Morgunblaðið - 02.06.1995, Side 11

Morgunblaðið - 02.06.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JLINÍ 1995 11 Sýningar í Lista- safninu TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugar- daginn 3. júní, kl. 16.00. I austur- og miðsal eru verk eftir Hauk Stefánsson og í vestursal eru „ný aðföng,“ verk sem Listasafnið á Akur- eyri hefur nýlega eignast, m.a. eftir Erró, Guðmund Thorodd- sen, Jón Laxdal og Jónas Við- ar. Listaverkabók í tilefni af sýningu Hauks Stefánssonar kemur út lista- verkabók um hann, sem gefin er út af fjölskyldu hans í sam- vinnu við Listasafnið á Akur- eyri. Ritstjóri er Haraldur Sig- urðsson. Haukur var fæddur árið 1901. Hann bjó í Kanada fram á fertugsaldur er hann kom til föðurlands síns. Haukur var einn þeirra sem efldu mjög myndlist á Akureyri, m.a. með starfi sínu að kennslu frí- stundamálara en þar vakti hann áhuga stórs hóps á myndlistinni. Haukur málaði veggmyndir á heimilum fólks, þrjú þeirra verka eru varðveitt svo kunnugt sé, gangur í Hafnarstræti 84 (Hótel Harpa), í Oddeyrargötu 34 er málað upp stiga og pall í einum litatóni og í Strandgötu 2 er málaður gangur. Nonnahús opnað í g*ær NONNAHÚS, minningarsafn um barnabókahöfundinn og jesúítaprestinn Jón Sveinsson, hefur verið opnað og verður opið daglega í sumar eða frá 1. júní til 1. september frá kl. 10 til 17. Um háannatímann eða frá 20, júní til 10. ágúst verður einnig opið á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 20 til 23. Safnið er mikið sótt af út- lendingum og einnig koma í safnið Þjóðveijar sem þekktu Nonna og hafa lesið bækur hans. Safnið er einnig mikið sótt af íslendingum en yngri kynslóðin þekkir Nonna betur úr myndinni Nonna og Manna sem nýverið var sýnd í sjón- varpinu heldur en af bókum hans. Stytta Nínu Sæmundsson af Nonna hefur verið steypt í brons í borginni Speicher í Þýskalandi og er um þessar mundir á stórri höggmynda- sýningu í Niirnberg. Styttan er væntanleg til landsins í 'sumar og hafa Samskip gefið flutning sjóleiðina til íslands. Dajislist ’95 í íþrótta- höllinni DANSLIST ’95 verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Pjölmargir þátttak- endur víða að af landinu taka þátt, en um er að ræða nokk- urs konar danssmiðju þar sem unnið er með allar gerðir dansa. Tvær sýningar verða haldnar, hin fyrri verður annað kvöld, laugardagskvöld kl. 20.30 og hin síðari á sama tíma á sunnudagskvöldið 4. júnf. AKUREYRI AKO-plast og Plastprent stofna hlutafélag um plastiðnað Velta tvöfölduð og helm- ingsfjölgun starfsmanna Morgunblaðið/Rúnar Þór DANIEL Arnason, Bjarni Lúðvíksson, Eyþór Jósepsson, Alfreð Gíslason, Eysteinn Helgason og Jóhann Oddgeirsson stjórnarmenn í nýju félagi um rekstur Akoplasts fylgjast með Gunnari Svein- björnssyni að störfum í verksmiðju fyrirtækisins. Erlingur sýnir í Deiglunni ERLINGUR Valgarðsson sýnir verk sín í Deiglunni í Grófargili og er hún opin daglega frá kl. 14.00-18.00. Á sýningunni eru 19 verk, unn- in í olíu, lakk og akrýl. Sýningin heitir Náttúrubrot og tengist myndefnið náttúru landsins og er það byggt á upplifun og minninga- brotum listamannsins sem ferða- langs um hálendi íslands. Þetta er fyrsta einkasýning Erl- ings, en hann hefur áður tekið þátt í samsýningum, m.a. í Deigl- unni og í Falun í Svíþjóð. Erlingur er Akureyringur, fæddur árið 1961, hann sótti nám- skeið í Myndlistaskólanum á Akur- eyri árið 1981 og þá var hann við nám í Haraldsbo skólanum í Falun í SvQ)jóð árin 1988 og 1989. Sýningin stendur til 8. júní næstkomandi. ♦ ♦ ♦ REKSTUR AKO-plasts/Pob verður aðskilinn og nýtt hlutafélag stofnað um plasthlutann í starfsemi fyrirtæk- isins og mun Plastprent hf. í Reykja- vík leggja fram helming hlutaflár í nýja hlutafélagið á móti núverandi eigendum. Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins tvöfaldist og eins verður starfsmönnum fjölgað um helming. Viðræður hafa staðið yfír að und- anfömu milli eigenda Akoplasts/Pob á Akureyri, Plastprents og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sem á hlut í Plastprenti, um að efla plastiðnað á Akureyri. Niðurstaðan er sú að rekstri félagsins verður skipt, starfsemi á sviði prentiðnaðarins verður tekin út úr plastþættinum og tvö ný hlutafélög stofnuð. Hlutafé aukið Fyrirhugað er að auka hlutafé í Akoplasti um helming og verður það 40 milljónir króna. Ætlunin er að fjár- Ljósmynd/Hjálmar Júlíusson festa í vélum og búnaði til plastfram- leiðslunnar, en að sögn Daníels Áma- sonar framkvæmdastjóra mun fyrir- tækið einbeita sér að framleiðslu á plastumbúðum fyrir sjávarútveginn, m.a. fyrir SH. Áætlanir gera ráð fyrir að við fyrir- hugaðar aðgerðir muni velta fyrirtæk- isins aukast um helming og verða um 250 milljónir króna á ári. Þá er einn- ig gert ráð fyrir að aukning í fram- leiðslu muni hafa í för með sér tvöfóld- un á starfsmannafjölda í plastfram- leiðslunni en í framtíðinni munu 8 starfsmenn sinna þessum þætti í starfsemi fyrirtækisins. Plastprent hf. í Reykjavík leggur fram helming nýs hlutafjár í Ako- plast og sagði Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri, að um væri að ræða rökrétt áframhald á fyrra sam- starfí fyrirtækjanna. Plastprent hefði selt Akoplasti stóran hluta af sínu hráefni fram til þessa. „Við sjáum Steingrímur sýnir í Gamla Lundi SÝNING á málverkum eftir Stein- grím St. Th. Sigurðsson listmálara stendur yfír um þessar mundir í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri. Þetta er 79. einkasýning málar- ans og 7. sýning hans í fæðingarbæ sínum. Um 60 verk eru á sýning- unni, næstum öll ný og þá hyggst Steingrímur bæta við nýjum verk- um á sýninguna, sem hann tileinkar Akureyri, daglega. Fjölmenni var við opnun sýning- arinnar, en þar lék m.a. kvartett Guðjóns Pálssonar úr Vestmanna- eyjum að viðbættum Hauki Ágústs- syni sem söng með. einnig tækifæri með þessu samstarfi, við komumst nær okkar viðskiptavin- um á svæðinu og getum þjónað þeim betur,“ sagði Eysteinn. Hagræðing Daníel Ámason sagði að þessar aðgerðir væm gerðar í því skyni að ná fram hagræðingu og aukinni sér- hæfíngu. „Við vonum að hún skili sér til okkar viðskiptavina í hagstæðara vömverði og við teljum einnig að þessar aðgerðir muni hafa í fór með sér aukna möguleika fyrir okkur í framtíðinni," sagði Daníel. Samúel sýnir á Café Olsen í SUMAR verða verk eftir Samúel Jóhannsson til sýnis á veggjum Gafé Olsen við Ráðhústorg á Akur- eyri. Þetta er þrettánda einkasýning Samúels, en síðast sýndi hann í Listhúsinu Þingi í vetur. Hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga á undanförnum árum. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Kartöflugarðar undir snjó Arnarneshreppur. Morgunblaðið. KARTÖFLUGARÐAR utan Ak- ureyrar eru enn annaðhvort und- ir snjó eða mjög blautir. Garð- arnir á Silastöðum í Glæsibæjar- hreppi vita vel á móti sólu fyrri hluta dags en sólar hefur lítið notið í vor. Eiríkur Sigfússon bóndi á Síla- stöðum segir þó mest komið und- ir því liver hitinn verður i sum- ar. Gullaugakartöflur þurfi um 100 daga sprettu til að ná upp- skeru, premier 10-20 dögum styttri. Uppskeran fer þá eftir hitanum í sumar og hvort garð- arnir sleppa við næturfrost. Ei- ríkur hefur ræktað kartöflur í um 40 ár og gerir ráð fyrir að nú verði sett niður um 3 vikum seinna en í meðalári. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivík- urkirkja: Fermingarguðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11.00. Fermd verða: Anna Margrét Sigurgeirsdóttir, Túngötu 12, Grenivík. Ármann Dan Árnason, Túngötu 21, Grenivík. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, Túngötu 20, Grenivík. Heba Björk Helgadóttir, Ægissíðu 14, Grenivík. Kolbrún Eva Helgadóttir, Ægissíðu 14, Grenivík. Þóra Guðrún Þorsteinsdóttir, Túngötu 25, Grenivík. SVALBARÐSKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14.00 á hvítasunnu- dag. Hólmfríður Benediktsdóttir sópransöngkona og dóttir hennar syngja einsöng og tvísöng í mess- unni. LAUFÁSKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta 2. hvítasunnudag kl. 14.00. Fermingar um hvíta- sunnu Fermdur verður Gísli Hjörleifsson, Löngumýri 18, Akureyri. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Hátíðarguðsþjónusta verður í Möðru- vallakirkju á hvítasunnudag, 4. júní, kl. 11.00. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Guðrún Hildur Guðmundsdóttir, Möðruvöllum 3, Hörgárdal. Jóhann Egilsson, Richardshúsi, Hjalteyri. Sveinbjörn Sigurbjörnsson, Miklagarði, Hjalteyri. GLÆSIBÆJARKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta verður kl. 14.00 á hvítasunnudag. Ferming og altaris- ganga. Fei-md verða: Anna Rósa Friðriksdóttir, Gásum, Glæsibæjarhreppi. Dröfn Guðjónsdóttir, Hlöðum 2, Glæsibæjarhreppi. Þórgunnur Oddsdóttir, Dagverðareyri, Glæsibæjarhreppi. STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA: Fermingarmessa verður á hvíta- sunnudag kl. 11.00. Fermd verða: Kristján Freyr Pétursson, Aðalbraut 11, Árskógssandi. Elsa Dögg Benjamínsdóttir, Ásholti 6, Hauganesi. Hrafnhildur Petra Brynjarsdóttir, Ægisgötu 9, Árskógssandi. íris Rún Gunnarsdóttir, Aðalgötu 1, Hauganesi. HRÍSEYJARKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta verður á hvítasunnu- dag kl. 14.00. Dansleikur Vinsælasta stuðsveit landsins, Hljómsveit GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR ásamt HELGU MÖLLER leikur fyrir dansi í kvöld. HÓTEL KEA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.