Morgunblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk Spurðu hundinn þinn hvort Ég held hann sam- Aðferðinni? Sem sagt, niður í garðshorn hann vilji koma út að elt- þykki það ef hann og yfir akurinn. ast við kanínur. ræður aðferðinni. BRÉF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tónlistarsnobb Frá Sigrúnu Marinósdóttur: ÉG get ekki stillt mig um að „stinga niður penna“, eftir lestur hinnar fræbæru greinar Atla Heimis Sveinssonar, tónskálds, í Morgun- blaðinu hinn 13. maí. Því nriiður er hvert orð greinar- innar staðreynd. Hver einasti viti- borinn maður, jafnvel kvenmaður, gerir sér grein fyrir því að þessi svokallaða stjóm „Samtaka um byggingu tónlistarhúss" hefur engu komið í verk, verið algjörlega óvirk. Að það skuli ekki vera búið að reisa hér tónlistarhús er þjóðinni til skammar. Auðvitað á að sleppa þessum fáránlegu Hvalfjarðar- göngum, sem enginn hefur þörf fyrir, nema þá þeir hagsmunaaðilar sem vilja maka krókinn. Förum nú að láta töfra listarinn- ar hafa meiri áhrif hér á landi en peningana. Byggjum tónlistarhús fyrir þá sem stunda tónlist og okk- ur hin, sem fáum að njóta snilldar þeirra, og það sem allra, allra fyrst. Ekkert lyftir manneskjunni meir upp úr drunga hversdagsleikans en vel flutt sígild tónlist, enda tel ég tónlistina fremsta í hópi hinna ann- ars göfugu lista. Ég er sammála Atla Heimi um staðsetninguna. Það er einmitt staður sem ég hef oft bent á í kunn- ingjahópi. Tónlist og vatn/sjór er einhvern veginn nátengt. Kannski af því þú getur ekki tekið á þeim í bókstaflegri merkingu þess orðs. Fáránlegt og skammarlegt Að það skuli ekki vera einn ein- asti tónlistarmaður í stjóm þessara samtaka er fáránlegt og skammar- legt, en eins og Alti Heimir kemur inn á í sinni góðu grein, þá eru þetta orðin einhvers konar snobb- samtök og auðvitað vill enginn sannur listamaður sitja í slíkri „súpu“. Þetta eru snobbsamtök þeirra sem peninga eiga og sitja t.d. í stjómum flestra stærstu fyrirtækja landsins eða eru forstjórar þeirra. Það er eins og eina lögmálið sem gildi á íslandi sé peningalögmálið með nefndarlögmálið sér til halds og trausts. Líklega em hvergi fleiri nefndir/fundir í nokkru öðm landi hins vestræna heims. Mér þætti ekki ótrúlegt að ætla að svokallaðir yfirmenn eða sérfræðingar eyði helmingi vinnutíma síns í fundarset- ur og það meira að segja inni á sjúkrahúsum. En nú er ég komin út fyrir efnið, hér skyldi rætt um tónlistarhús ekki sjúkrahús. Ég sem hef verið ósköp venjuleg launamanneskja hjá „ríkinu" er mikill unnandi sígildrar tónlistar. Fór á fyrstu fundi „Samtakanna um byggingu tónlistarhúss", en sá fljótt að þar átti engin meðal-Jóna heima. Þetta var aðeins ætlað pen- ingamönnum og forstjómm, að minnsta kosti þurfti viðkomandi að vera prófessor eða sérfræðingur í læknastétt. Lægra var ekki seilst eftir stuðningsmönnum. Listamenn og venjulegt launafólk átti ekki upp á pallborðið hjá þessum „snobbliði". Svo ég dró mig fljótlega út úr þess- um „fína hópi“. Þetta ber keim af bandarískum sið. Þeim að peningafólk þar styður gjarnan listir og ýmis líknarfélög sér til hagræðis (skattfrádráttur) og aldeilis ágætar auglýsingar sem því fylgir. Því þessa fólks er oft getið í fjölmiðlum þegar það leggur þessum málum lið og það er ein- mitt það sem það sækist eftir. Svo er að verða einnig hér. Munurinn er þó sá að í Bandaríkjunum fram- kvæma auðmenn hlutina. Hér er ekkert gert. Það eru haldnir fundir, kallaðir til fréttamenn öðru hvoru og gefnar út einhveijar yfirlýsing- ar, sem enginn skilur. Nú og svo birtist auðvitað mynd af öllum „her- legheitunum" í blöðum og sjón- varpi. Það er nákvæmlega það eina sem stjórn „Samtaka um byggingu tónlistarhúss" hefur komið í verk. Loddaraskapur Þetta er hreinn og beinn loddara- skapur og ekkert sést örla á tónlist- arhúsi. Þessir nefndarmenn nota sér þetta sem einhvers konar skraut- - fjöður. Þá geta þeir og frúr þeirra t.d. farið á dýrasta dansleik ársins, þar sem öruggt er að engin meðal- Jónshjón láti sjá sig, því þau hafa hreinlega ekki efni á því og líklega ekki heldur áhuga. Þetta er svo snobbað, en fátt finnst mér fánýt- ara og heimskulegra en snobb. En það hefur verið að myndast sterk „snobb-stétf“ hér á landi undanfar- in ca. 10 ár. En greinin góða hans Atla Heim- is, tónskálds, hlýtur að vekja fólk til umhugsunar. Kannski er nauð- synlegt að stofna önnur samtök „af lægri stigum", þar sem í mega vera listamenn og ósköp venjulegt fólk, sem hefur áhuga á æðri tónlist? Ég hvet ykkur, ef einhver er mér sammála, að gera eitthvað í þessu brýna máli. Eftir öllum formerkjum að dæma mun ekkert tónlistarhús rísa hér á þessari öld, sem senn er liðin. Það er augljóst ef þetta „uppa- lið“ sem situr í stjórn samtakanna heldur áfram stefnuleysi, jafnvel siðleysi sínu gagnvart tónlistar- mönnum og unnendum tónlistar þessa lands. Við verðum að gera eitthvað til bjargar tónlistinni og tónlistarfólkinu okkar. Við eigum aldeilis prýðisgóða sinfóníuhljóm- sveit, en hún hefur ekkert þak yfir starfsemi sína. Er hægt að bjóða þessu frábæra listafólki upp á slíkt endalaust? Þetta er þvílík endemis hneisa fyrir íslensku þjóðina. Jafnt er á komið fyrir öðrum afbragðs góðum tónlistarmönnum á hinum ýmsu sviðum þessarar göfugu list- ar, tónlistarinnar. Fyrir aldamótin, sem riú nálgast óðum, verður að rísa tónlistarhús hér á landi. Vil ég svo að endingu þakka Atla Heimi fyrir hans góðu grein, að ég tali nú ekki um alla þá dýr- legu tónlist, sem hann hefur samið. Hvílík náðargáfa! Þakkir. flyt ég líka öllum þeim, sem að tónlistarmálum vinna á þessari köldu eyju okkar í Norður- Atlantshafi. SIGRÚN MARINÓSDÓTTIR, Skeljagranda 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.