Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oddur Albertsson skólameistari Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði Þúréttir ekki reiðum manni bók Héraðsskólinn Reykholti hefur undanfarna þrjá vetur starfað undir stjóm Odds Alberts- sonar skólameistara. í samtaii við Pál Þórhalls- son lýsir Oddur skólastarfínu og þeim hug- myndum sem þar búa að baki. í HÉRAÐSSKÓLANUM Reyk- holti, sem oftast er kallaður Fram- haldsskólinn í Reykholti, eru ungl- ingar á aldrinum 16-18 ára. Þar er boðið upp á tveggja ára fram- haldsnám að loknu grunnskóla- prófi. Skólinn er rekinn í samvinnu við Fjölbrautaskólann á Akranesi þannig að nemendur geta farið þangað, eða í aðra framhaldsskóla, til að ljúka stúdentsprófi eftir að hafa verið í Reykholti. í Reykholti eru í boði kjamanámsgreinar þar sem áfangar eru samræmdir því sem gerist á Akranesi og prófyfirferð er sameiginleg. En vai- greinamar eru svo sérstakar fyrir Reyk- holt, þ.e. matreiðsla, fjölmiðlun og mynd- list og einnig er þar boðið upp á hesta- mennski Tæplega hundrað nemendur fengu skólavist í haust, en þeim heiur fækkað í 57, m.a. vegna verkfallsins. Oddur segir að krakkamir komi víðs vegar að, en um fimmtungur þeirra hafi fram að því „ekki fundið sig í skólakerfinu". Oddur segist hafa verið ráðinn á sínum tíma sem „óhefðbundinn skólastjóri" vegna þess að skóla- nefndin vildi reyna eitthvað nýtt til þess að rífa skólann upp. Menntamálaráðuneytið hafí verið tortryggið í upphafi en upp á síð- kastið hafi hann verið á stöðugum fundum með ráðuneytismönnum til að móta áætlun um framtíð skól- ans. Oddur segir að skoða verði hlut- verk skólans í samhengi við þær breytingar sem urðu á framhalds- skólalögum árið 1988 þegar fram- haldsskólinn varð opinn öllum óháð einkunnum úr grunnskóla. „Við höfum þróað ákveðna lausn sem á rætur að rekja til þess mannskiln- ings sem lýðháskólahreyfingin hef- ur kynnt í 150 ár. Frumkvöðull lýðháskólanna, Grundtvig, bjó til námsvettvang fyrir bændur, þar sem þeir fengu að læra gagnlega hluti, sem kæmu þeim vel í daglegu starfí, auk heimspeki og mann- kynssögu. Hann bjó til skóla fyrir fólkið, þar sem fólkið sjálft valdi efnið og flutti efnið sjálft. Sam- kvæmt þessu eiga nemendurnir ekki að þiggja gildismatið að ofan heldur fínna sitt gildismat í eigin hópi. Skólinn okkar leggur líka til grundvallar blöndu af húmanisma og tilvistarheimspeki, þar sem við leggjum áherslu á sköpunar- þátt mannsins. Örlög mannsins eru ekki ráðin heldur á hann að stíga sín skref og taka ábyrgð á sjálfum sér í frelsi sínu og vera þannig skapandi. Hugtök eins og frelsi og ábyrgð eru mjög sterk í Reykholti. Nemendur þurfa að bera ábyrgð á námi sínu sjálfir." Oddur segir að nemendumir séu látnir taka ábyrgð á sjálfum sér til dæmis þannig að þeir séu ekki vaktir á morgnana. Varðandi mætinguna, sem gagnrýnd hefur verið, segir Oddur að krakkamir eigi það til að full- nýta skrópkvóta sinn á haustin. „Þau þurfa þá að taka sig virkilega á en ef þau eiga erfitt með það hafa þau getað samið við skóla- stjórann um að taka að sér auka- verkefni. Mér hefur dottið í hug að hafa algerlega fijálsa mætingu þótt það hafi ekki náðst í gegn í kennarahópnum. Ég held að metn- aðurinn myndi aukast við það. En það er rétt að mætingamar hafa verið vandamál og það er mikið vandamál að gera krökkunum grein fyrir að þau eigi sjálf að taka til hendinni. En það er mikill mun- ur á krökkum sem koma að hausti og þeim sem fara að vori.“ Oddur Albertsson Ljósmynd/Björn Ágúst Júlíusson NEMENDUR í Reykholti koma víðs vegar að. Vikulega eru þeir á fundum þar sem þeir taka beinan þátt í að stjórna skólanum á allsheijarþingum. Svo eiga þeir fulltrúa i skólastjórn." Róttækur mannskilningur Oddur segir það hlutverk skól- ans að vekja krakkana til meðvit- undar um að þau séu skapandi örlagavaldar í eigin lífi. „Þau eiga að finna að þeir séu skapandi í þeirri merkingu að þau fínni að það séu l.ausnir á flestum vandamálum, þau læri að ræða málin og þora að gera það. Þau eru minnt á rétt sinn í lýðræðislegu samfélagi til að tjá sig. Markmiðið er að þau skynji sig sem hluta af heild. Að- ferðin við að ná þessu er að láta þau leika eftirlíkingu af lýðræðis- legu samfélagi. Vikulega eru þau á fundum þar sem þau taka beinan þátt í að stjórna skólanum á svo- kölluðum allsheijarþingum. Svo eiga þau fulltrúa í skólastjóm." Oddur segir að þessi róttæki mann- skilningur sé á undanhaldi í þjóðfé- laginu. Það sé ákveðinn slappleiki sem einkenni unglinginn. Það sé ekki oft sem hann mæti þessum skilningi á sjálfum sér að hann sé sinn eigin skapari. „Til þess að afhjúpa ákveðna óvini, vinnum við með fjölmiðlun. Við erum með sex námskeið í fjöl- miðlun, sem ég sé um ásamt mynd- listarkennaranum. Hið fyrsta er almennt inngangsnámskeið, þar sem allir fjölmiðlar eru kynntir og eðli þeirra. Síðan er farið dýpra í hvern og einn. Búnar eru til auglýs- ingar og stuttmyndir og höfum við til þess búnað. Markmiðið er ekki að leika sér heldur afhjúpa þá blekkingu sem þetta byggist á. Þetta byggist allt á því að blekkja þann sem á að kaupa vöruna, eða þann sem horfir á. Krakkarnir heyra það í fyrsta sinn í Reykholti að á bak við fjölmiðlun í dag er ekki nema eitt markmið, þ.e. að græða peninga. Þessa staðreynd afhjúpum við mjög markvisst." Oddur nefnir námskeið í auglýs- ingasálfræði þar sem nemendumir búi sjálfir til auglýsingar. „Sjálfs- mynd stelpnanna er svo brengluð af því að viðmiðið eru tággrannar stúlkur beint frá París. Strákamir eru líka hálfbrenglaðir af því þeir fínna ekki þá týpu sem þeir sjá á klámmyndamarkaðnum." Skólinn er heimili ip „Þú réttir ekki reiðum manni bók,“ segir Oddur. „Þessir krakkar hafa margir flúið aðra skóla og jafnvel heimili sitt. Fyrst þarf að bijóta niður hugmyndir þeirra um skóla. Þau hafa verið niðurlægð og ekki náð neinu persónulegu sambandi við annað fólk. I heima- vistarskóla eins og í Reykholti koma þau inn á heimili og geta öðlast aftur öryggistilfinningu, þau geta farið að brosa aftur og þá verður námið þeim eiginlegt. Þau fá áhuga og metnað." Oddur tekur dæmi til að lýsa hugmyndum sínum um þá breyt- ingu sem orðið hafi á skólunum á einni öld. Fyrir hundrað árum hafi kennarinn komið í stofuna, boðið góðan dag og nemendurnir staðið upp og heilsað meistara sínum. Þegar ’68 kynslóðin hafi byijað að kenna í skólunum hafi nemendurn- ir sagt þegar kennarinn kom inn: Ekki trufla okkur, við erum í hóp- vinnu. En þegar kennarinn býður góðan dag núna byija krakkarnir óöruggir að glósa „góðan dag“, hræddir við að missa af einhveiju. Það vanti sjálfstæða og gagnrýna hugsun. Oddur segist telja að fullorðnir ættu að gera meira af því að um- gangast unglinga, hlusta á þá og heyra þeirra lausnir. „Fyrirbæra- fræðin minnir okkur á að gömul viðmiðunargildi eiga ekki við. Þeg- ar maður tekur fyrir nýtt fyrirbæri ætti maður að þurrka burt öll gömlu viðmiðin. Við reynum því að taka krakkana á nafnverði en berum þá ekki saman við aðra, heldur umgöngumst viðkomandi eftir hlutlausum mælistikum. Þessi heimspeki gefur von til þess að við komumst eitthvað áfram í hóp- vinnu og samfélagi. Þá fyrst er hægt að reikna með að hópurinn upplifi ákveðna hluti ef við bindum ekki allar staðreyndir fyrirfram heldur gefum hópnum lausan tauminn. Það er mikið af skapandi krafti sem leynist þarna.“ Oddur segir að það sé ekki hægt að þvinga unglinga dagsins í dag til hlýðni. En það sé hægt að gera við þá félagslegan samning og slík- ur samningur hafi tekist í Reyk- holti. Þar sé ekkert dóp, á árshátíð- inni hafi ekkert áfengi verið haft um hönd og krakkarnir fylgist sjálfir með að framfylgja því. Sam- skipti skólastjórans við nemendur hafa einnig verið öðru vísi en geng- ur og gerist. „Þau eru óvön því að skólastjórinn geti verið vinur þeirra og hafi sömu áhugamál og þau eins og kvikmyndir," segir Oddur. Oddur segir árangurinn góðan í þessi þijú ár. Margir foreldrar geti vitnað um miklar breytingar á krökkunum til batnaðar og félags- málastofnanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafi mark- visst sent krakka upp í Reykholt. ODDUR Albertsson er 38 ára gamall. Eftir stúdentspróf fór hann í tveggja ára háskólanám í Svíþjóð fyrir tómstundastjóra. Síðan var hann leiðbeinandi í Skálholti í fjögur ár, þá kennari við lýðháskóla í Danmörku. Hann var í heimspeki og listasögu við Háskóla Islands og lauk svo BA-j»rófi í leikhús- og kvik- myndafræði frá háskólanum í Lundi. Öðlaðist hann svo kennslu- réttindi í Svíþjóð með áherslu á alþýðumenntun. Opinn framhaldsskóli í umsjón Odds Albertssonar Rætt um Reykjanesskóla og* Nup í Dýrafirði SÚ HUGMYND hefur skotið upp kollinum að flytja opinn framhalds- skóla í umsjón Odds Albertssonar, skólastjóra í Reykholti, í ónotað skólahúsnæði annars staðar á land- inu. Oddur segir að Reykjanesskóli í ísafjarðardjúpi og skólahúsnæði á Núpi í Dýrafirði hafi verið nefndir í því sambandi. Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, segist miðað við frét- taflutning sjá vissa tengingu við skólastarf Odds og hugmyndir nefnd- ar um skólastarf í Reykjanesskóla. Oddur Albertsson segir að Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súða- vík, hafi haft samband við sig í síð- ustu viku. „Hann spurði hvort ég gæti hugsað mér að haida starfsem- inni áfram í Reykjanesskóla enda stæði skólahúsið autt á vetuma. Ég þakkaði honum fyrir og fann á hon- um að hann hafði skilning á gildi opins skóla,“ segir Oddur og bætir því við að eftir samtalið hafi fleiri hugmyndum verið varpað upp t.d. um nýtingu skólahúsnæðisins á Núpi í Dýrafirði. Ögrandi verkefni Oddur lagði áherslu á að hann væri skuldbundinn nemendum sín- um. Hins vegar gæti hann lítið gert einn. Hann væri algjörlega háður ráðuneytinu. Hvort hann yrði ráðinn og hugmyndum hans um opinn fram- haldsskóla gefið pláss. Hann sagði Vestfirði dálítið afskekkta. „En um leið finnst mér ögrandi verkefni að fá tækifæri til að snúa Vestfjarðar- vörninni í sókn. Ef fjármagn fæst til að gera hlutina almennilega þarf ekki að vera verra að vera þar en annars staðar,“ segir Oddur. Hann sagðist ekki hafa komið í Reykjanes- skóla og gæti því ekki svarað því enn hvernig honum litist á sjálft hús- næðið. Jón Gauti sagði að áhugi væri fyrir því að færa skólastarf Odds, eins og því hefði verið lýst í fjölmiðl- um, vestur. Húsnæðið væri fyrir hendi og starfsemin myndi án efa styrkja skólastarf og byggð á svæð- inu. Ekki þyrfti að velkjast í vafa um að þörf væri fyrir starfsemina. Aðeins vantaði almenna stefnumörk- un. Kjörið skólasetur Einar K. Guðfinnsson lagði áherslu á að hann þyrfti að kynna sér betur hvað byggi að baki skóla- starfinu áður en hann svaraði því hvort raunhæft væri að færa starf- semina vestur. „Hitt er, að á sínum tíma sat ég í nefnd, ásamt fleirum, um framtíð skólastarfsemi í Reykja- nesskóla. Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með að Reykjanesskóli yrði endurreistur. Þó fyrst og fremst með nemendum af grunnskólastiginu og nemendum sem á einhvern hátt ættu ekki auðvelt uppdráttar í hinum hefðbundnu grunnskólum. Þannig að, eins og ég hef af lauslegum frétt- um, skynjað málið, sýnist mér að vel mætti spinna áfram á grundvelli okkar gamla nefndarálits skólastarf í þessum anda,“ sagði Einar. Hann sagði jákvætt að fá nemendur í skól- ann og Reykjanes væri kjörið skóla- setur til frambúðar, góð húsakynni, heitt vatn, og lægi, með batnandi samgögnum um ísafjarðardjúp, áæt- lega við. Um kostnaðarhlutann sagði Einar að skólinn yrði aldrei starfræktur nema þörf væri fyrir starfsemina og væri henni ekki sinnt t.d. frá Reykja- nesi hlyti kostnaðurinn að falla á ríkið með öðrum hætti. „Því sæi ég ekki annað en sá kostnaður félli til með einhverjum hætti," sagði Einar. Hann sagði að vel kæmi til greina að kanna málið. Hins vegar teldi hann eðilegast að sjá hver niðurstaða ráðuneytisins yrði áður en lengra væri haldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.