Morgunblaðið - 01.06.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 01.06.1995, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Djöflaeyjan rís í síðasta sinn SÝNING Leikfélags Akur- eyrar á leikgerð Kjartans Ragnarssonar á bókum Einars Kárasonar hefur notið vin- sælda. Sýningar eru nú að fylla þriðja tuginn og hefur verið sýnt fyrir fullu húsi. Óðum dregur að lokum leikárs og verða síðustu sýningamar um helgina á föstudags- og laugar- dagskvöld. Leikendur sem og sýningin öll hefur fengið góða dóma áhorfenda sem gagnrýnenda. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs dóttir. Leikmynd og búninga gerir Axel HaJlkell Jóhannes- son. Tónlistarstjóri í sýning- unni og undirleikari er Karl Olgeirsson, en mörg lög frá sjötta áratugnum setja svip á sýninguna, sem er lýst af Ing- vari Björnssyni. FÍ A (Sunna Borg) horfir í for- undran á Línu spákonu (Sigur- veig Jónsdóttir) og Þórgunni (Rósa Guðný Þórsdóttir). Ný og breytt símanúmer hjá Eimskip frá 3. júní 1995 5257000 Bein innvalsnúmer þjónustudeilda li j I 1 1 Viðskiptaþjónusta Pósthússtræti 525 7111 1 Viðskiptaþjónusta Sundahöfn 525 7700 1 1 Innflutningsdeild 525 7240 1 Útflutningsdeild 525 7230 1 Innanlandsdeild 525 7750 1 Fjárreiðudeild 525 7340 1 Akstursþjónusta - innflutningur 525 7771 1 Akstursþjónusta - útflutningur 525 7772 1 Frystigeymsla 525 7430 1 1 Útflutningur / strandflutningur 525 7460 i \ Helstu faxnúmer Eimskips Pósthússtræti 525 7179 1 Útflutningsdeild 562 2465 1 Innflutningsdeild 525 7197 Viðskiptaþjónusta Pósthússtræti 552 7871 1 Viðskiptaþjónusta Sundahöfn 525 7779 1 Frystigeymsla 525 7439 1 [ Flutningamiðstöð Sundahöfn 525 7419 1 1 1 1 Skrifstofur Eimskips innanlands 1 I EIMSKIP Hafnarfirði 565 2888 1 EIMSKIP Akureyri 462 7000 1 EIMSKIP Vestmannaeyjum 481 2004 I [ „Kynntu þér nýju símanúmerin hjá okkur og geymdu þau á vísum stað - það gæti komið sér vel.“ Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir I flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. Lea Möller símsvörun 525 7000 EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is Sannar sögnr úr lífi Diddu BOKMIINNIIH Ljóðabók LASTAFANS OG LAUSAR SKRÚFUR eftir Diddu. Forlagið 1995 — Oddi prentaði. Verð 1.690 kr. DIDDA (Sigurlaug Jónsdóttir) kallar fyrstu bók sína Lastafans og lausar skrúfur, en bókin hefði alveg eins getað komið út undir nafninu Sannar sögur. Ljóðin eru sprottin úr lífí Diddu og kynnum hennar af undirheimum, heima og erlendis. Raunveruleikinn Það má segja að líf og list renni saman í eitt í bók Diddu, ljóð Diddu séu hennar eigið líf. En vitanlega líkja skáld ekki eftir raunveruleik- anum heldur sækja efni til hans. Lífsreynslusögumar eru stundum í formi prósaljóða og prósaískar sem slíkar, gætu flokkast undir örsögur. Flestar em þó i fijálslegu ljóðformi og geta verið afar hnitmiðaðar og vel byggðar upp. Dæmi um það er upphafsljóðið I dag: Nei, í dag ætla ég ekki að vera hádramatísk og líkja mér við þurrkaða rós hangandi öfuga í bandi. Nei, ég ætla að líkja mér við stafnmynd á sjóræningjaskipi að bijótast í gegnum þetta með ber sölt bijóstin. Þetta stutta myndríka ljóð er ekki dramatískt heldur rómantískt og raunsætt í senn. Stafnmyndin gæðir það lífí og einnig merkingu. Ekki ósennilegt Þegar djarflegustu og klúmstu ljóðin em lesin er gott að gleyma ekki játningu Diddu í Það er ekki ósennilegt: „Það er ekki ósennilegt að ég hafi gert eitthvað sem engan langar að hafa gert, en hefur samt gert.“ Feiti kallinn á Hótel Borg sem notfærir sér eymd stúlku í Einu grammi er litinn mennskum augum þrátt fyrir allt og svo er um fleiri skuggalegar persónur sem verða yrkisefni. Þótt líklega sé ekki við hæfi að nefna orð eins og gamansemi í þessu sambandi er húmorinn oft styrkur Diddu. Gagn er til marks um þetta, en þar leikur aðalhlutverkið „þetta litla mjóa typpi/ sem ég vissi ekkert/ hvað ég átti að gera við“. Sama er að segja um Tum sem fjallar um naut með magnaða tungu. Hrein og bein Didda yrkir um „óhreinan“ heim, ljóð hennar eru óhrein en þó hrein og bein. Heimur hennar er sem betur fer ekki allra en þó furðu margra og stendur opinn. Að auki má telja Lastafans og lausar skrúfur hreinsun. Skáldkonan horfist í augu við líf sitt, tínir upp sannleiksbrotin og yrkir sig um leið frá þeim. Gamansami tónninn bendir meðal annars til þess að það hafí heppnast. Bannsvæði Á sínum tíma hneykslaði Ásta Sigurðardóttir með bersögli smásagna sinna, en einkum fyrir það að fara inn á bannsvæði ritlistar. Síðan hafa Steinar, Guðbergur, Dagur, Vigdís og fleiri gert sitt til að kanna umdirheima og spegla þá. Didda stendur alls ekki ein meðal yngri rithöfunda nú. Sögur Diddu em lifandi þótt þær séu ekki allar jafn markverðar. En hún hefur ekki fallið í þá freistni að ausa þeim yfír múginn heldur kann sér hóf og þreytir vonandi ekki aðra en þá sem ástæða er til að þreyta. Þetta líf miðlar líkum lærdómi og Það er ekki ósennilegt sem áður var vitnað til Þetta líf er eitt af stystu ljóðunum: Ég veit ekki, kannski er ég full vanþakklát en það nægir mér ekki að hitta einhvern í næsta lífi. Og ég efast um að ég muni eitthvað þá sem ég man ekki núna. Ljóð Diddu em hressileg tilbreyting þegar miðleitin náttúraljóð verða æ meira ríkjandi. Didda hefur ekki losað ljóðagerðina úr viðjum, en hún hefur fundið eigin leið til tjáningar. Jóhann Hjálmarsson Yogasfööin Heilsubót auglýsir Gott fólk athugið! Sex vikna sumamámskeið byrjar 1. júní. Kennt verður mánudaga, fimmtudaga og laugardaga. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Byrjendanámskeið og fyrir bakveika. Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a, sími 552-7710.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.