Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 60
- kjarni málsins! OPIN KERFI HF Sími: 567-1000 Whpl Wl' '1 mL/M i w'kahi) HP urnboðið á íslandi Frá inögttleika til verttleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBIJSXENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Merkingarnar málaðar Á MEÐAL vorverka starfs- manna bæjarfélaga og vega- gerðar er að mála vegamerk- ingar á götur og vegi. Þessir starfsmenn Kópavogskaupstað- ar voru að mála merkingar um hámarkshraða á götur þar í bæ í gær. Bæjarstarfsmenn hafa á orði að ökumenn séu stundum óþolinmóðir vegna þrenginga og lokana á götunum á meðan verið sé að merkja götur og gera við. Hins vegar gangi umferðin greiðar fyrir sig, ef allir sýni tillitssemi gagnvart merkingamönnunum. * Utboðslýsing Síldarvinnslunnar vegna hlutafjárútboðs Veiðigjald talið meðal áhættuþátta FORRÁÐAMENN Síldarvinnsl- unnar hf. í Neskaupstað telja hugsanlegt að gjald fyrir veiðirétt- indi verði tekið upp í framtíðinni samhliða batnandi afkomu útgerð- arinnar. Þetta kemur fram í útboðs- lýsingu vegna hlutaíjárútboðs fé- lagsins þar sem m.a. er íjallað um áhættuþætti í rekstrinum. „Mikil verðmæti eru fólgin í afla- heimildum Síldarvinnslunar hf. Það myndi því hafa töluverð áhrif á rekstur félagsins ef kvótakerfið yrði afnumið. Einnig er hugsanlegt að samhliða vexti fiskistofna og batnandi hag útgerðarinnar muni gjald fyrir veiðiréttindi í einhverri mynd verða tekið upp. Það mun þó ekki hafa í för með sér grund- vallarbreytingu á núverandi fyrir- komulagi við fiskveiðar," segir í ritinu. Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunar hf., segir að með þessu sé ekki verið að viður- kenna að greiða eigi leigu fyrir kvótann. „Einn af áhættuþáttunum er hugsanlegar breytingar á fiskveiði- stjórnuninni. Með þessu ákvæði erum við að segja að við trúum því ekki að kvótakerfinu verði breytt í grundvallaratriðum þar sem ljóst er að ekkert annað kerfi getur stuðlað að þeirri auknu hagræðingu í fiskveiðum og fiskvinnslu sem nauðsynlegt er að vinna áfram að. Hins vegar er bent á það að hugsanlegt sé að einhvers konar leigugjald gæti komið á fiskveið- arnar í framtíðinni samhliða batn- andi afkomu t.d. í því skyni að jafna sveiflur í greininni.“ Hin nýju hlutabréf Síldarvinnsl- unnar, sem eru að nafnvirði 56 milljónir, voru boðin á genginu 2,57 á fyrsta söludegi þannig að sölu- andvirði þeirra er alls 144 milljónir króna. Hluthafar hafa forkaupsrétt að bréfunum fram til 7. júní 1995. Síldarvinnslan er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og rekur frystingu, fiskimjölsverk- smiðju, saltfiskverkun og síldar- verkun sem aðalstarfsemi í landi og gerir út fimm skip. Veltan á síðasta ári nam alls um 2,7 milljörð- um króna. ■ Áætlar/B4 Allt að 4 ferðir á dag til Hafnar FLUGLEIÐIR fljúga 22 ferðir á viku til Kaupmannahafnar í sumar, eða allt að fjórar ferðir á dag. Stjórn Flugleiða hefur ákveð- ið að taka á leigu Boeing 737-400 vél, sem er í eigu jap- anska fyrirtækisins Diamond Leasing. Vélin kemur hingað til lands í næstu viku og fer þá í skoðun, en reiknað er með að hún verði tekin í notkun um miðjan júní. Þegar vélin hefur verið tekin í notkun geta Flugleiðir fjölgað áætlunarferðum til Kaup- mannahafnar um tvær á viku og ein ferð í viku til Oslóar bætist við. ■ Taka á leigu/Bl Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kínakáli plantað á Garði ÞRÁTT fyrir að Vetur kon- ungur vilji ógjarnan sleppa taki sínu á landinu norðan- verðu, þá eru vorverkin hafin víða, til dæmis hjá garðyrkju- bændum sunnanlands. Ekki er enn farið að setja niður kart- öfluútsæði, enda ætlar frostið seint að láta undan síga, en þó styttist óðum í það. Á bæn- um Garði í Hrunamanna- hreppi var unnið að því að planta út kínakáli í vikunni. Þá hafa bændur þar sáð gul- rótum í þau garðlönd sem eru klakalaus. Skýrsla um frísvæði unnin fyrir Aflvaka Reykjavíkur Emma Bonino í viðtali við Morgnnblaðið Frísvæði ekki raun- verulegur kostur hér ESB sættir sig ekki við útfærslu lögsögu FRÍSVÆÐI eru ekki raunverulegur eða fýsilegur kostur hér á landi og ekki til þess fallin að Iaða að erlenda fjárfestingu, efla útflutning eða skapa atvinnu, að því er fram kemur í skýrslu Einars Kristins Jónssonar, rekstrarhagfræðings, sem hann vann fyrir Aflvaka Reykjavíkur hf. í skýrslunni segir að um 300 frí- svæði séu í heiminum og verulegt offramboð. Samkeppnisstaða Is- lands sé afleit m.a. vegna legu lands- ins og hás flutningskostnaðar, for- skots sem önnur frísvæði hafi, sam- keppni láglaunaríkja, hás markaðs- og kynningarkostnaðar og þess að vægi frísvæða í heimsviðskiptum hafi almennt minnkað. Tollfrjáls aðgangur frísvæða að EES-markaði sé mjög takmarkaður, þar sem í bókun með EES-samn- ingnum sé komið í veg fyrir að vara framleidd úr innfluttum hráefnum frá þriðja ríki, sé skilgreind sem vara frá EES-ríki. Hátækniiðnaður í formi einfaldrar samsetningar geti ekki nýtt sér upprunareglur til að- gangs að tollfijálsum mörkuðum. Óhagstæð lega Þá kemur fram að dæmigert frí- iðnaðarsvæði sækist ekki eftir orku eða hálaunastörfum hér, þar sem um sé að ræða hátækniiðnað, sam- setningariðnað eða dreifingarþjón- ustu. Island eigi mjög takmarkaða möguleika til alþjóðlegrar vörudreif- ingar vegna óhagstæðrar legu. Veruleg yfirboð með skattaívilnun- um og styrkjum þurfi til að laða fyrirtæki að frísvæði og slíkar að- gerðir mismuni innlendri starfsemi. Mun æskilegra sé að laða til lands- ins varanlegri erlenda fjárfestingu, sem byggi á orku og öðrum auðlind- um. Það skiji meiri árangri við út- flutnings- og atvinnueflingu að styðja þúsundir fyrirtækja með al- mennum aðgerðum, en örfá með sértækum og dýrum aðgerðurti. Háð heimild stofnana EES Skýrsluhöfundur segir mikilvægi frísvæðis á Suðurnesjum fyrir Kefla- víkurflugvöll stórlega ofmetið. Stofnun frísvæðis sé háð heimild stofnana EES að uppfylltum skilyrð- um, eins og að atvinnuleysi sé mikið og vaxandi og tekjur lágar. Það sé ekki fyrir hendi á íslandi. EMMA Bonino, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir í viðtali við Morgunblaðið að ESB muni ekki sætta sig við frekari útfærslu fiskveiðilögsögu strandríkja, en rætt hefur verið um slíkar aðgerð- ir t.d. í Noregi, Kanada og á ís- landi, náist ekki niðurstaða á út- hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fljótlega. „Ég er þeirrar skoðunar að mjög mikilvægt sé að niðurstaða fáist á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna," segir Bonino í viðtalinu. „Það er nauðsynlegt að samkomu- lag náist um einhverjar þær regl- ur, sem geta komið böndum á annars óheftar veiðar á úthöfun- um. Virku eftirliti verður að koma á með einhveijum hætti. Ég er viss um að reynt verður að fara nýjar leiðir í ljósi allra þeirra deilna um veiðar á alþjóðlegum miðum, sem nú eiga sér stað. Vaxandi þungi er nú lagður á það hjá mörg- um strandríkjum, ekki aðeins Kanada, að færa yfirráð sín út fyrir 200 mílna lögsöguna. Þar er Evrópusambandið á öndverðum meiði, en á hinn bóginn er það allra hagur að veiðunum sé stjórn- að og eftirlit haft með þeim.“ Bonino ítrekar í viðtalinu þá afstöðu framkvæmdastjórnar ESB að íslendingar fengju ekki yfirráð yfir eigin fiskimiðum, gengju þeir í sambandið. „ísland yrði, eins og önnur aðildarlönd, að gangast und- ir hina sameiginlegu fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins," segir Bonino. „Hins vegar yrði örugg- lega um einhvern aðlögunartíma að ræða eins og við inngöngu Spánar og Portúgal á sínum tíma og Svíþjóðar og Finnlands nú.“ ■ Engar undanþágur/30-31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.