Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR F'IMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 35 INGUNN GUNNLA UGSDOTTIR MARGRÉT GUNNLA UGSDÓTTIR + Ingunn Gunn- laugsdóttir var fædd 4. jan. 1910 í Reynhólum í Miðfirði. Hún lést 6. maí síðast- liðinn. Margrét var fædd á sama stað 3. ágúst 1912. Hún lést 19. apríl síðastliðinn. For- eldrar þeirra voru Ingibjðrg Guð- mundsdóttir, - Jóhannessonar bónda á Dalgeirs- stöðum i Miðfirði, Ólafssonar, - og Gunnlaugur Eiríksson, Jónssonar síðast bónda á Sveðjustöðum í Mið- firði, Jónssonar bónda á Stóru- Giljá í Þingi, Jónssonar bónda sama stað, Árnasonar. Gunn- laugi og Ingibjörgu varð sex barna auðið. Látin eru, auk Ingunnar og Margrétar: Ingólf- ur, f. 1906, d. 1974, og Þorbjörg Ragnhildur, f. 1908, d. 1932. A lífi eru Guðmundur, f. 1911, og Þórdís, f. 1913. Maður Ingunnar var Guð- mundur Bjarnason frá ísafirði, d. 1994. Þau áttu tvö fóstur- börn: Halldóru Björt og Guð- mund Ómar. Margrét giftist Einari Guð- jónssyni sem einnig var frá Isafirði, d. 1973. Þeim varð átta barna auðið, sem eru þessi í aldursröð: Þorbjörg, Árni, Kristín, Jón Hólm, Gunnlaugur, Hafdis, Ingvar og Kjartan. Lát- inn er Arni fyrir nokkrum árum. Útför Margrétar fór fram frá Bústaðakirkju 28. apríl sl., en Ingunnar frá Fossvogskirkju 16. maí síðastliðinn. SYSTUR tvær, frænkur mínar, hafa látist með nokkurra daga milli- bili. Ég fmn hjá mér hvöt til að minnast þeirra beggja með nokkr- um orðum, þó af vanefnum sé. Ekki voru þó náin tengsl samskipta milli mín og þeirra á lífsleiðinni, en bönd vináttu og frændsemi tengdu mig við þær frá því ég fór að muna eftir mér og það var gagnkvæmt frá þeirra hálfu. Feður okkar voru bræður og miklir kærleikar í milli þeirra. Ingunn og Margrét hétu þær, þessar elskulegu systur, og voru dætur Gunnlaugs Eiríkssonar og konu hans, Ingibjargar Guðmunds- dóttur; bjuggu þau hjón í Reynhól- um í Miðfirði á fyrstu áratugum aldarinnar og þar fæddust böm þeirra, sex að tölu, og stigu sín fyrstu skref. Margrét var næstyngst systkin- anna og bar nafn langömmu sinn- ar, Björnsdóttur í Huppahlíð, en Ingunn var þriðja í röðinni og bar nafn ömmu sinnar, Gunnlaugsdótt- ur, er síðast bjó á Sveðjustöðum í Miðfirði ásamt manni sínum, Eiríki Ólafi Jónssyni. Ingibjörg lést frá barnahópnum á unga aldri. Fór þá Margrét í fóst- ur til Jóns, föðurbróður síns, sem þá bjó, ásamt móður sinni og syst- ur, á Svertingsstöðum í sömu sveit; - hjá honum og litlu síðar Hólm- fríði, konu hans, var hún uppvaxtar- ár sín eða þar til hún fór sjálf að sjá sér farborða. Gunnlaugur í Reynhólum hélt búskap sínum áfram með bömin fimm í ómegð, en nokkru eftir and- lát konu hans kom til hans Filippía Jónsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði. Hún tók heimilið að sér og gekk börnunum í móðurstað og fórst það vel úr hendi; - þau Gunnlaugur og Filippía gengu í hjónaband og lifðu saman í ást og einlægni þar til hann lést í október 1947. Gunnlaugur og Filippía bjuggu í Reynhólum hátt á annan áratug, en þá veiktist hann af asma og gat ekki stundað sveitabúskap. Fluttu aði viðskipti með fisk o.fl. og var mikill eljumaður, útsjónarsamur og sívinnandi. - Og ekki veitti af, heimilið varð stórt, börnin urðu átta; - í dag skipta afkomendur Einars og Möggu tugum. Ingunn Gunnlaugsdóttir var kona hæglát og prúð í framgöngu. Hún var í hærra lagi á vöxt og grannvax- in. Litlum snáða sem leit hana fyrsta sinni fannst hún falleg stúlka, vel til fara og snyrtileg með loðkraga á kápunni sinni og brosti blítt þegar snáðinn gaf sig á tal við hana. Ung stúlka átti hún um tíma í erfiðum raunum vegna berkla í baki og lá á Ísafjarðarspítala. Ég kynntist henni ekki að ráði fyrr en á skólaárum mínum í Reykjavík. Þá bjó hún á efri hæðinni á Kambsvegi 7, ásamt stjúpu sinni, eiginmanni og bróður. Hjá henni var allt í röð og reglu, hreint og fágað og sem fyrr var sama elskulega viðmótið og hlýjan í svip og fasi. Maðurinn hennar, Guðmundur Bjamason, var bygg- ingaverkamaður - skemmtilegur maður, glaðvær og greiðugur, stétt- vís maður og tók virkan þátt í starfi verkalýðsfélags síns. Hann útvegaði mér ágæta sumarvinnu hjá bygg- ingameistara sínum, Jóni Berg- steinssyni, og frá þeim sumrum á ég skemmtilegar og hugljúfar minn- ingar, sumar þeirra tengdar þeim hjónum báðum. Þeim Guðmundi og Ingu varð ekki bama auðið og vafa- laust hefur það orðið þeim að skugga, en þann skugga ráku þau brott með því að taka að sér tvii fósturbörn og ala upp sem sín eigin. Bömin þeirra, Halldóra Björt, hús^ móðir í Reykjavík, og Ómar Þór, íþróttakennari á Akureyri, urðu þeim gleðigjafi og styrkur og ekki síst þegar ár heilsuleysis og elli urðu þeim fjötur um fót. Og nú em þær systur horfnar á vit hins ókunna, en þótt svo sé heldur lífið áfram; okkar líf, þeirra líf. „Ég lifi og þér munuð lifa,“ sagði Kristur Jesús upprisinn. - Dauðinn er í raun ekki til, aðeins hamskipti á vegferð sálarinnar. Ég og systkini mín þökkum þeim systmm kynnin og samskiptin og biðjum þess að Ijós æðri heima lýsi þeim á vegferðinni um ókunna stigu. Snorri Jónsson. þau þá til ísafjarðar, en þar hafði Gunnlaugur áður verið á vertíðum; - bjó þar og Guðmunda, systir Filippíu, ásamt manni sínum, Guð- jóni, og áttu þau marga og gjörvu- lega syni. Þær Gunnlaugsdætur fóru einnig vestur og dvöldu þar með föður sínum og stjúpu ýmist lengri eða skemmri tíma; - þar kynntust þær systur, Margrét og Ingunn, eiginmönnum sínum, Mar- grét Einari, syni þeirra Guðmundu og Guðjóns, og Ingunn Guðmundi Bjarnasyni. Hjónaböndin reyndust þeim systrum farsæl og entust svil- unum báðum til æviloka. Gunnlaugur og Filippía fluttust ti! Reykjavíkur á fimmta áratugn- um og enduðu bæði ævi sína hér syðra; hún allmörgum árum síðar en hann. Synir Gunnlaugs, Ingólfur og Guðmundur, tóku við búi í Reynhól- um og var Ingólfur fyrir búinu, enda eldri að árum. Ingólfur var hugsjónaríkur og stórhuga bóndi, en óáran í efnahagsmálum, verðfall á afurðum og kreppa, olli því að búskapurinn stóð skemur en ætlað var. Er þeir brugðu búi, bræðurnir, tók við jörðinni Björn, móðurbróðir þeirra, ásamt konu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Huppahlíð, og hefur jörðin verið í eigu þeirrar fjölskyldu síðan. Þeir bræður fluttu suður á mölina, eins og þá var stundum sagt og heldur í niðrandi merkingu; varð það hlutskipti margra sveita- manna á þessu tímabili kreppu og síðar heimsstyijaldarára að flytjast brott úr dreifbýli til þéttbýlis og mun fáum hafa orðið að eftirsjá þegar öllu er á botninn hvolft. Ingólfur aflaði sér menntunar, útskrifaðist úr Samvinnuskólanum, stundaði verkamannavinnu og verkstjórn, en lengst af verslunar- og skrifstofustörf, en Guðmundur gerðist ekill leigubifreiða. Leið fjöl- skyldunnar húnvetnsku lá sem sé smám saman brott úr heimasveit til höfuðstaðar, þar sem starfsvett- vangur hennar varð að megin hluta. Eins og áður er fram komið ólst Margrét upp á heimili foreldra minna, en vegna atöursmunar man ég lítið eftir henni þar, en heimsókn- ir hennar og ræktarsemi við foreldra mína fyrr og síðar urðu þess vald- andi að mér var ætíð hlýtt til hennar. Mér er það minnisstætt er ég kom fyrst til Reykjavíkur, drengur á fermingarári, að ég gisti hjá Möggu frænku. Ég var í skemmti- ferð með húnvetnskum vegagerðar- mönnum sem tekið höfðu á sig rögg frá erfiðum malarmokstri og sniddukasti til að skoða höfuðstað- inn. Magga og Einar bjuggu þá inni í Sogamýri, á Sogabletti 16. í þessari ferð varð ég þeim að áhyggjuefni því að mér fannst allt svo nýstárlegt í miðbæ Reykjavíkur að ég missti af nokkrum Sogamýr- arvögnum! í Sogamýrinni var ríkjandi eitt- hvert sambland af sveit og kaup- stað, nánast þó sveit; tún lágu báð- um megin Suðurlandsbrautarinnar, kýr voru á beit, börn að leik og fólk í heyskap. Magga og Einar tóku á móti mér, stráknum, af miklum innileik og höfðingsskap. Þau höfðu mörg járn í eldinum, ráku hænsnabú á stórri heimalóðinni sem hún sá að mestu um; - hann stund- Margar nýjar vörur á tilboði síðustu vordagana í Habitat. Meðal annars: SCRAFFITTO matar- og kaffistellið með afslætti 20% Urval af húsbúnaði og húsgögnum á einstöku tilboði. Meðal annars: Matar- og kaffistell, borðdúkar, blómavasar, tágavörur, rúmteppi, gardínur, matborð o.fl. með 20%-40% afslætti. Vordögunum lýkur 24. maí n.k. Verið velkomin. Næg bílastæði. Nýtt kortatímabil. PACINO sófinn með 20% afslætti Vandað, sterkt, köflótt áklæði í 4 litum. Áður kr. 49.900 Nú kr. 39.920 PILGRIM borðstofuborðið með 20% afslætti Áður kr. 59.500 Nú kr. 47.600 Laugavegi 13 - Sími 562-5870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.