Morgunblaðið - 01.06.1995, Page 4

Morgunblaðið - 01.06.1995, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólaslit í grunn- skólum Samkeppnisráð úrskurðar vegna framleiðslu dagskrárefnis Sjónvarpsins Aðskilnaður eftir rúmt ár SKÓLAÁRINU lauk í grunnskól- um landsins í gær þegar nemend- ur fengu afhentar einkunnir sín- ar, en nemendur 10. bekkjar fá þó ekki lokaeinkunnir vegna sam- ræmdu prófanna fyrr en í kring- um júní. Að sögn Hrólfs Kjartans- sonar, deildarsljóra grunnskóla- deildar menntamálaráðuneytisins, er störfum grunnskólakennara þó ekki lokið því þeir starfa í þijá daga til viðbótar. Kennsla í grunn- skólunum stóð óvenju lengi fram eftir vori þetta skólaárið vegna kennaraverkfallsins í vetur, og því voru fleiri skólar en venjulega að ljúka skólastarfinu á siðasta degi skólaársins. Á myndinni sést hvar eftirvæntingarfullir nemendur í Breiðholtsskóla skoða einkunnir sínar eftir að þær voru afhentar við skólaslitin í gær. SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niður- stöðu að framleiðsludeildir Ríkisútvarps-Sjón- varps, sem framleiða innlent dagskrárefni verði fjárhagslega aðskildar frá öðrum rekstri RÚV. í ákvörðunarorðum Samkeppnisráðs segir að til að kostnaðaráætlanir RÚV gefi glöggar, raun- hæfar upplýsingar um fastan og breytilegan kostnað vegna framleiðslu innlends dagskrárefn- is stofnunarinnar, þannig að sjálfstætt starfandi kvikmyndaframleiðendur búi við sanngjarnari samkeppnisskilyrði, mæli Samkeppnisráð fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar milli þess hluta rekstrar RÚV sem annast öflun og útsendingu dagskrárefnis og hins vegar þess hluta rekstrarins sem snýr að framleiðslu dag- skrárefnis Sjónvarps, eigi síðar en 1. júlí 1996. Tildrög málsins voru erindi sem Framleiðenda- félagið, samtök félaga og fýrirtækja sem fram- leiða kvikmyndir, sendi til Samkeppnisstofnunar en kvikmyndaframleiðendur töldu sig sæta sam- keppnislegu misrétti í viðskiptum við RÚV. í erindi félagsins segir m.a. að félagar hafi þurft að framleiða langt undir raunkostnaði vegna fullyrðinga forsvarsmanna RÚV um að ódýrara væri að framleiða verkin innanhúss og hafi þeir því neitað að greiða meira fyrir verkin. Ljóst að um samkeppnis- rekstur er að ræða í greinargerð sinni benti lögmaður RÚV hins vegar m.a. á að bókhald RÚV félli utan starfs- sviðs Samkeppnisráðs. Mótmælti hann því að RÚV beitti kvikmyndaframleiðendur þvingunum og benti á að RÚV nyti ekki verndar eða einka- leyfís og dagskrárframleiðsla Sjónvarpsins væri í þágu stofnunarinnar og keppti ekki við fram- leiðslu kvikmyndaframleiðenda. í rökstuðningi Samkeppnisráðs segir m.a. að útvarpslögin geri ráð fyrir að samkeppni verði komið við í framleiðslu á dagskrárefni. „Enda þótt um sé að ræða heimild en ekki skyldu til að leita út fyrir stofnunina'með gerð dagskrár- efnis telur Samkeppnisráð ljóst að um sam- keppnisrekstur sé að ræða.“ Einnig telur Samkeppnisráð að á meðan eng- in fjárhagsleg aðgreining sé í bókhaldi RÚV sem sýni framleiðslukostnað dagskrárefnis eigi út- varpsráð erfítt með að rækja þá skyldu sína að kappkosta að hlutur innlends efnis verði sem mestur og vandaðastur. Viðar Garðarsson, formaður Framleiðendafé- lagsins, sagðist vera mjög ánægður með niður- stöðu Samkeppnisráðs. „I okkar huga er þetta viðurkenning á því sem við höfum haldið fram lengi að við værum í samkeppni við framleiðslu- deildir Sjónvarpsins,“ sagði hann. „Ef þetta gengur fram með þessum hætti tel ég að vegur innlendrar dagskrárgerðar muni aukast." Ekki náðist í Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins, vegna þessa máls í gær. ' 4 ^ MorgunblaÆð/Þorkell I gæsluvarðhald vegna vsk-svika í FYRRADAG var maður úrskurð- aður í fimmtán daga gæsluvarð- hald vegna gruns um að hann hefði svikið á fjórtándu milljón út úr ríkissjóði með röngum virðis- aukaskattskýrslum. Rannsóknarlögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum eftir að henni barst kæra frá emb- ætti skattrannsóknastjóra vegna rökstudds gruns um að maðurinn hefði svikið fé út úr ríkissjóði. Hann er grunaður um að hafa sent inn rangar virðisaukaskatt- skýrslur um innskatt, þar sem fram kom að hann hefði greitt innskatt af aðföngum, sem ekki reyndist eiga við rök að styðjast. Talið er að þetta hafi staðið yfir í á þriðja ár og eru svikin talin nema á fjórtándu milljón króna. Svikin voru framin í nafni fyrirtækis sem hafði starfsemi í Reykjavík. Aukið eftirlit með vsk-skilum Að sögn Jóns Snorrasonar, lög- fræðings hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, hefur RLR borist fjöldi kæra vegna mála af svipuðum toga frá því sl. haust og segir hann augljóst að eftirlit með virð- isaukaskattskilum hafi verið eflt. Þetta umrædda mál er næst- stærsta málið, sem skattrann- sóknastjóri hefur kært til RLR. Deila samtaka sjómanna og útgerðar hefur enn ekki verið leyst ALMENNIR kjarasamningar og kjör á svokölluðum sérveiðum, eru ekki það, sem mest er deilt um í yfirstandandi sjómannaverkfalli. Deilan snýst um það, hvernig koma megi í veg fyrir kvótakaup sjó- manna og fínna viðunandi farveg í samskiptum sjómanna og sjávarút- vegsfyrirtækja sem reka bæði vinnslu og útgerð. Aðaldeiluefnið snýr þvi ekki nema að hluta flotans og hluta sjómanna. Frystitogarar og sjómenn þar standa í raun utan deilunnar, einnig útgerðir og áhafn- ir ísfísktogara, sem nýlega hafa gert samninga, sem sátt er um svo og þær útgerðir sem þegar byggja afkomu sína á því að selja afla sinn á fískmörkuðum heima og erlendis eða leitast með öðrum hætti við að fá hæsta mögulegt verð fyrir afl- ann. Lítið hefur verið að undan- fömu um deilur um fískverð milli útgerða og sjómanna. Lausn sjómannadeilunnar virðist byggjast á því, að fínna leiðir til að koma í veg fyrir þátttöku sjó- manna í kvótakaupum og finna samskiptafyrirkomulag milli sjó- manna annars vegar og fyrirtækja með bæði útgerð og fiskvinnslu hins vegar. Bæði útgerðin og sjómenn hafa lýst yfir því, að þeir séu tilbún- ir til að beita sér fyrir því innan Verðlagsráðs sjávarútvegsins að lágmarksverð á slægðum þorski verði 60 krónur. Takist það, er tal- ið að þátttaka sjómanna í kvóta- kaupum verði úr sögunni. Markaðstengíng Þá stendur verðmyndun að öðru Ieyti eftir og virðist lausnin þar byggjast á samkomulagi um mark- aðstengingu verðsins, fremur en kröfunni um allan físk á markað. Aðaldeilan nær aðeins til hluta deiluaðilanna Helztu deiluefni sjómanna og útgerðar- manna eru þátttaka sjómanna í kvótakaup- um og hvemig koma skuli á markaðsteng- ingu fískverðs í föstum viðskiptum. Hjörtur Gíslason bendir hér á að þessi deiluefni eiga aðeins við hluta sjómanna og flotans. Stór hluti stendur utan deilunnar í raun. Sjómenn og útvegsmenn geta ekki samþykkt sín á milli að allur fískur fari á markað. Það verður ekki gert nema með lagasetningu. Hins vegar er sú leið fær, að í kjarasamn- ingum milli útgerðar og sjómanna sé tekið fram, að útgerðin setji all- an fisk á markað, hluta aflans á markað eða tengi fískverðið mark- aðsverði á ákveðinn hátt og að lág- marksverð á þorski sé ákveðið, til dæmis 60 krónur. Slík ákvæði næðu þá ekki til báta undir 12 tonnum að stærð, enda eru þeir ekki aðilar að LÍÚ og um þá gilda engir kjara- samningar. Þessi aðilar geta heldur ekki ákveðið lögbundið lágmarksverð nema með samkomulagi meirihluta Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem enn er til, þó lítið hafí farið fyrir þvf. Þar eiga sæti fulltrúar sjó- manna, útgerðar og fiskvinnslu og þarf einfaldan meirihluta til slíkrar ákvörðunar. Deiluefnið nær ekki til frystitogara Frystitogarar standa í raun utan þessara deilna, þó áhafnir þeirra séu einnig í verkfalli. Þar ræður heimsmarkaðsverð á fiski því hvað sjómenn bera úr býtum og ekki þekkist á þeim bæ, að sjómenn taki þátt í kvótakaupum. Þó getur kom- ið til þess innan tíðar, að afurðir frystitogara verði seldar innan lands til frekari vinnslu, ýmist í viðskiptum þar sem bæði frystitog- ari og vinnsla eru á sömu hendi eða í viðskiptum milli óskyldra aðila. Þá vaknar sú spuming á hvaða verði afurðimar yrðu seldar. Hvort heimsmarkaðsverð réði þar eða hvort setja þyrfti þar lágmarksverð eða markaðstengingu eins og í ferskum físki. Nauðsynlegt að friður skapist Stór hluti ísfísktogara stendur í raun einnig utan þessarar deilu. Afli nokkurra þeirra er nær ein- göngu seldur á fískmörkuðum heima og erlendis og í öðmm tilfell- um er búið að semja um fískverð til sjómanna, sem gilda á út árið. Þar má nefna Miðnes í Sandgerði og Útgerðarfélag Akureyringa. Hins vegar getur auðvitað komið til þess, þegar þeir samningar renna út, að deilur rísi um framhaldið og þá er vissulega stoð í því að sam- komulag náist nú. Þá standa einnig fyrir utan þessa deilu sjálfstæðar útgerðir, sem þeg- ar landa öllum sínum afla á mörkuð- um eða ráðstafa hluta hans með öðmm hætti eins og talið er vænleg- ast, og láta sjómenn ekki taka þátt í kvótakaupum. Líkleg lausn deilunnar færir því stómm hópi sjómanna lítið sem ekkert nú. Hins vegar er af því ótvíræður ávinningur að friður skapist um verðmyndun sjávarafla og beinni þátttöku sjómanna í kvótakaupum verði hætt, enda er hún óleyfileg lögum samkvæmt. Pilturinn sem ók á hjólreiðamann Gæslu- varðhald ekki framlengl BEIÐNI Rannsóknarlögreglu ríkisins um framlengingu gæsluvarðhalds yfir pilti, sem varð valdur að dauða hjólreiða- manns í Hafnarfirði 12. maí sl., var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Pilturinn er nú laus úr gæsluvarðhaldi. RLR gerði kröfu um að gæsluvarðhald yrði framlengt til 12. júlí nk. en fyrri gæslu- varðhaldsúrskurður rann út í gær. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknarlögreglustjóra er ljóst að pilturinn ber ábyrgð á láti mannsins en það sem skipti máli sé huglæg afstaða hans til verknaðarins. Dómari taldi að ekki væm næg efni til þess að ætla, eins og málið stæði nú, að þarna hefði verið um ásetningsverk að ræða og að gera yrði mjög ríka sönnun- arkröfu til þess að hægt væri uð byggja framlengt gæslu- varðhald á slíku. Pilturinn hefur gengist und- ir geðrannsókn en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Að sögn Þóris heldur rann- sókn málsins áfram og verður það síðan sent ríkissaksókn- ara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.