Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Borgartúni 28 “b 562 2901 og 562 2900 J^grnakrem, rakakrem og varaíitur fyígja Cíinique- snyrtivörunum sem keyptar verða á kynningunni í dag. Líttu inn! Clinique kynni að henta pér. SAflDJZA CLINIQUE Ofnaemisprófað 100 % ilmefnalaust Reykjavíkurvegi 50, sími 53422 YNGRA UTLIT A IJDÖGUM 30 AGE MANAGEMENT INTENSIVES er mjög kröftugt AHA ávaxtasýrukerfi. Það er nýtt - það er framtíðin. Það tekur við þar sem önnur AHA-kerfi hætta aö virka.* Skyndilega er skaðinn, sem þú hélst að væri varanlegur, á bak og burt. 20% KYNNINGAR- AFSLÁTTUR AGE MANAGEMENTINTENSIFIED SERUM 30 ml kr. 9.890 AGE MANAGEMENTINTENSIFIED EMULSION 50 ml ...kr. 6.950 AGE MANAGEMENT LINE INHIBITOR 15 ml.kr. 6.950 * AÐVÖRUN: Ekki er ráölegt aö nota AGE MANAGEMENT INTENSIVES nema aö undangengnum venjulegum AHA-ávaxtasýrukúr. laprairie SWITZERLAND H Y G E A jnyrti vöru vei\t lu n Kynning í dag, fímmtudag 18. maí, kl. 12-17 í HYGEU í Austurstræti. aqemanagement "'ÍTENSIFíED SERUk I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegitil föstudags Áskorun til sjónvarpsins TILEFNI þessara orða er sérstaklega falleg sýning sem ég sá í Borgarleikhús- inu í aprílbyijun. Þetta var sýning á ballettinum Mjall- hvíti, sem neméndur í Bal- lettskóla Guðbjargar Björgvins dönsuðu, en bal- lettinn samdi Guðbjörg sjálf. Þetta var einstaklega ljúf sýning og vel til henn- ar vandað. Vakti hún mik- inn fögnuð áhorfenda. Ég vil skora á Ríkissjón- varpið að láta taka þennan fallega ballett upp og sýna okkur hann á góðum tíma þegar öll fjölskyldan getur notið hans sameiginlega. Oft má betur vanda til bamaefnis í sjónvarpi og oftar þarf að bjóða upp á efni sem bæði börn og full- orðnir geta notið sameigin- lega. Ballettinn Mjallhvít er ágætt dæmi um þetta. Ahugakona um ballett. Góð þjónusta ÉG VIL kom á framfæri þakklæti fyrir frábæra þjónustu af hálfu Heklu hf. varðandi bílaviðskipti. Ég lenti í vandræðum og var tekið á þeim málum fagmannlega. Kærar þakkir, Heklufólk. Guðrún Asdís Einars- dóttir, Engjateigi 19. Framhaldið vantar GUÐRÚN hringdi og bað Velvakanda að koma þeirri áskomn á framfæri við Ríkisútvarpið að fá Guð- björgu Þórisdóttur til að lesa síðari hluta bókar Ragnheiðar Jónsdóttur, Ég á gull að gjalda. Fyrri hluta sögunnar hefur hún þegar lesið í útvarpið og fórst það ákaflega vel úr hendi. Tapað/fundið Benjamín dúfa KONA hringdi tii Velvak- anda og sagðist hafa lánað reiðhjól þeim sem unnu að kvikmyndinni Benjamín dúfa. Henni var lofað hjól- inu aftur sl. haust en ekk- ert hefur til þess spurst. Nú biður hún þá sem mál- ið varðar að hafa samband við sig í síma 5524867. Gleraugn töpuðust SIVÖL gleraugu í grannri málmumgjörð töpuðust fyrir u.þ.b. tveimur mán- uðum. Hafi einhver fundið þau er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 27177 til kl. 17 eða 27619 eftir kl. 19. Dönsk koparmynt tapaðist DÖNSK koparmynt frá 1945, aðeins stærri en ís- lenskur tíu króna pening- ur, tapaðist í síðustu viku. Á myntina er letrað dönsk vísa. Hafi einhver fundið hana er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 36255. Gallajakki tapaðist GALLAJAKKI tapaðist nálægt Glaumbar sl. laug- ardag. I vasanum var m.a. ökuskírteini. Þá tapaðist einnig brún leðurtaska á svipuðum slóðum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 33031. Fund- arlaun. Síamskötturinn Nikki er týndur FIMMTUDAGINN 11. maí týndist síamsköttur með bláa ól frá Stórholti 39. Ef einhver hefur orðið var við ferðir hans er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 5529428. Kettlingar NÍU vikna kassavana kettlinga vantar heimili hjá ábyrgum kattavinum. Upplýsingar í síma 5674147. Týndur köttur SVÖRT, hvít og gulbrún læða, mjög loðin, tapaðist frá Lundarbrekku 10 í Kópavogi, þriðjudaginn 9. maí sl. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 642166. Kettlingar ÞRÍR tíu vikna kettiingar, blendingar af norskum skógarketti og síamsketti, fást á góð heimili. Upplýs- ingar í síma 873929. Með morgunkaffinu LEIÐRÉTT ÉG HEF þjáðst af viðstöðulausri ein- mannakennd síðan þú læknaðir tvöfalda persónuleikann. Þýðandi Heinesens NAFN þýðanda Reka- mannsins, skáldsögu færeyska rithöfundarins Jens Pauli Heinesens, var ranghermt í blaðinu í gær. Jón Bjarman þýddi Rekamanninn. Röng dagsetning RAGNHERMT var í Morgunblaðinu í gær, í myndlistardómi um leir- list Þóru Siguþórsdóttur að sýningu á verkum hennar í verslun Jens Guðjónssonar að Skóla- vörðustíg 20 lyki í gær. Hið rétta er að sýning Þóru stendur til 28. maí. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistök- um. Rangt nafn í FRÉTT um seli í blað- inu í gær var rætt við Erling Hauksson sjávar- líffræðing og hann síðar í fréttinni ranglega nefndur Haukur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Yíkveiji skrifar... FYRIR nokkru rak á íjörur skrif- ara grein, sem birtist í desem- ber í Stavanger Aftenblad í Noregi þar sem fjallað er um síldveiðar Norðmanna við ísland fyrr á árum. Fyrirsögn þessarar frásagnar er „Þeir tæmdu firði íslands" og er hún byggð á grein í árbók byggða- safnsins í Karmsund. í greininni koma svo sem ekki fram nein ný sannindi, en svolítil upprifjun sakar ekki þessa dagana er íslendingar og Norðmenn takast enn á um síld- ina. í greininni segir að árið 1883 hafi verið gerð út 116 skip frá Haugasundi til veiða á íslandsmið- um. Þau voru með 58 nætur og 1150 manns störfuðu við þessar veiðar á íslandi. Þetta ár fóru sam- tals 1807 Norðmenn til íslands vegna síldveiðanna. Margir Norð- menn reistu hús í íslensku síldar- plássunum, segir Karl Shetelig Hovland í ritinu. Heildaraflinn af Íslandssíld sem fluttur var til Nor- egs á þessu ári var 103.900 tonn og tveimur árum fyrr var aflinn enn meiri. Síldveiðarnar á þessum tíma voru stundaðar frá landi og voru næturnar lagðar skammt und- an beggja vegna í fjörðunum. Það voru uppgrip bæði í veiði og söltun- inni. xxx FTIRFARANDI lýsing er sótt í fyrrnefnda árbók: „Gufuskip- ið hélt heim með fullfermi og til- kynnti um góða veiði. Önnur skip voru fermd og fimm gufuskip komu frá Noregi með tunnur og salt. í október voru meira en 100 seglskip tilbúin til að taka við afla og fjörður- inn var einn suðupottur. Rúmlega 100 nótabátum var róið út á móti síldarvöðunni og síðan var hún rekin að landi. Steinum var kastað og austurtrogum slegið sam- an og sjómennirnir æptu af öllum lífs og sálarkröftum. Þá var nótinni sleppt. Síldinni var mokað upp, salt- að og skipað út. Um langa vegu mátti heyra mannamál, skræki í mávuni, hamarshögg og r tunnum á fljúgandi ferð. Gufuskip dregur seglskútu út, fjörðinn, skip eftir skip tekur stefnuna heim á leið með fullar Iestar,“ segir Karl Shetelig Hovland í árbókinni. xxx * ISLENDINGUM gramdist það meir og meir hvernig Norðmenn fóru sínu fram inni á fjörðunum. Þeir voru með hávaða og læti og hræddu burt síldina og stungu síðan af án þess að greiða skatta og gjöld sögðu íslendingar og með nýjum lögum var ákveðið, að aðeins þeir, sem hefðu fasta búsetu á íslandi, mættu veiða síld inni á ljörðunum. Norsku útgerðirnar sáu við þessu með því að láta nokkra menn hafa vetursetu á íslandi og sumir voru jafnvel með fjölskylduna með sér. Sagt er frá einum Norðmanni, sem á að hafa búið með tveimur íslensk- um konum. Skip frá Haugasundi, Körmt og Stafangri stunduðu síldveiðar við Island af og til fram á sjöunda ára- tug þessarar aldar og gengu mis- jafnlega. Stundum vel, stundum illa en skipstapar, stríð og miklar sveifl- ur á saltsíldarmörkuðunum settu sín stóru strik í reikninginn. íslendingar voru farnir að sækja síldina lengra út. Stærri skip og betri veiðarfæri gerðu veiðar utan þriggja mílna lög- sögunnar mögulegar. Siglufjörður með sitt norska sjómannaheimili varð höfuðstaður Haugasundara og annarra Norðmanna á Islandi. Mörg útgerðarfyrirtækjanna í Hauga- sundi, sem síðar urðu kunn, til dæm- is Knutsen OAS, byggðust upp á veiðunum við ísland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.