Morgunblaðið - 02.06.1995, Side 1

Morgunblaðið - 02.06.1995, Side 1
96 SÍÐUR B/C/D 123. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nelson Mandela Líst vel á heimaland hvítra Höföaborg. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, sagði í gær, að blökkumenn í landinu ættu að sýna skilning á kröfum hægrisinnaðra, hvítra manna um sérstakt heimaland. í ræðu, sem Mandela flutti í öld- ungadeild þingsins, sagði hann, að þótt Constand Viljoen, einn helsti leiðtogi hvítra hægrimanna, hefði sagt skilið við mestu öfgamennina og tekið þátt í þingkosningunum í april væri ekki ástæða til að skella skollaeyrum við kröfunni um heimaland fyrir hvita menn eða Búa. Viljoen studdi hana lengi en sneri síðan við blaðinu og sagði, að líklega væri hún aðeins draum- ur, sem aldrei rættist. Grundvallaðist á menningu Mandela kvaðst mundu Iíta með velvilja á tillögur sérstakrar nefnd- ar, sem vill að stofnað verði heima- land eða „Volkstaat", sem myndi þó fremur grundvallast á tungu- máli og menningu en kynþætti. Sagði hann, að þjóðin stæði í þakk- arskuld við þá hægrimenn, sem hefðu hætt andstöðu sinni við meiri- hlutastjórn blökkumanna og ynnu nú með henni. Reuter Rústir dauðagildranna SEX mönnum var bjargað lifandi úr rústum Neftegorsks á Sakhalín- eyju í gær en þá voru fjórir dagar liðnir frá því flestar byggingar í bænum hrundu til grunna í öflug- um jarðskjálfta. A fjórða þúsund manns bjuggu í bænum og lang- flestir í 19 fimm hæða fjölbýlishús- um. Stóra myndin sýnir vel hvað varð um þau í skjálftanum, þau eru aðeins grjóthrúgur í regluleg- um röðum, en á minni myndinni trónir stytta af Lenín fyrir framan danshúsið í bænum. Hún haggað- ist ekki í hamförunum og finnst mörgum sem hún sé táknræn fyr- ir gamla stjórnarfarið, sem setti kerfið ofar fólkinu. Byggingum hafi verið hrófað upp án nokkurs tillits til jarðskjálftahættu. ■ Fannst lifandi/18 »k mm "V.K- Hart deilt í Úkraínu Þingið ógildir tilskipun forseta Kiev. Reuter. ÚKRAÍNSKA þingið ógilti í gær tilskipun Leoníds Kútsjma forseta um þjóðaratkvæði um traustsyfir- lýsingu við forsetann. Sagði í til- lögu, sem samþykkt var með 252 atkvæðum gegn 9, að þjóðarat- kvæðið stangaðist á við stjórnar- skrána og yrði of kostnaðarsamt. Kútsjma gaf út tilskipun um þjóðaratkvæði í fyrradag og sagði það óhjákvæmilegt til þess að vinna þjóðina út úr pólitískri kreppu. Væri þráteflið milli lög- gjafar- og framkvæmdavaldsins farið að hafa afar slæm áhrif á efnahagslífið og framtíð lands- manna. Sagði Kútsjma, að í at- kvæðagreiðslunni fengi þjóðin að tjá afstöðu sína til forsetans og einnig þingsins. Þingið ógilti tilskipunina og sagði, að þjóðaratkvæðagreiðslan færi í bága við stjómarskrána og væri allt of kostnaðarsöm. Var stjórninni einnig bannað að standa straum af henni. Evrópuríkin ætla að styrkja friðargæslu SÞ í Bosníu Herliðið eflt og- bú- ið undir hörð átök Sænsk ríkisfyrir- tæki seld Stokkhólmi. Reuter. STJÓRN jafnaðarmanna í Sví- þjóð hefur ákveðið, að ríkisfyr- irtæki fyrir 50 milljarða skr., nærri 450 milljarða ísl. kr., verði seld fyrir aldamótin. Göran Persson, íjármálaráð- herra Svíþjóðar, skýrði frá þessu í gær og sagði, að salan væri hluti af áætlunum stjórn- arinnar til að uppfylla markmið Evrópusambandsins í efna- hags- og peningamálum. Meðal þeirra fyrirtækja, sem þegar hefur verið ákveðið að selja, eru Nordbanken, Sec- urum og Retriva en talið er lík- legt, að stórfyrirtækin Telia og Vattenfall, sænska landsvirkj- unin, verði einnig sett á sölu- lista. Þessi tvö fyrirtæki hafa hingað til verið heilagar kýr í augum jafnaðarmanna. Sarajevo. Reuter. VESTRÆN ríki vinna að því að efla friðargæslustarf Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og ætla ekki að setjast að samningaborði með Bosníu-Serbum um örlög gíslanna, sem þeir hafa tekið. Sveitir bresku friðargæsluliðanna hafa verið sameinaðar í Mið-Bosníu til að þær standi betur að vígi í hugsanlegum átökum og franska stjórnin vill, að stofnun sérstakra hraðsveita verði ákveðin á fundi vestrænna varnarmálaráðherra á morgun. „Við munum ekki þola lengur, að franskir hermenn séu niður- lægðir, særðir og drepnir," sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, í gær við útför tveggja franskra hermanna, sem féllu í átökum við Serba í Sarajevo. Serbar hafa tekið 370 gísla og myndir, sem birst hafa í sjónvarpi af frönskum her- mönnum í þeirra hópi, hafa vakið mikla reiði í Frakklandi. Oflugar sveitir Tillögur Frakka um hraðsveit- imar eru að þær verði skipaðar 4.000-5.000 hermönnum, vel bún- um vopnum og flugvélum, sem geti farið um svæði á valdi Serba, tryggt öryggi flugvallarins í Sarajevo og aðfiutningsleiðir til einangraðra byggða. Breska stjórnin hyggst fjölga í gæsluliði sínu í Bosníu um 6.000 manns og hefur þegar sent þangað 1.200 hermenn til viðbótar ásamt stórskotaliðsvopnum, sem friðar- gæslusveitirnar hafa ekki haft yfír að ráða. Malcolm Rifkind, varnarmála- ráðherra Bretlands, tók það sér- staklega fram í gær, að herliðinu væri ekki ætlað að veija undan- hald SÞ-sveitanna, og jafnvel Þjóðverjar hafa gefið ádrátt um að senda hermenn til Bosníu. Varað við „slátrun“ Bosníu-Serbar hafa lýst yfir, að gíslunum verði ekki sleppt fyrr en tryggt verði, að loftárásum á stöðvar Serba verði hætt fyrir fullt og allt en Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði, að ekki væri inni í mynd- inni að semja við þá. í gær varaði Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, við tilraunum til að frelsa gíslana og sagði, að þær myndu enda í „slátrun". Reuter Hljómleikar undirbúnir BÚNAÐURINN sem notaður er á tónleikum Rolling Stones er margvíslegur. Vegfarendur og fréttamenn í Stokkhólmi virða hér fyrir sér tæki sem helst lík- ist risastórri eiturslöngu í víga- hug. Hljómsveitin mun sækja Svía heim á laugardagskvöld og eru tónleikarnir þáttur í mikilli ferð sem nefnist Voodoo Lounge.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.