Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIINIAR
Skokkarar lands-
ins sameinumst!
FYRIR níu árum bjó
ég í Danmörku og var
ekki með langa afreka-
skrá í íþróttum. Á
fyrsta degi í háskólan-
um þar sá ég mjög sér-
stakan Dana. Það var
stúlka með langar
lakkaðar neglur í pilsi,
á háhæluðum skóm,
með litríkan klút og
sítt svart hár og stríðs-
máluð. Mér varð star-
sýnt á þessa stúlku sem
féll ekki alveg inn í
mynstur hinna heim-
spekideildarnemanna
og gaf mig á tal við
hana við fyrsta tækifæri.
Þetta varð besta vinkona mín og
átti eftir að hafa mikil áhrif á mig
og hún var bæði grænmetisæta og
stundaði skokk! Einnig var hún í
þolfimi, sem var svo til splunkunýtt
þá og svo hjólaði hún að sjálfsögðu
en í háhæluðum skóm og nælon-
sokkabuxum sem stungu í stúf við
klæðnað hinna Dananna þar sem
skynsemin var aðalsmerki.
Skokk var mér sem lokuð bók,
ég var oft búin að horfa á skokk-
ara úr bíl og fylltist hálfgerðri vor-
kunnsemi yfir þessu vesalings fólki
og gat ekki skilið hver tilgangur
þess var, þetta hlyti að vera svo
leiðinlegt. En vinkona mín, hún
Mie, hin mikla framúrstefnukona,
dró mig einn góðviðrisdaginn í
skokk í skógi einum, eftir óska-
hlaupabrautum skokkarans. Ég
mætti, mjög treg, í ökklaháum upp-
reimuðum strigaskóm og í einhverj-
um mjúkum flíkum. Mie sveif á
braut, á undan, með
vasadiskótekið í eyrum
og sagði mér að fylgja
sér eftir eins og ég
gæti.
Ég þumbaðist af
stað og var kominn
með lungun í hálsinn
eftir fáeina metra og
skapið orðið svart. En
til þess að bjarga því
sem bjargað varð
drattaðist ég áfram,
meira af þrjósku en
mætti, mest gangandi
með fýlusvip en
reyndi að hlaupa þegar
ég mætti skokkurun-
um. Þeir bjuggu augsýnilega yfir
einhveiju sem ég bjó ekki yfir, því
ánægjan skein út úr andlitunum.
Þannig komst ég einhveija kíló-
metra, blásandi og hálfragnandi og
sá lítinn tilgang með þessu kval-
ræði. Ég var búin að lofa Mie að
reyna þetta þrisvar, gefa því tæki-
færi, því hún vissi sem var að það
var ekki nóg að hlaupa einu sinni.
Í þriðja skiptið varð kvalræðið
minna og ég var farin að njóta út-
sýnis á meðan og eiga bétur með
hreyfinguna. Til að gera langa sögu
stutta varð ég háð því að hlaupa
og hljóp á öllum tímum í Dana-
veldi. Þróunin var ör og nýir hlaupa-
skór urðu ómissandi og síðan
hlaupaskór með loftpúðum, þvílík
bylting. Þungu bomsunum var lagt
og árangurinn batnaði en því miður
urðu hlaupin stijálli þegar heim til
íslands var komið.
Ég skráði mig síðan í hlaupahóp
hiá Námsflokkum Reykjavíkur í vor
Hrund
Sigurbjörnsdóttir
Hlaupið er til stuðnings
góðu málefni, segir
Hrund Signrbjörns-
dóttir, Ekki síður vegna
aðhalds og ánægju,
sem almenningshlaup
veitir.
og það varð til þess að koma mér
í reglubundin hlaup án undankomu
og ég stefni að sjálfsögðu á hlaup
Krabbameinsfélagsins þann 3. júní
(og jafnvel að hafa í fullu tré við
Mie þegar við hittumst í sumar).
Fyrst má nefna að hlaupið er til
stuðnings góðu málefni en ekki síð-
ur vegna þess aðhalds og þeirrar
ánægju sem almenningshlaup veitir
mér. Núna er skokkið orðið almenn-
ingsíþrótt og það er tvímælalaust
merki þess að maður sé að ánetjast
skokki þegar gaman er orðið að
mæta öðrum skokkurum. Það er
ekki laust við að maður taki sig
örlítið á og lyfti fótum eilítið hærra
og bæti jafnvel í hraðann! Því hvaða
skokkari kannast ekki við tilfinn-
inguna að vilja gera sitt besta í
hópi félaga og fá þannig ómetan-
lega hvatningu? Hittumst hress
þann 3. júní!
Höfuadur er kennari.
Holl hreyfing
til heilsubótar
EITT af merkjum
sumarkomunnar hér á
landi er vaxandi fjöldi
fólks, ungs sem gamals,
sem sést ganga, skokka
eða hlaupa út um víðan
völl, ýmist á götum,
gangstígum eða á úti-
vistarsvæðum.
Heilsuhlaup Krabba-
meinsfélagsins er orðið
árlegur viðburður, sem
notið hefur síaukinna
vinsælda fólks á öllum
aldri frá því fyrst var
hlaupið fyrir sjö árum.
Nú er komið að Heilsu-
hlaupinu á ný.
Fyrir mögum eru útihlaup fjar-
stæð árátta undarlegs fólks. Fyrir
fáeinum árum var afar sjaldgæft að
sjá fólk á heilsubótargöngu, við
skokk eða hlaup. Aukinn frítími og
betri meðvitund um mikilvægi hreyf-
ingar til heilsubótar hefur breytt við-
horfi fjöldans til líkamsræktar. Þeim
fjölgar sífellt, sem kunna að meta
þá líkamlegu og andlegu upplyftingu
og vellíðan, sem rösk hreyfing veitir.
Hæfileg áreynsla, segir
Sveinn Magnússon, veit-
ir aukinn þrótt og þrek.
Hæfileg áreynsla veitir aukinn þrótt
og þrek, útiveran veitir tilbreytinga-
rík tengsl við mannlíf, bæjarlíf eða
náttúru á þægilegan hátt. Margir
hreyfa sig í kunningjahópi eða kynn-
ast nýju fólki og öðlast þannig góðar
samverustundir.
Rösk hreyfing veitir ekki einungis
vellíðan. Rannsóknir hafa sýnt fram
á gagnsemi líkamlegrar
áreynslu til verndar
gegn ýmsum sjúkdóm-
um, einkum hjarta- og
æðasjúkdómum, en
jafnvel einnig krabba-
meini. Bætt meðvitund
um eigin líkama og
mikilvægi ræktunar
hans er heilsubætandi
og hvetur til hollra lífs-
hátta.
Hlaup er ekki eina
leiðin til hreyfingar.
Margir stunda sund
reglulega. Rösk ganga
hentar mörgum betur,
hún getur gert líkam-
lega sama gagn og hlaup en hætta
á meiðslum er jafnvel minni.
Göngum, skokkum eða hlaupum í
Heilsuhlaupinu.
Með því að standa að Heilsuhlaup-
inu vill Krabbameinsfélagið vekja
fólk til aukinnar meðvitundar um
mikilvægi þess að fara vel með lík-
ama sinn, veita honum holla hreyf-
ingu og stuðla þannig að bættri líðan
og heilsu.
Tökum þátt í Heilsuhlaupinu, það
er gott tækifæri fyrir þá sem vilja
byija að hreyfa sig, gott tækifæri
fyrir þá sem vilja byija aftur holla
líkamsrækt eftir veturinn, gott tæki-
færi fyrir þá sem hreyfa sig reglu-
lega til að hitta nýtt fólk, gott tæki-
færi fyrir alla fjölskylduna til að eiga
góða og gagnlega stund saman.
Övanir ættu líka að taka þátt, þeir
geta gengið eða skokkað í stað þess
að hlaupa.
Höfundur er héraðslæknir
Reykjaneshéraðs ogritari
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Sveinn Magnússon
M
I Orkuverió verdur opid almenningi til sýnis auk þess
sem slarfsemin verdur kynnt alla helgina.
jSSk Á Iqugardaginn verdur sérstök hútíöardagskrá milli
klukkan 10:00 - 18:00 og verdur þá oþid á fimm
. stööum hjá Hitaveitu Sudurnesja.
Æfe í orkuverinu vertiur m.a. bakad rúgbraud i
^ hágufuofni, bodid í útigriUveislu milli klukkan 12:00 -
15:00 og börninfá smágjafir.
Ein öflugasta borhola í heimi í Eldvörþum verdur
látin blása ogferskva tnssvœdið i Gjá verður oþið.
Við aðalstöðvar Hitaveitu Suðurnesja að Brekkustíg
36 verður aðstaða og starfsemin kynnt. Börnin fá að
spreyta sig á altstri lílilla rafmagnsbíla. Boðið verður
upp á gqs og léttmeti.
t>á er einnig opið að Fitjabraut 20-22, Aðveitustöð
Fitjum og Dcelustöðin Fitjum.
Bláa lónið, vinscelasti ferðamannastaður Islands, veitir sérstakan hátiðarafslátt alla
helgitm.
í nýju glcesilegu veitingatjaldi sem reist er út í lónið geta gestir sest niður ogfengið
sér hressingu í einstöhu umhverfi.
Lifandi músik alla helgina.
A sunnudag og mánudag verða ýmsar óvcentar uppákomur sem verða kynntar á
staðnum jöfnum höndum svo það er betra aðfylgjast með.
Gestum gefst tcekifceri á að kyimast starfsemi Heilsufélagsins við Bláa lónið hf. og
fá uþþlýsingar um göngudeildina og hinar ýmsu franúeiðsluvörur unnutn tír
hráefnum lönsins sem HBL er að markaðssetja þessa dagana.
BIÁA LÓNIÐ
-cevintýri líkast!
Sími: 426 8800
Hitaveita Suðurnesja