Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1995 45 ELÍSABET ÞOR- STEINSDÓTTIR + EIísabet Þorsteinsdóttir var fædd á Djúpalæk í Bakka- firði 6. febrúar 1900. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 5. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorsteinn Eiríksson, f. 1874 á Djúpalæk, d. 1917, og Ölveig Benedikts- dóttir, f. 1879 á Fremri Nýpum í Vopnafirði, d. 1945. Þau bjuggu á Djúpalæk. Systkini Elísabetar eru: Anna, f. 1902, Eiríkur, f. 1905, Elínborg, f. 1907, Jón, f. 1909, Árni, f. 1916. Aðeins Árni er enn á lífi. Elísa- bet fluttist til Þórshafnar 16 ára gömul og vann þar í nokk- ur ár hjá Davíð Kristjánssyni, kaupmanni. Hún giftist 1925 Guðjóni Hallssyni, f. 1900 á Hóli á Langanesi. Börn þeirra eru: 1) Charlotta, f. 31.12.1925, d. 6.4. 1943, 2) Elín, f. 11.8. 1928, maki Þórhallur Jónsson. Þau eiga fimm börn og 14 barnabörn. 3) Bára Soffía, f. 26.2. 1937. Hún á einn son og tvö barnabörn. 4) Guðný Charl- otta, f. 6.2. 1943, maki Matthías ÞEGAR Elísabet og Guðjón fluttu til Þórshafnar, var þar ekki §öl- mennt. Lítið var um stöðuga atvinnu og flestir björguðu sér með fiskveið- um og öðrum veiðum. Margir áttu eina eða tvær kýr og nokkrar kind- ur. Mannlífið var nokkuð gott og fólkið hjálpaðist að eftir þörfum. Bærinn var ekki í vegasambandi, en skip komu þar öðru hvoru og var fólk og varningur flutt milli skips og lands með bátum. Þau Guðjón keyptu sér gamalt torfhús, þar sem áður var fyrsta símstöð staðarins. Því fylgdu einnig nokkur útihús, þar sem þaú komu fyrir kúm þeim og kindum, sem þau fluttu með sér. Seinna byggðu þau sér lítið timbur- hús, sem þau kölluðu Þórsmörk. Guðjón stundaði alla vinnu sem í boði var, en auk þess reri hann til fiskjar. Hann var góður veiðimaður og frábær skytta og dró ótalda seli og fugla í búið. Hann lá einnig mik- ið á grenjum, en góð refaskinn voru oft í geysiháu verði og því mikil búdrýgindi. Elísabet sá um heimilið af einstökum myndarskap og þrifn- aði. Hún var mjög örlát ef hún vissi að þröngt var í búi einhverra ná- granna og deildi með þeim feng Guðjóns. Guðjón var lengst af heilsutæpur og þurfti nokkrum sinnum að dvelj- ast langdvölum á hælum og sjúkra- húsum í öðrum landshlutum. Var þá oft þröngt í búi Elísabetar og henni mikill stuðningur í Guðjóni Guðjónssyni, sem reyndist henni sem besti sonur. Ég kynntist þeim hjónum fyrst er ég var við sumarstörf á Þórshöfn árið 1953, þá nýlega kvæntur Elínu. Bogason. Þau eiga tvær dætur og fjögur barnabörn. Elísabet og Guðjón ólu upp son Báru Soffíu, Magnús Jónasson. Þau hjónin bjuggu fyrst á Brimnesi á Langanesi 1925-28, þar næst á Læknesstöðum á Langanesi 1928-31 og síðan á Lækjarvegi 2 á Þórshöfn. Guðjón starfaði þar sem bóndi, sjómaður og verkamaður, en Elísabet vann nokkur ár í frystihúsi staðar- ins. Guðjón andaðist 1988 og hafði þá dvalið nokkur ár á Kristneshæli. Frá andláti Charlottu bjó unnusti hennar, Guðjón Guðjónsson undan Eyjafjöllum, hjá þeim. Hann veiktist sumarið 1989 og var fluttur á spítala og síðan til Vestmannaeyja, þar sem hann bjó hjá Guðnýju Charlottu uns hann andaðist nýlega. Elísabet flutti því á vistheimilið í Kumb- aravogi á Stokkseyri haustið 1989. Útför Elísabetar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Þau tóku mér forkunnar vel og tóku ekki annað í mál en að ég byggi hjá þeim, þótt þröngt væri setið fyrir. Þeir nafnar tóku mig með sér í veiði- ferðir til sjós og lands og ógleyman- legar eru þær stundir, þegar Elísa- bet sagði mér frá lífi sínu og ann- arra þar um slóðir. Seinna voru sum barna okkar hjá þeim á Þórshöfn, sérstaklega Sól- veig, sem var þar mörg sumur og tengdist ömmu sinni ævilöngum kærleiksböndum. Síðustu árin dvaldi Elísabet á vist- heimilinu að Kumbaravogi. Henni varð þar vel til vina meðal annarra vistmanna og starfsfólksins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir alla umhyggjuna. Af Kumbaravogi vildi Elísabet aldrei fara eftir að hún fluttist þang- að. Hún sagðist vera fastráðin þar og færi hvergi, ekki einusinni í jóla- boð. Einu ferðir hennar þaðan voru að sjúkrahúsinu á Selfossi, þar sem hún lá stutta banalegu. Blessuð sé minning hennar. Þórhallur Jónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐRÚN G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Guð- lína, f. 26. maí 1924, fæddist í Nýjubúð í í, - ] Eftirlifandi eigin- Eyrarsveit 13. maður Guðrúnar er mars 1919. Hún RHB Gísli Gunnarsson. lést í Landspítalan- tmmj mm Börn Guðrúnar og um 10. maí 1995. R H Gísla eru Guðmund- Foreldrar hennar |H ur, f. 10. mars 1954, voru Guðmundur ||k JBM skrifstofumaður hjá Guðmundsson, jHj ÍSÍ, og Sigríður, f. bóndi í Nýjubúð, f. HgP JH 14. ágúst 1957, gift 21. janúar 1891, d. Kffl Magnúsi F. Jóns- 1988 og Jensína |, syni. Hennar börn Ingibjörg Níels- eru Laufey, f. 26. dóttir, f. 29. desem- *»• ^ maí 1984, Guðrún ber 1883, d. 1939. mœmk ' > - v -1 Magnea, f. 7. apríl Systkini Guðrúnar 1989 og Jón, f. 20. voru Guðmundur, f. 9. júní mars 1991. 1915, d. 1986, Níelsína, f. 18. Útför Guðrúnar verður gerð júlí 1916, Sigurlín, f. 17. sept- frá Fossvogskapellu í dag og ember 1917, d. 1991, og Kristó- hefst athöfnin klukkan 10.30. MEÐ Guðrúnu Guðmundsdóttur er gengin yndisleg kona sem hafði trúmennsku, sanngirni, hógværð og glaðlyndi að leiðarljósi í lífinu. Hún var umfram allt sjálfri sér samkvæm. Fyrir um það bil 25 árum vorum við fjölskyldan svo lánsöm að kynnast Guðrúnu, það var fyrir milligöngu Kristólínu systur hennar, sem nú er látin. Eg spurði Kristólínu hvort hún vissi um nokkurn sem vildi koma á heimili útivinnandi hjóna með þrjá litla stráka og aðstoða við heimilishaldið, einu sinni í viku. Hún sagði mér frá Guðrúnu systur sinni sem væri nú búin að koma sínum börnum á legg og vildi gjarnan fara út á vinnumarkaðinn, þetta gæti verið góð byijun. Og það gekk eftir. í rúmlega 20 ár nutum við starfskrafta hennar, sönn vinátta skapaðist sem aldrei bar skugga á. Það var marinbæt- andi að vera nálægt henni. Á ýmsu gekk sem oft vill verða á stóru heimili, hjónin bæði útivinnandi og frískir strákar sem voru ekki alltaf hljóðlátir. Guðrún var sérstaklega lagin við börn og brátt fór að bera á því að drengirnir sóttust eftir að vera inni þegar Guðrún var heima. Ekki amaðist hún við því, heldur fékk þá með sér og leið- beindi þeim hvernig þeir ættu að umgangast hlutina sína og út- skýrði mikilvægi þess fyrir þá á lífsleiðinni. Margt annað gott og skemmtilegt fræddi hún þá um, sem þeir búa enn að. Þegar fjórði drengurinn bættist í hópinn naut hann sömu elskusemi. Við kölluð- um Guðrúnu alltaf Guðrúnu okkar og allir vinir og vandamenn vissu þá við hvern var átt. Það var yndis- legt að koma heim úr vinnu á föstu- dögum allt fínt og fágað og kyrrð og friður í húsinu. Þá var sest yfir kaffibolla og rabbað um heima og geima. Guðrún var víðlesin og fylgdist grannt með þjóðmálum, hafði skoðanir á hlutunum og fannst stundum kröfuharkan ganga út í öfgar. Hún mundi tímana tvenna og sagði okkur frá lífinu í Grundarfirði, frá fyrstu árum sínum í Reykjavík og hvern- ig það var að vera sjómannskona, hún þekkti ekki annað en gera fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín. Skömmu eftir að Guðrún kom til okkar fór hún að vinna í íhlaupa- starfi á Landspítalanum, hún var einstaklega vel verki farin og var kölluð til sérstaklega þegar vanda- söm verk þurfti að inna af hendi. Síðan fór hún í fast hlutastarf og gegndi því þar til hún varð sjötug. Ekki er það ofsagt að hún sé öllum hugstæð sem kynntust henni á þeim vettvangi. Guðrún var lánsöm í einkalífi sínu. Hún giftist Gísla Gunnarssyni skipstjóra og eignuð- ust þau tvö mannvænleg börn Guðmund skrifstofumann hjá ÍSÍ og Sigríði sem er gift í Stykkis- hólmi og á þijú börn, augasteina ömmu og afa. Undanfarin ár hafa verið erfið hjá þeim hjónum vegna heilsubrests beggja. Guðrún hefur barist við þungan sjúkdóm með miklu æðruleysi og Gísli fékk hjartaáfall og hefur dvalið á sjúkrahúsi í marga mánuði, vegna annarra sjúkdóma í kjölfarið. Miss- ir hans er mikill. Fallegt hefur verið að sjá hve börnin hafa hlúð að foreldrum sínum á erfiðum stundum og staðið við hlið þeirra. Við söknum Guðrúnar og þökkum henni allt sem hún var okkur og gaf okkur en mestur er söknuður eiginmanns, barna og barnabarna. Við sendum þeim innilegar samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Bjarney Tryggvadóttir og Árni Jónsson. Málrækt og skáldskapur Föstudaginn 19. maí 1995 verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu á vegum íslenskrar málnefndar og Rithöfundasambands islands þar sem fjallað verður um málrækt og skáldskap. Ráðstefnustjórar verða Kristján Árnason.formaður íslenskrar málnefndar, og Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöfunda- sambandsins. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum. Dagskrá: 13.30 Ráðstefnan sett (Kristján Árnason). 13.40 Jónas Kristjánsson prófessor: Hinn réttí litur orðsins. 14.00 Einar Már Guðmundsson rithöfundur:Á valdi orðanna. 14.20 Friðrik Rafnsson ritstjóri: Bókmenntir: Málaskóli lifsins? 14.40 Kaffihlé. 15.10 Guðrún Helgadóttir rithöfundur: Ekki fær hann Grimur gott 15.30 Þorsteinn Gylfason prófessor: Skáldamál og annað mál. 15.50 Umræður. 17.00 Ráðstefnunni slitið (Ingibjörg Haraldsdóttir). °iv ÍSLENSK MÁLNEFND RITHÖFUNDA- SAMBAND fSLANDS MJÓLKURSAMSALAN WtÆhÆÞAUGL YSINGAR SMÁAUGL ÝSINGAR tónlistarsk)linn Frá Nýja tónlistarskólanum Inntökupróf fyrir skólaárið 1995-’96 verða mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. maí. Síðasti innritunardagur er föstudagur 19. maí frá kl. 14.00-18.00 í síma 39210. Skólaslit verða í Bústaðakirkju föstudaginn 19. maí kl. 18.00. Nýi tónlistarskólinn. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hæöargarður 10, þingl. eig. Stefán Gunnar Steinarsson, gerðarbeiö- endur Ríkissjóður kt. 540269-6459, Sýslumaðurinn á Höfn og veð- deild Landsb., 23. maí 1995 kl. 14.00. Sandbakki 24, Höfn, þingl. eig. Gerður Elín Ingvadóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Hornafjarðarbær, Kauþfélag A- Skaft. og Landsbankinn Höfn, 23. maí 1995 kl. 13.00. Vesturbraut 2, ásamt öllum vélum og tækjum, 780 Höfn, þingl. eig. J^rentsmiðja Hornarfjarðar, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, inn- heimtumaður ríkisins, Lífeyrissjóðurverslunarmanna og Sýslumaður- inn á Höfn, 23. mai 1995 kl. 14.30, Sýstumaðurinn á Höfn, 16. maí 1995. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl, 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalstöðvar KFUMogKFUK Holtavegi 28 Munið vinnukvöld við Holtaveg i dag kl. 17.30-22.00. Tekið til hendinni úti og inni. Léttur kvöldverður á staðnum. Fjölmennum. Hailveigarstíg 1 • sími 614330 Ferðakynning 18. maí Kl. 20.00 á Hallveigarstíg 1. Fararstjórar kynna ferðir sumarsins og veita uþþlýsingar um feröabúnað. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Helgarferð 19.-21. maí KL 20.00 Fimmvörðuháls. Gengið upp í Fimmvörðuskála, þar sem gist verður í tvær næt- ur. Farið á Eyjafjallajökul. Farar- stjóri Hörður Haraldsson. Dagsferð sunnud. 21. maí Kjalarnestangar. Valin leið úr Fjörugöngunni 1992. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.