Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KONUR eru stór hluti starfsmanna sjúkrahúsa. Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga, tók til máls á fundinum og sagði lýsandi dæmi að 200 hjúkrunarfræðingur á landsbyggð- inni hættu störfum vegna niðurfellingar á staðaruppbót um næstu mánaðamót. Kynjabundinn launamunur til umræðu á fundi KRFÍ „ Yið lærðum aldrei neitt á kerfið“ FUNDARMÖNNUM á fundi um kynbundinn launamun var mikið í mun að virk umræða um jafnréttismál fyrir kosningar skilaði sér, að því -----------------------H------------------7---- er fram kemiir í frásögn Onnu Gunnhildar Olafs- dóttur. Skorað var á stjórnvöld að grípa án tafar til aðgerða gegn hróplegu misrétti í launamálum. Lára V. Júlíusdóttir Guðrún Hallgrímsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Lára V. Júlíusdóttir, fráfarandi formaður Jafnréttisráðs, flutti framsögu á fjölmenn- um fundi Kvenréttindafélags íslands um launamálin á Hótel Sögu árla á þriðjudag. Lára tók fram að skýrsla Jafnréttisráðs væri byggð á upplýs- ingum frá nokkrum opinberum fyrir- tækjum og einkafyrirtækjum og gæfi því aðeins mynd af launamálum innan þeirra. Engu að síður gæfu upplýsingamar hugmynd um raun- verulegt ástand og styddu niðurstöð- ur annarra athugana um launamis- rétti. Hins vegar hefði komið á óvart hve mikið launamisrétti viðgengist innan einstakra fyrirtækja. Ekki síst hefði komið á óvart að menntun skil- aði sér miklu verr í launum kvenna en karla. Háskólapróf skilaði körlum t.d. 132% hærri launum en konum aðeins 42% hærri launum miðað við laun þeirra sem ekki hafa framhalds- skólanám að baki. Lára taldi upp til hvaða aðgerða mætti grípa til að bæta ástandið. Starfsmat, þ.e. athugun á verðmæti einstakra starfa, gæti hjálpað. Nauð- synlegt væri að hið opinbera og fyrir- tæki settu fram öflugar jafnréttisá- ætlanir og eflaust myndi hjálpa ef samið væri um raunveruleg laun í kjarasamningum enda skiluðu hvers kyns sporslur sér verr til kvenna en karla. Hugmyndir um kynjakvóta hefðu komið upp í tengslum við jafnréttis- áætlanir og rætt hefði verið um að karlar nýttu betur rétt til fæðingar- orlofs. Lára tók fram að skýrsla Jafn- réttisráðs sýndi fram á að konur vikju sér ekki undan stjórnunarstöðum. Tækifærin skiluðu sér hins vegar mun betur til karlanna. . „Hvað við vorum vitlausar!" Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræð- ingur, var fulltrúi kvenna með reynslu af vinnumarkaðinum. Guðrún sagðist ekki gleyma því þegar hún varð 16 ára og fékk í fyrsta sinn vinnulaun fullorðinna, þ.e. kvenmannslaun. „Mjög lengi eimdi eftir af beiskj- unni,“ sagði Guðrún. „Við sórum og sárt við lögðum að órétt- lætinu skyldi aflétt. Við fórum í skóla og komum til starfa. Við vorum fáar. Við vorum svo fáar að við vorum engin ógnun. Við fengum í karlastörfunum sömu laun og karlarnir og síðan urðum við upp- teknar af því að hasla okkur völl, öðlast viðurkenningu, verða einar af strákunum. Vinnan og hvemig okkur tækist að inna hana af hendi skipti öllu. Við lærðum aldrei neitt á kerfið. Við höfðum ekki vit á að koma okkur upp einhvers konar Rotary eða Lions og áttum mjög fáa að. Hvað við vor- um vitlausar!" sagði Guðrún. Guðrún sagði að nokkrar konur hefðu beitt sér af dirfsku og einurð gegn launamisrétti. Orðið dirfsku notaði hún, því ekki hefðu allir verið á eitt sáttir um að annað en eðlilegur launamunur viðgengist á ------------ vinnumarkaðinum. Hún nefndi að þegar langskóla- gengnar baráttukonur hefði beitt sér fyrir bættri stöðu láglaunakvenna hefði ekki farið hjá því að þær gerðu samanburð á sinni stöðu og stöðu láglaunakvennanna. Niðurstaðan hefði verið að ástandið væri harla gott hjá fyrri hópnum. „Getur verið að það hafi haldið aftur af okkur konum að aðrar konur Sporslur skila sér frekar til karla Starfsmat er engin töfra- lausn höfðu það skítt? Meðal annars þess vegna hafi það forskot sem aukin menntun hefði átt að færa konum ekki nýst sem skyldi?" sagði Guðrún og lagði áherslu á að auka þyi-fti pólitísk völd kvenna, gera launakeifið gagnsærra og heiðarlegra, stækka kökuna og stuðla áfram að viðhorfs- breytingu. Fleiri þurfa að vakna Guðrún Guðmundsdóttir, lækna- nemi, var fulltrúi kvenna á leið út á Vinnumarkaðinn. Guðrún sagði að sér og bekkjarsystrum sínum væri full- kunnugt um innihald skýrslu Jafnrétt- isráðs. Hins vegar hefðu þær ekki tekið innhaldið til sín. „Síðan fór ég að spekúlera í því af hveiju ég væri að halda því fram að ég myndi ekki lenda í launamis- rétti. Er það af því að ég veit það eða af því að mér finnst það? Það er af því að mér finnst það. Mér finnst svo ósanngjamt að það geti átt sér stað að mér finnst að það geti ekki verið. Finnst eins og menn komi til með að hljóta að horfa á mig og Ólaf vin minn og segja: „Djöfull eruð þið góðir krakkar. Þið eru jafngóðir. Ég ætla að greiða ykkur sömu laun.“ Kannski er það ekki þannig. Skýrslan er einmitt að segja okkur það.“ Eftir að hafa hugsað málið sagðist hún hafa uppgötvað að eins og aðrar konur gæti hún átt á hættu að verða fyrir mismunun. „Við skulum bara skoða hveijir verða súperkanditatar, hveijir komast út í nám, hveijir kom- ast í sérfræðistöðu, hver er yfirmaður heilsugæslustöðvarinnar, hver er yfir- læknir. Þar er rosalega mikið af körl- --------- um, skal ég segja ykkur. Ég er ekki að fullyrða að misrétti eigi sér stað. Ég er eingöngu að benda á að þarna eru möguleikar sem ég þarf að vera vak- andi fyrir,“ sagði Guðrún. Hún sagði að fleiri en hún þyrftu að vakna, all- ir, og taka til í sinni skúffu. Nefnd um starfsmat Eftir framsögur steig Páll Péturs- son, félagsmálaráðherra, í pontu og sagði að sömu laun fyrir sambærilega vinnu væru spuming um mannrétt- indi. Hann sagðist hafa ákveðið að fuiltrúar frá VSÍ og Vinnumálasam- bandi sætu í starfshópi um starfsmat frá 8. mars. Ef vinnuveitendur væru ekki með í starfi hópsins væri hann ekki líklegur til að skila árangri. Siv Friðleifsdóttir, formaður nefnd- arinnar, sagði að verkefni hennar væri að kanna hvaða möguleika íslend- ingar hefðu til að beita staifsmati. Fylgst yrði með hvemig farið væri að í öðr- um löndum og ákveðið hefði verið að fá leyfi til að senda starfsmat sveitar- félaganna til bresks sérfræðings. Hún lagði áherslu á að starfsmat væri vand- meðfarið og engin töfralausn. Mikinn pólitískan vilja þyrfti til að starfsmat yrði konum í hag. Alþjóðadagur safna Abyrgð á varð- veislu menning- arverðmæta Guðný Gerður Gunnarsdóttir A LÞJÓÐADAGUR /'■ safna er í dag, 1 A. fimmturfaginn 18. maí. Alþjóðaráð safna, Int- emational Concil of Muse- um, var stofnað árið 1946 en þar er um að ræða sam- tök safna og safnafólks víða um heiminn. íslaridsdeild þessara samtaka var stofnuð árið 1985. Stofndagur sam- takanna er 18. maí og hefur verið haldið upp á hann sem alþjóðlegan safnadag frá ár- inu 1977. „Þessi samtök safna og safnafólks voru stofnuð skömmu eftir stríð og var tilgangur þeirra meðal ann- ars sá að koma á kynnum meðal safnafólks, en auk þess eru samtökin ráðgjafar UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna á sínu sviði og taka þannig þátt í að móta stefnu um varðveislu menningar- minja innan þess vettvangs," sagði Guðný Gerður Gunnarsdóttir for- maður íslandsdeildar ICOM, al- þjóðaráðs safna. Hvernig er starfsemi þessara samtaka háttað? „íslandsdeild ICOM er tíu ára gömul, var stofnuð árið 1985 og félagsmenn eru rúmlega 20. Starf- semin er byggð upp á annars vegar þessum þjóðdeildum sem eru 102 talsins víða um heim, en hins vegar í alþjóðiegu deildinni þar sem starfa fagnefndir. Þar gefst safnafólki tækifæri til að taka þátt í faglegu starfi, ráðstefnum, námskeiðum og að kynnast safnafólki víðs vegar að úr heiminum sem er afskaplega mikilvægt. Ekki síst er það kær- komið fyrir okkur íslendingana sem erum fremur fáir að hafa færi á að taka þátt í alþjóðlegu starfi. / hvetju er starfsemi íslands- deildarínnar aðallega fólgið? „Þetta er fyrst og fremst félags sem starfar að faglegum málum safna fyrir safnafólk. Við höfum m.a. staðið í útgáfustarfsemi. Við gáfum út Siðareglur Alþjóðaráðs safna, sem er rit einkum ætlað stjómendum safna og starfsfólki þeirra, en í ritinu er grundvöllur safnastarfsins skilgreindur ítar- lega. Islandsdeildin hefur einnig gefið út handbókina Söfn á ís- landi, þar sem er að finna gagnleg- ar upplýsingar um öll söfn á land- inu, starfsemi þeirra er kynnt, greint frá opnunartíma og fleira.“ Á hveiju ári velur Alþjóðaráð safna sér ákveðna yfir- skrift fyrir árið og er nú í ár vísað til ábyrgðar safnanna. „Við viljum vekja at- hygli á ábyrgð safnanna í að tryggja varðveislu menningar- verðmæta og þá er líka í ár lögð á það áhersla að ræða um á hvem hátt söfnin svara kröfum samfé- lagsins sem þau eru hluti af,“ sagði Guðný Gerður, en safnið er skil- greint sem varanleg stofnun, opin öllum almenningi, sem ekki er rek- in í hagnaðarskyni heldur í þágu þjóðfélags og framþróunar. Safn er stofnun sem safnar áþreifanleg- um heimildum um manninn og umhverfi hans, vemdar þær, stuðl- ar að rannsóknum á þeim, miðlar upplýsingum um þær og hefur til sýnis. Á hvaða sviði hafa ■ samtökin einkum beitt sér? „Samtökin hafa allt frá upphafi vakið athygli fólks á þeim hættum sem að menningarverðmætum ► Guðný Gerður Gunnarsdótt- ir er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún iauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð árið 1973 og stundaði eftir það nám í þjóðháttafræði, mannfræði og fornleifafræði við Iláskólann í Lundi í Svíþjóð, en þaðan lauk hún Fil. kand.- prófi árið 1978. Þá stundaði hún framhaldsnám við háskólann í Toronto og lauk MA-námi það- an árið 1988. Guðný Gerður var safnvörður við Árbæjarsafn á árunum 1978 til 1985. Hún hef- ur starfað sem safnstjóri Minja- safnsins á Akureyri frá 1988 auk þess sem hún er formaður Húsfriðunarnefndar ríkisins og íslandsdeildar ICOM. steðja, m.a. eyðileggingu af völd- um stríðs, náttúruhamfara og þá hefur stuldur slíkra verðmæta og ólögmæt viðskipti einnig í ríkari mæli komið til sögunnar á síðustu árum. Á þessu sviði hefur verið öflug starfsemi af hálfu samtak- anna. Ófriðurinn á Balkanskaga hefur til að mynda beint augum fólks að þeirri eyðileggingu sem að menningarverðmætum steðjar vegna stríðs. Fólk á vegum sam- takanna hefur farið til Króatíu gagngert í þeim tilgangi að bjarga menningarverðmætum og aðstoða safnafólk þar í landi við að koma slíkum verðmætum undan. En það er ekki bara af völdum stríðs sem menningarverðmæti geta farið forgörðum, í daglegum rekstri þarf einnig að mörgu að hyggja. Söfn eru rekin fyrir almannafé og nið- urskurður á fjárveiting- um til þeirra getur komið sér afar illa, ég get nefnt sem dæmi að ef Ijárveitingar eru skornar niður getur viðhald á byggingum safn- anna verið vanrækt og stofnað þannig safngripum í hættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Er eitthvað sérstakt & dag- skránni i dag, í tilefni dagsins? Það verða opnaðar sýningar á Þjóðminjasafninu að nýju eftir umfangsmiklar viðgerðir á hús- næðinu. En við hér á íslandi höfum á síðustu árum efnt til þjóðminja- dags í júlí þar sem flest söfn hér á landi eru aðeins opin yfir sumar- mánuðina, þannig að við færum safnadaginn til og höldum þjóð- minjadaginn í staðinn í júi; en þann dag bjóðum við fólki m.a. að koma í söfnin. Söfnin svari kröfum sam- félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.