Morgunblaðið - 02.06.1995, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
t-
f
LISTIR
Albert Engström og Island
Otæmandi auð-
legð fegurðar
Carl-Otto von Sydow heldur sýningu og
■ ........ —■--;
flytur fyrirlestur um Islandsferð Alberts
Engström. Jóhann Hjáimarsson hitti
fræðimanninn að máli í gær.
HUGMYNDIR Svía um ísland
hafa mótast mjög af bók málarans
og rithöfundarins Alberts Engs-
tröm (1869-1940) um ísland sem
hann kallaði Át HáckleQáll. Bók-
ina samdi Engström eftir íslands-
ferð 1911. Ferðafé-
lagi hans var Thorild
Wulff, grasafræðing-
ur og landkönnuður,
en hann tók ljós-
myndir og kvikmynd-
aði íslenskt landslag
°g,þjóðlíf.
í dag'kl. 17 verður
opnuð sýning í Nor-
ræna húsinu sem
tengist ferð Engs-
tröms til íslands og
kl. 17.30 heldur Carl-
Otto von Sydow er-
indi um Engström og
ísland. Á sýningunni
verða bækur, bréf,
ljósmyndir, teikning-
ar, vatnslitamyndir
og ýmsir munir frá ferð Engs-
tröms.
Carl-Otto von Sydow er fyrr-
verandi forstöðumaður handrita-
deildar Háskólabókasafnsins í
Uppsölum. Hann segir að bók
Engströms hafi haft mikil áhrif,
henni hafi verið afar vel tekið af
gagnrýnendum og lesendum þeg-
ar hún kom út 1913. Að hans
mati er bókin sem nýskrifuð,
málið talmál og frásögnin hrein
og bein. Ljósmyndir Wulffs eru
um hundrað talsins, m. a. frá
Þingvöllum og Geysi. Sett var á
svið glíma fyrir Wulff í Reykjavík
og varð kvikmynd hans af glí-
munni sem hann sýndi í Svíþjóð
til þess að íslensk glíma var atriði
á Olympíuleikanum 1912 í Stokk-
hólmi.
Ein ljósmyndanna sem von
Sydow benti mér á_er af þremur
íslenskum konum. Áður en Wulff
myndaði þær sótti ein þeirra
myndir af börnum sínum sem flutt
voru til Vesturheims en fengu
með þessu móti að vera með móð-
ur sinni á myndinni.
Það var Wulff sem bauð Eng-
ström til íslands. Þeir sigldu með
gufuskipi til Siglu-
íjarðar og þaðan
hófst ferð þeirra. Þeir
voru einstaklega
heppnir með veður,
sólskin og hiti mest
allan tímann. Engs-
tröm heillaðist af Is-
landi og fólkinu þótt
hann liti sumt gagn-
rýnum augum. Hann
skrifar í lok bókar-
innar: „Þessi ferð mín
til íslands er hið eina
verulega framtak
mitt og hið fegursta
sem fyrir mig hefur
komið. Ég er feginn
því að ég skyldi ekki
vera orðinn of gamall
(Engström var 42 ára) til þess
að skilja þá ótæmandi auðlegð
fegurðar, sem þar opnaðist fyrir
mér eins og þroskuð rós“.
Til Heklu
Ársæll Árnason bókbindari og
síðar bókaútgefandi þýddi bókina
og nefndi Til Heklu. Bókin kom
fyrst sem framhaldssaga í 100
tölublöðum Vísis, en í bókarformi
1943 og þá hafði Ársæll endur-
skoðað útgáfuna.
Sjálfur segist von Sydow, sem
talar góða íslensku, hafa fyrst í
alvöru byijað að læra þetta erfiða
mál 1983. Hann hefur komið tíu
sinnum til íslands og mun dvelj-
ast í Norræna húsinu næstu vik-
umar. Hann les Morgunblaðið
daglega og segist efast um að það
eigi tryggari lesanda.
Von Sydow er aðdáandi Bjark-
ar Guðmundsdóttur, það hve hún
syngur með persónulegum hætti
CARL-OTTO
von Sydow
ENGSTRÖM var útgefandi og ritstjóri Strix frá 1897. Carl-
Otto von Sydow opnar sýningu um íslandsferð málarans og
talar um ferðina í Norræna húsinu í dag.
Morgunblaðið/Kristinn
KÁPUTEIKNING
Til Heklu (1913).
Sjálfsmynd lista-
mannsins á sögu-
slóðum.
heillar hann. Annars þykir honum
íslensk poppmúsík of hávær og
hlustar því ekki mikið á hana. Það
á betur við hann að ganga um
söfn og njóta safnanna sem slíkra
og fara í stuttar ferðir um Reykja-
vík og nágrenni, jafnvel til Ákra-
ness og Eyrarbakka. Hann er
ekki bróðir leikarans Max von
Sydow eins og margir halda held-
ur frændi hans. Þeir eru fimm-
eða sexmenningar.
Skrá um íslenskar
fagurbókmenntir
Undanfarna áratugi hefur von
Sydow unnið að því að taka sam-
an skrá um íslenskar fagurbók-
menntir í sænskum þýðingum frá
Jónasi Hallgrímssyni til samtíma-
höfunda. Þessu merka verki sem
unnið er af samviskusemi og
stakri nákvæmni er nú lokið og
það allt komið á prent í Scripta
Islandiea sem er rit gefið út af
Islándska sállskapet í Uppsölum.
Enginn sænskur ljóðaþýðandi
styðst lengur við ljóðstafasetn-
ingu annar en von Sydow. Hann
hefur þýtt ljóð eftir Jón Helgason,
m. a. í Árnasafni. Allt stendur í
hljóðstaf á sænskunni hjá von
Sydow og hefði það eflaust glatt
Jón sem ekki var neinn einlægur
vinur formbyltingarinnar. Erindið
í Árnasafni um uppsprettulindir
og niðandi vötn tungunnar er
þannig í sænsku þýðingunni:
Undrande for jag med blicken langs bok-
fyllda raden:
bragder av tusenden levde pá tattskrivna
bladen;
var jag an bláddrade, vállajag hörde och
sjunga
várfriska báckar och kállor till fádemas
tunga.
í Carl-Otto von Sydow á íslensk
menning vísan stuðning. „Það
skemmmtilegasta sem ég hef tek-
ið þátt í er vígsla Þjóðarbókhlöð-
unnar“, segir hann að lokum.
Sjaldgæfur tón-
listarviðburður
EMIL Friðfinnsson homleikari og
Þórarinn Stefánsson píanóleikari
gangast fyrir tvennum tónleikum
um hvítasunnuhelgina. Verða hinir
fyrri í Tónlistarskólanum á Akur-
eyri á morgun kl. 17 en hinir síðari
í Norræna húsinu á sama tíma á
mánudag. Homtónleikar eru sjald-
gæfur tónlistarviðburður og félag-
amir skora því á fólk að láta þetta
tækifæri ekki ganga sér úr greip-
um.
Emil mun eingöngu flytja verk
eftir erlend tónskáld á tónleikunum.
Hann segir að einleiksverk fyrir
hom séu ekki á hvetju strái auk
þess sem þau reyni mjög á úthald
homleikara. Það sé því vandasamt
verk að setja saman efnisskrá.
Þórarinn segir að tónleikarnir
beri metnaði Emils glöggt vitni. Það
þurfi mikinn kraft til að setja sam-
an efnisskrá og finna tíma til að
æfa fyrir homtónleika..„Það mættu
margir blásarar taka sér þetta til
fyrirmyndar."
Emil segir að hornleikarar verði
að gera svona lagað snemma á ferl-
inum ætli þeir sér það á annað
borð. „Eldmóðurinn eldist af
manni.“
Þórarinn segir að sitt hlutverk á
tónleikunum sé fyrst og fremst að
styðja við bakið á Emil og leysa
hann af hólmi svo homleikarinn
geti kastað mæðinni. Píánóleikarinn
mun leika þijú íslensk verk eftir
Sveinbjöm Sveinbjömsson, Jón
Leifs og Hafliða Hallgrímsson.
Kveðst hann hafa valið þau til að
sýna mismunandi vinnsluaðferðir
íslenskra tónskálda í gegnum tíð-
ina. „Annars er ég að byija að
kynna mér fslenska tónlist og finnst
rétt að byrja á byijuninni."
Emil og Þórarinn eru báðir Akur-
eyringar og hafa nánast fylgst að
í gegnum nám. Þeir lögðu báðir
Morgunblaðið/Sverrir
ÞÓRARINN Stefánsson píanóleikari og Emil Friðfinnsson horn-
leikari efna til tónleika á Akureyri og í Reykjavík um hvítasunnu-
helgina.
stund á nám við Tónlistarskólann á
Akureyri og héldu síðan' um líkt
leyti til Þýskalands í framhaldsnám,
Emil til Essen en Þórarinn tií
Hannover. Þórarinn er reyndar enn
búsettur ytra en Emil skilaði sér
heim síðastliðið haust.
Emil hefur leikið með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í vetur auk þess
að kenna og „spila það sem til fell-
ur,“ eins og hann kemst sjálfur að
orði. Hefur hann meðal annars
komið fram með Caput-hópnum.
Stjórnar útvarpsþáttum
Þórarinn leggur hins vegar stund
á framhaldsnám í fyölmiðlafræði við
Tónlistarháskólann í Hannover en
Saga í ljóð-
rænum
raunsæisstíl
VERÐLAUNASKÁLDSAGAN
Englar alheimsins eftir Einar Má
Guðmundsson kom nýlega út í Dan-
mörku í þýðingu Eriks Skyum-
Nielsens. Utgefandi er Vindrose.
Gagnrýnandinn John Chr. Jorg-
ensen skrifar í Politiken að Englar
alheimsins séu „meistaravek þrosk-
aðs listamanns í ljóðrænum raun-
sæisstíl. Framsetning sögunnar er
skýr og tær og býr yfír sársauka-
fullri reynslu. Þetta er einföld saga
um flókin örlög“.
Verðugur verðlaunahafi
í Berlingske Tidende kemst Hen-
rik Wivel þannig að orði: „Frásögn-
in byggist á meðvituðu jafnvægi
milli hefðbundinnar íslenskrar frá-
sagnarlistar og líflegrar nútíma-
legrar frásagnar...Höfundurinn er
með öðrum orðum verðugur verð-
launahafi.“
Preben Meulengracht skrifar eft-
irfarandi í Jyllands Posten:
„Aðal þessarar sögu er að hún
lýsir öðru vísi manneskju í ósköp
venjulegu umhverfi...Hann (Páll)
býr með öðrum geðsjúklingum í
heimi sem er fullur af misskilningi
og þvingunum en er líka ljóðrænn
og fyndinn. Þessi heimur lýkst upp
fyrir lesandanum sem hræðilegur
og fallegur og það verður ljóst að
þetta er líka heimur listarinn-
ar...Umheimurinn er skoðaður með
öðrum augum í þessari sögu sem
gerir hana nýstárlega."
♦ ♦ ♦
Sumaropnun í
Listasafni
Sigurjóns
FRÁ og með þriðjudeginum 6. júní
hefst sumaropnun Listasafns
Siguijóns Ólafssonar á Laugar-
nesi. Sýningartíminn lengist sem
hér segir: á laugardögum og
sunnudögum verður safnið opið
milli kl. 14 og 18 og á virkum
dögum er safnið opið á kvöldin frá
mánudegi til og með fimmtudags-
kvölds milli kl. 20 og 22. Kaffi-
stofa safnsins er opin á sama tíma.
Um hvítasunnuhelgina verður
opið í Listasafninu milli kl. 14 og
18, einnig annan dag hvítasunnu.
Sýningin á völdum andlitsmynd-
um eftir Siguijón, „Þessir kollóttu
steinar“, mun standa áfram í sum-
ar með smávægilegum breyting-
um.
sérsvið hans þar er menning og
afþreying. Píanóleikarinn stjórnaði
um nokkurra ára skeið tónlistar-
þáttum í Ríkisútvarpinu en nú er
hann genginn í þjónustu Norður-
þýska útvarpsins, NDR, þar sem
hann hefur umsjón með þáttum um
norræna tónlist.
Félagamir efndu til tónleika hér
á landi fyrir nokkrum árum en lengi
hefur staðið til að endurtaka leik-
inn. „Það hefur verið erfitt að finna
tíma sem báðum hentar en nú gafst
loks tækifæri,“ segir Þórarinn sem
er staddur hér á landi til að fagna
föður sínum fimmtugum.
Emil og Þórarinn segja að efnis-
skráin hafi breyst mikið frá síðustu
tónleikum. Þeir leggja þó til atlögu
við eitt verk að nýju enda segjast
þeir eiga harma að hefna. Félagarn-
ir koma vel undirbúnir til leiks en
þeir komu margsinnis saman til
æfinga meðan þeir voru báðir í
Þýskalandi. „Við erum farnir að
þekkjast mjög vel sem tónlistar-
menn og getum því haldið tónleika
með mjög stuttum fyrirvara," segir
Þórarinn „Æfíngarnar hafa gengið
mun betur fyrir sig núna en síðast
þrátt fyrir að tíminn hafi verið
minni.“
I
>
1
I
>
>
i
!
>
>
t
>
I
I