Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 3

Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 3
ÍSIENSKA AUCITSINCASTOFAN Hf./SÍA. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 3 SKÝRR eru öflugasta upplýsingafyrirtæki á íslandi. Við búum yfir ómetanlegri reynslu og þekkingu - og leggjum metnað okkar í að vera ávallt best. Þú kveikir á tölvunni og ætlar að færa inn allra síðustu leiðréttingarnar á verkefninu sem hefur tekið svo langan tíma að vinna. í stað snyrtilegrar valmyndarinnar, með öllum forritunum og skránum, birtast blikkandi skilaboð um að öll gögn á tölvunni hafi glatast! Eitt andartak er eins og tíminn standi kyrr. Þú finnur svitann perla á enninu og telur þér trú um að betta hljóti að vera misskilningur. En blikkandi skilaboðin draga þig strax aftur í kaldan raunveruleikann. Öll gögn á tölvunni hafa glatast! Það er einfalt að taka reglulega afrit af öllum gögnum á tölvunni - en það getur skipt ótrúlega miklu máli. Við viljum að þú búir við sama öryggi og viðskiptavinir okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.