Morgunblaðið - 14.06.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 14.06.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 3 VATIMAVEXTIR Morgunblaðið/RAX UM sextíu hektarar af ræktuðu landi bæjarins Egilsstaða eru undir vatni. Fljótahúsið svokallaða, sem stendur nú úti í vatninu, hefur aldrei áður verið eins og eyja í vatninu. Húsið, sem sumir vilja kalla Flugstöðina, var eitt sinn þjónustumiðstöð fyrir Catalinu-flugbáta. Metvor- fylla í Lagarfljóti VATNSHÆÐ Lagarfljóts fór í 22,28 metra í gær og segja menn þá að metvorfylla sé í fljótinu. Næst hæst var vatnshæðin að vori 22,27 metrar árið 1989. Hæst fór vatnshæðin í 22,43 metra í haustflóði árið 1968. Árni Snorrason, forstöðumað- ur Vatnamælinga Orkustofnun- ar, flaug yfir vatnasvæðið við Egilsstaði í gær. Hann sagði að algengt væri að vatnshæðin í fljótinu væri um 21,5 metrar að vori og um 2 metrum lægri að vetri. Vatnavöxtinn nú mætti fyrst og fremst rekja til mikilla hlýinda síðustu tvo til þrjá daga á eftir köldu tímabili. Framhald- ið réðist af hitastiginu og ef mið- að væri við veðurspá myndi enn halda áfram að hækka í fljótinu. 60 hektarar af túni undir flóð FLÓÐIÐ hefur eyðilagt varp við Lagarfljót og flætt yfir um 60 hektara af ræktuðu landi Egilsstaða- bænda, að sögn Gunnars Jónssonar annars ábú- andans. Þó flóðið virðist úr lofti farið að nálgast flugbrautina ískyggilega telur Halldór Bergsson- loftskeytamaður á flugvellinum ekki hættu á því að flæði yfir brautina. Halldór sagði að völlurinn væri byggður 40 sentimetra upp fyrir hæstu flóðamörk og væru um 60 sentimetrar og slakki í að vatnið færi í brautina. „Stundum flæddi aðeins inn á austasta kantinn á gömlu flugbrautinni og því var tekið mikið tillit til flóðanna þegar hin nýja var byggð. Miðað var við mesta flóðið árið 1968 og brautin höfð 40 sentimetrum hærri. Þó 40 sentimetrar sýnist ekki mikið á tommustokknum þarf óhemju magn til að ná þeirri hæð,“ sagði Halldór. Leið verr í gær „Mér leið verr í gær. Nú er skaðinn skeður og ekkert við því að gera,“ sagði Gunnar Jónsson á Egilsstöðum. Hann telur að um 60 hektarar af túni hafi farið undir vatn og man ekki eftir öðru eins að vori til. Egilsstaðabændur, Gunnar og faðir hans, þekkja hættuna af vorflóðum og fresta alltaf áburðardreifingu á hluta túnanna þar til flóðghættan er liðin hjá. Hins vegar segir Gunnar að flóðið hafi farið yfir 20 hektara af túni sem borið hafði verið á fyrir skömmu og allur sá áburður skolist nú í burtu. Flóðið seinki sprettunni og geti haft þær afleiðingar að áburðardreifingunni seinki um þtjár vikur. Þar að auki segir Gunnar að óhemju mikið af drasli komi með vatninu. Gunnar sagðist óttast að stór varpsvæði anda, gæsa, stelks, lóu og ann- arra tegunda hafi farið undir flóð. 50 sentimetrar í Lagarfljótsbrú Árni sagði að hægt væri að miða við að vatnavextir yrðu við 18 gráðu hita. Vöxturinn rénaði við 12-14 stig. Hins vegar sagði hann að leysingarnar héldu áfram, því enn ætti mikið af snjó eftir að taka upp. Vatnsyfirborðið hækkaði um hálfan sentimetra á klukkustund í gær og vantaði um 50 senti- metra á að vatnið næði Lagar- fljótsbrú. Ekki sagði Árni hættu á að vatnavextir tepptu umferð um brúna eða að hún skemmdist. Nú er rétti tíminn í ár er sérlega hagstætt að fjárfesta í atvinnutækjum. Það er vegna sérstakra laga um flýtifyrningar atvinnutækja sem keypt eru árin 1994 og 1995. Þau má fyrna allt að tvöfaldri venjulegri fyrningu, næstu þrjú rekstrarár eftir að þau eru keypt. Fjárfesting í ár er því heillaráð. Viðgefum þérgóð ráð Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun hvers kyns atvinnutækja. Við getum bent þér á leiðir þar sem þú losnar við að binda rekstrarfé í tækinu og þar sem fyrirgreiðsla þín í viðskiptabankanum helst óskert. Þú kannt eflaust að meta að geta fengið 100% fjármögnun en njóta samt staðgreiðsluafsláttar hjá seljanda tækisins. Skjót afgreiðsla Fjármögnun með Kjörleiðum Glitnis er fljótleg. Þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsókn þín afgreidd á skjótan hátt. í Glitnirhí DÓt\uRFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þarerá einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar. OTTÓ - GRAFlSK HÖNNUN LJÓSM: SIGURGEIR SIGURJÓNSS0N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.