Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hjartkær bróðir minn, JÓN JÓNSSON, Túngötu 15, Isafirði, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 13. maí síðastliðinn. Sigurður Jónsson. t Ástkær móðir mín, GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR, Hólmgarði 66, lést á Elliheimilinu Grund mánudaginn 15. maí. Helga Tómasdóttir, Slerdahl. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÞÓRUNN GÚSTAFSDÓTTIR, FOLDAHRAUNI 37, VESTMANNAEYJUM, lést þriðjudaginn 2. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd vandamanna, Sigurjón Ólafsson, Mary og Sigrún Sigurjónsdætur. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR VILBOGASON fyrrverandi bryti, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Sólvangi aðfaranótt 16. maí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Sigfinnsdóttir, Grétar Geirsson, Lára Kristjánsdóttir, Vilborg Geirsdóttir, Gylfi Adolfsson, Sigrún Geirsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Kristin Geirsdóttir, Ómar Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengda- faðir og afi, BJARNIINGI BJARNASON málarameistari, Kirkjubraut 17, Akranesi, andaðist á heimili sínu 17. maí. Guðrún Jónsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Björn Tryggvason, Bjarni Ingi, Guðrún, Elínborg. t Eiginmaður minn, BJÖRN Þ. JÓHANNESSON fyrrverandi lektor, Heiðarási 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. maí kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð Jóns, prófessors, Jóhannessonar hjá Háskóla fslands. Valgerður Vilhjálmsdóttir. + Útför móður okkar, ELÍSABETAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Kumbaravogi, áðurtil heimilis á Laekjarvegi 2, Þórshöfn, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 18. maí, kl. 13.30. Bára Guðjónsdóttir, Elfn Guðjónsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir. REYNIR ALFREÐ SVEINSSON ■+■ Reynir Alfreð * Sveinsson var fæddur á Eskifirði 3. júlí 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sveinn Jónsson, f. 16.3. 1879, d. 8.9. 1966, og Júlíana Guðrún Tómasdótt- ir f. 18.2. 1889, d. 11.11. 1966. Reynir var næstelstur þriggja bræðra, en bræður hans voru Aðalsteinn sem er látinn og Trausti, sem lifir bræður sína. Eftirlifandi eiginkona er Guðrún E. Bergmann. Auk þess að ganga syni Guðrúnar, Dag- vin Bergmann Guðlaugssyni, f. 26.10.41, i föður stað, varð þeim Guðrúnu átta barna auðið. Þau eru Aðalbjörg Júlíana f. 16.10.48, hennar maður er Björn Magnússon, Sveinn Al- freð, f. 20.4.52, hans kona var Rósalind Ósk AI- varsdóttir en þau eru skilin, Hanna Björk, f. 5.6.53, hennar maður er Vignir Sigurðsson, Eyvindur Berg- mann, f. 17.7.55, hans kona er Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir, Birg- ir, f. 4.6.57, hans kona er Kristín Jó- hanna Agnarsdótt- ir, Júlíana Guðrún, f. 16.7.60, hennar maður er Páll Skúli Leifsson, Margrét, f. 18.2.63, hennar maður er Karl Axelsson og Guðrún Bergmann, f. 19.1.65 en hennar maður er Jón G. Hreiðarsson. Barnabörnin eru orðin 19 og barnabarna- börnin eru þrjú. Reynir starfaði lengst af hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Reynir verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Að dyrum dauði barði, Það dimmdi fyrr en varði, svo heima nú er hljótt. Sá hneig er hlífa skyldi og hlýja okkur vildi. Oft viðsjál reynist vetramótt. Af sterkum stofni var hann og storma lífsins bar hann með styrkri hðnd og hug. Þar var ei hugur hálfur er hann gekk fremstur sjálfur til starfs, er heimtar dáð og dug. Það er sem örin fljúgi og inn að hjarta smjúgi við andlát afreksmanns. En sárast mun þá svíða, þeim seint úr minni líða, er ávallt nutu umsjár hans. Þig kveður eiginkona þig kveðja böm og vona þinn lifi orðstír hér. Far sæll til ljóssins landa, til lífsins furðustranda. Við gleymum aldrei, aldrei þér. Kveðja, Eiginkona og börn. Kveðja frá tengdadóttur og barnabörnum í Danmörku Elsku afí og tengdapabbi. Nú ertu horfinn okkur, við söknum þín mikið, og finnst sárt að hafa ekki náð að kveðja þig. En þótt við séum víðsfjarti núna, þá er hugurinn heima á íslandi. Það verður tómlegt að koma í Breiðagerði í sumar og sjá þig ekki þar lengur. Þú varst alltaf tilbúinn að spjalla og gantast við börnin. Þú kenndir þeim svo ótalmargt, þó mest að meta náttúruna og dýrin. Það var ekki til það blóm eða tré sem þú kunnir ekki skil á. Þú hafðir þá eiginleika að geta fengið allt til að Crfisclrykkjur Ucltingohú/ið GRPi-inn Sími 555-4477 ERFIDRYKKJUR PERLAN sími 620200 'andaöir legstemar Varanleg minning BAUTASTEINN Brautarholti 3,105. R Sími 91-621393 gróa. Garðurinn þinn var svo falleg- ur og upp á Vatnsenda ræktaðir þú allt frá kartöflum til jarðarbeija. Og í gróðurhúsinu þínu gerðust ýmis undur. Ég minnist þess, að á fyrstu búskaparárum okkar Eyvindar í Breiðagerði fann ég oft vínbeija- klasa og tómata sem þú hafðir lætt í gluggakistuna til okkar. Þetta ræktaðir þú í gróðurhúsinu. Þar var einnig heimili skrautlegra kanarí- fugla, sem vöktu okkur með söng á morgnana. En þú áttir líka til að skamma mig ef þér fannst sem ég væri að grilla blómin mín, eins og þú kallaðir það. Ég endasentist um allt hús að vökva blómin ef von var á þér í heimsókn. Því þín orð vógu þungt og það var alltaf borin virð- ing fyrir skoðunum þínum. Þú þold- ir illa kæruleysi og leti. Sjálfur varst þú harðduglegur, enda hafðir þú orðið að vinna mikið alla tíð. Ekki dugði annað til að geta séð svo stórri fjölskyldu farborða. Þú kenndir börnum þínum iðjusemi og ósérhlífni enda hafa þau öll orðið dugnaðarfólk. Þú varst víðlesinn og fylgdist vel með þjóðmálum. Enda skorti ekkert á andlega þrekið þótt líkamleg heilsa væri farin að bila. Ég minn- ist þess hversu vel þú þekktir öll kennileiti á ferðalögum austur fyrir Fjall. Þá varð oft að hægja á bílnum á einum kafla ferðarinnar. Þú varðst að athuga hvernig lúpínan, sem þú sáðir, dafnaði. Það var held- ur ekki óalgengt, að sveigja þyrfti úr leið til þess að færa hrafninum eitthvað góðgæti. Sveitalífið heillaði þig og þú áttir oft góðar stundir á spjalli við bændur eða hestamenn. Þú áttir góða konu, hana ömmu Dúnnu, enda var hún sólin þín. Okkur finnst gott til þess að vita að hún sat við hlið þér þegar þú kvaddir þennan heim. Elsku afi og tengdapabbi. Hafðu þökk fyrir allt sem þú veittir okkur og allar góðu stundim- ar. Megi Guð nú gæta þín. Elsku amma, tengdamamma, börnin ykkar afa, tengdabörn, bamabörn og aðrir sem nú eiga um sárt að binda, við óskum þess að ykkur hlotnist styrkur til að bera þessa þungu sorg. Við sendum ykk- ur okkar dýpstu samúðarkveðjur og erum með ykkur í huganum. Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans Ijóð upp um Ijóshvolfin björt og heið. Þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð, þá stattu fast og vit fyrir víst, þú ert aldrei einn á ferð. (Þýð. Óskar Ingim.) Ásta, Hannes, Andri, Svandís og Guðrún. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu, og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum, og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta í öllu rétt. Það lýsti þeim sama leiðarstjaman, en lítið er um þeirra ferðir spurt. Allir kusu þeir kjamann, en köstuðu hýðinu burt. Þeir fræddu hver annan á fómum vegi um foma reynslu og liðna stund, og döfnuðu á hveijum degi að drengskap og hetjulund. (Davíð Stefánsson) Árið 1981 kynntist ég Guðrúnu dóttur þeirra Reynis og Guðrúnar E. Bergmann, eða Dúnnu, og tveim- ur árum seinna var ég fluttur á efri hæðina í húsinu þeirra í Breiða- gerði 31. Reynir hafði því gengið um íslenska jörð í um 66 ár þegar kynni okkar tókust. Þeim fækkar óðum sem hafa að bera þann per- sónuleika sem Reynir hafði. Reynir Sveinsson kom mér fyrir sjónir sem sérvitur og heillandi per- sónuleiki. Reynir gat verið þrár og þijóskur en hann var ákaflega trúr sinni sannfæringu og oft á tíðum varð þijóskan til þess að færa mál til betri vegar. Hann var hreinlynd- ur, kom til dyranna eins og hann var klæddur og hafði greinilega mótast af þeim aðstæðum sem hann hafði búið við frá unga aldri. Vinnu- semi, í því skyni að afla fjölskyldu sinni viðurværis, ráðdeild gagnvart því sem aflað var og nýtni allra hluta einkenndi allt í fari Reynis Sveinssonar enda virtist honum fátt mikilvægara en að búa sínum vel í haginn fyrir framtíðina. Ég fann strax fýrir mjög ákveðn- um lífsviðhorfum í fjölskyldunni. Þú skyldir ástunda þína vinnu, sjá fyrir þér og þínum um leið og skóla sleppti og rétta öðrum innan fjöl- skyldunar hjálparhönd þegar þörf væri á. Sumarið 1986 fæddist eldri dóttir okkar á afmælisdegi Reynis en 3. júlí 1986 varð Reynir sjötug- ur. Stelpan var skírð Tinna Berg- mann. Bæði Reynir og Dúnna hafa reynst Tinnu okkar vel öll árin og er ég sannfærður um að viðkynni þeirra muni hafa mjög jákvæð og mikil áhrif á Tinnu í framtíðinni. Oft á tíðum passaði Reynir Tinnu þegar hún var lasin og við þurftum til vinnu og leitaði hún oft til þeirra og jafnvel stundum þegar við vorum að skammast yfir einhveiju sem ekki mátti gera. Að sama skapi hefur Telma yngri dóttir okkar náð góðu sambandi við þau bæði. Fyrir þetta vil ég þakka sérstaklega því það sem stelpurnar okkar lærðu af Reyni og Dúnnu er ómetanlegt og verður aldrei af þeim tekið. Þessi ár sem ég hef tengst fjöl- skyldunni hefur miðdepill alls verið Breiðagerði 31. Fljótlega varð mér ljóst að það var ekki vegna þess að Reynir og Dúnna væru sífellt að bjóða þangað fólki af hinu eða þessu tilefni, ekki það að fólk væri ekki velkomið. Eitthvað í persónuleika þeirra beggja gerir það einfaldlega að verkum að fólk leitast ósjálfrátt við að vera í samneyti við þau. Iðulega þegar við lítum inn eru einhverjir aðrir í heimsókn og oft á tíðum varð þetta að fjölmennu samkvæmi án tilefnis. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta unz hjarta í hveijum einasta steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. (Tómas Guðmundsson) Með dugnaði og eljusemi ræktaði Reynir upp myndarlegan trjáreit í landinu sínu að Vatnsenda. Það var líkt og náttúran kallaði hann til sín og þegar hann var úti í náttúrunni rann allt í eitt, hann varð náttúran og náttúran varð hann. Þetta sá ég fljótt og virtist það vera allra meina bót að komast upp á Vatns- enda, vera innan um trén sín, planta nýjum, færa þau til eftir því sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.