Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
1
Fannst lifandi
undir látnum föður
Neftegorsk. Reuter.
BJÖRGUNARMENN fundu í
gær fólk á lífi í rústum húsa i
Neftegorsk á Sakalíneyju, fjór-
um dögum eftir að jarðskjálfti
lagði bæinn í rúst. Meðal þeirra
sem björguðust í gær var
þriggja mánaða stúlkubarn.
Lítil von um að fleiri
finnist á lífi
Rússneskir embættismenn
sögðu, að útilokað væri að fólk,
sem kynni að vera innlyksa í
húsarústum, lifði lengur en
fjóra til fimm sólarhringa.
Björgunarmenn hafa unnið í
kappi við klukkuna við að leita
að fólki á lífi í rústum bæjarins.
Sex manns var bjargað á lífi
í gær, þar af þremur börnum,
en jafnframt fundust lík 30
manna. Meðal þeirra síðar-
nefndu voru lík táninga sem
létust er þeir voru að dansa síð-
asta dansinn í diskóteki.
Faðirinn fleygði sér
yfir piltinn
Vladímír Shapoval, lands-
sljóri á Sakhalín, sagði að
stúlkubarnið hefði verið við
góða heilsu og óskaddað. Nánar
sagði ekki af björgun hennar,
en hins vegar tók það björgun-
armenn 24 stundir að losa um
átta ára. stúlku, Önju. Þá sögðu
rússnesk blöð frá því, að 11 ára
piltur, Valeríj Kazanov, hefði
bjargast lifandi eftir að hafa
verið rígfastur undir látnum
föður sínum í 86 stundir. Hafði
faðirinn fleygt sér yfir piltinn
þegar skjálftinn reið yfir til
þess að skýla honum er húsið
hrundi.
A myndinni má sjá Valeríj
Kazanov með vel þeginn vatns-
sopa sem björgunarmenn réttu
honum eftir að hann fannst í
rústunum í Neftegorsk. Bíður
hann þess að losna.
Fundist hafa lík 620 íbúa en
óttast er að talan eigi eftir að
hætta i rúmlega 2.000 manns.
Saksóknari höfðar mál
Vegna eyðileggingarinnar í
skjálftunum hefur saksóknari
Sakhalín-eyju þegar hrundið af
stað lögsókn. Snýst hún um brot
á byggingarreglum og er refs-
ingar krafist samkvæmt 251.
grein hegningarlaga, að sögn
Inferfax-fréttastofunnar.
Reuter
Köstuðu
eggjum að
Karli prins
Dublin. Reuter.
ÍRSKIR þjóðemissinnar köstuðu
fjórum eggjum að Karli Bretaprins
við Trinity College í Dublin í gær
og munaði minnstu að eitt þeirra
hæfði hann.
Hópurinn sem mótmælti heim-
sókn Karls prins til írlands taldi
aðeins um eitthundrað manns. Til
samanburðar söfnuðust mörg þús-
und manns saman skammt þar frá
og fögnuðu Karli og veifuðu nokkr-
ir breskum fána er hann gekk um
Dublin.
Karl er fyrsti meðlimur konungs-
fjölskyldunnar sem heimsækir Ira
frá því þeir sögðu sig úr lögum við
Englendinga 1922. Fyrir aðeins
einu ári hefði heimsókn af þessu
tagi verið talið óhugsandi. Blaðið
Evening Standard í London sagði
í gær, að líklegt væri að Elísabet
drottning færi í opinbera heimsókn
til írlands. Ákvörðun yrði tekin í
ljósi þess hvernig til tækist með
heimsókn Karls. Breskir og írskir
embættismenn sögðu að af slíkri
heimsókn yrði fyrr en seinna.
Spenna eftir að Grikkir staðfestu Hafréttarsáttmálann
Óttast að Grikkir
færi út lögsögu sína
Ankara. Reuter.
TYRKIR hófu í gær umfangsmiklar
heræfingar í Eyjahafi, sem standa
munu í tvær vikur. Ríkir mikil
spenna í samskiptum Tyrkja og
Grikkja eftir að gríska þingið stað-
festi Hafréttarsáttmálann sl.
fimmtudag.
Grikkir undirrituðu Hafréttar-
sátmálann árið 1982 en hafa ekki
staðfest hann fyrr en nú. Veitir
sáttmálinn þeim rétt til að færa
út lögsögu sína í tólf mílur hvenær
sem er. Tyrkir hafa lýst því yfir
að ef Grikkir láti verða af því að
útfæra lögsöguna gæti það leitt til
stríðsátaka.
Eyjahafið yrði „grískt
stöðuvatn“
Tyrkir neita að undirrita sátt-
málann og segja að gildistaka hans
myndi gera Eyjahafið að grísku
stöðuvatni og loka aðgangi Tyrkja
Reuter
TYRKNESKI herinn hóf umfangsmiklar heræfingar í Eyjahafi í gær.
að helstu alþjóðlegum siglingaleið-
um þar sem að margar grískar
eyjar liggja mjög nálægt tyrknesku
ströndinni.
Með heræfíngunum sem nú eru
Gefuin nytiahlutum
nýttlif
RRKÍ hefur opnað
nyfjamarkað með notaðan
húsbúnað. Hlutir á verði
fyrir okkur öll.
Opið frá kl. 13:00 tll 18:00
Verkefnið styrkja:
S0RPA
HREINSUN
OG FLUTMINGUR
að hefjast er talið að þeir vilji leggja
áherslu á stöðu sína á Eyjahafi.
Grikkir segja heræfinguna vera
ögrun við þá en tyrknesk stjórn-
völd benda á að öllum hlutaðeig-
andi ríkjum hafi verið greint frá
þeim með nægum fyrirvara.
Gömul deila
Deilurnar um Eyjahaf hafa stað-
ið árum saman og árið 1987 lá við
styijöld vegna deilna um námarétt-
indi í Eyjahafi.
Vestrænir stjómarerindrekar
telja margir ólíklegt að Grikkir
nýti sér ákvæði Hafréttarsáttmál-
ans um útfærslu lögsögunnar og
að það sem vaki fyrir Andreas
Papandreou forsætisráðherra sé að
bæta samningsstöðu sína gagnvart
Tyrkjum í Kýpurdeilunni.
Hershöfð-
ingi hættir
PAVEL Gratsjev, vamarmála-
ráðherra Rússlands, sagðist í
gær hafa tekið við afsagnar-
beiðni Alexanders Lebeds, hers-
höfðingja, sem er sagður ætla
að bjóða sig fram í forsetakosn-
ingunum í landinu á næsta ári.
Lebed hefur verið áberandi og
umdeildur hermaður, og oft orð-
aður við forsetaembættið sem
arftaki Borís Jeltsíns. Gratsjev
sagði við fréttastofuna Interfax
í gær að Lebed hefði „augsýni-
lega ákveðið að gerast stjórn-
málamaður af einhverju tagi.“
Lebed hefur gagnrýnt harðlega
slaka frammistöðu rússneska
hersins í Tsjetsjníu.
25 farast í
aurskriðu
AURSKRIÐA í bænum Salvad-
or í Brasilíu varð að minnsta
kosti 25 manns að aldurtila á
þriðjudag. Óttast er að allt að
50 hafi farist í skriðunni. Að
sögn björgunarmanna hafa níu
manns fundist á lífi. Skriðan
féll eftir 10 daga úrhellis rign-
ingu í bænum, þar sem um hálf
önnur milljón manna býr á
hættusvæðum.
Ræða á um
frið í Líberíu
STRÍÐSHERRANN sem kom
af stað borgarastríðinu sem
staðið hefur í Líberíu í fimm ár,
Charles Taylor, var væntanleg-
ur til Nígeríu í gær. Þar á að
hefja viðræður um hvernig
koma megi á friði í Líberíu.
Taylor kemur til Nígeríu í boði
hershöfðingjans sem þar fer
með völd, Sani Abacha, og að
sögn aðstoðarmanna Abacha á
að ræða „öll óleyst vandamál."
Embættismenn í Nígeríu segja
að þessi fyrsta heimsókn leið-
toga Fylkingar þjóðernissinna
til Nígeríu frá því blóðugt
borgarastríð braust út í Líberíu,
sé mikilvægur þáttur í viðleitni
til að koma á friði. Búist er við
að Taylor dvelji í Nígeríu í fimm
daga.
Deila um
orðalag
afsökunar
EMBÆTTISMENN flokkanna
þriggja í samsteypustjórn Tomi-
ichi Murayama í Japan leitast
nú við að finna lausn á deilu
um hvort og þá hvernig Japön-
um beri að biðjast afsökunar á
þeim hörmungum sem stríðs-
rekstur Japana í seinni heims-
styijöld olli íbúum Asíu. Félagar
í Sósíalistaflokki Murayamas
vilja að þingið samþykki af-
dráttarlausa afsökunarbeiðni,
en harðlínumenn í röðum Fijáls-
lynda lýðræðisflokksins hafna
því að gert verði meira en að
lýsa yfir samúð vegna þeirra
sem féllu í stríðinu. Nokkrir fé-
lagar í Sósíalistaflokknum hafa
gefið í skyn að þeir muni segja
skilið við samsteypustjórnina ef
hún samþykki ekki ótvíræða
afsökunarbeiðni vegna hernáms
Japana á Kóreu, innrásar þeirra
í Kína og önnur Asíulönd.
NYTJAMARKAÐURINN
REYKJAVÍKURDEILD RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Bolholti 6
Sími 588 1440
O
VIÐSKIPTANAM
Fjölbrautaskólinn Breiðholti
FJðLBRAUTASXÚUNN
BREIÐHOtTI
Verslunarpróf
Skrifstofubraut — Verslunarbraut
Ritarabraut
Stúdentspróf 4 brautir
FB þegar þú velur verknám