Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 3 7
skrárgerð. Starfaði hann hjá Sjón-
varpinu upp frá því og átti það hug
hans allan.
Tage var ávallt tryggur vinur og
okkur, sem þekktum hann bezt og
áttum samleið með honum og nutum
vináttu hans, verður hann ógleym-
anlegur. Alltaf var stutt í glettnina,
hlýjuna og elskulegheitin.
Eitt af því mikilvægasta í lífinu
er að eignast góða og trausta vini.
Viljum við hjónin biðja Guð að blessa
og hugga íjolskyldu hans.
Guð leiði hann og varðveiti á ei-
lífðarveginum. Vertu blessaður,
kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Kornelíus og Sigríður.
í dag er kvaddur Tage Ammendr-
up, upptökustjóri Sjónvarpsins og
einn af elstu starfsmönnum þess.
Fyrir nokkrum vikum veiktist hann
skyndilega er hann var að stjórna
veigamikilli upptöku fyrir Sjónvarp-
ið.
Tage var tónlistarmenntaður og
átti tónlistin jafnan mikið rúm í
huga hans. Áður en hann hóf störf
hjá Sjónvarpinu hafði hann unnið
merkt brautryðjandastarf í útgáfu
dægurlaga á hljómplötum. Þá hafði
hann um skeið séð um vinsæla
þætti í Útvarpinu og í nokkur ár
sá hann um tónleikahald erlendra
listamanna í Reykjavík. Þessi
reynsla varð notadijúg í starfi hans
í þágu Sjónvarpsins, en þangað
réðst hann þegar árið 1965, ári
áður en það hóf útsendingar, og tók
mikinn þátt í þeirri viðurhlutamiklu
undirbúningsvinnu sem þá var að
hefjast. Á þessum undirbúningstíma
fóru flestir starfsmenn til náms til
erlendra sjónvarpsstöðva, aðallega
norrænna, en BBC bauð einum Is-
lendingi til náms við gerð sjónvarps-
þátta og kom það í hlut Tages að
fara þangað.
Tage reyndist strax hinn nýtasti
starfsmaður og var afkastamikill
með afbrigðum. Hann skipulagði
verk sín afar vel og ljúfmennsku
hans og geðprýði var við brugðið.
Vegna þessa sóttust allir eftir að
starfa með honum, bæði listamenn
og starfsmenn Sjónvarpsins. Hefur
hann séð um gerð fleiri sjónvarps-
þátta en nokkur annar og urðu þeir
alls 1.340 talsins. Er ólíklegt að það
met verði bætt í bráð. Tage var
mjög næmur að velja skemmtiefni
sem féll vel að s'mekk almennings
og átti hann mikinn þátt í að Sjón-
varpið náði þeirri lýðhylli sem raun
varð á strax á fyrstu árum þess.
Ekki er unnt að tilgreina hér ein-
staka þætti hans, en þó má nefna
að hann mótaði gerð Spaugstofunn-
ar og stjómaði henni lengst af, en
þessir leikþættir voru alltaf unnir
með miklum hraða á seinasta degi
og urðu vinsælasta efni Sjónvarps-
ins fyrr og síðar. Gerð þeirra var
mikið afrek sem ekki hvað síst
mæddi á upptökustjóranum. Þá tók
Tage mikinn þátt í félagslífi starfs-
manna og var alla tíð virkur þátttak-
andi í skákklúbbi Sjónvarpsins, en
auk þess var hann í knattspyrnuliði
Sjónvarpsins fyrstu árin og studdi
það síðan með ráðum og dáð alla tíð.
í einkalífi var Tage mikill ham-
ingjumaður og fyrirmyndar fjölskyl-
dufaðir. Á þessari stundu minnist
ég með þakklæti hinna frábæru
starfa hans í þágu Sjónvarpsins, og
kveð með söknuði góðan vin og sam-
starfsmann en aldrei bar skugga á
samskipti okkar þá þijá áratugi sem
leiðir okkar lágu saman. Eftirlifandi
konu hans, frú Maríu Magnúsdótt-
ur, og öllum öðrum ástvinum votta
ég innilega samúð mína.
Pétur Guðfinnsson.
Á árinu 1995 eru liðnir þrír árá-
tugir síðan fyrstu starfsmenn voru
ráðnir til dagskrárgerðar- og tækni-
starfa hjá Ríkisútvarpinu til þess að
undirbúa útsendingar Sjónvarpsins.
Þetta var ekki stór hópur og meðal-
aldurinn ekki hár. Tage Ammendrup
var í þessum hópi, aðeins eldri en
flestir, og á þessum tíma þegar orð-
inn þjóðkunnur maður fyrir dag-
skrárgerð í útvarpi og útgáfustarf-
semi. Ég átti því láni að fagna að
vera samhliða þessum merka manni
á starfsvettvangi sem var þá alveg
nýr í landinu og kynntist því eins
og aðrir hvílíkur mannkostamaður
hann var. Nú er hann horfinn af
sjónarsviðinu og er skarð fyrir skildi.
Fregnin um andlát Tage kom
reyndar ekki á óvart, því að um
nokkurt skeið hafði hann ekki geng-
ið heill til skógar. Engu að síður
hafði hann gengið til starfa í Sjón-
varpinu eins og ekkert amaði að,
enda ekki hans geðslag að bera
raunir sínar eða áhyggjur á torg.
Hann hlífði sér ekki síðustu árin, fór
aðeins hægar yfir, en eldmóðurinn
frá fyrri tíð var alltaf í honum. Þeg-
ar hann um síðir fékk það áfall sem
ekki varð yfirunnið var hann við
störf að upptöku.
í kvikmynda- og myndbandasafni
Sjónvarpsins má glöggt sjá hve mik-
ilvirkur hann hefur verið í dagskrár-
gerð á þriggja áratuga starfsferli
sínum hjá Sjónvarpinu. Hann stýrði
upptökum á hvers kyns dagskrár-
efni, leikritum, tónlistarefni af ýmsu
tagi, spurninga- og skemmtiþáttum,
barnaefni og einnig hafði hann mik-
inn áhuga á gerð heimildarmynda.
Honum var sérlega umhugað að
sækja efni út fyrir Reykjavík, enda
voru ófáar dagskráröflunarferðirnar
sem hann fór um landið.
Af seinni verkum hans er minnis-
stæð heimildarmyndin Hvíti dauðinn
sem sýnd var um síðustu jól, en í
henni var fjallað um berkla hér á
landi. Hann átti hugmyndina að
þessari mynd og vann að henni í
náinni samvinnu við leikstjórann.
Um nokkurt skeið hafði hann
samhliða starfinu í Sjónvarpinu unn-
ið upp á eigin spýtur að gerð heimild-
armyndar um merkan íslenskan
hugvitsmann í Bandaríkjunum og
hafði meðal annars hlotið styrk úr
kvikmyndasjóði vegna þeirrar mynd-
gerðar. Þó að hann ætti við heilsu-
brest að stríða lét hann ekkert aftra
sér frá að fara til Bandaríkjanna til
þess að taka upp myndefni sem hann
þurfti. Lýsir þetta vel þeim dugnaði
og þeirri ósérhlífni sem honum var
í blóð borin og var alla tíð svo ríkur
þáttur í fari hans. Á vandasömum
starfsvettvangi sínum sem dag-
skrárgerðarmaður og upptöku-
stjórnandi var hann svo sannarlega
á réttri hillu í lífinu. Hér naut sín
hvort tveggja í senn rík sköpunar-
gáfa og hæfileiki til að hafa góða
yfirsýn yfir flókin og viðamikil verk-
efni.
Síðast en ekki síst var honum
einkar lagið að eiga samskipti við
fólk í starfi sínu, bæði þá sem komu
fram fyrir myndavélarnar og sam-
starfsfólkið sem virti hann og dáði.
Hann átti afar áuðvelt með að laða
að sér vini, enda átti hann þá marga.
Viðmótið var einstaklega hlýtt og
elskulegt og kímnin notaleg. Hann
var höfðingi í sjón og raun. Höfðingi
heim að sækja þar sem þau stóðu
þétt saman, hann og María, eigin-
kona hans. Höfðingi í stóru og smáu.
Þannig tók hann snemma á starfsá-
rum sínum upp hjá sér að koma upp
í Sjónvarp á gamlárskvöldum og
færa þeim sem unnu að útsendingu
dagskrárinnar eitthvert góðgæti og
þakka með brosi á vör fyrir liðið ár.
Með Tage Ammendrup er mætur
maður og góður drengur fallinn frá.
Við Valgerður vottum Maríu, eft-
irlifandi eiginkonu hans, og allri fjöl-
skyldu innilega samúð okkar.
Andrés Indriðason.
í dag kveðja starfsmenn Sjón-
varpsins einstaklega góðan dreng
og samstarfsmann. Tage Ammendr-
up starfaði hjá Sjónvarpinu frá upp-
hafi og var einn af frumheijum ís-
lenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi
og mjög afkastamikill dagskrárgerð-
armaður og upptökustjóri.
Tage var hvers manns hugljúfi,
sérlega léttur í skapi og stutt var í
glettnina, enda leið fólki vel í návist
hans. Samstarfsmenn sakna nú góðs
vinar og félaga en minningin lifir.
Við sendum Maríu og öðrum ást-
vinum Tages innilegar samúðar-
kveðjur.
Starfsmannafélag
Sjónvarpsins.
0 Fleiri minningargrcinar um
T.iage Ammendrup bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
+ Systir Marie Li-
oba (skírnar-
nafn: Luzia Antonia
Schnase) fæddist
13. júní 1903 i Flöt-
enstein, þorpi í
Vestur-Prússlandi.
Hún lést í St. Jó-
sefsspítala í Hafn-
arfirði 12. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru María
Schnase (f. Selke)
og Johann Schnase.
Var hún fjórða
barna þeirra af níu.
Eitt þeirra er á lífi,
systir Anna Pauline, sem býr
ásamt átta öðrum Jósefssystr-
um í systraheimilinu í Holtsbúð
87 í Garðabæ. Systir Lioba
gekk í reglu St. Jósefssystra
6. nóvember 1921 og vann
lokaheitið 15. ágúst 1924 í
klausturskóla St. Jósefs í
Kaupmannahöfn. Þar gekk
hún í kennaraskóla því hún
ætlaði að gera kennslu að lífs-
starfi sínu í reglunni, sem fæst
bæði við kennslu og hjúkrun.
Að loknu námi kenndi hún við
ýmsa skóla í Dan-
mörku uns hún
fluttist til Islands
í september 1932.
Hún stundaði
kennslustörf við
Landakotsskóla
1932-46. Hún
fluttist til Hafnar-
fjarðar 1946 og
veitti forstöðu
barnaskóla St. Jó-
sefssystra í Hafn-
arfirði 1948-61,
er honum var
breytt í skóla fyrir
sex ára börn ein-
göngu. Hún kenndi við skólann
frá 1946, en var jafnframt
priorinna við St. Jósefsspítal-
ann 1948-54. Þegar skóli
systranna í Hafnarfirði var
lagður niður, starfaði hún við
leikskóla systranna til 1974.
Hún fluttist til Reykjavíkur
1974 og þaðan 1976 í systra-
heimilið í Garðabæ.
Útför systur Liobu fer fram
frá Kristskirkju í Landakoti
við sálumessu í dag og hefst
athöfnin kl. 15.00.
MARIE
LIOBA
ÞAÐ VAR mikið lán, að Regla St.
Jósefssystra festi rætur hér á landi
laust fyrir síðustu aldamót og hóf
um leið hjúkrun sjúkra og kennslu
fyrir börn. Eftir að Landakotsspít-
ali var vígður 1902 og skólinn í
Landakoti fullbúinn 1909 keypti
kaþólska trúboðið Jófríðarstaða-
eignina í Hafnarfirði 1922 í því
skyni að byggja þar spítala, hefja
skólastarf í bænum og trúboðsstarf-
semi.
Sannarlega var það stórvirki á
þeim tíma að ráðast í byggingu
hins veglega spítala í Hafnarfirði,
sem tók til starfa 1926. St. Jósefs-
systurnar starfræktu síðan spítal-
ann af hagsýni og myndarbrag í
rúm 60 ár með kristilega mannúð
að leiðarljósi. Háleit þjónusta systr-
anna verður aldrei fullþökkuð.
Þótt St. Jósefsspítalinn sé ekki
lengur í eigu og umsjá Jósefs-
systra, en hann var seldur 1988,
mun sá hlýi andi, sem jafnan hefur
ríkt þar innan veggja, minna um
ókomna framtíð á hin óeigingjörnu
og fórnfúsu líknarstörf systranna
og þeirra ómetanlega framlag í
heilbrigðismálum sem við Hafnfirð-
ingar höfum notið alveg sérstaklega
auk annarra.
En það var einnig á sviði uppeld-
is- og skólamála, sem St. Jósefs-
reglan hefur komið við sögu í Hafn-
arfirði, en á hennar vegum var þar
skólastarf frá 1930-74. Fyrst var
skólinn til húsa í tveim litlum timb-
urhúsum, sem nú eru horfin, en frá
1938 í stóru húsi, sem reglan lét
byggja og nú er nýtt í þágu spítal-
ans.
Skólastarfið hvíldi lengi mest á
systur Liobu, sem lést 91 árs og
var elst þeirra Jósefssystra sem nú
búa á íslandi. Skólastjórn hennar
mótaðist öðru fremur af einbeittum
aga, lifandi áhuga og látlausri reisn.
Hún var fyrirmyndar kennari, sem
börnunum þótti vænt um og báru
virðingu fyrir. Lagði hún kapp á
að kenna þeim fagra siði og holl-
ustu við kristilegar dyggðir.
Þá var systir Lioba um árabil
priorinna við St. Jósefsspítalann og
fór orð af góðri stjórn hennar á
málefnum sjúkrahússins. Á þeim
árum var m.a. reist viðbyggingin
við norðurenda spítalans.
Alltaf var ánægjulegt og upp-
byggjandi að ræða við systur Li-
obu. Hún var skarpgreind og glögg-
skyggn. Hélt hún minni sínu
óskertu nær alla ævi. Var oft fróð-
legt að hlusta á frásagnir hennar
um atvik löngu liðins tíma. Henni
fylgdi mikil hlýja og góðvild. Var
tíguleg í fasi og auðug af þeim
mannkostum, sem mestu skipta.
Systir Lioba valdi sér ung það
hlutskipti að helga líf sitt þeirri
köllun að lifa fyrir Guð og boðun
hans og sýna í verki - í fátækt og
hljóðlátri undirgefni - kærleiksríka
þjónustu við náungann. Hún ávaxt-
aði dyggilega sitt pund og nýtur
nú náðar og blessunar Drottins.
Hún er kvödd með bæn og þökk
fyrir einlæga vináttu, göfug störf
og ógleymanleg kynni.
Guð blessi minningu hennar.
Árni Gunnlaugsson.
Þegar ég var sjö ára gömul, lét
pabbi mig hefja nám í Landakots-
skóla. Þangað var stutt að fara því
við áttum þá heima við Ásvallagötu.
Þar hófust kynni mín við systur
Liobu, sem varð mér kærust allra
manna utan fjölskyldu minnar. Hún
kenndi þar handavinnu, reikning
og fleira. Ég hændist fljótt að henni
því hún bar af öðru fólki. Hún var
tíguleg í fasi, með sterkan persónu-
leika svo að hún þurfti sjaldan að
vanda um við neinn. Það kom af
sjálfu sér að nemendur hennar
gerðu orðalaust það sem hún lagði
fyrir þau, því öll vildu þau geðjast
þessari vönduðu og góðu konu. Hún
gat verið ströng ef á þurfti að halda
og það komst enginn upp með nein
undanbrögð hjá henni. En börnin
fundu að hún vildi þeim vel og þótti
vænt um þau, þótt hún væri ekki
að jafnaði með nein gæluorð á vör-
um. Hún var drottningin góða í ríki
sínu.
Ég var í Landakotsskóla til 13
ára aldurs og allan þann tíma var
systir Lioba mín stóra fyrirmynd,
þótt mér væri ljóst að hennar lífs-
leið gæti ég ekki gengið.
Messað var í Kristskirkju kl. 6.30
á hveijum morgni virka daga og lét
ég mig ekki muna um það, þegar
ég var orðin 10 ára, að fara stundum
á fætur kl. 6 og fara upp í Landa-
kot til þess að geta verið með systur
Liobu í messunni og síðan við hliðina
á henni eftir því sem unnt var þang-
að til kennsla hófst. En það var hún
sem réð, hvenær ég gerði það, ég
fór alveg eftir fyrirmælum hennar.
Sennilega hefði ég farið á hveijum
morgni ef ég hefði fengið að ráða
því sjálf. Hún var fús til að ræða
við mig, hún sagði mér frá æsku
sinni í Þýskalandi, hún sagði mér
sögur og hún fræddi mig um kirkj-
una og kaþólska trú þegar ég spurði
hana einhvers en aldrei reyndi hún
að troða sinni trú upp á mig. Það
var ég sem átti frumkvæðið í þeim
efnum og bað séra Boots að kenna
mér kaþólsk fræði, strax þegar ég
var komin í skólann, og svo gekk ég
í kirkjuna eftir um það bil ár, því
ég fann að ég hafði fundið mína
kirkju. Þá var ég orðin trúsystir
hennar systur Liobu.
Systir Lioba gerði allt fallega sem
hún fékkst við. Það var eins og
allt léki í höndum hennar. Og mig
langaði til að gera eins vel og hún
þótt það væri ekki á færi lítillar
stúlku.
Auðvitað laðaðist ég að kirkjunni
fyrir áhrifin frá henni og þannig
mun hafa farið fyrir fleirum. Það
voru hin óbeinu áhrif þessara góðu
og vönduðu kvenna sem vísuðu
mörgum veginn i lífinu, jafnvel þótt
þeir gengju aldrei í kirkjuna.
Skólagöngu minni í Landakoti
lauk eftir fermingu mína en ég
hélt alltaf einhveiju sambandi við
systur Liobu þótt lengra væri á
milli okkar og hvor hefði sínu að
sinna. Hún var alltaf sama góða
vinkonan mín, virðuleg en hlý, og
hún hafði djúp áhrif á allt mitt líf.
Ég sakna hennar eins og hún hefði
verið önnur móðir min.
Ég votta Önnu systur hennar,
og öllum systrunum, innilega samúð
mína. Gjarnan gæti ég hugsað mér
að systir Lioba tæki á móti mér
þegar ég kem yfir á hennar tilveru-
svið og héldi áfram að leiðbeina
mér, því mér væri hvergi betur
borgið en undir leiðsögn hennar.
Guð veiti henni_ eilífan frið.
Ólöf Benónýs.
Látin er í hárri elli Marie Lioba
af st. Jósefsreglu.
Hún kom til íslands ung systir
árið 1932 og tók við kennslu í
Landakotsskóla. Áður hafði hún
starfað við skóla Jesúíta í Dan-
mörku. Talaði hún oft um hve mikla
og góða þjálfun hún hefði fengið í
þeirri kröfuhörðu stofnun. Enda var
systir Lioba afar vel menntaður og
fær kennari. Brátt tók hún við
mestallri stjórn og daglegum rekstri
skólans, enda var Landakotsskóli
fyrirmyndarstofnun. Ég minnist
þess hve mikið var af systur Liobu
að læra fyrir ungan og óreyndan
kennara, þegar ég kom þar til starfa
1933. Þá var frk. Guðrún Jónsdótt-
ir íslenskukennari skólans og var
samvinna hennar og systur Liobu
með miklum ágætum. Allur bragur
skólans einkenndist af öruggri
stjórn og hlýlegu samstarfi st. Jó-
sefssystra, frk. Guðrúnar og Mont-
fordprestanna með Meulenberg
biskup í fararbroddi. Systir Lioba
gegndi mörgum trúnaðarstöðum í
reglu sinni. Hún varð skólastjóri við
barnaskóla st. Jósefssystra í Hafn-
arfirði árið 1946 og þar til að skól-
inn var lagður niður og stofnaður
leikskóli árið 1961. Seinna varð hún
priorinna við Jósefsspítalann í
Hafnarfirði. Öllum þessum ábyrgð-
armiklu störfum gegndi systir Lioba
svo til fyrirmyndar mátti telja.
Persónulegar minningar á ég um
systir Liobu, allt frá þeim ljúfu
árum í Landakotsskóla, þar til hún
kenndi mínum stóra barnahóp í
Hafnarfirði. Alltaf var systir Lioba
boðin og búin að rétta hjálparhönd,
þegar til hennar var leitað vegna
skólabarnanna. Hún var mjög
áhugasöm um íslenskt mál og lærði
íslensku til hlítar hjá frk. Guðrúnu.
Systir Lioba átti marga vini og var
mikilsvirt af öllum sem til hennar
þekktu. Með henni er genginn einn
af fremstu skólamönnum sem starf-
að hafa hér á landi.
Við sem þekktum hana og nutum
tryggðar hennar og góðleika, bless-
um minningu mætrar konu.
Drottinn gefí dánum ró og hinum
líkn er lifa.
Sigurveig Guðmundsdóttir.
VINKLAR Á TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640