvert og eitt ríki geti hindrað ákvarðanir í ýmsum málum. „í sambandi 25 ríkja ber regla um samhljóða sam- þykki dauðann í sér,“ sagði Jean- Louis Borlange, franskur hægri- maður. Þingið vill sameiginlega varnar- stefnu ESB-ríkja og að Vestur-Evr- ópusambandið verði gert hiuti af Evrópusambandinu. ÚR VERIINIU Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason STARFSFÓLK Fisktaks sf. í Stykkishólmi. Bolfiskvínnsla hafin á ný í Stykkishólmi Stykkishólmi - Ekki hefur verið unninn fiskur í Stykkishólmi í nokkur ár. Allur bolfiskafli sem á land berst hefur verið fluttur burtu til vinnslu annarsstaðar. Það hefur mörgum þótt slæm þróun og fund- -ist sárt að sjá á eftir aflanum og þeirri vinnu sem fylgir fiskvinnsiu. En nú virðist ætla að verða breyt- ing á. Nýlega stofnaði Kristinn Bjarnason og fjölskylda fyrirtækið Fisktak sf. og er tilgangur félags- ins að hefja hér fiskvinnslu. Krist- inn segist ætla að fara varlega af stað og sjá hvernig afkomumögu- leikar eru. Hann hefur leigt hús- næði og kaupir afla af nokkrum trillum. Fiskinn flakar hann og sendir flökin daglega fersk suður til Sandgerðis þar sem útflytjandi kaupir afurðirnar og sendir ferskar á markað í Evrópu. Hjá honum starfa 4 flakarar og ef vel gengur verða afköstin aukin. Igulkeravertíðinni í Stykkis- hólmi er lokið. Nú eru hrognin ekki vinnsluhæf lengur og fer að styttast í að ígulkerin fari að sleppa hrognunum. íshákarl hf. hefur stundað ígulkeijavinnslu og skap- að vinnu fyrir 25-30 manns í vet- ur. Nú ætlar fyrirtækið að hefja fiskvinnslu í næstu viku. Þar er einnig ætlunin að flaka fisíc og senda flökin fersk út. Þá er þriðji aðilinn einnig að byrja að vinna fisk. Þar er fiskurinn flattur og saltaður. Þróunarsjóður sjávarútvegsins Akveðið að auglýsa eftir físk- vinnsluhúsum til úreldingar STJÓRN Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki til úr- eldingar fiskvinnsluhúsa. Stjórnin hefur þegar ákveði að taka þátt í úreldingu tveggja húsa. Stjórn Þróunarsjóðs- hefur að undanförnu unnið að setningu vinnureglna um úreldingu fisk- vinnsluhúsa í samræmi við lög um sjóðinn. Nokkrar umsóknir hafa verið til umfjöllunar. Magnús Gunnarsson, formaður stjórnarinnar, segir að sjóðurinn hafi ætlað sér að nota 700 milljón- ir á árunum 1994 og 1995 til hagræðingar á þessu sviði. Hins vegar sé sjóðsstjórninni falið mik- ið ákvörðunarvald um það hvernig eigi að ná markmiðum laganna og að undanförnu hafi mikið verið rætt um það hvernig þetta fé nýtt- ist best til hagræðingar í greininni í heild. Eftir úttekt á málinu hafi verið ákveðið að auglýsa eftir umsóknum til að fá heildaryfirlit yfir stöðuna. Liðkað fyrir úreldingu Sjóðsstjórnin hefur þegar ákveðið að liðka fyrir úreldingu tveggja fiskvinnsluhúsa, í báðum tilvikum hefur verið hægt að selja húsin strax til annarrar starf- semi. Annað fiskvinnsluhúsið er á Húsavík og hitt í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Björn Blöndal Nýir netagerðarmenn Fjórir netagerðarmenn voru út- skrifaðir frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja síðastliðinn laugardag. Piltarnir höfðu áður lokið undir- búningsnámi við aðra skóla, en luku sérgreinunum vegna fagsins í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem þeir tóku lokaprófið. Myndin er tekin við það tækifæri og frá vinstri til hægri eru: Hjálmar Ámason skólameistari, Ásmund- ur Björnsson, Guðbjartur Þórar- insson, Lárus Pálmason kennari, Heiðar Guðmundsson og Ólafur Benónýsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.