Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Frangois Mitterrand lætur af embætti forseta Frakklands eftir 14 ár
Hvetur Chirac til að stjórna
„í friði og með réttlæti“
París. Reuter.
Reuter
FRANQOIS Mitterrand voru réttar rauðar rósir er hann hélt frá
Elyseé-höll þar sem hann lét af embætti Frakklandsforseta. Var
forsetanum fyrrverandi boðið til kveðjuveislu í höfuðstöðvum
sósíalista en rósin er tákn flokksins.
JACQUES Chirac tók í gær við emb-
ætti forseta Frakklands við látlausa
athöfn í Elyseé-höll. Rauðir dreglar,
hátíðleg tónlist og glæsilegir hátíða-
salir, voru á sínum stað en ræðumar
sem fluttar voru af þessu tilefni voru
stuttar og skrautið í lágmarki. Til að
leggja enn frekar áherslu á hinn nýja
tón skipaði Chirac bílstjóra sínum að
nema staðar á rauðu ljósi á leið til
athafnarinnar, þrátt fyrir að öll um-
ferð hefði verið stöðvuð til að hann
kæmist leiðar sinnar.
Fráfarandi forseti, Frangois Mitt-
errand, tók á móti Chirac á tröppum
Elyseé-hallar kl. 11 að staðartíma. í
lok klukkustundar samtals þeirra, þar
sem Mitterrand upplýsti Chirac um
ríkisleyndarmál og hvemig hann ætti
að gefa fyrirskipun um að kjamorku-
vopnum Frakklands skyldi beitt,
fylgdi Chirac fyrirrennara sínum að
bíl hans. Var Mitterrand ekið til
kveðjuveislu sósíalísta.
Gerð hróp að Dumas
Hann hafði birt formlega kveðju
sína kvöldið áður þar sem hann sagð-
ist lítið fyrir uppgerðarkveðjur. Hvatti
Mitterrand Chirac til að „stýra Frakk-
landi í friði og með réttlæti" og þakk-
aði frönsku þjóðinni fyrir allt sem
hann skuldaði henni. Með þessu vildi
Mitterrand komast hjá biturleikanum
sem einkenndi forsetaskiptin 1981 en
þá stóð Valery Giscard d’Estaing,
fráfarandi forseti, upp úr stól sínum
og skildi hann eftir auðan í kveðjuá-
varpi sínu í sjónvarpi.
Að fundi forsetanna loknum var
Chirac lýstur forseti fimmta lýðveld-
isins og 21 fallbyssuskoti skotið frá
gröf Napóleons, nýkjömum forseta
til heiðurs. Roland Dumas, forseti
franska stjómlagadómstólsins skipaði
Chirac forseta með orðunum: „Sem
æðsti yfírmaður ríkisins á nýju tíma-
bili í sögu okkar sem hefst í dag,
eruð þér, herra forseti lýðveldisins,
ábyrgðarmaður fyrir köllun og örlög-
um Frakklands."
Chirac hélt þá fimm mínútna ræðu
þar sem hann sagði m.a.: „í dag, er
ég tek við ábyrgð hins æðsta valds,
finn ég að miklar vonir hafa verið
bundnar við mig.“
Blómsveigur á leiði de Gaulles
Rigningarúði var í borginni í
gær en þrátt fyrir það söfnuðust
þúsundir stuðningsmanna Chiracs
saman við þær götur sem hann ók
um til að fagna honum. Fagnaði
fólk einnig eiginkonu Chiracs en
gerði hróp að Dumas. Eitt af síð-
ustu embættisverkum Mitterrands
var að skipa sósíalistann Dumas í
embætti. Edouard Balladur, fráfar-
andi forsæ'tisráðherra Frakklands,
JACQUES Chirac, nýkjörinn
forseti Frakklands, kveður
Mitterrand á tröppum Elyseé-
hallarinnar.
hlaut blendnar móttökur.
Aðeins einu sinni áður hafa verið
forsetaskipti í Frakklandi, árið 1981
er Mitterrand tók við af Valery Gisc-
ard d’Estaing. Charles de Gaulle lét
af völdum áður en eftirmaður hans,
Georges Pompidou var kjörinn árið
1969 og Pompidou lést í embætti
árið 1974. Varði einkasamtal verð-
andi og fráfarandi forseta 15 mínút-
um lengur en er Mitterrand tók við
völdum.
Fyrr um daginn fór Chirac í þyrlu
að grafhýsi de Gaulle í Colombe-les-
deux-Eglises, austur af París, þar sem
hann lagði blómsveig. Síðar um dag-
inn ók hann upp Champs Elyseé-
breiðgötuna í fylgd lýðveldisvarðarins
og lagði blómsveig við minnismerkið
um óþekkta hermanninn undir Sigur-
boganum.
Chirac var klæddur í dökkblá föt
og með grátt bindi en eiginkona hans
í gula Valentino-dragt. Er hann tók
við embætti, stóð hann hjá eiginkonu
sinni, Balladur og forsetum beggja
þingdeilda. Franski forsetinn sver
ekki embættiseið við biblíuna, ólíkt
því sem gerist t.d. í Bandaríkjunum.
Kveður án eftirsjár
I veislunni sem sósíalistar héldu
Mitterrand til heiðurs, sagðist forset-
inn fyrrverandi vera að hefja nýtt
skeið í lífi sínu. „Ég veit ekki hversu
lengi það varir, það verður ekki endi-
lega mjög langt,“ sagði hann.
Mitterrand bauð öðrum að meta
hvemig til hefði tekist í forsetatíð
sinni. „Ég kveð án þess að finna til
hinnar minnstu eftirsjár eða biturðar.
Lífíð heldur áfram og allir munu
dæma. Trúið mér, ekki einu sinni ég
mun reyna að komast hjá því að vera
dæmdur,“ sagði Mitterrand.
Honum hefur verið hrósað mjög á
alþjóðavettvangi fyrir að vinna að
sameiningu Evrópu en hann er mun
umdeildari heimafyrir. Er hann hverf-
ur út embætti er atvinnuleysi mikið
og hvert fjármálahneykslið af öðru
hefur komið upp á síðustu mánuðum.
Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir
að hafa ekki sýnt forsetaframbjóð-
anda sósíalista, Lionel Jospin, nægan
stuðning.
Mitterrand var greinilega stoltur
og virtist horfa með nokkurri eftirsjá
til embættisára sinna. Honum tókst
að sitja út kjörtímabilið þrátt fyrir
að hann sé sé sárþjáður, haldinn
Ólæknandi krabbameini í blöðruhál-
skirtli. Hvatti hann sósíalista til að
láta ekki hugfallast þó að hægrimað-
ur sæti nú við stjómvölinn „Þegar
franska þjóðin vill breyta um stefnu,
mun hún snúa sér til ykkar.“
FRANSKB
FARNAWTAV
OPNAR
PAG
LAUGAVEGI 17
OPIÐ LAOGARPAGA 10 - 17
OG SONNODAGA 12 - 17