Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Þýskt-ís- lenskt verslunar- ráð stofn- að í haust ÞRJÁTÍU íslensk fyrirtæki hafa nú þegar skráð sig stofnfélaga í þýsk-íslensku verslunarráði sem ætlunin er að hleypa af stokkunum á íslandi og í Þýskalandi. Undir- búningur málsins gengur vel og er áætlað að ráðið verði stofnað í október en hefji störf um áramótin. Þeir sem standa að undirbúningi málsins eru Verslunarráð Islands, íslenska sendiráðið í Bonn, þýska sendiráðið í Reykjavík ásamt nokkrum öðrum áhugaaðilum. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs, er ætlunin að Þýsk- íslenska verslun- arráðið reki skrifstofu í Reykjavík og stundi þaðan viðskiptaþjónustu og upplýsingamiðlun í báðar áttir: Skrifstofan mun væntanlega ráða starfsmann í hálft starf og verða hýst hjá Verslunarráði. Samstarf við DIHT Aðild að þýsk- íslenska verslun- arráðinu fá allir þeir sem stunda viðskipti milli Islands og Þýska- lands eða stuðla að þeim. Þá er stefnt að því að það hljóti stuðning atvinnugreinasamtaka iðnaðar og verslunar í Þýskalandi (DIHT) sem stendur almennt að gagnkvæmum verslunarráðum fyrir hönd þýsks viðskiptalífs. Að sögn Ingimundar Sigfússonar, nýskipaðs sendiherra íslands í Þýskalandi, koma for- svarsmenn Verslunarráðs og Sam- taka iðnaðarins til Bonn í lok mán- aðarins til að koma á formlegu samstarfí við DIHT vegna stofn- unarinnar. Málið verði síðan kynnt fyrir þýskum fyrirtækjum sem stunda viðskipti við ísland. „Undirbúningur málsins gengur vel, ekki síst vegna góðrar sam- vinnu við Helmut Schatzschneider, þýska sendiherrann í Reykjavík. Að mínu mati mun stofnun þýsks- íslensks verslunarráðs tvímæla- laust verða til þess að styrkja og auka viðskipti milli landanna og þá ekki síður á sviði íslensks út- flutnings en innflutnings. Þá von- ast ég til þess að unnt verði að nota ráðið sem vettvang hér í Þýskalandi til að kynna fjárfest- ingarkosti í íslensku atvinnulífi,“ sagði Ingimundur Sigfússon. KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir fást um land allt. 50 ára frábær reynsla. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 » 562 2901 og 562 2900 OECÐSERFRAM ABETRITIMA Auðugustu iönríki heims eru á réttri stefnu aö stöðugum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi en standa til lengri tíma frammi fyrir vissri ógnun vegna mikilla skulda og halla í ríkisrekstri, segir í hálfsársskýrslu OECD sem þykir aö þessu sinni á óvenju jákvæöum nótum. Aö vísu hafi heldur hægt á hagvextinum í heiminum, séu horfurnar engu aö síður góöar. Sweden lceland Finland Britain Canada jPenmarkl | Ireland |—dr Netherlands Belgium United States Germanyl Luxembou7gj,'i, lAustria Portugal Mexico Switzerland Turkey AustraNaþ, New Zealand OECD löndin í skýrslu OECD segir aö efnahagur heims hafi batnað umtalsvert eftir mögur ár í byrjuna ára- tugarins. í spá þessara samtaka um 25 auðugustu þjóöa heims er gert ráö fyrir að atvinnuleysi falli í 7,5% í árslok 1996 úr 7,8% í ár. Helstu kennitölur (umreiknaðar miðað við heilt ár) Landsframleiðsla Verðbólga Atvinnuleysi Hlutfallsleg breyting frá fyrra tímabili í prósentum Hlutfall af vinnuafli 0 1 2 3 4 5% samtals -iu- ríkin. OECD Þyska- land 5% Meirihlutinn í Stöð 2 leitar tilboða í lán vegna bréfa minnihlutans Leita fjármagns innanlands og utan FORSVARSMENN Útheija hf. sem myndar meirihluta í íslenska útvarpsfélaginu hf. eiga nú í við- ræðum við bandaríska íjármögn- unarfyrirtækið Oppenheimer um íjármögnun á hlutabréfum minni- hlutans í félaginu. Fulltrúar frá Oppenheimer komu hingað til iands í síðustu viku í þessu skyni en engin niðurstaða liggur þó enn fyrir. Útheiji er félag Jóns Ólafsson- ar, Siguijóns Sighvatssonar, Har- alds Haraldssonar, Jóhanns J. Ól- afssonar og 16 annarra aðila. Fyr- irtækið keypti öll hlutabréf þeirra aðila sem deilt hafa við þá um yfirráð yfir íslenska útvarpsfélag- inu hf. í lok apríl, en það er um 46% hlutafjár í félaginu. Hlutafé íslenska útvarpsfélagsins er tæp- lega 550 milljónir króna að nafn- virði og á Útheiji hf. 50,68% hlut- aljárins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins nemur söluand- virði bréfa minnihlutans rúmlega einum milljarði, eins og áður hefur komið fram í blaðinu. Oppenheimer tók að sér að hafa milligöngu um Ijármögnun bréfanna. Samhliða þessu hafa átt sér stað þreifingar um hvort innlendu verð- bréfafyrirtækin gætu haft milli- göngu um að útvega fjármagn inn- anlands. Hefur sú hugmynd komið upp að fara svipaða leið og við ijár- mögnun myndlyklaverkefnis Stöðvar 2 þegar Sparisjóðabank- inn, Lýsing, Sjóvá-Almennar og VÍS lánuðu sameiginlega rösklega 400 milljónir króna til félagsins. Útheiji hf. hefur frest til 27. júlí til að staðgreiða bréfin en veitt- ur verður 30 daga lokafrestur ef tilboð um fjármögnun liggur fyrir. Ef ekki tekst að útvega fjármagn- ið þurfa hluthafarnir samkvæmt samningnum sem gerður, hefur verið um kaupin að greiða eigend- um þeirra 30 milljóna króna skaða- bætur. Fyrirtæki í Stykkishólmi í sameiginlegu átaki Markaðsráð stofnað Morgunblaðið. Stykkishólmi. FYRIRTÆKI í Stykkishólmi hafa sameinast um stofnun Markaðsráðs til að vinna að sameiginlegum hags- munum sínum. Fyrirmyndin er að nokkru sótt til Borgarness en þar hefur verið starfandi í nokkur ár Markaðsráð Borgarness með góðum árangri. Það var síðan að tilhlutan Stykk- ishólmsbæjar að Sigþór Hallfreðs- son, iðnrekstrarfræðingur og Erla Friðriksdóttir, viðskiptafræðingur voru ráðin til að kynna hugmyndina og undirbúa stofnun Markaðsráðs Stykkishólms. Boðað var til stofnfundar Mark- aðsráðsins í félagsheimili Stykkis- hólms miðvikudaginn 7. júní. Á fundinn mættu um þijátíu manns og voru þeir á einu máli um að full þörf væri á að stofna með sér slíkan félagsskap þar sem markmiðið er að efla atvinnulífið í Stykkishólmi. Starfsmaður ráðinn í hálft starf Á stofnfundinum kom fram að fyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum eiga marga sameiginlega hagsmuni og tengjast á margan hátt. Það væri einmitt styrkur slíkra samtaka að léiða saman mismunandi aðila til sameiginlegra átaka. Töldu fund- armenn að með sameiginlegu átaki til nýsköpunar og samvinnu milli fyrirtækja mætti bæði efla þann rekstur sem fyrir er á staðnum og greiða nýrri starfsemi leið. Starfsemi ráðsins er hugsuð þannig að ráðinn verði til starfa starfsmaður í hálft starf til að ann- ast daglegan rekstur. Síðan mynda starfshópar einstakra atvinnugreina og hagsmunaaðila kjarnann í starf- semi ráðsins. Á fundinum voru tilnefndir í und- irbúningsstjórn þau Bryndís Guð- bjartsdóttir Settu hf., Ölafur Sig- urðsson, Skipavík hf. og Siguijón Jónsson, Rækjunesi hf. Var stjóm- inni falið ásamt Sigþóri Hallfreðs- syni að halda undirbúningsvinnunni áfram og boða til framhaldsstofn- unar fyrir mánaðamótin júní/júlí. Tvöfaldur haguaður pappírs- seljanda Helsinki. Reuter. REPOLA Oy í Finnlandi, um- svifamesti seljandi dagblaða- pappírs í Evrópu, nánast tvö- faldaði hagnað sinn frá janúar til apríl. Hagnaður fyrir sérstök út- gjöld nam 1.14 milljörðum finnskra marka (266 milljón- um dollara) samanborið við 657 milljónir marka á sama tíma 1994. Þar sem pappírsvinnslunni Paper Mills (UPM) tekst ekki að auka framleiðsluna meir í ár eru boðaðar verðhækkanir á sama tíma og skortur er á dagblaðapappír í heiminum. Unnið var með nánast full- um afköstum og nettósala jókst í 10.22 milljarða marka úr 9.16 milljörðum. Framleiðsla á dagblaða- pappír var aðeins um 2% meiri en í fyrra, en talið er að verð á dagblaðapappír í Evrópu muni hafa hækkað um 45% í júlí síðan í árslok 1994. Búast má við aukinni arð- semi í lok ársins og afkom'an 1995 verður miklu betri en 1994, segir í tilkynningu frá Repola. Hagnaður allt árið 1994 fýrir sérstök útgjöld nam 2.01 milljörðum marka Þegar núverandi bati hófst voru finnsk tijávörufyrirtæki skuldum vafin og illa á vegi stödd og því hefur lítið verið ráðizt í fjárfestingar til að auka afkastagetuna að sögn Repola. IBM boðar risavaxinn tölvumarkað Brlissel. Reuter. IBM-fyrittækið hyggst tengj- ast nokkrum helztu greiðslu- kortafyrirtækjum Evrópu til þess að veita viðskiptavinum aðgang að svokölluðum tölvu- stórmarkaði. Með samstarfi IBM og Europay International, sem greiðslukortafyrirtækin standa að, verður almenningi gert kleift að kaupa vöru, þjón- ustu og upplýsingar með boð- um um tölvur, síma eða sjón- varp. Samvinnan hefst væntan- lega á næsta ári og með henni verða sameinaðar svokallaðar IKP-greiðslur IBM og tölvu- kort Europays. Audi hættir smíði RS2 Avant Ingolsladt. Rcuter. AUDI AG hættir að framleiða hraðskreiða sportbílinn RS2 Avant í lok júlí. Fyrirtækið hefur selt 2.891 bíla af þessari gerð, sem það hefur smíðað ásamt Porsche AG, síðan þeir voru settir á markað 1993 - 50% fleiri en ráðgert var. í tillkynningu frá Audi segir að RS2 verði áreiðanlega eftir- sóttur af söfnurum. Hann kostar 99.600 mörk í Þýzka- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.