Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
14 k gull Verö kr. 3.400
Stúdentastjarnan
hálsmen eða prjónn
tlðn Sípuniisson
Skortyripaverzlun
Laugavegi 5 - sími 551 3383
SKOVERSLUN KOPAVOGS
Hamraborg 3, sími 554 1754.
Búnaðarbanki íslands, {
austurbæjarútibú við Hlemm, Rvk. I
Önnur símanúmer bankans breytast
samkvæmt nýja símanúmerakeninu.
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
- kjarai málsins!
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Þakkarávarp frá
borgarafundi í
Súðavík
ÍBÚAR Súðavíkur upplifðu
í vetur, eftir að hörmung-
amar höfðu dunið hér yfir,
að það er gott að vera ís-
lendingur.
Strax eftir að snjóflóðið
féll hófst undirbúningur að
björgunarstarfínu um allt
land. Menn voru rifnir úr
störfum sínum víða um
land og kallaðir til starfa
hér í Súðavík. Það voru
ákveðnir og yfirvegaðir
menn, karlar og konur, á
sjó og landi, sem gengu
hér að björgunarstörfum
við hin erfiðustu skilyrði.
Allt þetta fólk vann þrek-
virki hér við björgunar-
störfín. Ekki má gleyma
hlutverki leitarhunda og
mikilvægu starfi þjálfara
' ~ þeirra.
Á sama tíma hófu Rauði
kross íslands og Hjálpar-
stofnun kirkjunnar skipu-
lag og undirbúning hjálp-
arstarfs. Framkvæmd þess
verður lengi f minnum höfð
og er þessum aðilum til
mikils sóma.
Yfirstjórnandi almanna-
varna hér á svæðinu,
sýslumaðurinn á ísafirði,
Almannavarnanefnd ísa-
fjarðar, bæjarstjórinn á
Isafirði, bæjarstjórn og
starfsmenn ísafjarðarbæj-
ar komu strax að málum
svo eftir verður munað.
Sama verður sagt um
starfsmenn Sjúkrahússins
á ísafirði og íbúa bæjar-
ins.
Eftir að björguriarstarfmu
• lauk kom yfirlýsing frá rfk-
ísstjóminni um að yfirvöld
myndu styðja Súðvíkinga
í uppbyggingu staðarins.
Hún ákvað að nefnd ráðu-
neytisstjóra skyldi fylgjast
með framkvæmd uppbygg-
ingarinnar og samræma
aðgerðir opinberra aðila til
þess að hraða og greiða
fyrir uppbyggingunni. Það
hafa þeir gert með miklum
sóma. Stofnanir ríkisins
hafa hraðað afgreiðslu er-
inda héðan eins og hægt
er.
Stjóm Sambands íslenskra
sveitarfélaga ásamt sveit-
arfélögunum í landinu
lögðu fram fjármuni til
styrktar sveitarsjóði og
ómetanlega aðstoð.
Forseti íslands hefur sýnt
velferð Súðvíkinga áhuga
og styrkt þá í trúnni á
framtíðina með umhyggju
sinni og hlýhug.
Fjölmiðlar í landinu og
Póstur og sími tóku saman
höndum og stóðu fyrir
söfnun til stuðnings íbúum
Súðavíkur. Það er þessum
aðilum til mikils sóma hve
myndarlega var staðið að
undirbúningi og fram-
kvæmd söfnunarinnar.
Söfnunin Samhugur í verki
sannar svo um munar að
íslendingar standa saman
sem einn maður þegar á
þarf að halda. Örlæti, vel-
vild og hlýhugur eru eigin-
leikar sem búa í hveijum
manni. í söfnuninni sýndu
menn og konur að þeim
er ekki sama. Aldrei fyrr
hefur safnast eins mikið
af fjármunum í einni söfn-
un og þessari.
Norrænir frændur okkar
létu heldur ekki sitt eftir
liggja. Það sannaðist með
mjög rausnarlegu framlagi
frá vinum okkar í Færeyj-
um og framlagi Lions-
manna á Norðurlöndum
sem söfnuðu miklum fjár-
munum til uppbyggingar-
innar.
Síðast en ekki síst ber
að nefna óeigingjarnt starf
þeirra einstaklinga sem
völdust til þeirra erfiðu
trúnaðarstarfa að úthluta
söfnunarfé landsmanna.
Öllum má vera ljóst að það
er ekki einfalt að setja
reglur um ráðstöfun á svo
miklu ijármagni. Lánið
var, að til þessara starfa
völdust einstaklingar með
þekkingu og reynslu, sem
reyndist ómetanleg í störf-
um þeirra.
Framangreind upptalning
er ekki tæmandi. Fjöl-
margir aðilar innanlands
og utan buðu fram aðstoð
sína. Fyrir það og allt
framangreint þakka Súð-
víkingar heilum huga um
leið og þeir biðja góðan
Guð að blessa alla þá er
að málum komu og störf
þeirra um ókomna tíð.
Um rjúpuna
SIGFINNUR frá Skaga-
firði hringdi í Velvakanda
og vildi koma á framfæri
upplýsingum til greinar-
höfundar sem skrifaði í
Morgunblaðið um ijúpuna.
Þar kom fram að greinar-
höfundur væri um 90 ára
og fæddur f kringum 1904
og fjallaði hann m.a. um
fall ijúpunnar úr hungri
og harðrétti. Vildi Sigfmn-
ur árétta að ijúpan hefði
fallið mikið frostaveturinn
1918 og væri hægt að leita
heimilda m.a. í ævisögu
Lárusar í Grímstungu.
Tapað/fundið
Gleraug-u fundust
GLERAUGU í svörtu
hulstri fundust sl. sunnu-
dag á bílastæði við hús
Myndlista- og handíðaskól-
ans við Laugarnesveg.
Upplýsingar í síma
553-6359.
Kettlingar
KETTLINGAR fást gefins
á gott heimili. Upplýsingar
í síma 5544497.
Myndavél tapaðist
MYNDAVÉL af gerðinni
Fuji DL500Wide tapaðist á
Snæfellsnesi 13. maí sl. Á
svæðinu kringum Arnar-
stapa og Lóndranga. Vélin
er merkt eiganda. Finnandi
vinsamlegast hringið í
síma 5667016.
Gleraugu
GLERAUGU fundust á
Seltjamarnesi í krinum 20.
maí sl. Umgjörðin er af
Armani-gerð, gylltar
spangir og brúnyijótt.
Upplýsingar í síma
5611523.
Karlmannsúr
tapaðist
KARLMANNSÚR tapaðist
á körfuboltavelli hjá
Grandaskóla eða á leiðinni
að skýli SVR á Kapla-
skjólsvegi. Finnandi vin-
samlegast hafi samband í
síma 5526548.
LEIÐRÉTT
Átök anda líklega
mökun
FRÓÐIR menn hafa bent á
að þijár myndir af átökum
andasteggs og kollu, sem
birtust í Morgunblaðinu í
vikunni, hafi einfaldlega
sýnt mökun andanna enda
sé mökunartímibili and-
anna ekki lokið enn. Sjón-
arvottar sögðu blaðamanni
að í þessu tilviki hafi marg-
ir steggir reynt mök við
kolluna og því hafí aðfar-
imar þótt nokkuð harka-
legar. Sérfræðingar benda
á að hópmökun sé algeng
í þéttbýli þar sem þéttleiki
anda er mikill. Fugla- og
líffræðingar telja þó að
kalla megi hópmökun af-
brigðilega kynhegðun en
hún geti vel átt sér stað á
pollum eða þröngum bú-
stöðum anda í sambýli með
mönnum í bæjum og borg-
um.
Myndabrengl
Nöfnum Þorgerðar Sigurð-
ardóttur og Sigríðar Sig-
urðardóttur var víxlað í
myndatexta í Morgunblað-
inu í gær. Hlutaðeigandi
era beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Verkfallsátök
Vegna mistaka var rang-
hermt í frétt í Morgunblað-
inu í vikunni að rútu hefði
verið ekið yfír fót verkfall-
svarðar. í raun ók verk-
fallsvörður yfir fót rútueig-
anda, sem vildi ekki vílq'a
úr vegi fýrir honum sam-
kvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Beðist er vel-
virðingar á þessu rang-
hermi sem stafar af villandi
upplýsingum.
Pennavinir
SAUTJÁN ára finnsk
stúlka með áhuga á bóka-
lestri, bréfaskriftum, sjón-
varpi, tónlist o.fl.:
Mia Luostrainen,
Halmekatu 12 C 21,
40320 JyviiskylS,
Finland.
ÁTJÁN ára Tanzaníupiltur
með áhuga á bréfaskrift-
um, tónlist, íþróttum:
Alphonce E. Rimoy,
P.O. Box 738,
Moshi-Kilimanjaro,
Tanzania.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI hefur heyrt margar
ánægjuraddir með sígildu
útvarpsstöðvarnar tvær sem í boði
eru nú um stundir. Ástæða er til
að taka undir með þessu fólki. Um
langa hríð var gamla gufan eina
útvarpsrásin sem bauð upp á sí-
gilda tónlist en nú hefur valið auk-
ist til muna hjá þeim sem unna
slíkri tónlist og er það vel. Þarna
er boðið uppá heimslist sem göfgar
andann.
XXX
INUR Víkverja bað hann að
koma á framfæri þökkum til
lögreglunnar fyrir framúrskarandi
lipurð við borgara þessa lands.
Hann kvaðst hafa nýlega orðið vitni
að umferðarslysi þar sem lítið barn
var farþegi og lögreglumennirnir
hefðu annast þetta litla barn eins
og það væri þeirra eigið. Nærgætni
þeirra við það fólk sem hlut átti
að máli hefði verið einstök. Þá
kvaðst vinur Víkveija hafa lent í
því að gleyma lyklunum inni í bíl
sínum og lögreglan hefði komið að
vörmu spori og bjargað málunum.
Víkveiji vill taka undir þessi orð.
xxx
*
IGÆR var, í fyrsta skipti í marga
mánuði, hlýrra á hádegi á Akur-
eyri en í Reykjavík. í höfuðborginni
var 11 stiga hiti en 12 stiga hiti í
höfuðstað Norðurlands. Norðlend-
ingar hafa eflaust verið þessu mjög
fegnir enda veturinn búinn að vera
með fádæmum kaldur og snjóþung-
ur og vorið sömuleiðis.
Víkveiji hitti á dögunum fólk að
norðan, sem sagðist vera að gefast
upp á veðráttunni og væri að hugsa
um að flytja suður eða jafnvel til
útlanda. Þetta kann að breytast nú
þegar Ioks kemur gott veður nyrðra
en þetta er hugsun sem hefur
eflaust sótt að mörgum íbúum snjó-
þungra svæða á Norðurlandi og
Vestfjörðum.
XXX
*
ASTÆÐA er til að fagna því
að gömlu þvottalaugarnar I
Laugardal hafa verið gerðar upp.
Og á grunni þvottahússins sem
byggt var árið 1901 hefur verið
reist sýningargrind þar sem fjallað
er um sögu þvottalauganna í máli
og myndum. Borgarstjórinn í
Reykjavík mun einmitt opna þessa
sýningu formlega í dag.
Ástæða er til að færa forystu-
mönnum borgarinnar þakkir fyrir
þá myndarlegu uppbyggingu sem
átt hefur sér stað í Laugardalnum.
Þangað er hægt að sækja skemmt-
an og fróðleik og byggja upp líkama
og sál.
xxx
Víkveiji vill nota tækifærið og
koma þeirri hugmynd á fram-
færi að setja upp sögusýningar á
fleiri stöðum í borgarlandinu. Þann-
ig mætti t.a.m. setja upp sýningu'
við höfnina, sem sýndi byggingu
hennar og þróun útgerðar og flutn-
ingastarfsemi. Einnig mætti setja
upp skemmtilega sýningu í Öskju-
hlíð, þar sem sýndar væru myndir
frá stríðsárunum og umsvifum setu-
liðsins. Svona mætti áfram telja.