Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 60
- kjarni málsins!
OPIN KERFI HF
Sími: 567-1000
Whpl Wl' '1
mL/M i w'kahi)
HP urnboðið á íslandi
Frá inögttleika til verttleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBIJSXENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Kristinn
Merkingarnar málaðar
Á MEÐAL vorverka starfs-
manna bæjarfélaga og vega-
gerðar er að mála vegamerk-
ingar á götur og vegi. Þessir
starfsmenn Kópavogskaupstað-
ar voru að mála merkingar um
hámarkshraða á götur þar í bæ
í gær. Bæjarstarfsmenn hafa á
orði að ökumenn séu stundum
óþolinmóðir vegna þrenginga
og lokana á götunum á meðan
verið sé að merkja götur og
gera við. Hins vegar gangi
umferðin greiðar fyrir sig, ef
allir sýni tillitssemi gagnvart
merkingamönnunum.
*
Utboðslýsing Síldarvinnslunnar vegna hlutafjárútboðs
Veiðigjald talið
meðal áhættuþátta
FORRÁÐAMENN Síldarvinnsl-
unnar hf. í Neskaupstað telja
hugsanlegt að gjald fyrir veiðirétt-
indi verði tekið upp í framtíðinni
samhliða batnandi afkomu útgerð-
arinnar. Þetta kemur fram í útboðs-
lýsingu vegna hlutaíjárútboðs fé-
lagsins þar sem m.a. er íjallað um
áhættuþætti í rekstrinum.
„Mikil verðmæti eru fólgin í afla-
heimildum Síldarvinnslunar hf. Það
myndi því hafa töluverð áhrif á
rekstur félagsins ef kvótakerfið
yrði afnumið. Einnig er hugsanlegt
að samhliða vexti fiskistofna og
batnandi hag útgerðarinnar muni
gjald fyrir veiðiréttindi í einhverri
mynd verða tekið upp. Það mun
þó ekki hafa í för með sér grund-
vallarbreytingu á núverandi fyrir-
komulagi við fiskveiðar," segir í
ritinu.
Finnbogi Jónsson, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunar hf., segir að
með þessu sé ekki verið að viður-
kenna að greiða eigi leigu fyrir
kvótann.
„Einn af áhættuþáttunum er
hugsanlegar breytingar á fiskveiði-
stjórnuninni. Með þessu ákvæði
erum við að segja að við trúum því
ekki að kvótakerfinu verði breytt
í grundvallaratriðum þar sem ljóst
er að ekkert annað kerfi getur
stuðlað að þeirri auknu hagræðingu
í fiskveiðum og fiskvinnslu sem
nauðsynlegt er að vinna áfram að.
Hins vegar er bent á það að
hugsanlegt sé að einhvers konar
leigugjald gæti komið á fiskveið-
arnar í framtíðinni samhliða batn-
andi afkomu t.d. í því skyni að jafna
sveiflur í greininni.“
Hin nýju hlutabréf Síldarvinnsl-
unnar, sem eru að nafnvirði 56
milljónir, voru boðin á genginu 2,57
á fyrsta söludegi þannig að sölu-
andvirði þeirra er alls 144 milljónir
króna. Hluthafar hafa forkaupsrétt
að bréfunum fram til 7. júní 1995.
Síldarvinnslan er eitt af stærstu
sjávarútvegsfyrirtækjum landsins
og rekur frystingu, fiskimjölsverk-
smiðju, saltfiskverkun og síldar-
verkun sem aðalstarfsemi í landi
og gerir út fimm skip. Veltan á
síðasta ári nam alls um 2,7 milljörð-
um króna.
■ Áætlar/B4
Allt að 4
ferðir á dag
til Hafnar
FLUGLEIÐIR fljúga 22 ferðir á
viku til Kaupmannahafnar í
sumar, eða allt að fjórar ferðir
á dag.
Stjórn Flugleiða hefur ákveð-
ið að taka á leigu Boeing
737-400 vél, sem er í eigu jap-
anska fyrirtækisins Diamond
Leasing. Vélin kemur hingað til
lands í næstu viku og fer þá í
skoðun, en reiknað er með að
hún verði tekin í notkun um
miðjan júní.
Þegar vélin hefur verið tekin
í notkun geta Flugleiðir fjölgað
áætlunarferðum til Kaup-
mannahafnar um tvær á viku
og ein ferð í viku til Oslóar
bætist við.
■ Taka á leigu/Bl
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Kínakáli
plantað
á Garði
ÞRÁTT fyrir að Vetur kon-
ungur vilji ógjarnan sleppa
taki sínu á landinu norðan-
verðu, þá eru vorverkin hafin
víða, til dæmis hjá garðyrkju-
bændum sunnanlands. Ekki er
enn farið að setja niður kart-
öfluútsæði, enda ætlar frostið
seint að láta undan síga, en
þó styttist óðum í það. Á bæn-
um Garði í Hrunamanna-
hreppi var unnið að því að
planta út kínakáli í vikunni.
Þá hafa bændur þar sáð gul-
rótum í þau garðlönd sem eru
klakalaus.
Skýrsla um frísvæði unnin fyrir Aflvaka Reykjavíkur
Emma Bonino í viðtali við Morgnnblaðið
Frísvæði ekki raun-
verulegur kostur hér
ESB sættir sig ekki
við útfærslu lögsögu
FRÍSVÆÐI eru ekki raunverulegur
eða fýsilegur kostur hér á landi og
ekki til þess fallin að Iaða að erlenda
fjárfestingu, efla útflutning eða
skapa atvinnu, að því er fram kemur
í skýrslu Einars Kristins Jónssonar,
rekstrarhagfræðings, sem hann
vann fyrir Aflvaka Reykjavíkur hf.
í skýrslunni segir að um 300 frí-
svæði séu í heiminum og verulegt
offramboð. Samkeppnisstaða Is-
lands sé afleit m.a. vegna legu lands-
ins og hás flutningskostnaðar, for-
skots sem önnur frísvæði hafi, sam-
keppni láglaunaríkja, hás markaðs-
og kynningarkostnaðar og þess að
vægi frísvæða í heimsviðskiptum
hafi almennt minnkað.
Tollfrjáls aðgangur frísvæða að
EES-markaði sé mjög takmarkaður,
þar sem í bókun með EES-samn-
ingnum sé komið í veg fyrir að vara
framleidd úr innfluttum hráefnum
frá þriðja ríki, sé skilgreind sem
vara frá EES-ríki. Hátækniiðnaður
í formi einfaldrar samsetningar geti
ekki nýtt sér upprunareglur til að-
gangs að tollfijálsum mörkuðum.
Óhagstæð lega
Þá kemur fram að dæmigert frí-
iðnaðarsvæði sækist ekki eftir orku
eða hálaunastörfum hér, þar sem
um sé að ræða hátækniiðnað, sam-
setningariðnað eða dreifingarþjón-
ustu. Island eigi mjög takmarkaða
möguleika til alþjóðlegrar vörudreif-
ingar vegna óhagstæðrar legu.
Veruleg yfirboð með skattaívilnun-
um og styrkjum þurfi til að laða
fyrirtæki að frísvæði og slíkar að-
gerðir mismuni innlendri starfsemi.
Mun æskilegra sé að laða til lands-
ins varanlegri erlenda fjárfestingu,
sem byggi á orku og öðrum auðlind-
um. Það skiji meiri árangri við út-
flutnings- og atvinnueflingu að
styðja þúsundir fyrirtækja með al-
mennum aðgerðum, en örfá með
sértækum og dýrum aðgerðurti.
Háð heimild stofnana EES
Skýrsluhöfundur segir mikilvægi
frísvæðis á Suðurnesjum fyrir Kefla-
víkurflugvöll stórlega ofmetið.
Stofnun frísvæðis sé háð heimild
stofnana EES að uppfylltum skilyrð-
um, eins og að atvinnuleysi sé mikið
og vaxandi og tekjur lágar. Það sé
ekki fyrir hendi á íslandi.
EMMA Bonino, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, segir í viðtali
við Morgunblaðið að ESB muni
ekki sætta sig við frekari útfærslu
fiskveiðilögsögu strandríkja, en
rætt hefur verið um slíkar aðgerð-
ir t.d. í Noregi, Kanada og á ís-
landi, náist ekki niðurstaða á út-
hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna fljótlega.
„Ég er þeirrar skoðunar að mjög
mikilvægt sé að niðurstaða fáist á
úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna," segir Bonino í viðtalinu.
„Það er nauðsynlegt að samkomu-
lag náist um einhverjar þær regl-
ur, sem geta komið böndum á
annars óheftar veiðar á úthöfun-
um. Virku eftirliti verður að koma
á með einhveijum hætti. Ég er
viss um að reynt verður að fara
nýjar leiðir í ljósi allra þeirra deilna
um veiðar á alþjóðlegum miðum,
sem nú eiga sér stað. Vaxandi
þungi er nú lagður á það hjá mörg-
um strandríkjum, ekki aðeins
Kanada, að færa yfirráð sín út
fyrir 200 mílna lögsöguna. Þar er
Evrópusambandið á öndverðum
meiði, en á hinn bóginn er það
allra hagur að veiðunum sé stjórn-
að og eftirlit haft með þeim.“
Bonino ítrekar í viðtalinu þá
afstöðu framkvæmdastjórnar ESB
að íslendingar fengju ekki yfirráð
yfir eigin fiskimiðum, gengju þeir
í sambandið. „ísland yrði, eins og
önnur aðildarlönd, að gangast und-
ir hina sameiginlegu fiskveiði-
stefnu Evrópusambandsins," segir
Bonino. „Hins vegar yrði örugg-
lega um einhvern aðlögunartíma
að ræða eins og við inngöngu
Spánar og Portúgal á sínum tíma
og Svíþjóðar og Finnlands nú.“
■ Engar undanþágur/30-31