Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 13
Morgunblaðið/Silli
SIGRIÐUR Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, mælir blóðþrýsting.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
UNNIÐ við að reka niður staura í undirstöðu brúarinnar.
Unnið við að breikka
brú yfir Uxafótarlæk
Fagradal - „Krafa nútimans er að
allar brýr á þjóðvegi 1 verði tví-
breiðar en það mun minnka til
muna slysahættu á þjóðvegum
landsins, því mörg alvarleg slys
hafa orðið þegar bílar hafa ætlað
að mætast á þröngum brúm,“
sagði Jón Vahnundsson, yfirbrú-
arsmiður í Vík í Mýrdal.
Brúai’vinnuflokkurinn sem hef-
ur aðsetur í Vík hefur verið í vet-
ur að undirbúa stækkun brúarinn-
ar yfir Uxafótarlæk sem er rétt
austan við Vík í Mýrdal ineð því
að steypa yfirbygginguna í brúna.
Nú í byrjun maí var byrjað á því
að reka niður níu metra langa
rafmagnsstaura, fimm undir hvert
horn, en brúarplatan mun breikka
um 3,8 metra eftir þessa fram-
kvæmd og verða þar með tvíbreið.
Síðastliðið haust breikkaði brú-
arvinnuflokkur Jóns í fyrsta sinn
brú með þessuin hætti framanund-
ir Eyjafjöllum og tókst sú fram-
kvæmd vel og lofar það góðu með
framhald á slíkum framkvæmd-
um, segir Jón.
Blóðþrýstingur
mældur í yfir 300
Þingeyingum
Húsavík - Á alþjóðadegi hjúkrun-
arfræðinga 12. maí sl. heimsóttu
hjúkrunarfræðingar þijár mat-
vöruverslanir á Húsavík og buðu
bæjarbúum mælingu á blóðþrýst-
ingi. Undirtektir voru góðar og
alls mældu þær á fjórða hundrað
Þingeyinga.
Eftir mælingu fengu allir skrif-
lega staðfestingu á hve hár blóð-
þrýstingur þeirra var. Þeir sem
að dómi hjúkrunarfræðinganna
reyndust með fullháan þrýsting,
fengu leiðbeiningarbækling í
sambandi við heilsuvernd og
nokkrum var ráðlagt að fara til
læknis til frekari athugunar.
Ekki er þó talið að hið umtalaða
þingeyska loft eigi að hafa áhrif
á blóðþrýstinginn.
Um kvöldið bauð Félag is-
lenskra hjúkrunarfræðinga
Norðurlandsdeild eystri til
fræðslufundar á Hótel Húsavík.
Þar fræddi Herdís Sveinsdóttir,
dósent, viðstadda um heilbrigði
og um sjálfsmynd kvenna, sem
hún nefndi Konan í kroppnum.
Fundurinn var mjög vel sóttur
og ánægja með þessa kvöldstund.
Eggjatínslumenn á
leið í Hælavíkurbjarg
Isafirði - Senn líður að því að Is-
firðingar fái að bragða á fyrstu
svartfuglseggjunum í ár, því
fyrstu eggjatökumennirnir ráð-
gera að fara í Hælavíkurbjarg um
næstu helgi.
Meðal þeirra er Tryggvi Guð-
mundsson, lögfræðingur á
ísafirði, en hann hefur um árabil
sigið í Hornbjarg ásamt félaga
sínum, Einari Val Kristjánssyni,
húsasmíðameistara á ísafirði.
„Við erum heldur fyrr á ferð-
inni í ár, en það kemur til af því
að til stendur að fara í Hælavíkur-
bjarg, sem er annað og miklu
meira fyrirtæki en að fara í Horn-
bjarg,“ sagði Tryggvi. „Eggja-
Fyrstu svart-
fuglseggin koma
á markað
um aðra helgi
svæðið þar er í miðju bjargi og
því þarf að síga töluvert langt
niður til að komast á góðar syllur.
Þá er ekki hægt að taka eggin
niður í fjöru eins og við gerum í
Hornbjargi, heldur verðum við að
láta þau síga í vír niður í bát. Því
verðum við að hafa góðán bát og
að lágmarki 4-6 menn í stað
tveggja til þriggja í Hornbjargi.
Varptíminn fer að hefjast og
þá eru eggin best. Ég geri því ráð
fyrir að fyrstu eggin verði komin
á markað á ísafirði um aðra helgi.
Við tínum ejnungis svartfuglsegg,
enda vilja ísfirðingar aðeins það
besta. Við komum til með að
skyggna eggin og því eiga þau
að vera góð. Ég ráðgeri ekki fleiri
ferðir í bjargið í sumar.
Mig langar til að gera þetta
einu sinni áður en ég verð of gam-
all til þessara hluta, en í Hælavík-
urbjarg hef ég ekki komið síðan
1974. Við höfum verið í Horn-
bjargi á hveiju ári, en þetta er
meira til gamans gert og því
reikna ég ekki með að fara aftur
í sumar,“ sagði Tryggvi.
Breyting á
grunnskóla
í Hornafirði
Hornafirði - Bæjarstjórn Horna-
fjarðar hefur samþykkt breytingar
á skipulagi grunnskólans í Horna-
firði og er megin breytingin fólgin
í að þrískipta grunnskólanum eftir
aldri nemenda, koma á einsetnum
skóla og bjóða upp á heildags-
skóla. Gert er ráð fyrir að nýta
næsta ár til að vinna að frekari
útfærslu á skipulaginu sem tekur
gildi haustið 1996.
í dag er grunnskóli Hornafjarð-
ar í fjórum skólum: Mýrarskóla,
1.-7. bekkur, 18 nemendur,
Nesjaskóla, 1.—10. bekkur, 76
nemendur, Hafnarskóla, 1.-7.
bekkur, 209 nemendur, og Heppu-
skóli, 8.-10. bekkur, 88 nemend-
ur. Samtals er nemendaijjöldinn
391 talsins.
Eftir að nýja skipulagið tekur
gildi verður fyrirkomulagið þann-
ig: í Nesjaskóla 1.-4. bekkur, í
Hafnarskóla 5.-7. bekkur og í
Heppuskóla 8.-10. bekkur eins og
verið hefur. Skólahald verður
óbreytt í Mýraskóla en þar eru
alls 19 nemendur á barnaskóla-
aldri í tveimur bekkjardeildum.
Með hinu nýja skipulagi eykst
skólaakstur nokkuð en 7 km eru
milli Hafnar og Nesjaskóla en tölu-
verður fjöldi nemenda mun flytjast
annars vegar frá Hafnarskóla til
Nesjaskóla (1.-4. bekkur) og hins
vegar frá Nesjaskóla til Heppu-
skóla (8.-10. bekkur).
Bókun um skólamál var sam-
þykkt með öllum atkvæðum níu
bæjarstjórnar Hornafjarðar en
hún er í samræmi við tillögur
skólanefndar.
TVÖ brúðulelkrit voru flutt á veg-
um Brúðubílsins í Hótel Valaskjálf
á Egilsstöðum, „í útilegu" og
„Eggið sem hvarf“. Voru það Lilli
og félagar úr Stundinni okkar sein
Brúðubíllinn heim-
sækir Egilsstaði
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
sýndu sig undir stjórn Helgu Steff-
ensen. Börn fjclmenntu með for-
eldrum og rifjuðu upp gönilu,
góðu brúðustemmninguna sem
þau þekktu úr sjónvarpinu.
Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir
VIGNIR Snær Vigfússon
styrkþegi og Birna Braga-
dóttir, skólastjóri Tónlistar-
skólans.
34 tónlist-
araemar
á Klaustri
Kirkjubæjarklaustri - Skólaslit
Tónlistarskólans á Kirkjubæjar-
klaustri fóru fram 12. maí sl. Kom
fram í máli Bimu Bragadóttur,
skólastjóra Tónlistarskólans, að
nemendur hafa verið 34 í vetur.
Skólinn hélt vortónleika viku áð-
ur þar sem allir nemendur komu
fram en auk þess hafa nemendur
leikið við hin ýmsu tækifæri á veg-
um skólans svo sem við kirkjulegar
athafnir, í heimsóknum á stofnanir,
á ráðtstefnum o.fl. í vor luku 11
nemendur stigsprófi.
Skólastjóri greindi frá því að á
sl. ári fékk skólinn arf frá Sigutjóni
Einarssyni, frá Mörk, en hann var
lengi organisti Prestbakkakirkju á
Síðu. Skólanefndin hefur ákveðið
að hluta sjóðsins verði varið til að
styrkja nemendur til frekara tónlist-
arnáms og var í fyrsta skipti veitt
úr honum nú í vor. Styrkinn hlaut
að þessu sinni Vignir Snær Vigfús-
son sem lauk 5 stigi á gítar nú í vor.
Þá hefur hluta fjárins verið varið
til kaupa á geisladiskum með klass-
ískum verkum eða nokkuð á annað
hundrað diskar, en þeir munu
geymdir í Héraðsbókasafninu á
Klaustri og verða til útláns þar.
BARNASTIGUR
Full búð af nýjum fallegum
sumarvörum frá:
J| IKKS
_ COMPAGNIJE
GINA DIWAN
BARNASTÍGUR
Skólavörðustíg 8, sími 552 1461
Endurklœbum húsgögn.
Gott úrval áklœda.
Fagmenn vinna verkid.
BólstnmÁsgríms,
Bergstaðastræti 2,
sími 551 6807