Morgunblaðið - 02.06.1995, Side 45

Morgunblaðið - 02.06.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 45 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Handboltinn á tímamótum Frá Ásbirni Torfasyni: NÚ þegar heimsmeistaramótinu í handbolta (HM ’95) er lokið, sem var einhver skemmtiíegasti íþrótta- viðburður sem undirritaður hefur fylgst með, er rétt að líta yfir far- inn veg, frá sjónarhóli áhorfandans. Keppnin sjálf og umgjörðin um hana var öll til fyrirmyndar og eiga framkvæmdaaðilar og stjórn HSÍ þakkir skildar fyrir vel unnin störf. En nú að handboltanum. Ég fór þrisvar í höllina. Tvisvar til að sjá íslenska liðið leika og í þriðja skipt- ið sá ég leikina um verðlaunasætin, sem var toppurinn á keppninni. Að auki fylgdist ég með þó nokkrum leikjum í sjónvarpinu. Það verður að segjast eins og er að íslenskur handbolti eins og hann er leikinn í dag er á villigötum. Reyndar hef ég verið á þeirri skoðun undanfarin ár og byggi þá skoðun mína á reynslu sem áhorfandi í meira en tvo áratugi. Það var raunar svo að áður en ég fór að sjá leik íslenska liðsins gegn Rússum hugsaði ég sem svo að ef íslenska Iiðið tapar með meira en tíu marka mun væri það staðfesting á því að ég hefði á réttu að standa. Það varð líka raun- in og botninum sannarlega náð. Gera þarf byltingu Það má segja að íslenskur hand- bolti standi nú á tímamótum. Von- andi verður slök frammistaða ís- lenska liðsins í HM ’95 til þes að stjórn HSÍ, forráðamenn fyrstu deildar liðanna, dómarar, þjálfarar og leikmenn endurskoði íslenskan handbolta í heild, þ.e. framkvæmi einskonar naflaskoðun og hrindi í framkvæmd byltingu á handboltan- um til hins betra. Það er margt sem hægt væri að telja upp sem betur mætti fara í leik íslenska landsliðs- ins í HM ’95. Ég sem áhorfandi ætla að nefna fáein dæmi: Einhæfur sóknarleikur, sem byggðist of mikið á línusend- ingum sem andstæðingar voru fljót- ir að lesa. Leikmenn voru ekki nógu ógnandi og sýndu litla áræðni. Af þessu varð mikið fum og fát sem oft endaði í gegnumbrotum og aukaköstum. Sóknarleikur liðsins var ekki nógu hraður og hugmynda- ríkur og leikmenn virtuát ekki hafa gaman af því sem þeir voru að gera, enda gekk fæst upp. Skotið var ótímabært á mark andstæðing- anna og það sem kom mest á óvart var hve skotin voru mörg óvönduð. Þ.a.l. varð leikur liðsins allt of þung- ur og leiðinlegur á að horfa. Varnar- leikur liðsins var stundum til fyrir- myndar en oft sáust mistök og ekki bætti markvarslan úr skák, en hún var slök í flestum leikjum liðsins. Aðeins er hægt að hrósa vítaskyttu og línumanni landsliðsins fyrir góða frammistöðu. Botninum náð Ég sagði áðan að botninum væri náð og vona ég að svo sé. Það var virkilega gaman að sjá bestu lið heims leika í þessari keppni. Það má vissulega læra mikið af leik- mönnum þessara liða og vona ég að fyrrgreindir aðilar geri það. Það hefur verið sagt að við íslendingar séum allt of fámenn þjóð til að við getum gert miklar kröfur um gott gengi íslenska landsliðsins gegn erlendum stórþjóðum. Þessu er ég ekki sammála. Ég tel að nægur fjöldi liða leiki hér á landi til að eðlileg endurnýjun og uppbygging leikmanna í landsliðinu sé sem skyldi. Þá er öll aðstaða til að iðka handbolta til fyrirmyndar, enda hafa mörg íþróttahús verið reist víðs vegar um landið á undanförn- um árum. Það er því vel raunhæft að gera þá kröfu að við getum byggt upp landslið á heimsmælikvarða í framtíðinni. Orsakanna að leita hjá þjálfurum og leikmönnum Margir hafa bent á landsliðsþjálf- arann fv. og jafnvel fjölmiðlamenn og kennt þeim um ófarir landsliðs- ins í HM ’95. Ég er ekki sáttur við þá fullyrðingu og vil skoða þetta í miklu stærra samhengi. Ég held að orsakanna sé fyrst og fremst hægt að leita hjá þjálfurum og leik- mönnum deildarliðanna. Þjálfun leikmanna hefur einfaldlega ekki verið nógu góð og leikkerfin sem leikin eru reynast einfaldlega ekki nógu árangursrík, sem aftur endur- speglast í slöku gengi íslenska landsliðsins. Þjálfarar og leikmenn verða að taka sig verulega á ef betri árangur á að nást. Markviss og heilsteypt uppbygging verður að eiga sér stað. Það verður að byija á grunninum og eru þá engin deildarlið undanskilin. Þjálfarar og leikmenn verða að kynna sér hvað aðrar þjóðir eru að gera og komu með á HM ’95. Leikmenn verða að bæta sig, æfa vel gabbhreyfingar og mismunandi skotstíl og knatt- meðferð. Byggja verður upp létt- leikandi deildarlið með brasilískt hugarfar og fjölbreyttan sóknarleik með „sirkus“-ívafi. Þjálfa þarf betur varnarleik og sérstaklega mark- vörsluna og samspil varnar og markmanns. Allt þetta mun svo skila sér í betra landsliði og fleiri áhorfendum, það er ég sannfærður um. Ennfremur verður að stöðva grófan handbolta og dómarar verða hiklaust að kæla leikmenn með rauðu spjaldi fyrir kjaftbrúk og gróf brot. Það er von mín að forráðamenn handboltahreyfingarinnar setjist nú niður með þjálfurum og leikmönn- um og ræði í fullri alvöru hvernig bæta megi íslenskan handbolta í framtíðinni. Þróun handboltans hérá landi getur ekki farið nema upp á við, það er ljóst. Það verður vonandi gaman að fylgjast með deildarkeppninni næsta vetur og óskandi að eitthvað nýtt og skemmtilegt komi í handboltann strax næsta haust. Nýr landsliðs- þjálfari hefur ekki verið ráðinn þeg- ar þetta er ritað, en hans mun bíða mjög kreíjandi verkefni. Óska ég honum, þjálfurum og leikmönnum öllum góðs gengis í framtíðinni. ÁFRAM ÍSLAND! ÁSBJÖRN TORFASON, Háukinn 10, Hafnarfirði. S U M A R I Ð H E F S T SUÐURNESJUM öumaroaÁi á cSuðurnesjum Dagskrá Hvítasunnan Keflavík - Njarðvík - Höfnum1995 ^^östudagur 2. júní 17:00. Málverkasýningar opna. (til kl 20:00) 20:00. Setning Sumarvaka á Flug Kaffi. Setning. Tónlist. Opnun sjávarútvegssýningar. Uppákomur á veitingahúsunum. /O augardagur3. jum 10:00 Opið hús hjá Hitaveitu Suðurnesja til kl. 18:00. Skrifstofur og áhaldahús Brekkustíg 36, Njaróvík. Tæknisýning í rafmagnsdeild og vatnsdeild. Þjónustukynning í skrifstofuhúsnæði. Rafmagnsbílar fyrir börnin að aka. Hestamannafélagið Máni teymir undir krökkum. Leikfélagið skemmtir með ýmsum uppákomum. Orkuver í Svartsengi. Orkuverið kynnt í verki, máli og myndum. Eldvörp. önnur aflmesta borhola í heimi látin blása. 10:00 Gönguferð um Bergið, lagt af stað frá Grófinni. 11:00 Málverkasýningar og sjávarútvegssýningar opna. (til 20:00) 13:15 Skoðunarferð með leiðsögumanni um herstöðina á Kefla- víkurflugvelli (farið frá umferðamiðstöó SBK í Hafnargötu). 14:00 Götubolti við Myllubakkaskóla á vegum KKÍ. 15:15 Skoðunarferð frá SBK á Keflavíkurflugvöll (eins og 13:15). 17:00 Einsöngvaratónleikar í Keflavíkurkirkju. ss L SSSPnRISiÓOURIHH cS— jum 09:15 Gönguferð á Keili undir eftirliti Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Brottförfrá Umferóamiðstöð SBK. Gangan hefstkl 10:00. 11:00 Hátíðarmessa í Keflavíkurkirkju. 14:00 Opnun málverkasýningar ÁSTU PÁLSD. í veitingahúsinu v/ Bláa Lónið. Málverkasýningar og sjávarútvegssýningar opna. (opið til 20:00) Stekkjarkot opið almenningi - kaffisala. 15:00 Tónleikar kórs Keflavíkurkirkju. 16:30 Fjöruskoðunarferð um Fitjar. Gengið frá Stekkjarkoti undir leiðsögn líffræðings. ánudagur 5. júní 14:00 14:00 16:30 Málverkasýningar og bátslíkanasýning opna. Hátíð á Íþróttavellinumí Keflavík. Fánareið hestamanna.Björgunarsýning Björgunarsveita á Suðurnesjum. Brunavarnir Suðurnesja og Slökkvilið Varnarliðsins. Flugmódelklúbburinn sýnir smávélaflug. Fallhlífarstökk úr vél frá Suðurflugi. Þyrla frá varnarliðinu sýnir björgun. Björgunarbáturinn Hannes Hafstein verðurtil sýnis í höfninni. Bryggjuveiði í Njarðvíkurhöfn. Marhnútakeppni - afreksverðlaun. Börn innan 6 ára verðií fylgd fullorðinna. NANARI UPPLYSINGAR: Málverkasýningar. Samsýningar eru haldnar í Njarðvíkurskóla, Kirkjulundi, Sólstofunni, Hótel Keflavík. Flug-kaffi og í Kjarnanum. „Baðstofan" sýnir í Risinu Tjarnargötu 12. Sýning Ástu Pálsdóttur í Veitingahúsinu við Bláa Lónið opnar kl 14:00 Hvítasunnudag. Sjávarútvegssýning, Sýning á bátslíkönum smíðuðum af Grími Karlssyni verða til sýnis frá föstudeginum 2. júní út sumariö í Kjarnanum. Sértilboð á hótelum og veitingahúsum. Sæfiskasafnið í Höfnum opið alla helgina. Kirkjur á Suðurnesjum opnar almenningi e.h. Hvítasunnudag. Vitar á Suðurnesjum opnir almenningi. Reykjanesviti og Garðskagavitar. Púttvellir - Golfvellir. Tjaldsvæðið í Keflavik bíður 30% afslátt. Silungsveiði í Seltjörn - opið alla dagana. Veitingahús opin alla dagana. Sjóstangaveiði. Gallerí Björg -Heimilisiðnaður í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.