Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 41
MORGU NBLAÐIÐ MIIMNIMGAR FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 41 þau uxu og döfnuðu. Hann hlúði að þeim eins og þau væru hans eig- in börn. Reynir var allra manna greiðviknastur og alltaf var hann borgunarmaður fyrir sig og sína. En barnsleg einlægni hans braust fram þegar hann fékk hjálparhönd við gróðurræktina hvort sem það var í garðinum heima í Breiðagerði eða upp á Vatnsenda. Síðastliðin ár dalaði eilítið styrkur Reynis til fótanna og gerði það honum stund- um erfiðara að sinna áhugamálinu og lífsstarfinu. En þegar hann var kominn innan um trén var eins og hann fengi aukakraft og þar gat hann gert ýmislegt sem hann treysti sér ekki í annars. Reynir Sveinsson var náttúrubarn. Ekki veit ég hvað Reyni lánaðist að ferðast víða um ísland en aldrei fórum við saman um þar sem hann þekkti ekki alla staðháttu og sér- stakiega mann ég þau skipti sem við áttum leið til eða frá Vatns- enda. Hann naut þess að stoppa á Vatnsendahæðinni og horfa yfir borgina og fjallgarðinn handan hennar. Alltaf var hann jafnhissa á því hve lítið ég þekkti til íjallanna enda fannst honum sem sönnum íslendingi að menn ættu að þekkja helstu kennileiti landsins líkt og menn þekkja sína eigin fjölskyldu. Ekki fannst honum mikið til lang- skólagenginna koma sem ekkert þekktu eigið land. Stundum var farið upp eftir við sólarupprás og þá fylgdu staðháttarlýsingar sem mótuðust m.a. af skuggum fjalls- tindanna hvers á annan og aðrar sögur komu þegar skuggarnir sner- ust við sólarlag. Reynir vildi umgangast náttúr- una eins og hún er þar sem flest fær að vaxa og dafna óbreytt með sínum eiginleikum og einkennum, villt frá náttúrunnar hendi. Náttúr- an sér nefnilega um sig sjálf. Þau Reynir og Dúnna hafa að sama skapi ræktað sína fjölskyldu með níu börnum, tengdabörnum, barna- börnum og börnum þeirra ásamt öðrum ættingjum. Þar hafa allir vaxið og dafnað með sínum eigin- leikum og einkennum og persónu- leikaflóran líkt og náttúran, villt og margbreytileg þar sem allir fá að njóta sín óháð stöðu þeirra innan fjölskyldunnar. Öll börn þeirra i hjóna bera greinilega ómælda virð- ingu fyrir foreldrum sínum og hefur það komið glöggt í ljós á undaförn- um_ dögum. Á lífsleið fólks er ýmislegt sem mótar og hefur áhrif á það í fram- tíðinni. Reynir Alfreð Sveinsson er einn fárra einstaklinga sem hefur haft mótandi áhrif á mig, ekki vegna þess sem hann sagði heldur vegna verka hans og þess sem hann stóð fyrir. Fyrir það þakka ég. Þrátt fyrir að Reynir Alfreð Sveinsson sé farinn úr mannheim- um hefur hann dreift mörgum brot- um hjarta síns og hugsunar til fjöl- skyldu sinnar og vina. Hann skilur nú plóg sinn eftir í plógfarinu vit- andi það að aðrir taka við í hans anda. Reynir var ekki einasta heiðar- ; legur, hreinlyndur og góður maður, heldur var kjarni hans byggður upp og styrktur af Dúnnu, konunni hans, sem gaf honum það sem hann hafði ekki og átti þátt í mótun þeirr- ar persónu sem við kveðjum nú í dag. Elsku Dúnna, Hörð er stundum heimsins glíma þá hamingjunnar byrgist sýn. Sigrast allt á sínum tíma og sólin brosir inn til þín. (Guðinundur A Finnbogason) Megi Guð styrkja þig og blessa. Ég votta öllum innilega samúð mína, drýp höfði með virðingu og kveð Reyni Alfreð Sveinsson. Jón Garðar Hreiðarsson. Fífilbrekka! gróin grund! grösug hlíð með betjalautum! flóatetur! fífusund! fífilbrekka! smáragrund! yður hjá ég alla stund uni best í sæld og þrautum; fífilbrekka! gróin grund! * grösug hlíð með beijalautum! (Jónas Hallgrímsson) Þetta látlausa en fallega ávarp þjóðskáldsins kemur ósjálfrátt upp í hugann á kveðjustund tengdaföður míns Reynis Alfreðs Sveinssonar, svo elskur var hann að íslenskri náttúru. Hann lést að morgni 11. maí síðastliðins kominn langt á sjö- tugasta og níunda aldursárið. Mann- inn með ljáinn bar skjótt og nokkuð óvænt að garði, því þó svo elli kerl- ing væri farin að gera Reyni nokkra skráveifu fór því fjarri að hann væri búinn að leggja upp laupana og var raunar albúinn til hefðbundinna vor- verka í gróðurreit sínum á Vatn- sendanum. Reynir var fæddur á Eskifirði. Fimm ára gamall flyst Reynir til Reykjavíkur, þar sem hann bjó lengstum síðan. Ekki naut hann langrar skólagöngu, a.m.k. á okkar tíma mælikvarða, en hún hófst á tíunda ári og lauk þegar hann var þrettán ára gamall. Að námi loknu tók svo alvara lífsins við og Reynir fór að vinna fyrir sér. Fyrstu árin vann hann við sveitastörf, stundaði síðan síldveiðar í nokkur ár og seinna almenna verkamannavinnu. Lengst af, eða í um fjörutíu ár, starfaði Reynir síðan hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og þaðan hygg ég að flestir muni minnast hans, enda má segja að ævistarf hans hafi öðru fremur falist í skógræktarstörfum. Árið 1947 reyndist síðan mikið merkisár. Það var árið sem Reynir kynntist henni Dúnnu sinni. Guðrún Eyvindsdóttir Bergmann hét hún og heitir fullu nafni, keflvísk mær, sem þá var fyrir nokkru flutt til Reykja- víkur þar sem hún vann fyrir sér á uppgangstímunum eftir seinna stríð. Þar var kominn lífsförunautur Reyn- is en þau Guðrún giftu sig 11. sept- ember 1953. Þau bjuggu lengi að Sogabletti 7, fluttust síðar að bæn- um á Elliðavatni, þar sem Reynir hafði til margra ára umsjón með Heiðmörkinni, en bjuggu síðast í Breiðagerði 31. Eins og fyrr segir er nafn og lífs- hlaup Reynis óijúfanlega tengt skógrækt með einum eða öðrum hætti. Auk þess að starfa lengst á þeim vettvangi, þá kom líka til brennandi áhugi hans á faginu og öilu því tengdu. Munu raunar aðrir vera hæfari til að fjalla um þann þátt en sá sem hér stingur niður penna. En Reynir var ekki bara „uppalandi" tijágróðurs og plantna ef svo má að orði komast. Fulltrúar margra kynslóða störfuðu undir hans stjórn og leiðsögn hjá Skóg- ræktarfélaginu og ekki er ofsagt að þar hafi hann oft gert góðan klár úr göldum fola. Raunar hefur maður á liðnum árum hitt fjölda uppkomins fólks, sem um lengri eða skemmri tíma starfaði undir leiðsögn hans. Einróma vitnisburður þess er kannski marktækasti og fallegasti minnisvarðinn um ævistarf Reynis. Hinsvegar leit hann aldrei á sjálfan sig sem einhvern sérfræðing. I eigin augum var hann aldrei annað en verkamaður, en hann var stoltur af þeirri nafnbót. En Reynir var einnig heimilsfaðir og fyrirvinna fjölskyldu, sem a.m.k. í dag þætti í stærra lagi! Þau hjónin virðast líka hafa verið mikið sam- hent í því að fæða og klæða allan hópinn sinn og koma honum af myndarskap til manns. Þar að auki voru á heimili þeirra, um lengri eða skemmri tíma, ættmenni beggja á ýmsum aldri. Raunar finnst mér frá- sagnir hljóma þannig, að heimilið hljóti á stundum að hafa verið líkast brautarstöð, þar sem fólk var að fara og koma allan daginn. Á þeirri brautarstöð kostaði viðurgjörningur- inn hinsvegar ekki neitt! Reynir var raunar orðinn roskinn maður þegar ég kynntist honum fyrst og eiginlegum starfsdegi hans að ljúka. Ekki veit ég hvernig honum leist á þennan verðandi tengdason sinn, sem hann fékk auðvitað engu um ráðið, fulltrúa þess ísiands vel- megunarinnar sem hann átti sjálfur þátt í að skapa; veröld sem er geró- lík því basli kreppuáranna, sem hann upplifði. Með okkur tókst þó fljótt vinfengi og hygg ég að þar hafi skipt mestu sameiginlegur áhugi okkav á íslandi og íslenskri náttúru. í þeim efnum var hann vakinn og sofinn og undraðist oft þá áráttu afkomenda sinna að vera að flangs- ast til útlanda. „Hvað eruð þið að vilja til útlanda?" sagði hann gjarn- an, „sem eigið besta land í heirni?" Raunar snerust samræður okkar oftar en ekki upp í tvíhliða spurn- ingakeppnni um flóru, fugla, fjöll og firnindi þessa dæmalausa lands. Spurningakeppni þar sem ég fór æði oft halloka. Hann geislaði í síðasta samtalinu sem við áttum örfáum dögum fyrir dauða hans. Eftir lang- an og dimman vetur var að lifna yfir honum að nýju. Hann var farinn að huga að vorverkunum, var búinn að heyra í vorboðunum sunnan úr álfu, þ. á m. blessaðri lóunni og loks skammaði hann mig fyrir að vera ekki búinn að fara austur og huga að mávsvarpinu. Ég lofaði að gera bragarbót og færa honum svartbak- segg í vikulokin. Það verk bíður nú betri tíma. Það er ekki hægt að minnast Reynis Sveinssonar öðruvísi en að 'getið sé þáttaiy Guðrúnar tengda- móður minnar í lífshlaupi hans. Um nærfellt hálfrar aldar skeið var hún hans stoð og stytta, héit honum myndarlegt heimili og ól honum mannvænleg börn. Seinni árin eftir að heilsu hans hrakaði annaðist hún hann af einstakri natni og ósér- hlífni. Stærst held ég þó að hún hafi verið í sorg síðustu daga, sem hún hefur tekist á við af óbugandi kjarki og reisn og verið þeim sem yngri eru sannkölluð fyrirmynd. Dauðinn er alltaf óvæginn með einum eða öðrum hætti, ekki síst í tilvikum þar sem fyrirvarinn er nán- ast enginn. Þegar frá líður tel ég þó að við eftirlifendur verðum sam- mála um það að Reynir hafi á flest- an hátt verið gæfumaður. Hann var aldrei ríkur á veraldlega vísu en þeim mun ríkari af þeim verðmætum sem mölur og ryð fá ekki grandað. Börnin hans eru til vitnis um það svo og mannorð hans sem ég hygg að aldrei hafi fallið blettur á. Andinn var heill og óskaddaður, þó lúinn líkaminn hafi ekki alveg fylgt sál- inni eftir síðustu árin og sá beiski kaleikur var því tekinn frá ástvinum hans að þurfa að upplifa hann sem örvasa eða ósjálfbjarga gamai- menni. Dauðinn fór um hann skjót- um og nærfærnum höndum og hann hvarf okkur eftirlifendum inn í þá voraldarveröld sem hann sjálfur mat allra árstíða mest, maður ljóssins, gróandans og athafnanna. Morgunn fimmtudagsins ellefta maí var líka án efa fegursti morgunn þessa vors. Logn, hvergi ský á himni og fjöllin umhverfis Faxaflóann komu heiðblá út úr hinni örstuttu nótt þessa ein- staka árstíma. Það var eins og nátt- úran sjálf væri að heiðra gamla skógræktarmanninn um leið og hún þakkaði honum óteljandi handtök. Guð blessi minningu Reynis Al- freðs Sveinssonar. Karl Axelsson. Mig langar að minnast tengda- föður míns með örfáum orðum. Reynir var alveg einstakur maður, fyrir um það bil tuttugu árum 'er ég kynntist honum var mér strax tekið eins og ég væri hans eigin dóttir og þannig hefur það verið síðan. Reynir var mikið náttúrubarn eins og bæði garðurinn hans heima og að Vatnsenda bera vitni um. Hann hafði yndi af tijárækt og margar plönturnar sá maður dafna hjá honum. Oft naut ég aðstoðar hans við garðinn minn og það sem ég veit um garðrækt á ég honum að þakka. Alltaf var gaman að ganga um garðinn með honum og fræðast um hvernig best væri að hlúa að hverri plöntu fyrir sig. Reynir vissi líka mikið um landið okkar og eftir hveija ferð sem við fórum með honum var maður ein- hvers fróðari um landið. Ég vil með þessum fátæklegu orðum kveðja tengdaföður minn og þakka honum fyrir öll yndislegu árin sem ég og fjölskylda mín áttum með honum. Guð geymi þig elsku Reynir minn. Elsku Dúnna, Guð gefi þér styrk á þessari erfiðu stundu. Kristín Agnarsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Keyni Alfrcð Svcinsson bíðn birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, fósturmóðir, amma, og langamma, SIGRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Víkurbraut 36, Grindavík, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, að morgni 15. maí, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 19. mai nk. kl. 14.00. Jarðsett verður frá Út- skálakirkju. Júlíus Danielsson, Þóra Júlíusdóttir, Erling Kristjánsson, Ingólfur Júliusson, Rún Pétursdóttir, Þorleifur Júlíusson, Jo Júliusson, Daniel Rúnar Júlíusson, Elisabet Sigurðardóttir, Ragnheiður Jones, DonJones, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG BERGÞÓRA BERGÞÓRSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, 14. maí 1995. Útförin fer fram 22. maí kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Herbert Sigurjónsson, Inga Þóra Wessman, IbWessman, Sigurjón Herbertsson, Helga Hákonardóttir, Einar Ingþór Einarsson, Sólveig Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AURÓRA ALDA JÓHANNSDÓTTIR, Eyjahrauni 9, Vestmannaeyjum, sem lést 11. maí, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 20. maí kl. 14.00. Sigfús Guðmundsson, Jóhann G. Sigfússon, Gunnyör Valdimarsdóttir, Guðmundur Þ. Sigfússon, Jóna Ó. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir mín, föðursystir og mágkona, SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR, Selvogsgrunni 11, sem andaðist mmánudaginn 8. maí verður jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun, föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Asdfs Kjartansdóttir, Kjartan Haraldsson, Sofffa Bjarnadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, EINAR ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN, sem lést á heimili sínu 11. maí sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. maí nk. kl. 13.30. Bergljót Líndal, Björn Jóhann Guðjohnsen, Sigurður Kristinn Guðjohnsen, Jónas Guðmundsson, Sólrún Geirsdóttir, Guðmundur Þór Guðmundsson, Elín Daviðsdóttir og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.