Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 19 Reuter í LOS Angeles reyna margir að græða á réttarhöldunum yfir O.J. Simpson og nýta sér athyglina, sem þau hafa fengið. Útvarpsstöð í borginni brá til dæmis á það ráð að auglýsa sig með skiltum, sem ýmist sögðu „sekur“ eða „saklaus" og þarf ekki að spyrja við hvern er átt. Verjendur Simp- sons vöktu athygli á þessu við dómarann í málinu og kröfðust þess, að kviðdómendum yrði bannað að aka framhjá skiltunum. DNA-sérfræðingar vitna í „réttarhöldum aldarinnar“ Blóð úr hinum myrtu á heimili Simpsons Los Ajigeles. Reuter. BLÓÐSLETTUR á hanska, sem fannst á heimili bandarfska íþrótta- kappans O.J. Simpsons, eru úr fyrr- verandi eiginkonu hans, Nicole Brown Simpson, og vini hennar, Ronald Goldman, en Simpson er sakaður um að hafa myrt þau. Kom þetta fram í máli DNA-sérfræð- ings, sem bar vitni í málinu í fyrra- kvöld. í réttarhöldunum yfir Simpson hefur ekki áður verið minnst á blóð úr Goldman en DNA-sérfræðingur- inn Gary Sims sagði, að innan í hanskanum hefði fundist blóð úr Goldman einum en annar blettur var blanda af blóði hans og Nicole. Hanskinn, sem fannst á heimili Simpsons, svarar til annars, sem fannst á morðstaðnum, og hefur hann stundum verið þungamiðjan í þessum „réttarhöldum aldarinnar" í Bandaríkjunum. Veijendur Simpsons hafa haldið því fram, að Mark Fuhrman, einn lögreglumannanna, sem rannsök- uðu málið, sé kynþáttahatari, sem hafi komið hanskanum fyrir á heim- ili Simpsons til að klekkja á honum. Fuhrman hefur þó aldrei vikið frá sögu sinni þrátt fyrir harðar atlögur frá helsta verjanda Simpsons, F. Lee Báileys. Blóð á sokkum Sims, sem er helsti DNA-sér- fræðingur réttarlæknisstofnunar- innar í Berkeley í Kaliforníu, sagði við réttarhöldin á þriðjudag, að rannsóknir hefðu einnig leitt í ljós blóð úr Nicole á sokkum, sem fund- ust í svefnherbergi Simpsons aðeins nokkrum klukkustundum eftir morðin 12. júní á síðasta ári. í síð- ustu viku bar annar DNA-sérfræð- ingur, dr. Robin Cotton, forstöðu- maður rannsóknastofu í Maryland, að blóð úr Nicole hefði fundist á sokkunum og hann sagði ennfrem- ur, að líkurnar á, að blóðið væri úr einhveijum öðrum, væru einn á móti 6,8 milljörðum. Cotton bar vitni fyrir réttinum í sex daga án þess, að veijendur spyrðu hann nokkurs. Kvenlögmenn í síðbuxur London. Reuter. BRESKAR konur í lögmannastétt unnu í gær langþráðan sigur er þær öðluðust rétt til að vera í síðbuxum í réttarsal. Yfirdómari lávarðadeild- arinnar, Taylor lávarður, sagði í yfirlýsingu í gær að hann hefði ekkert við „viðeigandi buxna- dragtir" að athuga. Yfirlýsing Taylors lávarðs á bæði við um kon- ur í stétt lögmanna og málafærslumanna, sem hafa rétt til að flytja mál fyrir æðri dómstólum en þær síðarnefndu verða þó eftir sem áður að bera þungar hárkollur úr hrosshári. Formaður dómararáðsins sem úrskurðaði í málinu sagði að afstaða dómara til klæðaburðar kvenkyns lögmanna mætti ekki bitna á umbjóð- endum þeirra auk þess sem fæstir sæju hvernig lögmenn væru klæddir fyrir neðan beltisstað í réttarsal. Lengi hefur verið deilt um klæðaburð í bresk- um réttarsölum. M.a. voru pínupils og stígvél bönnuð þar árið 1967. Panchen Lama sagður endur- holdgaður í sex ára dreng Óttast viðbrögð Kínvena Peking. The Daily Telegraph. DALAI Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, lýsti því yfir á sunnudag að Panchen Lama hefði endurholdg- ast í sex ára dreng. Panchen Lama gengur næst Dalai Lama að völdum og sá síðasti lést árið 1990. Uppi eru raddir um að Dalai Lama hafi verið helst til fljótur á sér, þar sem hann gefi kínverskum yfirvöld- um tækifæri á að neita að viðurkenna dreng- inn sem Panchen Lama og ýta á þann hátt undir klofning í röðum Tíbeta. í gær neitaði kínverska sendiráðið á Indlandi, að leyfa að yfirlýsingu Dalai Lama yrði flutt í Kína. Kínveijar vís- uðu því hins vegar á bug að þetta væri merki um það að þeir myndu ekki viðurkenna drenginn. Kínversk yfírvöld réðust fyrir skömmu harkalega á Dalai Lama, sögðu hann „guðlastara“ og að hann „afskræmdi" rit búddismans með því að krefjast sjálfstjórnar Tíbet. Li Peng, forsætisráðherra Kína, hefur fulíyrt að Kína hafi rétt á að tjá sig um val Dalai Lama. í tilkynningu frá Dharamsala á Indlandi segir Dalai Lama: „Það er mér mikil ánægja að geta skýrt frá endurhoidgun Panchen Rinpoche. Ég hefi viðurkennt Gedhun Choekyi Ny- ima, fæddan 25. apríl 1989 sem sanna end- urholdgun". Lítið er vitað um drenginn nema að hann er fæddur nærri Lhasa, höfuðborg Tí- bet, sonur hirðingja og þeir sem ábyrgir eru fyrir að gera hann að ellefta Panchen sögunnar eru m.a. munkar og lamar frá Thashi Lhunpo- klaustrinu. Dalai Lama lagði í yfirlýsingu sinni áherslu á að valið á drengnum væri trúarlegs eðlis, ekki pólitísks. „Það er von mín að kínversk yfirvöld, sem ég hef haft samband við vegna þessa máls eftir ýmsum leiðum undanfarin ár, muni áfram leggja áherslu á skilning, samvinnu og aðstoð... til að gera Rinpoche kleift að gangast undir trúarlega þjálfun og takast á hendur andlega ábyrgð." Víetnamstríðiö Skaðabótamál gegn McNamara E1 Paso. Reuter. FJÓRIR bandarískir bræður, sem börðust í stríðinu í Víetnam, hafa höfðað skaðabótamál gegn Robert McNamara, fyrrverandi varnar- málaráðherra, vegna játninga hans þess efnis að stríðsreksturinn í Viet- nam hefði verið „herfileg mistök". Bræðurnir krefjast 100 milljóna dala, jafnvirði 6,3 milljarða króna, í skaðabætur. Þeir halda því fram að McNamara hafi brugðist skyldu sinni sem varnarmálaráðherra með því að þegja yfír efasemdum sínum um Víetnam-stríðið. Bræðurnir vitna til bókar eftir MeNamara sem gefin var út ný- lega. Þar segist hann hafa gert sér grein fyrir því árið 1967 að stríðs- rekstur Bandaríkjamanna í Víet- nam hefði verið dauðadæmdur og „herfileg mistök“. McNamara var varnarmálaráð- herra á árunum 1961-68 í stjórnar- tíð Johns F. Kennedys og Lyndons B. Johnsons. „Þessi maður laug hreinlega," sagði einn bræðranna, Louis Bolan- os, 49 ára. Bræðurnir gegndu her- þjónustu í Víetnam á árunum 1968-69. Ráðherrafundur VES Sérstök hætta á útbreiðslu efna- og sýklavopna Lissabon. Reuter. RÁÐHERRAR frá 27 Evrópuríkjum eru sammála um að heimsbyggðinni stafi mikil hætta af hugsanlegri út- breiðslu kjarnorku- en þó aðallega efna- og sýklavopna. Ákváðu þeir að hefja samstarf í því markmiði að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna af þessu tagi. Var það niðurstaða fundar Vestur-Evrópusambandsins (VES), sem fulltrúar 17 ríkja utan sambandsins sátu ásamt ráðherrum aðildarríkjanna tíu. Ráðherramir lögðu áherslu á hættuna sem því væri samfara ef hryðjuverkamenn kæmust yfir kjarn- orku- og efnavopn. Vegna þess hversu Evrópuríkin hefðu verið á varðbergi gagnvart hugsanlegri út- breiðslu gjöreyðingarvopna hefði lítið verið um smygl með kjarnorkuvopn. Hétu ríkin auknu samstarfi sem ætti að miða að því að draga enn úr líkum á því að kjarnorku- og efna- vopn féllu misindissmönnum í skaut. Meiri hætta stafaði að öllum Iíkind- um af efna- og sýklavopnum þar sem framleiðsla þeirra og þróun væri auðveldari en kjarnavopna. Hvöttu Evrópuríkin til þess að Efnavopnasáttmálanum (CWC) yrði hrint sem hraðast í framkvæmd, fjöl- þættu afvopnunarsamkomulagi sem kveður á um eftirlit með banni við ijölda gjöreyðingarvopna. Sömuleiðis hvöttu ráðherrarnir til nánara eftirlits með útflutningi á tækniþekkingu til þess að koma í veg fyrir að ríki í næsta nágrenni Evrópu kæmust yfir búnað til þess að skjóta eldflaugum. Talið er að nokkur ríki, þar á meðal Líbýa, hafi yfir flaugum að ráða en ekki búnaði til að skjóta þeim. Eigum vœntanlegar glœsilegar sendingar aí húsgögnum, ljósum og gjafavöru. Til aÖ rýma fyrir þessum nýju sendingum höldum við RYMINGARSOLU Afsláttur 10-50% Urval af sófum, stólum, sófaborðum, Ijósum og rúmteppum ásamt ýmsum öðrum húsbúnaði. Nýtt frá ítalíu: ii Opið laugardag kl. 11-16, sunnudag kl. 14-16. Hornsófar kr. 140.000, svefnsófar kr. 120.000, svefnstólar kr. 65.000. Mörkinni 3, sími 588 0640, fax 558 0641. Sýning á því nýjasta frá umboðum okkar verður auglýst síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.