Morgunblaðið - 01.06.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 01.06.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 2 LISTIR • BORGARSTJÓRINN í Róm, Francesco Rutelli, hefur séð sig um hönd og ákveðið að leyfa óperusýningar í borginni í sum- ar. Rúm vika er síðan hann blés allt sýningarhald af í óperunni vegna deila við starfsmannafé- lög óperunnar sem hótuðu verk- föllum og vinnustöðvum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar. Nú hafa þau lagt fram loforð um að fara ekki í verkfall, gegn því að sýningar verði í sumar og að 51 lausráðinn starfsmaður gangi fyrir um fastráðningar. Settar verða upp óperurnar Tosca og Rigoletto, auk þess sem frumfluttur verður ballett sem byggir á lífi kvikmynda- leikstjórans Federico Fellinis. • UPPBOÐSHALDARINN Christie’s er að færa út kvíarn- ar á Indlandi á sama tíma og aðalkeppinauturinn, Sotheby’s, dregur saman seglin þar í landi. Þetta þykir djarfleg ákvörðun í ljósi þess að Sotheby’s hefur átt í erfiðleikum með listmuna- uppboð í landinu. Þeir náðu hámarki árið 1992 í kjölfar upp- boðs á indverskum listmunum en þá reyndu indverskir toll- verðir að koma í veg fyrir að munirnir yrðu fluttir úr landi auk þess sem skattayfirvöld gerðu innlendum kaupendum lífið leitt. • STRÍÐIÐ á Balkanskaga hef- ur haft áhrif víða, m.a. i lista- lífi Lundúna. Nýlega bannaði bæjarráð í einum hluta Lund- úna sýningu á serbneskri list og menningu, þrátt fyrir að verkin á sýningunni séu yfir einnar aldar gömul. Sýningin átti að vera á vegum félags Serba í borginni fór fyrir brjóst- ið á bæjarráðsmönnum úr Verkamannaflokknum, sem ótt- uðust að hún myndi reita Bosn- íumenn og Króata til reiði. „Mynduð þið leyfa nasistum að selja upp sýningu," spurði reið- ur bæjarráðsmaður. Serbar brugðust hinir verstu við ákvörðun bæjarráðsins sem skipti að endingu um skoðun og ákvað að leyfa sýninguna, nokkrum klukkustundum áður en hún hafði átt að hefjast. Það var hins vegar of seint, Serbarn- ir höfðu fengið inni í klaustri í öðrum borgarhluta. • FYRIR þremur vikum var Martyn Bedford ritstjóri í lausamennsku við lítið breskt staðarblað. Nú er honum hamp- að sem nýjustu stjörnunni í breska bókmenntaheiminum og hann á um skyndilega um 10 milljónir ísl. kr. í banka. í byij- un maí sendi Bedford handrit að bók til umboðsskrifstofu í London, vonlítill um útgáfu. Nú slást hins vegar bókaforlög um útgáfuréttinn að bók hans, sem fjallar um mann sem hefn- ir sín grimmilega á gömlu kennurunum sínum. „Mér leið- ast klisjur en ég verð að gípa til einnar nú; þetta er draumur sem hefur ræst,“ segir Bed- ford, sem hefur setið við skrift- ir síðustu sex til sjö ár og ekki tekist að fá neitt útgefið fyrr en nú. Bedford hefur sagt upp starfi sínu en hans bíður m.a. að velja útgefanda að bókinni, sem nefnist „Acts of Revision" og kemur væntanlega út næsta vor. Ertu að hugsa um töMmnni? Aö fara í TVÍ (krefst stúdentsprófs) og læra kerfisfræði og forritun í 2 ár (um 50% falia eftir 1. önn). Aö fara í tölvunarfræði í HÍ (krefst stúdentsprófs) og læra kerfisfræði og forritun í 3-4 ár (um 40% falla í lok 1. árs). Að fara á mörg stutt tölvunámskeið hjá tölvuskólum og læra ýmislegt hagnýtt (en þú færð ekki samhengi og yfirsýn). Að fara í námið TÖLVUNOTKUN í FYRIRTÆKJAREKSTRI hjá okkur. Á 19 vikum muntu öðlast heildaryfirsýn og ítarlega þjálfun i notkun þess búnaðar sem algengastur er i dag og um næstu framtið. Námið okkar er einnig ágætis undirbúningur fyrir frekara nám í tölvufræði! Þegar þú útskrifast getur þú nýtt þér tölvur til að leysa fjölbreytt og spennandi verkefni og veitt öðrum ráðgjöf og aðstoð. Þú verður sá starfskraftur sem flest tölvuvædd fyrirtæki sækjast eftir. Unnt er að stunda námið með vinnu. 569 77 69 562 10 66 (B> NÝHERJI STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS OG NÝHERJA Sijúrnunarfúicy Islands VERÐ KR. 1.690 VERÐ KR. 2.990-3.990 VERÐ KR. 2.290-3.990 Erobik-taska Sport-taska VERO KR. 2.290-3.390 VERÐ KR. 2.990-3.990 VERÐ KR. 1.990 VERD KR. 1.990-3.190 VERÐ KR. 2.990-3.990 VERÐ KR. 2.790 Jakkafatataska ÞOUPIft BORG ARKRINGLU N NI Opiðvúkadaga írákl.12-18.30 Föstudaga frá kl. 12-19 Laugardagaírákl, 10-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.